Þýsku stjórninni borgið – Maaßen gerður aðstoðarráðherra

Hans-Georg Maaßen, fráfarandi yfirmaður þýsku öryggis- og leyniþjónustunnar.

Hans-Georg Maaßen, yfirmaður þýsku öryggis- og leyniþjónustunnar, BfV, var leystur frá embætti sínu þriðjudaginn 18. september en hækkaður í tign með því að verða aðstoðar-innanríkisráðherra. Á þennan hátt var komið í veg fyrir stjórnarkreppu. Málamiðlun náðist milli jafnaðarmanna (SPD) og innanríkisráðherrans, Horsts Seehofers, leiðtoga CSU í Bæjaralandi. Í þýskum fjölmiðlum …

Lesa meira

Bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsir vilja til að fjárfesta í grænlenskum flugvöllum

Viljayfirlýsing varnarmálaráðuneytisins.

  Bandaríska varnarmálaráðuneytið boðaði í tilkynningu mánudaginn 17. september að það ætlaði að taka þátt í flugvallarframkvæmdum á Grænlandi. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fagnaði þessu þriðjudaginn 18. september. Á vefsíðu grænlenska útvarpsins, KNR, segir ráðherrann: „Mér sýnist það öllum til gleði að nú komi skýrt í ljós að það sé …

Lesa meira

Þyskaland: Hriktir í stjórnarsamstarfinu vegna örlaga njósnaforingja

Hans-Georg Maaßen og Horst Seehofer.

Enn á ný ríkir óvissa um framtíð ríkisstjórnar Angelu Merkel í Þýskalandi, samsteypustjórnar kristilegu flokkanna (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD). Nú er það vegna þess að SPD krefst þess að Hans-Georg Maaßen, yfirmaður þýsku öryggis- og leyniþjónustunnar, BfV, verði rekinn. Maaßen lét fyrr í mánuðinum nokkur umdeild ummæli falla vegna mótmælanna …

Lesa meira

Pussy Riot félagi til Berlínar vegna afeitrunar

Pjotr Verzilov .

  Félagi í andófshópnum Pussy Riot í Rússlandi segir að einn úr hópnum hafi verið fluttur til Þýskalands laugardaginn 15. september til lækninga en grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir honum. Maria Alekhina sagði The Associated Press að flogið hefði verið með Pjotr Verzilov til Berlínar en skýrði …

Lesa meira

Rússar litu á Finna í NATO sem óvini, segir Finnlandsforseti

niinisto%cc%88-frankfurter-allgemeine-zeitung

Sauli Niinistö Finnlandsforseti tekur á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, í þriggja daga opinbera heimsókn í Helsinki mánudaginn 17. september. Af því tilefni sat Niinistö fyrir svörum hjá blaðamanni þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung föstudaginn 14. september. Blaðamaðurinn spurði um fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Helsinki …

Lesa meira

Farand- og flóttafólki yfir Miðjarðarhaf fækkar um helming

rettungsschiff-aquarius-faehrt-wieder

Alls hafa 74.500 flótta- og farandmenn farið yfir Miðjarðarhaf til Evrópu fram í miðjan september á þessu ári. Næstum 1.600 manns hafa týnt lífi á þessari hættulegu siglingu síðan í janúar 2018. Þetta kemur fram í skýrslu IOM, Alþjóðastofnunar fyrir farandfólk, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þetta …

Lesa meira

Ungverjar og Pólverjar snúa bökum saman gegn ESB

Viktor Orbán og Andrzej Duda.

  ESB-þingið samþykkti miðvikudaginn 12. september að Ungverjum skyldi refsað fyrir að brjóta gegn gildum ESB og lögum og rétti. Utanríkisráðuneyti Póllands sendi frá sér tilkynningu sama dag um að fulltrúi Póllands mundi greiða atkvæði gegn slíkum refsiaðgerðum hvarvetna í ESB. Innan ráðherraráðs ESB verða fulltrúar allra ríkja að samþykkja …

Lesa meira

Fear: Trump in the White House- Bókadómur

5b744e226e163-image

Höfundur: Kristinn Valdimarsson   Út er komin bókin Fear eftir bandaríska blaðamanninn Bob Woodward (bandarískur útgefandi er Simon & Schuster.)  Fjallar bókin um fyrstu misserin, u.þ.b. fimmtán mánuði, í forsetatíð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Woodward er goðsögn meðal rannsóknarblaðamanna en á 8. áratug síðustu aldar áttu hann og Carl Bernstein, en …

Lesa meira

Juncker boðar stórherta vörslu á ytri Schenghen-landamærum

Jean-Claude Juncker flytur stefnuræðu sína.

ESB á að leggja meira af mörkum til að halda ólöglegu aðkomufólki utan dyra, herða reglur um peningaþvætti og snúast hraðar gegn áróðri hryðjuverkamanna. Þá á að hætta að hafa sameiginlegan sumar- og vetrartíma innan ESB og Evrópumenn eiga efla samband sitt við þjóðir Afríku. Þetta kom meðal annars fram …

Lesa meira

Bolton fer hörðum orðum um Alþjóðasakamáladómstólinn

index

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, fór hörðum orðum um Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) í Haag í ræðu í Washington mánudaginn 10. september. Dómstóllinn fjallar nú um mál gegn bandarískum hermönnum sem sakaðir eru um að hafa pyntað menn grunaða um hryðjuverk. Þeir sátu í leynilegum fangelsum í Afganistan. Bolton segir að …

Lesa meira