Boris heimsækir hermenn í Eistlandi og ber lof á NATO

Boris Johnson skammtar breskum hermönnum í Eistlandi jólamatinn.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. fór til Eistlands laugardaginn 21. desember og hitti 850 breska hermenn sem eru þar við störf undir merkjum NATO. Í samtali við ERR-fréttastofuna í Eistlandi sagði hann að árangurinn af starfi NATO sýndi að ekkert jafnaðist á við bandalagið undanfarin 500 ár og framtíð þess væri …

Lesa meira

Minsk: Mótmæli gegn frekari samruna við Rússland

Frá mótmælafundi í Minsk.

  Efnt var til útifundar annan daginn í röð í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, laugardaginn 21. desember. Mótmælt var að auka samruna Hvíta-Rússlands og Rússlands. Talið er að um 1.500 manns hafi komið saman í Minsk föstudaginn 20. desember til að vara við frekari samruna ríkjanna. Þann sama dag hittust Vladimir …

Lesa meira

Ný rússnesk ofurhraða flaug ógnar hernaðarstöðu á norðurslóðum

Kortið sýnir hvert unnt er skjóta Kinzhal-flaugunum sé mið við 1.000 km drægni.

  Rússneskar MiG-31K orrustuþotur búnar nýjum langdrægum Kinzhal-flaugum í flugherstöðvum á Kólaskaga, Franz Josef landi og Novaja Zemlija skapa ógn sem í raun er ekki unnt að verjast á evrópska norðurskautssvæðinu, í Norður-Skandinavíu og á Norður-Atlantshafi segir í grein sem Thomas Nilsen, ritstjóri norsku vefsíðunnar Barents Observer birti fimmtudaginn 19. …

Lesa meira

Grænland: Bandarísk ræðisskrifstofa – hafna Huawei

Sendiherra Bandaríkjanna Carla Sanders og Sung Choi, fyrsti ritari í sendiráði hennar.

Danska ríkisstjórnin hefur samþykkt tilmæli Bandaríkjastjórnar um að fá að halda úti ræðisskrifstofu í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Tilmælunum var fyrst hreyft af bandaríska utanríkisráðuneytinu í maí 2019, skömmu eftir að bandaríski utanríkisráðherrann, Mike Pompeo, flutti harða gagnrýnisræðu á Rússa og Kínverja í tengslum við ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi. …

Lesa meira

Heimasmíðað kínverskt flugmóðurskip tekið í notkun

Þessi gervitunglamynd sýnir fyrsta flugmóðurskipið sem Kínverjar smíða.

Nýtt kínverskt flugmóðurskip, Shandong, var formlega afhent Xi Jinping Kínaforseta við hátíðlega athöfn í Hainan-héraði þriðjudaginn 17. desember og er nú tilbúið til aðgerða að sögn ríkisfréttastofunar CCTV. Fyrsta flugmóðurskip sitt, um 30 ára gamla 66.000 lesta skipið Liaoning, keyptu Kínverjar af Rússum. Því var umbreytt af Kínverjum og tekið …

Lesa meira

Vínarborg: Hryðjuverkamönnum bægt frá jólamarkaði

Á jólamarkaði fyrir framan ráðhús Vínarborgar.

Austurrísk yfirvöld hafa komið í veg fyrir áform hryðjuverkamanna um árásir meðal annars á einn af jólamörkuðum Vínarborgar. Sagt var frá þessi í fjölmiðlum í borginni mánudaginn 16. desember. Um er að ræða þrjá menn en foringi þeirra, 24 ára, er undir áhrifum af hugmyndafræði samtakanna Ríki íslams að sögn …

Lesa meira

Undirbúa flutning 20.000 bandarískra landhermanna til æfinga í Evrópu

Bandarískir skriðdrekar af Abrams-gerð við æfingar í Eystrasaltslöndunum.

Landherstjórn Bandaríkjanna undirbýr nú mesta flutning á liðsafla til Evrópu ín 25 ár. Ætlunin er að 37.000 hermenn taki þátt í mikilli æfingu á árinu 2020 þar sem látið verður reyna á flutningsgetu landherstjórna NATO. Æfingin ber heitið DEFENDER-Europe 20. Flytja á um 20.000 landhermenn tilbúna til átaka frá Bandaríkjunum …

Lesa meira

Huawei-máliðFæreysk klípa er dönsk valþröng

ca-times-brightspotcdn-com

Hér var sagt frá því að Telenor, stóra símafyrirtækið í Noregi, hefði ákveðið að eiga ekki viðskipti við kínverska fyrirtækið Huawei um 5G netkerfið. Í leiðara Jyllands-Posten var sunnudaginn 15. nóvember fjallað um vanda færeysku landstjórnarinnar vegna Huawei. Þar sagði í lauslegri þýðingu: Það lítur ekki vel út þegar sendiherra …

Lesa meira

Telenor hafnar Huawei við 5G-væðingu sína

0758a347e811eb72f82352f58b1dd6aa26bb2f7c9a2d859b86137ed70055a1d4

Norska símafyrirtækið Telenor tilkynnti föstudaginn 13. desember að það hefði ákveðið að kaupa 5G-símnetbúnað af sænska fyrirtækinu Ericsson og hafna þar með viðskiptum við kínverska risafyrirtækið Huawei sem sér Telenor nú fyrir 4G búnaði. Norska leyniþjónustan hafði sent frá sér viðvörun um að Huawei stæði of nærri kínverskum stjórnvöldum til …

Lesa meira

Stærsti ísbrjótur heims á tilraunasiglingu

Risaisbrjóturinn Arktika í St. Pétursborg.

Arktika, kjarnorkuknúinn ísbrjótur Rússa, sem sagður er stærsti og öflugasti ísbrjótur í heimi, sneri í vikunni til hafnar í St. Pétursborg, Eystrasaltshöfn Rússlands, eftir tveggja daga tilraunasiglingu. Rosatom, rússneska ríkisfyrirtækið til hagnýtingar kjarnorku, lét smíða 173 m langan og 15 m háan ísbrjótinn. Honum er ætlað að veita aðstoð við …

Lesa meira