Nord Stream-2 gasleiðslan á lokametrunum

p01c-1068x712

Danska orkumálastofnunin heimilaði í október að Nord Stream-2 gasleiðslan yrði lögð á hafsbotn innan efnahagslögsögu Danmerkur fyrir suðaustan Borgundarhólm. Eftir að leyfið fékkst er ekki nein fyrirstaða á rússneska risafyrirtækið Gazprom geti lokið við að leggja leiðsluna til Þýskalands. Bandaríkjastjórn og stjórnir nokkurra ESB-ríkja hafa árangurslaust reynt að hindra lagningu …

Lesa meira

Rússar reisa risastór kafbátaskýli

Þessi mynd er frá Lorient í Frakklandi og sýna gömul kafbátaskýli þar.

Rússneskir kafbátar verða settir í sprengjuheld skýli í heimahöfnum sínum þar sem unnt er að tengja þá vatni, rafmagni og gufu. Skýlin verða gerð fyrir kafbáta af gerðunum Borei, Jesen og Lada, tvær fyrrnefndu gerðirnar eru kjarnorkuknúnar og bera langdrægar flaugar. Ætlunin er að 50 m há skýlin verji kafbátana …

Lesa meira

Pólitískt hlutverk NATO á norðurslóðum

na

    Höfundur: Kristinn Valdimarsson Á undanförnum árum hefur kastljós almennings, stjórnmálamanna og fjölmiðla sífellt meira beinst að norðurslóðum. Þetta hefur ekki farið fram hjá okkur Íslendingum. Má nefna að ráðstefnan Hringborð norðurslóða (e. Arctic Circle), sem fyrrverandi forseta Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hleypti af stokkunum er orðin að áhrifamiklum …

Lesa meira

Bandarískar sprengjuþotur inn á Barentshaf

Bandarískar B-52 sprengjuþotur og norskar orrustuþotur.

  Þrjár bandarískar B-52 langdrægar sprengjuþotur, P8 kafbátaleitarvél, eldsneytisvél og RC-135 eftirlitsvél flugu yfir Barentshaf miðvikudaginn 6. nóvember. Norskar F-16 orrustuþotur flugu á eftir bandarísku vélunum að 31° austur. Þannig hefst grein eftir Thomas Nilsen, ritstjóra norsku vefsíðunnar Barents Observer föstudaginn 8. nóvember. Hér verður stuðst við grein hans. Þetta …

Lesa meira

Merkel ósammála hörðum dómi Macrons um NATO

Jens Stoltenberg og Angela Merkel í Berlín 7. nóvember 2019.

Skömmu eftir að neikvæð ummæli Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um NATO og „heiladauða“ bandalagsins birtust fimmtudaginn 7. nóvember sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Berlín með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að Macron hefði kveðið „fast að orði“. „Frakklandsforseti hefur kveðið fast að orði. Þetta er ekki afstaða mín til samstarfsins …

Lesa meira

Macron Frakklandsforseti segir NATO glíma við „heiladauða“

Emmanuel Macron á heræfingu.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir í samtali við vikuritið The Economist fimmtudaginn 7. nóvember að Evrópuríki geti ekki lengur treyst því að Bandaríkjamenn komi bandamönnum sínum innan NATO til varnar. ESB sé þess vegna á „barmi hengiflugs“. „Við stöndum núna frammi fyrir heiladauða NATO,“ segir Macron í samtalinu. Þegar hann er …

Lesa meira

Lykilvitni breytir framburði Trump í óhag

Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB.

  Lykilvitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á því hvort ákæra beri Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur breytt framburði sínum forsetanum í óhag. Um er að ræða Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB. Hann viðurkenndi fyrir rannsakendum málsins að hann hefði sagt háttsettum embættismanni í Úkraínu að stjórnvöld þar fengju ekki hernaðaraðstoð …

Lesa meira

Hegðun Kremlverja eykur mikilvægi GIUK-hliðsins að nýju

3-arctic-1100x437

Dr. Andrew Foxall, forstjóri Russia and Eurasia Studies Centre hjá alþjóðlegu hugveitunni Henry Jackson Society, birti grein í breska blaðinu The Daily Telegraph þriðjudaginn 5. nóvember undir fyrirsögninni: Putin is making a power grab for the Arctic. The West needs to wise up – and prepare itself for conflict – …

Lesa meira

Rússar fá nýja stýriflauga-korvettu

Nýja rússneska korvettan Gremjastjii.

Ný rússnesk korvetta, 104 m á lengd, siglir frá rússnesku hólmlendunni Kaliningrad fyrir botni Eystrasalts þriðjudaginn 5. nóvember norður með strönd Noregs í Barentshaf. Vladimir Pútin Rússlandsforseti heimsótti skipasmiðjuna í fyrri viku. Korvetta er minna herskip en freígáta. Um borð í korvettunni Gremjastjii verða stýriflaugar af Kalibr-gerð. Á norsku vefsíðunni …

Lesa meira

Ekki allt sem sýnist hjá Pútín

Vladimir Pútín Rússlandsforseti  og Xi Jinping Kínaforseti.

    Höfundur: Kristinn Valdimarsson Eftir að kalda stríðinu lauk vonuðu stjórnendur vestrænna ríki að samskiptin við Rússland yrðu góð og þjóðin hluti af evrópsku fjölskyldunni. Um tíma leit út fyrir að svo yrði en er kom fram á 21. öldina seig á ógæfuhlið í samskiptum ríkja Atlantshafsbandalagsins og Rússlands. …

Lesa meira