Þing Makedóníu samþykkir nýtt nafn landsins

Veggjakrotið minnir á þjóðaratkvæðagreiðsluna um nafnið.

  Aukinn meirihluti þingmanna Makedóníu styður að land þeirra heiti framvegis Norður-Makedónía. Nú verður gengið til þess verks að hrinda nafnbreytingunni í framkvæmd með stjórnarskrárbreytingu. Með henni er opnuð leið fyrir aðild landsins að NATO og ESB. Tillagan um nýtt nafn var samþykkt með 80 atkvæðum gegn 39 föstudaginn 19. …

Lesa meira

Finnland: Nettröll í þágu Rússa hljóta þungan dóm

Jessikka Aro

Stefnumótandi dómur féll í héraðsdómi Helsinki í Finnlandi fimmtudaginn 18. október þegar blaðakonunni Jessikku Aro voru dæmdar bætur og sá sem ofsótti hana á netinu var dæmdur í fangelsi. Um var að ræða nettröll hliðholl Rússum sem reyndu að þagga niður í blaðakonunni. Jessikka Aro starfar sem rannsóknarblaðamaður hjá finnska …

Lesa meira

Sádar játa að hafa drepið Khashoggi

Jamal Khashoggi

Rúmum tveimur vikum eftir að Jamal Khashoggi hvarf hafa Sádar játað á sig að hafa drepið hann. Sagt er að komið hafi til átaka milli Khashoggis og manna í ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Rannsókn málsins er ekki lokið í Sádí-Arabíu en 18 Sádar hafa verið handteknir segir í yfirlýsingu ríkissaksóknara …

Lesa meira

Trump segir Khashoggi allan og málið sé eitt hið versta í forsetatíð sinni

Mohammad bin Salman

    Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fimmtudaginn 18. október að hann teldi Sádann Jamal Khashoggi allan og sagðist treysta á trúnaðarupplýsingar úr mörgum áttum sem gæfu til kynna að hann hefði verið myrtur að fyrirlagi háttsettra manna í Sádí-Arabíu. Í The New York Times (NYT) segir að forsetinn hafi ekki …

Lesa meira

Uppnám í grísku ríkisstjórninni vegna Makedóníu-samningsins

Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands,

Uppnám er í ríkisstjórn Grikklands eftir að Nikos Kotzias utanríkisráðherra sagði af sér embætti miðvikudaginn 17. október vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna um samninginn við Makedóníu um að ríkið skuli framvegis heita: Norður-Makedónía. Ágreiningurinn er milli Kotzias, sem styður samninginn, og Panos Kammenos varnnarmálaráðherra sem er andvígur samningnum. Alexis Tsipras forsætisráðherra …

Lesa meira

Varðbergsfundur: Fjórða orrustan um Atlantshafið segir stjórnandi varnaræfingar NATO

Frá fundinum í Norræna húsinu.

Bandaríski flotaforinginn James G. Foggo, yfirmaður flotastjórnar NATO í Napólí og stjórnandi Trident Juncture 2018 varnaræfingarinnar, sagði á fjölmennum fundi Varðbergs í Norræna húsinu þriðjudaginn 16. október að nú stæði yfir fjórða orrustan um Atlantshafið. Líta bæri varnaræfinguna í því ljósi og einnig ákvörðun Bandaríkjanna um að virkja 2. flota …

Lesa meira

Landgönguliðar í fótspor Clints Eastwoods í Sandvík

Úr kvikmyndinni ssem Clint Eastwood gerði og tekin var að hluta í Sandvík.

Albert Jónsson, fyrrv. sendiherra, ræðir Trident Juncture 2018 heræfinguna sem verður síðar í mánuðum í Noregi og undan strönd Noregs fyrir norðan í nýjum pistli á vefsíðu sinni (www.albert-jonsson.com/ ) mánudaginn 15. október. Á níunda áratugnum var Albert framkvæmdastjóri Öryggismálanefndar forsætisráðuneytisins og fjallaði meðal annars mikið um sovéska flotann og …

Lesa meira

Rússar ögra Hollendingum og Bretum á norðurslóðum

Jeff Mac Mootrey, hershöfðingi og aðgerðastjóri hollenska landgönguliðsins.

Rússneskar orrustuþotur og rússnesk skip reyna að ögra breskum og hollenskum landgönguliðum við æfingar á norðurslóðum segir Jeff Mac Mootrey, hershöfðingi og aðgerðastjóri hollenska landgönguliðsins. Frétt um þetta birtist á bresku vefsíðunni The Telegraph sunnudaginn 14. október en þar segir Mac Mootrey að spenna hafi myndast skammt undan strönd Noregs …

Lesa meira

Dapurleg úrslit fyrir CSU og jafnaðarmenn í Bæjaralandi

Martin Söder forsætisráðherra

  Kristilega sósíalsambandið (CSU) fékk flest atkvæði í kosningunum til sambandslandsþings Bæjaralands í München. Flokkurinn tapaði þó meirihluta sínum á þinginu og verður nú í þriðja sinn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar að mynda stjórn með öðrum flokki. Útgönguspár að loknum kosningunum síðdegis sunnudaginn 14. október sýna að CSU fái 35,5% …

Lesa meira

Flokksráð VG vill ekki Ísland sem hluta af heimsmynd Vesturlanda

Frá flokksráðsfundi VG.

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (VG) vill að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs Íslands, beiti „sér fyrir endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands með friðarmál í forgrunni,“ eins og segir í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi þess laugardaginn 13. október. VG er andvígt aðild Íslands að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin en …

Lesa meira