Þýski herinn færir út kvíarnar með þátttöku herja annarra landa

Þýskir hermenn á heiðursgöngu.

Sameiginlegur her Evrópusambandsríkja hefur lengi verið á teikniborðinu en verkefnið hefur skilað frekar litlum árangri hingað til vegna deilna um hvernig standa ætti að því.  Í mars síðastliðnum var herstjórnarstöð ESB reyndar tekin í notkun en þar vinna aðeins 30 manns og stjórnstöðin sér aðeins um verkefni í Malí, Sómalíu …

Lesa meira

Trump segir að leysa verði Palestínu-deiluna til að mynda bandalag gegn Írönum

Donald Trump við Grátmúrinn.

    Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í tveggja daga heimsókn til Írsaels mánudaginn 22. Hann lagði við komuna spilin skýrt á borðið fyrir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels: Vilji Ísraelar í raun frið við nágranna sína í arabaríkjunum verða þeir að binda enda á áratuga langa deilu sína við Palestínumenn. Í …

Lesa meira

Rússar reisa „járnhring“ um Evrópu

Loftvarnavagnar Rússa ril nota við Norður-Íshaf.

Árlega er efnt til hersýningar 9. maí á Rauða torginu í Moskvu þegar minnst er sigurs í síðari heimsstyrjöldinni. Að þessu sinni vakti sérstaka athygli blaðamanna Jyllands-Posten að sýndar voru skotflaugar sem rússneski herinn hefur sett upp fyrir norðan heimskautsbaug. Einkennismerki þeirra er ísbjörn sem sýnir tennurnar í árásarstöðu. Þá …

Lesa meira

Trump hvetur til samstarfs í því skyni að einangra Írana

Salman. konungur Sáda, sæmir Donald Trump æðsta heiðursmerki konungdæmisins.

Donald Trump Bandaríkjaforseti  hvatti til þess að þjóðir í Mið-Austurlöndum tækju höndum saman í þeim tilgangi að „þröngva út öfgahyggju“. Forsetinn sagði þetta í tímamótaræðu sunnudaginn 21. á öðrum degi heimsóknar sinnar til Sádi-arabíu. Ræðuna flutti forsetinn á rúmlega 50 manna toppfundi leiðtoga Arabaríkja og Bandaríkjanna í Riyadh. Trump sakaði …

Lesa meira

Donald Trump gefur fyrirheit um nýjan ísbrjót

Polar Star einn fjögurra gamalla ísbrjóta Bandaríkjanna,

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að láta smíða „fyrsta þunga ísbrjót Bandaríkjanna í rúm 40 ár“. Loforðið gaf hann í útskriftarræðu í háskóla bandarísku strandgæslunnar miðvikudaginn 17. maí. Strandgæslan hefur um nokkurt árabil óskað eftir að fá nýja ísbrjóta til umráða til að geta látið að sér kveða á heimskautasvæðum. …

Lesa meira

Öfgahópa leitað innan þýska hersins

Bundeswehr-háskólinn í München.

  Háskóli þýska hersins Bundeswehr-háskólinn hefur sætt sérstakri rannsókn vegna vaxandi ásakana um að öfgahyggja hafi grafið um sig innan þýska hersins. Ursula von der Leyen varnarmálaráðherra á einnig í vök að verjast vegna gagnrýni á hana í tengslum við þróun mála. Bæverska blaðið Süddeutsche Zeitung birti föstudaginn 19. maí …

Lesa meira

Trump gortaði af því við Rússa að hafa rekið forstjóra FBI til að losna undan þrýstingi

Rússneska Tass-fréttastofan sendi ein myndir af fundi Donalds Trumps með Seigeij Lavrov og rússneka sendiherranum í Hvíta húsinu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði rússneskum embættismönnum í skrifstofu sinni miðvikudaginn 10. maí að brottrekstur James Comey, forstjóra FBI, hefði létt „miklum þrýstingi“  af sér, segir í frásögn af fundinum. Frá þessu var skýrt á vefsíðu The New York Times (NYT) föstudaginn 19. maí. „Ég var rétt í þessu að reka …

Lesa meira

Trump segist sæta nornaveiðum og telur að sér vegið með skipun sérstaks saksóknara

Robert Mueller

Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI, hefur verið tilnefndur til að stjórna alríkisrannsókn á réttmæti þess að Rússar hafi skipt sér af bandarísku forsetakosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að morgni fimmtudags 18. maí að hann sætti meiri „nornaveiðum“ en nokkur annar stjórnmálamaður í sögu Bandaríkjanna. Rod Rosenstein, vara-dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, …

Lesa meira

Pútín gerir grín að fundi Trumps með Lavrov

Vladimir Pútín

  Vlaidimir Pútín Rússlandsforseti segist fús til að birta opinberlega frásögn af fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Sergeijs Lavrovs, utanríkisráðherra Rússa, í Washington miðvikudaginn 10. maí. Pútín sagði í Sotsjí miðvikudaginn 17. maí að hann mundi afhenda Bandaríkjaþingi hljóðupptökur af fundi forsetans og utanríkisráðherrans í Washington ef stjórn Trumps samþykkti …

Lesa meira

Trump segist hafa „ótvíræðan rétt“ til að ræða baráttu gegn hryðjuverkamönnum við Rússa

Donald Trump

  Í frétt í The Washington Post (WP) mánudaginn 15. maí er vitnað í núverandi og fyrrverandi bandaríska embættismenn sem segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi látið Sergeij Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergeij Kisljak, sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, í té leynilegar upplýsingar þegar hann hitti þá á fundi í Hvíta …

Lesa meira