Framfaraflokkurinn sagði mánudaginn 20. janúar skilið við samstarfið í ríkisstjórn Noregs. Flokkurinn hefur átt aðild að borgaralegri ríkisstjórn undir forsæti Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins, í sex ár og tvo mánuði. Erna Solberg situr áfram sem forsætisráðherra. Í Noregi er ekki heimilt að rjúfa þing og efna til kosninga. Siv Jensen, …
Lesa meiraBandaríski flotinn fer fram á meira fjármagn
Hefð er fyrir því í bandaríska varnarmálaráðuneytinu (Pentagon) að skipta því fjármagni sem ráðuneytið fær á fjárlögum nokkurn veginn jafnt á milli þriggja meginstoða heraflans. Þannig fær landherinn um þriðjung og flotinn og flugherinn fá hvor sinn þriðjunginn. Í greinum í vefmiðlinum Defense News er fjallað um að yfirmenn í …
Lesa meiraBerlín: Reynt að miðla málum í Líbíu
Þýska ríkisstjórnin boðar til leiðtogafundar í Berlín sunnudaginn 19. janúar í því skyni að sætta stríðandi öfl í Líbíu. Tilraunir til þess hafa árangurslaust verið gerðar undanfarin ár á fundum í Frakklandi og á Ítaliu, Nú er talið brýnna en áður að finna friðsamlega lausn. Fyrir því eru tvær meginástæður …
Lesa meiraErkiklerkur Írana hótar öllu illu
Erkiklerkur Írana sagði föstudaginn 17. janúar að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri „trúður“ sem létist standa með írönsku þjóðinni en hann mundi „stinga eitruðum rýtingi“ í bak hennar. Var þetta í fyrsta sinn í átta ár sem Ayatollah Ali Khamenei flutti ræðu við föstudagsbænir í Teheran. Ayatollah Ali Khamenei sagði að …
Lesa meiraPútín velur nýjan forsætisráðherra
Vladimír Pútín Rússlandsforseti gerði Mikhail Mishustin ríkisskattstjóra að forsætisráðherra Rússlands miðvikudaginn 16. janúar. Mishustin er 53 ára og hefur starfað í rússneska stjórnarráðinu síðan 1998. Frá 2010 hefur hann verið ríkisskattstjóri og ekki látið mikið fyrir sér fara. Pútín gerði þessar breytingar á stjórnarforystu Rússlands eftir þá skyndilegu vendingu að …
Lesa meiraNýr rússneskur kafbátur á teikniborðinu
Höfundur: Kristinn Valdimarsson Með nokkurri einföldun má segja að kafbátarnir í vopnabúrum ýmissa sjóherja séu af tvennum toga. Annars vegar eru það eldflaugakafbátar (e. missile submarines). Þekktustu tegundir þeirra eru þær sem geyma langdræg kjarnorkuvopn svo sem eins og Ohio kafbátar Bandaríkjamanna. Þeir, og önnur stórveldi, nota þá sem stoð …
Lesa meiraÓlympíustjarna yfirgefur Íran í mótmælaskyni við kúgun kvenna
Kimia Alizadeh, eina íranska konan sem hefur unnið til verðlauna á ólympíuleikum, tilkynnti laugardaginn 11. janúar að hún yfirgefið land sitt. Hún segir að stjórnkerfi þess einkennist af „hræsni og fulltrúar stjórnvalda niðurlægi íþróttamenn og „noti“ þá í pólitískum tilgangi. „Á ég að hefja mál mitt með halló, bless eða …
Lesa meiraFramgöngu íranskra stjórnvalda mótmælt í Teheran
Mótmælendur fyrir utan háskóla í Teheran kröfðust þess laugardaginn 11. janúar að þeir yrðu látnir sæta ábyrgð sem skutu, að sögn fyrir mistök, niður úkraínska farþegaflugvél aðfaranótt miðvikudags 8. janúar þegar hún hóf sig á loft frá flugvellinum í Teheran. Aðfaranótt 11. janúar viðurkenndu yfirvöld í Íran að loftvarnaflaug íranska …
Lesa meiraRáðamenn danska ríkjasambandsins ráðgast um öryggis- og varnarmál
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Kim Kielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, hittust á fundi í danska forsætisráðuneytinu þriðjudaginn 7. janúar. „Þetta var góður og opinskár fundur. Okkur er ljóst að mikilvæg lega lands okkar á norðurskautinu og Norður-Atlantshafi hefur í för með sér æ miðlægara …
Lesa meiraTeheran: Talið að írönsk flaug hafi grandað farþegaflugvél
Bandarískir embættismenn telja „mjög líklegt“ að úkraínska þotan sem fórst við Teheran í Íran aðfaranótt miðvikudags 8. janúar hafi verið skotin niður af írönskum loftvarnaflaugum. Niðurstaðan er reist á athugun á gervihnattarmyndum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði að kvöldi fimmtudags 9. janúar að flugskeyti hefði grandað farþegaþotunni. Donald Trump …
Lesa meira