Allt getur sprungið í Donbass í A-Úkraínu segir fulltrúi ÖSE

Alexander Hug

  Franska blaðið Le Figaro birti mánudaginn 13. febrúar viðtal við Alexander Hug, yfirmann eftirlitsstarfs á vegum ÖSE, Öryggissamvinnustofnunar Evrópu, í austurhéraði Úkraínu, Donbass, þar sem aðskilnaðarsinnar berjast með stuðningi Rússa við hermenn stjórnar Úkraínu. Viðtalið birtist hér í lauslegri þýðingu. LE FIGARO: – Hvað hefur gerst frá 29. janúar milli [bæjanna] Donetsk og Avdijka? Alexander Hug: – …

Lesa meira

Schäuble líkir Martin Schulz við Donald Trump

Wolfgang Schäuble.

Kristilegi demókratinn Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, olli nokkru fjaðrafoki föstudaginn 10. febrúar þegar hann líkti Martin Schulz, nýju kanslaraefni jafnaðarmanna (SPD), og málflutningi hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Jafnaðarmenn hafa brugðist illa við og sagt þetta sýna örvæntingu og hve fjármálaráðherrann sé fjarlægur kjósendum. CDU-forystumaðurinn Schäuble, náinn samstarfsmaður Angelu Merkel …

Lesa meira

Símtal Trumps við Xi Kínaforseta léttir andrúmsloftið

Xi Jinping, forseti Kína. (Source: Reuters)

  Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Xi Jinping Kínaforseta í símtali föstudaginn 10. febrúar að Bandaríkjastjórn mundi virða stefnuna sem kennd er við „eitt Kína“. Í henni felst að Tævan sé í raun hluti Kína þótt eyríkið lúti eigin stjórn. Litið var á yfirlýsingu Trumps sem mikilvægt fyrsta skref til að …

Lesa meira

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir Bjarna hafa rétt kúrsinn gagnvart Trump á Varðbergsfundi

Morgunblaðið birti þessa mynd frá fundi Varðbergs.

  Varðbergsfundurinn með Bjarna Benediktssyni varð frétta- og leiðaraefni í Morgunblaðinu eins og sjá má hér fyrir neðan. Frétt á mbl.is fimmtudaginn 9. febrúar: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, í Norræna húsinu í hádeginu að Ísland stæði á þeim tímamótum að í fyrsta sinn í …

Lesa meira

Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Bandaríkjanna staðfesta náið samstarf innan NATO

Ursula von der Leyen og Jim Mattis.

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hitti Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í Washington föstudaginn 10. febrúar. Á fundi sínum staðfestu ráðherrarnir nána samvinnu ríkjanna á sviði hermála og innan NATO. Þýski varnarmálaráðherrann sagði að fundinum loknum að Mattis hefði lýst afdráttarlausum stuðningi við NATO og hún sagði að það væri „sanngjörn krafa“ af hálfu Bandaríkjamanna að bandamenn þeirra innan NATO ykju hlut sinn …

Lesa meira

ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐ – NÝ VIÐHORF Í UTANRÍKISMÁLUM Erindi Bjarna Benediktssonar í heild

Bjarni Benediktsson

  Forsætisráðuneytið hefur birt erindi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á fundi Varðbergs í Norræna húsinu 9. febrúar 2017 í heild og má lesa það hér:   ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐ – NÝ VIÐHORF Í UTANRÍKISMÁLUM Fundarstjóri, fundargestir, Ég þakka fyrir að vera boðið að vera hér með ykkur í dag. Það er ánægjulegt að …

Lesa meira

Noregur: Varað við njósnum og undirróðri Rússa

Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra og Morten Haga Lunde hershöfðingi.

Eftirgrennslanaþjónusta norska hersins, njósnastofnun Norðmanna utan eigin landamæra (NIS), birti hættumat ársins 2017 mánudaginn 6. febrúar. Þar er varað við víðtækum njósnum og undirróðri Rússa gagnvart Noregi. „Ógnirnar í starfræna heiminum gegn pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum skotmörkum aukast. Við teljum að njósnastarfsemin eigi eftir að verða víðtækar á þessu ári,“ segir …

Lesa meira

Varðbergsfundur með forsætisráðherra á netinu – útdráttur á ensku

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu um nýstofnað þjóðaröryggisráð í boði Varðbergs í Norræna húsinu þann 9. febrúar síðastliðinn.  Hann hóf ræðu sína á því að ræða stöðu alþjóðamála og kvað ýmislegt áhugavert vera að gerast á þeim vettvangi en jafnframt væru óvissutímar framundan.  Benti Bjarni á fjóra þætti sem hefðu …

Lesa meira

Eistlendingar og Finnar sameinast um kaup á þungavopnum frá Suður-Kóreu

K9 Thunder sprengivörpudreki.

Eistlendingar búa sig undir að taka höndum saman við Finna við kaup á þungavopnum frá Suður-Kóreu. Talið er að hlutur Finna í viðskiptunum nemi að minnsta kosti 100 milljónum evra að sögn finnska ríkisútvarpsins, YLE þriðjudaginn 7. febrúar. Um nokkurra ára skeið hefur finnski herinn kannað hagkvæmni þess að kaupa …

Lesa meira

Fillon dregur sig ekki í hlé – Macron hafnar sögusögnum um samkynhneigð – SPD með meira fylgi en CDU/CSU

Brigitte Trogneux með eiginmanni sínum Emmanuel Macron.

Hér var látið að því liggja á dögunum að François Fillon yrði ekki forsetaframbjóðandi franska Lýðveldisflokksins. Hann mundi neyðast til að draga sig í hlé vegna ásakana um misnotkun opinbers fjár í eigin þágu og konu sinnar. Mánudaginn 6. febrúar efndi Fillon til blaðamannafundar þar sem hann snerist til varnar …

Lesa meira