Bandaríkjaher drepur annan æðsta mann Írans í drónaárás í Bagdad

Qassem Soleimani hershöfðingi

Í dagrenningu föstudaginn 3. janúar grandaði bandarískur dróni æðsta herforingja Írans þegar hann var á ferð í bíl við flugvöllinn í Bagdad í Írak. Íranir hafa hótað harkalegum gagnaðgerðum. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf fyrirmæli um árásina. Sérfræðingar telja að ráðamenn í Teheran grípi til annars en beinna átaka við Bandaríkjaher. …

Lesa meira

Atlantshafsfloti Bandaríkjanna tilbúinn til aðgerða

uss_theodore_roosevelt_carrier_strike_group

Bandaríska flotastjórnin tilkynnti formlega þriðjudaginn 31. desember 2019 að 2. flotinn, Atlantshafsflotinn, með heimahöfn í Norfolk í Virginuríki væri að fullu tekinn til starfa. Boðað var í maí 2018 að flotinn yrði endurvakinn en hann var aflagður innan bandaríska flotans árið 2011. Verkefni flotans er stunda eftirlit og sinna aðgerðum …

Lesa meira

Pútin í ófrægingarherferð gegn Pólverjum – svarað fullum hálsi

Minnisvarði í Katyn-skógi um fjöldamorðin á Pólverjum að skipun Stalíns.

Undir lok árs 2019 kom til harðra orðaskipta milli Vladimirs Pútins Rússlandsforseta og Mateusz Morawieckis, forsætisráðherra Póllands. Pútin sagði á blaðamannafundi 19. desember 2019 og endurtók síðar að rekja mætti upphaf annarrar heimsstyrjaldarinnar til framgöngu Pólverja. Pólski forsætisráðherrann segir þetta „lygar“. „Pútin forseti hefur nokkrum sinnum logið um Pólland, og …

Lesa meira

Rússneskt gas áfram um Úkraínu

Gasleiðsla í Úkraínu.

Ritað var undir fimm ára samning um flutning á gasi frá Rússlandi um Úkraínu til ESB-landa að kvöldi mánudags 30. desember, sólarhring áður en núgildandi samningstíma lauk. Fulltrúar rússneska fyrirtækisins Gazprom og stjórnvalda í Úkraínu höfðu setið fimm daga á samningafundum í Vínarborg áður samið var og ritað undir skjöl …

Lesa meira

Rússasamruna mótmælt í fimmta sinn í Minsk

Frá Minsk-mótmælunum 29. desember 2019.

Um 100 manns tóku þátt í mótmælum sunnudaginn 29. desember í miðborg Minsk, höfuðborgar Hvíta Rússlands. Vildi fólkið lýsa andstöðu sinni við að tengsl Hvíta Rússlands og Rússlands yrðu aukin. Voru þetta fimmtu opinberu mótmælin af þessu tagi á einum mánuði. Um hádegisbil gekk fólkið frá Októbertorgi að Sjálfstæðistorginu og …

Lesa meira

Rétttrúnaðarkirkjan splundrast í Svartfjallandi

Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands.

Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands, skrifaði undir mjög umdeild lög um trúarbrögð og trú laugardaginn 28. desember, daginn eftir að þingið samþykkti þau á átakamiklum fundi. Varð að beita valdi til að fjarlægja suma stjórnarandstæðinga úr þingsalnum. Næsta skref til að tryggja gildistöku laganna um trúarbragða- og trúfrelsi og um réttarstöðu …

Lesa meira

Áhugi á auknum samskiptum Maine við Grænland vegna siglinga Eimskips

Á kortinu má sjá legu Maine-ríkis í Bandaríkjunum gagnvart norðurslóðum.

Dana Eidsness, forstjóri norðurslóðaskrifstofu í Maine-ríki í Bandaríkjunum, segir í samtali á vefsíðu grænlenska ríkisútvarpsins KNR föstudaginn 27. desember að Íslendingar hafi vakið athygli sína á viðskiptatækifærum á Grænlandi. Í samtalinu lýsir hún miklum áhuga á að nýta siglingar á vegum Eimskips milli Nuuk á Grænlandi og Portland í Maine …

Lesa meira

Pútin hreykir sér af ofurhljóðfráum vopnum

Vladimir Pútin Rússlandsforseti og Sergei Soihgu varnarmálaráðherra.

  Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði þriðjudaginn 24. desember að Rússar hefðu náð miklu forskoti í hönnunn nýrra vopna og þeir væru eina þjóð heims sem hefði tekið ofurhljóðfrá vopn í notkun. Forsetinn lét þessi orð falla á fundi með forystumönnum Rússlandshers. Þar hreykti hann sér af því að í fyrsta …

Lesa meira

Rússland: Sótt gegn Navalníj og samstarfsmönnum hans

Aleksei Navalníj, stjórnarandstæðingur í Rússlandi.

Aleksei Navalníj, stjórnarandstæðingur í Rússlandi, segist hafa verið dreginn út úr höfuðstöðvum And-spillingarsamtakanna (FBK) sem hann stjórnar í Moskvu. Lögreglumenn ruddust þar inn að morgni annars dags jóla, fimmtudaginn 26. nóvember, og hófu húsleit. Skömmu síðar sagði Navalníj á Twitter að enginn hefði verið handtekinn í aðgerðinni. Hann hefði aðeins …

Lesa meira

Sjóræningjar valda uppnámi á Singapúr-sundi

Frá Singapúr-sundi

Sjóræningjar réðust á fimm skip á fjórum dögum á Singapúr-sundi dagana fyrir jól. Á fáum siglingaleiðum heims eru fleiri skip á ferð en á Singapúr-sundi. Aðfaranótt Þorláksmessu, mánudags 23. desember, var annars vegar ráðist á 105.000 lesta olíuskipið Bamzi og búlkafarmskipið Trust Star. Bamzi tók farm sinn í Basrah í …

Lesa meira