Upplýst um rússneskt kjarnorkuslys á norðurslóðum

Myndin er tekin 12. ágúst 2019 í lokuðu borginni Sarov um 370 km fyrir austan Moskvu. Fólk kom saman til að kveðja fimm rússneska kjarnorkuvísindamenn sem fórust þegar reynt var að bjarga ónýtri, kjarnorkuknúinni stýriflaug.

  Rússnesk stjórnvöld hafa beitt þöggun til að kæfa umræður um mannskæða sprengingu í kjarnakljúfi í ágúst 2019 þegar unnið að var að því á hafi úti að bjarga einu af ofurvopnum Vladimirs Pútins Rússlandsforseta, það er kjarnorkuknúinni stýriflaug sem kölluð er Skyfall. Þetta er haft eftir háttsettum embættismanni í …

Lesa meira

Breska stjórnin telur sig hafa brexit-meirihluta á þingi

Forystumenn ríkisstjórnarinnar við þingumræðurnar um brexit 19. október 2019.

Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta, sagði BBC-sjónvarpsmanninum  Andrew Marr sunnudaginn 20. október að svo virtist sem ríkisstjórn Boris Johnsons hefði meirihluta að baki tillögu sinni um viðskilnaðarsamninginn við ESB á þingi. Hann sagði marga innan ESB „mjög óhressa“ ef frekari frestun yrði á brexit. Ríkisstjórnin stefnir að því að greidd verði …

Lesa meira

Hörð átök á götum Barcelona

Frá mótmælum í Barcelona.

  Mótmælendur með hulið andlit áttu í átökum við lögreglu á götum Barcelona föstudaginn 18. október á fimmta degi mótmæla vegna fangelsunar á leiðtogum aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. Hópur fólks kastaði grjóti og dósum á óeirðalögreglu, drógu stóra ruslagáma út á miðja aðalgötu borgarinnar og báru eld …

Lesa meira

Spenna í Brussel og London á loka brexit-metrunum

Donald Tusk og Boris Johnson.

Nýr brexit-samningur milli ESB og Breta er „í stórum dráttum fyrir hendi“ og „fræðilega“ getur ESB samþykkt hann fimmtudaginn 17. október, sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, við AFP-fréttastofuna miðvikudaginn 16. október. „Í gærkvöldi var ég tilbúinn til að veðja á þetta [að samningurinn yrði samþykktur]. Í dag láta Bretar …

Lesa meira

Enginn útilokar brexit-samning á lokametrunum

Michel Barnier

Verður að lokum brotist út úr skaflinum í Evrópu í dag, 15. október, aðeins tveimur vikum áður en kemur að brexit? Frakkar hafa nú þennan þriðjudag fagnað „jákvæðum skriði“ í viðræðum ESB og Breta. Þeir „vonast eftir samningi í kvöld“ það er tveimur dögum fyrir ESB-leiðtogaráðsfundinn á fimmtudag og föstudag, …

Lesa meira

Pólland: Markviss stefna tryggði PiS sigur

Jaroslaw Kasczynski, leiðtogi flokks Laga og réttlætis (PiS).

Úrslit þingkosninganna í Póllandi þurfa ekki að koma neinum á óvart segir Bartosz Dudek, stjórnmálaskýrandi þýsku fréttastofunnar Deutsche Welle (DW), mánudaginn 14. október. Það hafi verið markmið Jaroslaws Kasczynskis, leiðtoga flokks Laga og réttlætis (PiS), að ná til „venjulegs fólks“. Honum tókst það í kosningunum sunnudaginn 13. október. Fylgi PiS …

Lesa meira

Pólski stjórnarflokkurinn sigrar í þingkosningum

Á pólskum kjörstað.

Pólski stjórnarflokkurinn, Laga- og réttlætisflokkurinn (PiS), er sigurvegari þingkosninga sunnudaginn 13. október megi marka útgönguspár. Stjórnarandstöðuflokkarnir telja þó hugsanlegt að þeim takist að mynda meirihlutastjórn. Útgönguspá segir að PiS fái 43,6%. Borgaralegu samstöðunni, það er flokkurinn Borgaralegur vettvangur, sem áður laut forystu Donalds Tusks, núv. forseta leiðtogaráðs ESB, og fleiri …

Lesa meira

Friðarverðlaunin til forsætisráðherra Eþíópíu

Abiy Ahmed Ali

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Afríka er næst stærsta heimsálfan og sú næst fjölmennasta.   Í fimmtíu og fjórum ríkjum, og tíu öðrum landsvæðum, búa yfir 1,2 milljarðar manna.  Af fréttum að dæma mætti halda að ástand mála í álfunni væri ein samfelld hörmungarsaga.  Vissulega kljást mörg ríkin við alvarleg vandamál.  Þetta …

Lesa meira

Rofar til í viðræðum Breta og ESB um brexit

Stephen Barclay, brexit-ráðherra Breta, og Michel Barnier, brexit-samningamaður ESB.

  „Brexit líkist fjallgöngu,“ sagði Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, eftir „gagnlegan“ fund með Stephen Barclay, brexit-ráðherra Breta, að morgni föstudags 11. október. „Við þurfum að sýna aðgæslu, áræðni og þolinmæði,“ sagði Barnier við fréttamenn á leið sinn á fund sendiherra og þingmanna ESB-ríkja þar sem hann lýsti gangi mála. Hann …

Lesa meira

Þriðja árás Tyrkja á Kúrda á þremur árum

Tyrkir fylkja liði á leið til Sýrlands.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að árás sem her Tyrkja hóf miðvikudaginn 9. október gegn Kúrdum í norðurhluta Sýrlands eigi að leysa upp „samgönguæð hryðjuverkamanna“. Árásin hófst skömmu eftir að her Bandaríkjanna yfirgaf svæðið. Skotmörk tyrkneska hersins eru liðsmenn Verndarsveita kúrdískrar alþýðu (YPG). Tyrkir telja YPG tengjast Verkamannaflokki Kúrda …

Lesa meira