Kasmír: umrót á umdeildu landsvæði

Pólitíska andrúmsloftið er allt annað í Kasmír en náttúrukyrrðin gefur til kynna.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Þegar minnst er á ríki kemur upp í huga flestra landsmanna stjórnsýslueining þar sem valdamiðstöðin er í höfuðborginni enda er málum þannig háttað hér á landi. Sum ríki búa hins vegar við annað skipulag. Taka má Bandaríkin sem dæmi. Fólki er tamt að hugsa um að …

Lesa meira

Tugir þúsunda mótmæla í Moskvu

Rússnesk óeirðalögregla tekur til hendi.

Tugir þúsunda mótmælenda tóku þátt í stærstu pólitísku andófsaðgerðum Rússa um langt árabil í Moskvu laugardaginn 10. ágúst. Krafist er frjálsra kosninga í höfupborginni sunnudaginn 8. september. Þetta er fjórða helgin í röð sem efnt er til mótmæla af þessu tagi í Moskvu. Yfirvöld láta kröfuna um að stjórnarandstæðingar fái …

Lesa meira

Rússar færa stýriflaugar nær Noregi

Kortið er frá Barents Observer og sýnir skotstöð stýriflauganna.

Upplýsingaþjónusta rússneska Norðurflotans tilkynnti að kvöldi miðvikudags 7. ágúst að ákveðið hefði verið að flytja skotpalla fyrir flaugar sem NATO kallar SSC-3 eða Styx frá fastri stöð þeirra út á Srendníj-skaga við strönd Barentshafs. Skaginn er ekki langt frá rússneska hafnarbænum Petsamó sem áður var finnsk hafnarborg. Thomas Nilsen, ritstjóri …

Lesa meira

Stoltenberg fer varnaðarorðum vegna Kínverja

Jens Stoltenberg flytur ræðu hjá Lowy Institute í Sydney, Ástralíu.

NATO verður að átta sig á áhrifum þess að Kínverjar láta meira að sér kveða um heim allan, þar á meðal á svæðum þar sem þeir kunna að ögra aðildarþjóðum NATO, sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, miðvikudaginn 7. ágúst á fundi hjá Lowy Institute í Sydney, Ástralíu. Hann sagði að …

Lesa meira

Frakkinn fljúgandi sigrar Ermarsundið

Franky Zapata á flugbrettinu á leið yfir Ermarsund.

Frakkanum fljúgandi, Franky Zapata, tókst sunndaginn 4. ágúst að fara á flugbretti sínu yfir Ermarsund, 35 km leið með millilendingu. Hann hóf sig á loft í Sangatte í Norður-Frakklandi kl. 08.15 að staðartíma (06.15 ísl. tími) á flugbrettinu sem hann kallar Flyboard. Þetta var önnur tilraun hans til að fljúga …

Lesa meira

Lögþingskosningar í Færeyjum 31. ágúst

Stjórnarbyggingar Færeyja eru á Þinganesi í Þórshöfn.

Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja úr Javnaðarflokknum, boðaði þingkosningar í Færeyjum laugardaginn 31. ágúst við setningu lögþingsins mánudaginn 29. júlí. Gengið skal til þingkosninga fjórða hvert ár í Færeyjum og síðast var kosið þar 1. september 2015. Lögþingið er jafnan sett á þjóðhátíðardegi Færeyinga, Olai. Aksel V. Johannesen boðaði til …

Lesa meira

Moskva: Navalníj fluttur úr fangelsi á sjúkrahús

Aleksei Navalníj.

Aleksei Navalníj, helsti forystumaður rússneskra stjórnarandstæðinga, var fluttur með hraði úr fangelsi á bráðamóttöku sjúkrahúss í Moskvu sunnudaginn 28. júlí. Engin staðfest sjúkdómsgreining hefur verið birt. Eldar Kazakhmedov, læknir í meðferðadeild sjúkrahússins, sagði rússnesu fréttastofunni Interfax mánudaginn 29. júlí að sjúklingurinn hefði verið greindur með „almenn ofnæmisviðbrögð“ og erfitt væri …

Lesa meira

Moskva: Meira en 1.000 mótmælendur handteknir

Kröfum hsldið sð lögreglunni.

Rússneska lögreglan handtók meira en 1.000 manns í miðborg Moskvu laugardaginn 27. júlí þegar efnt var til mótmæla þar til stuðnings frelsi til framboða í sveitarstjórnarkosningum í september. Þetta eru viðamestu lögregluaðgerðir í borginni um langt árabil. Andstaða við harðstjórn Valdimírs Pútíns Rússlandsforseta vex í landinu. Áður en til mótmælanna …

Lesa meira

Mótmæla kosningaofbeldi í Moskvu

Rússneska baráttukonan Ljubov Sobol var tekin föst í stutta stund.

Aðgerðasinnar meðal rússneskra stjórnarandstæðinga ætla að efna til mótmæla í Moskvu laugardaginn 27. júlí þótt yfirvöld hafi ekki veitt heimild til þeirra. Fyrr í vikunni handtók lögreglan Alexei Navalníj, forystumenn meðal þeirra sem halda uppi gagnrýni á Vladimír Pútín Rússlandsforseta og stjórn hans. Rússneska baráttukonan Ljubov Sobol var tekin föst …

Lesa meira

NATO og ESB – samstarfsflötum fjölgar

3706_tn718

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Sjaldan er fjallað um samstarf samtakanna tveggja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB) þó starfa bandalögin á sömu slóðum og það sem meira er þá eru aðeins um fimm kílómetrar á milli höfuðstöðva þeirra í Brussel. Í nýrri grein í NATO Review, sem er tímarit Atlantshafsbandalagsins, er …

Lesa meira