Fréttamenn segja að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið óvenjulega stuttorður og nákvæmur á blaðamannafundi miðvikudaginn 8. janúar þegar hann ræddi deiluna við Írana. Hann sagði að Bandaríkjastjórn mundi beita eins miklum efnahagslegum og stjórnmálalegum þrýstingi gegn Írönum og unnt væri. Hann boðaði þó ekki að árásum Írana á …
Lesa meiraSvíþjóð: Skotárásum fækkar í borgum – færast norðar
Alls féll 41 fyrir skotvopnum í Svíþjóð á árinu 2019. Það er svipaður fjöldi og undanfarin ár en lögregla segir að verulega hafi dregið úr skotárásum í stærstu borgum landsins. Mattias Sigfridsson, starfandi lögreglustjóri í Malmö, sagði á blaðamannafundi þriðjudaginn 7. janúar að þar hefði tekist að hindra nokkrar skotárásir. …
Lesa meiraHerskylda snar þáttur í finnsku þjóðlífi
Um 12.000 nýliðar hófu þjónustu í finnska hernum mánudaginn 6. janúar. Langflestir þeirra, 10.000, fara í landherinn. Hinir skiptast á milli flughers, flota og landamæravörslu. Í Finnlandi er herskylda fyrir flesta unga karlmenn. Þeim ber að sinna henni í rúmlega fimm til rúmlega 11 mánuði, alls 165, 255 eða 347 …
Lesa meiraThe New Battle for the Atlantic – umsögn um bók
Höfundur: Kristinn Valdimarsson Miklar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum á öryggisumhverfi Norður – Atlantshafssvæðisins. Þar til tiltölulega nýlega leiddu fáir á Vesturlöndum hugann að öryggismálum á svæðinu enda hafði engin ógn steðjað að því í langan tíma. Því miður er svo ekki lengur. Eftir að Vladimír …
Lesa meiraNYT um ákæruna gegn Trump og afstöðu Lisu Murkowski
Frá því föstudaginn 3. janúar hafa allar umræður í Bandaríkjunum – og í fjölmiðlum annars staðar – snúist um morðið á íranska hershöfðingjanum Soleimani. Enginn veit hvaða dilk það dregur á eftir sér. Sumir segja að með því að samþykkja aðgerðina hafi Donald Trump Bandaríkjaforseti viljað beina athygli frá vandanum …
Lesa meiraÞúsundir syrgja Soleimani á götum Bagdad – Trump vill ekki stríð
Enginn veit á þessari stundu hver eftirleikurinn verður vegna launmorðs Bandaríkjahers á íranska hershöfðingjanum Qassim Soleimani, yfirmanni Quds-hersins, úrvalssveita byltingarhers Írans sem stofnaður var fyrir þremur áratugum þegar íslamska byltingin var gerð í Íran og klerkaveldinu komið á fót. Þúsundir manna komu saman á götum Bagdad að morgni laugardags 4. …
Lesa meiraBandaríkjaher drepur annan æðsta mann Írans í drónaárás í Bagdad
Í dagrenningu föstudaginn 3. janúar grandaði bandarískur dróni æðsta herforingja Írans þegar hann var á ferð í bíl við flugvöllinn í Bagdad í Írak. Íranir hafa hótað harkalegum gagnaðgerðum. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf fyrirmæli um árásina. Sérfræðingar telja að ráðamenn í Teheran grípi til annars en beinna átaka við Bandaríkjaher. …
Lesa meiraAtlantshafsfloti Bandaríkjanna tilbúinn til aðgerða
Bandaríska flotastjórnin tilkynnti formlega þriðjudaginn 31. desember 2019 að 2. flotinn, Atlantshafsflotinn, með heimahöfn í Norfolk í Virginuríki væri að fullu tekinn til starfa. Boðað var í maí 2018 að flotinn yrði endurvakinn en hann var aflagður innan bandaríska flotans árið 2011. Verkefni flotans er stunda eftirlit og sinna aðgerðum …
Lesa meiraPútin í ófrægingarherferð gegn Pólverjum – svarað fullum hálsi
Undir lok árs 2019 kom til harðra orðaskipta milli Vladimirs Pútins Rússlandsforseta og Mateusz Morawieckis, forsætisráðherra Póllands. Pútin sagði á blaðamannafundi 19. desember 2019 og endurtók síðar að rekja mætti upphaf annarrar heimsstyrjaldarinnar til framgöngu Pólverja. Pólski forsætisráðherrann segir þetta „lygar“. „Pútin forseti hefur nokkrum sinnum logið um Pólland, og …
Lesa meiraRússneskt gas áfram um Úkraínu
Ritað var undir fimm ára samning um flutning á gasi frá Rússlandi um Úkraínu til ESB-landa að kvöldi mánudags 30. desember, sólarhring áður en núgildandi samningstíma lauk. Fulltrúar rússneska fyrirtækisins Gazprom og stjórnvalda í Úkraínu höfðu setið fimm daga á samningafundum í Vínarborg áður samið var og ritað undir skjöl …
Lesa meira