Merkel og Macron rita undir vináttusáttmála í Aachen

Við undirtitun Aachen-sáttmálans: Emmanuel Macron og Angela Merkel.

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari voru í þýsku borginni Aachen þriðjudaginn 22. janúar og rituðu undir nýjan vináttusáttmála sem ætlað er að dýpka enn frekar vinsamleg samskipti þjóða þeirra. Koma sambandi þeirra á „nýtt stig“ og auka lífsgæði þeirra sem í löndunum búa. Upphaflegur vináttusáttmáli þjóðanna er …

Lesa meira

Aðalfundur Varðbergs

Aðalfundur Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, verður haldinn fimmtudaginn 24. janúar kl. 16.30 í fundarherberginu Brúnni í Sjávarklasanum, Grandagarði 16, 101 Reykjavík (gengið upp á 2. hæð í suðvestur gafli hússins, merkt veitingastaðnum Bergsson). Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Lög félagsins eru  hér á vefsíðunni www.vardberg.is Fundarboð var sent út …

Lesa meira

Norðmenn líta GPS-truflanir Rússa mjög alvarlegum augum

ba6zipsuonde3dth5b4amiozrm

Rússnesk hernaðaryfirvöld á vígvæddum Kólaskaganum rétt austan við landamæri Noregs í norðri hafa truflað GPS merki í norskri lofthelgi fimm sinnum á síðustu 17 mánuðum segir Thomas Nilsen, ritstjóri vefsíðunnar Barents Observer á síðunni sunnudaginn 20. janúar. Á síðunni er vitnað í upplýsingafulltrúa norska utanríkisráðuneytisins sem segir að norsk yfirvöld …

Lesa meira

Bandarískur tundurspillir inn á Svartahaf

Bandaríski tundurspillirinn USS Donald Cook.

Yfirstjórn bandaríska flotans hefur tilkynnt að tundurspillirinn USS Donald Cook sé á leið inn á Svarta haf til að sinna verkefnum á hafi úti og stuðla að stöðugleika á hafinu í samvinnu við NATO-ríki á svæðinu. Skipið sem er af Arleigh Burke-gerð og vopnað stýriflaugum var á siglingu í Hellusundi …

Lesa meira

Handaband staðfestir danskan ríkisborgararétt

Inger Støjberg ráðherra fagnar fyrsta nýja, danska ríkisborgaranum með handabandi. ríkisborgarandu

Inger Støjberg, innflytjenda- og aðlögunarráðherra Dana, veitti níu einstaklingum danskan ríkisborgararétt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. janúar. Var það í fyrsta sinn sem ráðherrann tók þátt í slíkum viðburði frá því að ný dönsk lög um ríkisborgararétt tóku gildi 1. janúar 2019. Á dönsku tala menn um grundlovsceremoni – stjórnarskrárathöfn …

Lesa meira

Stefan Löfven áfram forsætisráðherra Svíþjóðar

Stefan Löfven hlaut stuðning þingsins sem forsætusráðherra.

  Sænski jafnaðarmaðurinn Stefan Löfven verður áfram forsætisráðherra Svíþjóðar í ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja. Þetta varð niðurstaða atkvæðagreiðslu í sænska þinginu föstudaginn 18. janúar. Til að Löfven héldi velli þurfti hann að tryggja að færri þingmenn en 175 af 349 á sænska þinginu greiddu atkvæði gegn sér. Hann naut stuðnings …

Lesa meira

Ráðvilltir Rússar á nýju ári

russia-people

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Á heimasíðu Jamestown stofnunarinnar, sem rannsakar alþjóðasamskipti, birtist mánudaginn 14. janúar grein um framtíð Rússlands.  Þar kemur fram að Rússar reikna ekki með að árið sem er nýhafið verði þeim hagstætt.  Þannig búast 57% landsmanna við efnahagskreppu. Þetta þarf ekki að koma á óvart þegar haft er …

Lesa meira

Lavrov hallmælir Bandaríkjamönnum og segir Trump ekki „útsendara Rússa“

Sergei Lavrov.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, efndi til árlegs blaðamannafundar miðvikudaginn 16. janúar. Þar sakaði hann Bandaríkjastjórn um að vilja leysa upp klasa afvopnunarsamninga. Hann sagði rússnesk stjórnvöld reyna að halda í samninginn um bann við meðaldrægum kjarnavopnum (INF-samninginn). Ráðherrann veittist hvað eftir annað að Bandaríkjamönnum enda eru samskipti Rússa við þá …

Lesa meira

Norrænt varnarsamstarf eykst á óvissutímum

22581362-nordic-defence

Í ljósi óvissu vegna Rússlands og Bandaríkjanna leggja ríkisstjórnir Norðurlandanna meiri áherslu en ella á hernaðarlegt samstarf sitt innan ramma Nordefco. Samvinnan innan NATO er þó þungamiðjan. Um það er samt ekki rætt upphátt í Finnlandi og Svíþjóð, segir Kristian Mouritzen, blaðamaður Berlingske Tidende mánudaginn 14. janúar í tilefni af …

Lesa meira

May tapar með 230 atkvæða mun í þinginu

_104467888_hi050750881

  Tillögu ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Breta, um viðskilnað við Evrópusambandið var hafnað með 230 atkvæða mun (202 með, 432 á móti) í neðri deild breska þingsins um kvöldmatarleytið þriðjudaginn 15. janúar. Bresk ríkisstjórn hefur ekki fengið slíka útreið á þingi svo elstu menn muna. May boðaði strax að atkvæðagreiðslunni …

Lesa meira