Áform um að fjölga skipum bandaríska flotans í 355

Á myndinni sést nýjasta herskip Bandaríkjanna, Zumwalt.

Ray Mabus, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, sagði föstudaginn 16. desember að bandaríski flotinn þyrfti að ráða yfir 355 skipum til að verja Bandaríkin og hagsmuni þeirra um heim allan. Ráðherrann gaf yfirlýsinguna þegar birt var skýrsla sem unnin hefur verið á þessu ári um skipulag bandaríska flotans og þarfir hans til langs …

Lesa meira

Obama boðar tölvustríð við Rússa – Svíar efast ekki um íhlutun Rússa í netheimum

Gunnar Karlson, yfirmaður leyniþjónustu sænska hersins.

Barack Obama Bandaríkjaforseti boðaði í útvarpsviðtali fimmtudaginn 15. desember að Bandaríkjastjórn mundi ekki átölulaust láta það líðast að erlend ríki gerðu árás á lýðræðisleg grunngildi ríkisins með íhlutun í forsetakosningabaráttuna. „Ég held að enginn þurfi að efast um að við verðum að grípa til aðgerða þegar einhver erlend ríkisstjórn reynir …

Lesa meira

Rússneski Norðurflotinn opnar nýja íshafsstöð

Nýja flotastöðin á Kotelníj-eyju.

Rússneski Norðurflotinn hefur komið sér fyrir í nýrri stöð á Kotelníj sem hluti af Nýju Síberíu-eyjunum. Á næstunni verða fleiri rússneskar herstöðvar opnaðar við Norður-Íshaf. Fyrsti búnaður vegna herstöðvarinnar var fluttur til Kotelníj-eyju í september 2013. Þar voru á ferð þrjú skip úr Norðurflotanum, sjö stuðningsskip og fjórir kjarnorkuknúnir ísbrjótar …

Lesa meira

Tilkynning um 3. aðalfund Varðbergs

vardbergfull

Þriðji aðalfundur Varðbergs var haldinn í Safnahúsinu fimmtudaginn 15. desember klukkan 16.00. Birgir Ármannsson alþingismaður var fundarstjóri og Bjarni Markússon ráðgjafi var ritari. Á fundinum var kjörin stjórn: Björn Bjarnason, fyrrv. ráðherra formaður, Margrét Cela, verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir, ritari, Kristinn Valdimarsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, gjaldkeri, Tryggvi Hjaltason, öryggis- og …

Lesa meira

Danir auka fjárframlög til varna á Grænlandi og norðurslóðum

Danskt eftirlitsskip við bryggju í Grønnedal á Grænlandi.

  Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að nota áfram aðstöðuna í flotastöðinni í Grønnedal í Arsukfirði á Grænlandi. Þar verður birgðastöð en einnig aðstaða til „æfinga og þjálfunar“. Í Grønnedal var stjórnstöð dönsku herstjórnarinnar á Grænlandi þar til í september 2014 þegar hún var flutt til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. Bandaríkjamenn reistu …

Lesa meira

Grænlenski utanríkisráðherrann hallmælir Dönum en fagnar sigri Trumps

Frá Quebec-fundi Hringborðs norðursins, Ólafur Ragnar Grímsson, Philippe Couillard, forsætisráðherra Quebec-fylkis, og Vittus Qujaukitsoq, utanríkisráðherra Grænlands.

Vittus Qujaukitsoq, utanríkisráðherra Grænlands, var óvenjulega harðorður í garð dönsku ríkisstjórnarinnar í danska blaðinu Politiken þriðjudaginnn 13. desember. Hann sagði hroka Dana í garð Grænlendinga svo mikinn að þeir ættu ekki annan kost en að segja sig úr lögum við danska konungsríkið. Gagnrýni sína reisir utanríkisráðherrann meðal annars á hvernig …

Lesa meira

Maður að skapi Pútíns næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna

Rex Tillerson

„Eftir að hafa stundað samningagerð við þeirra í olíuvinnslu er Rex Tillerson þeirra í olíuvinnslu er Rex Tillerson maður að skapi Vladimirs Pútíns,“ þannig hefst fréttaskýring eftir Henry Meyer og Ilja Arkhipov hjá Bloomberg-fréttastofunni í tilefni af ákvöðrun Donalds Trumps að skipa Tillerson (64 ára), forstjóra Exxons, utanríkisráðherra í ríkisstjórn …

Lesa meira

Trump reitir Kínverja til reiði með yfirlýsingu um stefnubreytingu

Kínverskir fjölmiðlar taka Trump á beinið.

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, telur nauðsynlegt að taka upp nýja stefnu gagnvart Kína. Ekki sé unnt að sætta sig við tollastefnu Kína, útþenslu Kínverja á Suður-Kínahafi eða stuðning Kínverja við Norður-Kóreustjórn. Hann dregur í efa réttmæti þess að Bandaríkjastjórn fylgi stefnu frá áttunda áratugnum sem kennd er við „eitt Kína“ …

Lesa meira

Þing Eistlands samþykkir Magnitskíj-lög gegn mannréttindaníðingum

Bill Browder

Þing Eistlands samþykkti einum rómi fimmtudaginn 8. desember að banna útlendingum sem gerst hafa sekir um mannréttindabrot að koma til Eistlands. Lagafrumvarpið var samið að fordæmi laga sem Bandaríkjaþing samþykkti á sínum tíma og kennd eru við rússneska lögfræðinginn og endurskoðandann Sergei Magnitskíj og mál hans. Í nýju lögunum er …

Lesa meira

CIA segir Rússa hafa stutt Trump -Obama vill opinbera skýrslu um tölvuárásir Rússa fyrir 20. janúar

hybrid-war

Banadaríska blaðið The Washington Post birti frétt laugardaginn 10. desember þar sem því er slegið föstu af bandarísku leyniþjónustunni CIA að Rússar hafi markvisst lagt Donald Trump lið í forsetakosningabaráttunni fyrr á árinu. Í blaðinu er vitnað í embættismenn sem segja að þeir hafi fundið einstaklinga með tengsl við rússnesk …

Lesa meira