Danska stjórnin gegn launráðum Írana

Habib Jabor, forystumaður aðskilnaðarsamtaka í Íran, er búsettur í Danmörku. Myndin er tekin í skrifstofu hans í Ringsted í Danmörku,

Danska ríkisstjórnin sagði miðvikudaginn 31. október að hún ætlaði að ræða við bandamenn sína um hvort grípa ætti til sérstakra refsiaðgerða gegn Írönum eftir að hún sakaði stjórnvöld í Teheran um að leggja á ráðin um að myrða íranska andófsmenn sem búa í landinu. „Næstu daga ætlum að ræða við …

Lesa meira

Stærsta flotkví rússneska flotans úr leik

Thomas Nilsen, ritstjóri Barents Observer, tók þessa mynd af risa-flotkvínni með orrustubeitiskipið Pétur mikla um borð.

Mikið tjón varð á stærstu flotkví rússneska flotans þriðjudaginn 30. október í hafnarbænum Rosljakovo, skammt frá Múrmansk. Vegna vandræða í kvínni af völdum rafmagstruflana varð einnig tjón á eina flugmóðurskipi Rússa, Admiral Kuznetsov. Unnið var því að flytja flugmóðurskipið úr flotkvínni, segir fréttastofan Interfax,  þegar stór krani féll að þilfar …

Lesa meira

Katrín Jakobsdóttir áréttar andstöðu við ESB og NATO í Osló

45195611_2069338413087971_241975648548028416_n

Martin Breum, blaðamaður vefsíðunnar EUobserver, ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Osló og birti viðtalið á síðunni þriðjudaginn 30. október. „Ég tel ekki að á þessari stundum ættum við ekki að fara í ESB. Ég sé ekki neina ástæðu til að sækja um aðild,“ segir Katrín. „Persónulega …

Lesa meira

Rússar skjóta flugskeytum við strönd Noregs

NATO-floti á N-Atlantshafi.

  Rússar hafa boðað að þeir ætli að gera tilraunir með flugskeyti á hafinu undan Mið-Noregi á sama tíma og NATO-æfingin Trident Juncture fer þar fram segir norska blaðið Klassekampen. Í blaðinu segir að rússneska æfingin verði á hafinu fyrir utan Mæri, ekki langt frá norsku bæjunum Kristiansund, Molde og …

Lesa meira

Vel heppnað NATO námskeið Varðbergs

Hér sést hluti þátttakenda í NATO námskeiði Varðbergs laugardaginn 27. október 2018.

Varðberg efndi til NATO námskeiðs í Veröld, húsi Vigdísar, laugardaginn 27. október. Fjórir fyrirlestrar voru fluttir: Albert Jónsson, fyrrv. sendiherra, talaði um NATO í kalda stríðinu, Gustav Pétursson alþjóðamálafræðingur talaði um NATO eftir 1991, Anna Jóhannsdóttir, sendiherra Íslands hjá NATO, ræddi um NATO í dag og Björn Bjarnason, formaður Varðbergs, …

Lesa meira

Blóðugasta árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna

Minningarathöfn við samkunduhúsið í Pittsburgh.

  Laugardaginn 27. október ruddist Robert Bowers (46 ára) inn í samkunduhús gyðinga í Pittsburgh, í Bandaríkjunum. Hann var vopnaður þremur skammbyssum og hálf-sjálfvirkum árásar-riffli. Vopnin notaði hann til að skjóta á alla sem hann sá og varð 11 manns að bana. Hann sagði markmið sitt að útrýma gyðingum. Atburðurinn …

Lesa meira

Tímamótagrein norrænna ráðherra vegna tímamótaæfingar

Bandarísk F-16 orrustuþota afísuð á
Kallax flugvelli í Svíþjóð miðvikudaginn 24. október 2018 vegna þátttöku í Trident Juncture.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, Claus Hjort Frederiksen, varnarmálaráðherra Danmerkur, Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs, Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands og Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, birtu sameiginlega grein í Morgunblaðinu fimmtudaginn 25. október undir fyrirsögninni: Trident Juncture 2018: Varnir norræna svæðisins. Greinin markar tímamót eins og þátttaka Finna og Svía í þessari …

Lesa meira

Donald Trump býður Vladimir Pútín til Washington

Vladimir Pútín og John Bolton.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið Valdimir Pútín Rússlandsforseta að heimsækja Washington DC á næsta ári. „Við höfum boðið Pútín forseta til Washington,“ sagði John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, þegar hann heimsótti Tbilisi, höfuðborg Georgíu, föstudaginn 26. október. Óljóst er hvernig boðinu var tekið þegar Bolton kynnti það í Kreml í Moskvu …

Lesa meira

Risaæfing NATO er hafin

Fjöldi skriðdreka var fluttur til Noregs.

  Mesta varnaræfing NATO frá því að Sovétríkin hrundu hófst fimmtudaginn 25. október. Markmið æfingarinnar, Trident Juncture, er að sameina hernaðarmátt þátttökuríkjanna til að sýna að honum sé að mæta á sjó, landi og í lofti verði gerð árás á eitthvert NATO-ríki. Æfingin stendur í tvær vikur undan strönd Noregs …

Lesa meira

Sprengjuhótanir vekja reiði og ótta í Bandaríkjunum

Viðbúnaður lögreglunnar í New York var mikill.

Allir í byggingu Time Warner í New York voru reknir út á götu miðvikudaginn 24. október vegna grunsamlegs pakka. Skömmu áður höfðu öryggisgæslumenn tilkynnt að stöðvaðir hefðu verið pakkar sem stílaðir væru á Obama og Clinton vegna gruns um sprengiefni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði síðdegis að allra ráða …

Lesa meira