Áherslur breytast í varnarstefnu Bandaríkjanna – frá hryðjuverkamönnum til Rússa og Kínverja

James Mattis varnarmálaráðherra flytur ræðu í John Hopkins-háskólanum,

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að varnarstefna Bandaríkjanna taki nú mest mið af keppni milli stórvelda en ekki hryðjuverkum. Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir „vaxandi ógn frá jafn ólíkum endurskoðunarsinnuðum ríkjum og Kína og Rússlandi,“ sagði ráðherrann þegar hann kynnti stefnuna sem unnin er af varnarmálaráðuneytinu innan ramma þjóðaröryggisstefnunnar sem …

Lesa meira

Sænskir stjórnmálamenn ræða beitingu hervalds gegn glæpahópum.

Morgan Johansson dómsmálaráðherra og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar (t.v.).

Jafnaðarmaðurinn Stefan Løfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði miðvikudaginn 17. janúar að hann útilokaði ekki að beita hernum gegn glæpahópum. Sama dag var gerð sprengjuárás á lögreglustöð í Málmey.  „Það eru ekki fyrstu viðbrögð mín að beita hernum en ég er tilbúinn að gera það sem er nauðsynlegt að til binda enda …

Lesa meira

Fyrrverandi CIA-starfsmaður sakaður um njósnir fyrir Kínverja

2803

Jerry Chun Shing Lee, fyrrv. starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hefur verið handtekinn og sakaður um að hafa undir höndum trúnaðarupplýsingar um njósnara í Kína. Talið er að fyrrverandi CIA-starfsmaðurinn standi að baki uppljóstrunum um njósnahring í Kína, þar á meðal um minnst 12 njósnara sem kínversk yfirvöld hafa drepið eða …

Lesa meira

Rússar sækja að neðansjávarstrengjum flotastöð fyrir austan Noreg

Þetta kort sýnir neðansjávarstrengi.

Í Olenja-flóa við strönd Barentshafs er heimahöfn flota kjarnorkuknúinna njósnakafbáta og herskipa sem sagt er nú af hálfu NATO að láti æ meira að sér kveða við neðansjávar strengi og kapla á Norður-Atlantshafi. Þannig hefst löng grein sem Thomas Nilsen, ritstjóri vefsíðunnar Independent Barents Observer, birtir á síðunni föstudaginn 12. …

Lesa meira

Hawaii-búar anda léttar eftir ranga viðvörun um eldflaugaárás

15hawaii2-master768

Kirstjen Nielsen, ráðherra heimavarna í Bandaríkjunum, sagði sunnudaginn 14. janúar- „óheppilegt“ að röng viðvörun hefði verið gefin laugardaginn 13. janúar um yfirvofandi eldflaugaárás á Kyrrahafseyjuna Hawaii, vestasta ríki Bandaríkjanna. Sagði hún yfirvöld vinna að því að útiloka að slíkt gæti endurtekið sig. Viðvörunin var fyrir mistök send eftir boðleiðum almannavarna …

Lesa meira

Sænsku almannavarnirnar boða kynningarefni um viðbrögð vegna hamfara og styrjaldar

Signalen Viktigt meddelande till allmänheten (VMA) testas fyra gånger per år. Signalen går ut genom så kallade ljudgivare (bilden), som finns på hustak i många större tätorter i Sverige.

Í fyrsta sinn í rúm 30 ár ætla sænsk yfirvöld að dreifa til almennings bæklingi með fyrirmælum um viðbrögð á hættutímum. Fólk verður hvatt til að kynna sér til hvaða ráða skuli gripið á hættustundu eða í styrjöld. Meðal spurninga í bæklingnum sem dreifa skal til 4,7 milljóna heimila í …

Lesa meira

Norðmenn í vandræðum vegna nýrra leitar- og björgunarþyrlna

Þyrla af NH90-gerð.

  Belgar keyptu NH90 þyrlur til að sinna leitar- og björgunarþjónustu. Þeir neyddust í vikunni til að leggja þremur þeirra vegna alvarlegra bilana. Norski herinn hefur einnig glímt við vandamál vegna þyrlna af þessari gerð segir á vefsíðunni ABC Nyheter laugardaginn 13. janúar. Belgar hafa til þessa notað gamlar Sea …

Lesa meira

Rússar afflytja orð forstjóra sænsku öryggislögreglunnar Säpo

1056064773

Hér var á dögunum birtur hluti viðtals á BBC við Anders Thornberg, forstjóra Säpo, sænsku öryggislögreglunnar. Sérfræðingar ESB í undirróðri og upplýsingafölsunum Rússa vöktu athygli á því í vikulegum pistli sínum fimmtudaginn 11. janúar að miðlari falskra upplýsinga í Georgíu hefði afflutt þetta viðtal. Fellt var á brott allt sem …

Lesa meira

Stars and Stripes: Engin áform um fasta viðveru Bandaríkjahers á Íslandi

Myndin er tekin í P-8A Poseidon flugvél í 45. eftilitssveit á flugi yfir flotaflugherstöðinni í Keflavík, Íslandi, 26. okt. 2016. Flotinn hefur fengið tæplega 36 milljónir dollara á tveimur síðustu fjárlögum til að endurnýja flugskýli fyrir vélina. Mynd Matthew Newman, bandaríska flotanum.

  „Þótt bandaríski flotinn sé að endurnýja aðstöðuna í fyrrverandi flugherstöðinni á Íslandi og það sé vegna endurvakinnar hernaðarlegrar athygli á Norður-Atlantshaf segja embættismenn flotans að það þýði ekki að bandarískir hermenn hefji fasta viðveru í þessu hernaðarlega mikilvæga landi.“ Á þessum orðum hefst grein sem Nancy Montgomery skrifar í …

Lesa meira

Erna Solberg lýsir Trump sem vingjarnlegum og áhugasömum

Erna Solberg og Donald Trump í Hvíta húsinu. Mynd: NTB

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsið í Washington miðvikudaginn 11. janúar. „Við áttum góðan fund. Mér fannst hann þægilega einlægur og áhugasamur um að fræðast meira um Noreg,“ sagði Solberg við norska blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið eftir fundinn með forsetanum. „Við ræddum lítillega hvort …

Lesa meira