Bandaríkjastjórn krefst framsals á forstjóra Huawei

Matt Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsir ákærunni á hendur forstjóra Huawei.

Bandaríkjastjórn hefur formlega farið þess á leit við Kanadastjórn að hún framselji forstjóra kínverska risafyrirtækisins Huawei, Meng Wanzhou, til Bandaríkjanna. Hún er sökuð um fjármálamisferli og brot gegn refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn Íran. Frá þessu er skýrt í kanadíska dagblaðinu Globe and Mail miðvikudaginn 30. janúar. Framsalskrafan var send þriðjudaginn 29. …

Lesa meira

Bretar hefja þjálfun á P8A-kafbátaleitarvélum

P8A-Poseidon vél að Boeing-gerð.

Breskir flugmenn og flugvirkjar eru teknir til við æfingar í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum til að búa sig undir að hefja gæslu með P-8A Poseidon kafbátaleitarvélum á árinu 2020. Breska varnarmálaráðuneytið segir að flugáhafnir verði á næstu þremur árum þjálfaðar á þessum vélum. Heimavöllur þeirra er í Lossiemouth á …

Lesa meira

Bandarísk fyrirtæki hasla sér völl á evrópskum orkumarkaði

2019-01-25t102716z_1_lynxnpef0o0jd_rtroptp_4_lng-usa-europe

Bandarísk orkufyrirtæki flytja um þessar mundir mikið magn af jarðgasi til Evrópu og stefna að því að ná fótfestu á markaði þar sem Rússar hafa ráðið miklu. Bandarísk stjórnvöld telja miklu skipta að setja Rússum skorður á evrópskum orkumarkaði. Í frétt Reuters í fyrri viku segir að Evrópumenn séu nú …

Lesa meira

Danmörk: Fyrrv. leyniþjónustuforingi dæmdur í fangelsi

Jakob Scharf

Föstudaginn 25. janúar féll dómur í bæjarþingi Kaupmannahafnar í máli sem höfðað var gegn Jakob Scharf, fyrrv. yfirmanni PET, það er eftirgrennslanaþjónustu lögreglunnar. Scharf var dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt fyrir að hafa miðlað trúnaðarupplýsingum til Mortens Skjoldagers, blaðamanns við dagblaðið Politiken. Efninu var …

Lesa meira

Frá Davos með tilvísun á nýja heimsmynd

davos

Í tvö ár hefur hnattræna elítan leitað leiða til að verja sjö áratuga gamalt skipulag viðskipta- og stjórnmálasamstarfs ríkja heims gegn þungum árásum. Í vikunni sögðu talsmenn elítunnar að kerfið væri svo gott sem dautt. Á þessum orðum hefst stutt samantekt eftir Steve LeVine sem skrifuð er fyrir bandarísku vefsíðuna …

Lesa meira

Hitnar undir Maduro á alþjóðavelli

Nicolas Maduro við mynd af Hugo Chaves, forvera sínum og leiðtoga.

Ríkisstjórnir lykil-landa í Evrópu, Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Spánar, hafa krafist ákvörðunar um nýjar kosningar í Venesúela innan átta daga, annars viðurkenni þær Juan Guaido, forystumann stjórnarandstæðinga, sem forseta landsins. Þetta er úrslitakostur fyrir sósíalistann og einræðisherrann Nicolas Maduro sem berst fyrir eigin völdum. Martina Fietz, upplýsingafulltrúi þýsku ríkisstjórnarinnar, sagði …

Lesa meira

Gríska þingið samþykkir nýtt nafn Makedóníu

Það var bláisð til mótmæla við gríska þinghúsið þegar samningurinn við stjórn Makedóníu var ræddur.

Gríska þingið samþykkti föstudaginn 25. janúar með samninginn við nágrannaríkið Makedóníu sem bindur enda á deilur um nafn ríkisins, það heitir framvegis Lýðveldið Norður-Makedónía og opnar leið þess inn í Evrópusambandið og NATO. Atkvæði féllu 153:146 til stuðnings samningnum sem þing Makedóníu hefur þegar samþykkt. Gríski forsætisráðherrann Alexis Tsipras og …

Lesa meira

Ný stjórn kjörin á aðalfundi Varðbergs

36117275_303-2

  Fréttatilkynning um aðalfund Varðbergs   Aðalfundur Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, var haldinn fimmtudaginn 24. janúar 2019. Björn Bjarnason, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar. Starfsemin felst í fundarhöldum og umsýslu með vefsíðunni vardberg.is þar sem miðlað er fréttum sem falla að markmiðum félagsins og sérstaklega að öryggismálum …

Lesa meira

Einræðisstjórn sósíalista riðar til falls í Venesúela

Juan Guaido, forseti þings Venesúela, veifar til mannfjölda á útifundi þar sem hann lýsti sig forseta landsins.

  Nicolas Maduro, einræðisherra í Venesúela, berst fyrir eigin völdum með hótunum í garð andstæðinga heima fyrir og ríkjanna sem styðja þá. Svo virðist sem hann hafi ekki áttað sig á frumkvæðinu af hálfu Juans Guaidos þingforseta sem lýsti sig forseta til bráðabirgða miðvikudaginn 23. janúar. Margt þykir benda til …

Lesa meira

Vara-forsætisráðherra Ítalíu segir Emmanuel Macron „hræðilegan forseta“

Matteo Salvini.

Ítalskir ráðamenn spara ekki stóru orðin þegar þeir lýsa afstöðu sinni til frönsku ríkisstjórnarinnar og þó sérstaklega Emmanuels Macrons forseta. Hefðbundið er náin samstaða milli stjórnvalda í París og Róm innan ESB og á öðrum vettvangi. Hún er nú í algjöru uppnámi. Matteo Salvini, varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, sagði á FB-síðu …

Lesa meira