NATO endurnýjar ratsjá á Borgundarhólmi

Danska flugherstöðin Skrydstrup á Suður-Jótlandiþ

Næstu tvö ár ætlar NATO að standa undir kostnaði við að reisa nýja ratsjárstöð á vegum danska flughersins í Almindingen á dönsku Eystrasaltseyjunni Borgundarhólmi, austasta tanga Danmerkur. Eyjan er fyrir sunnan Svíþjóð, norðaustan Þýskalands og norðan Póllands. Með ratsjánni má fylgjast með ferðum flugvéla yfir stórum hluta Eystrasalts og inn …

Lesa meira

Ísland friðsamasta land heims – almennt grafið undan heimsfriði

Á kortinu má sjá hvernig IEP flokkar lönd eftir friðsemd.

  Á undanförnum 10 árum hefur dregið úr friði í heiminum, einkum vegna átaka í Mið-Austurlöndum og Afríku. Ísland er talið friðsamasta ríki heims, Nýja-Sjáland er í öðru sæti. Þetta kemur fram í 12. árskýrslu áströlsku stofnunarinnar Institute for Economics and Peace (IEP) sem birt var í London miðvikudaginn 6. …

Lesa meira

Merkel slær á puttana á Macron

Emmanuel Macron og Angela Merkel.

Finni Þjóðverjar og Frakkar ekki sameiginlega niðurstöðu á stærstu úrlausnarefnum ESB og evru-svæðisins eykst hætta á spennu og óstöðugleika í Evrópusambandinu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kynnti fyrir einu ári stórhuga hugmyndir sínar um breytingar á yfirstjórn evru-svæðisins. Hann fór hefðbundna leið ESB-samþróunarsinna og boðaði aukinn samruna með sameiginlegum fjármálaráðherra og …

Lesa meira

Ítalía: Boðar lokun hafna fyrir björgunarskipum farand- og flóttafólks

Matteo Salvini

Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, var ekki fyrr orðinn innanríkisráðherra Ítalíu en hann hélt til Sikileyjar og tilkynnti ólögmætu farandfólki þar að nú skyldi það „pakka niður“ og búast til rólegrar brottfarar. Salvini fór í flóttamannabúðir í Pozzallo þar sem 158 manns höfðu nýlega stigið á land, flestir Alsírbúar, og tilkynnti …

Lesa meira

Jim Mattis og He Lei deila um eyjar á S-Kínahafi

Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

  Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði laugardaginn 2. júní á árlegu Shangri-la ráðstefnu Alþjóðahermálastofnunar sem haldin er í Singapúr að Kínverjar hefðu komið fyrir vopnakerfum á manngerðum eyjum í Suður-Kínahafi  sem ætlað væri að hræða og beita aðra á svæðinu nauðung. Hann gagnrýndi Kínverja harkalega og sagði að frekari hervæðing …

Lesa meira

Le Monde varar við „dauðagildru alþjóðlegs viðskiptastríðs“

597ba546fc7e93d2468b4567

Innan Evrópusambandsins er leitað leiða til að svara ákvörðuninni sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hratt í framkvæmd fimmtudaginn 31. maí þegar hann kynnti að framvegis yrðu tollar lagðir á ál og stál sem flutt væri frá Evrópulöndum til Bandaríkjanna. Forsetinn hótaði fyrir tveimur mánuðum að tollarnir kæmu til sögunnar nema Evrópuríkin …

Lesa meira

Krossar skulu hanga í anddyri opinberra bygginga í Bæjarlandi

Markus Söder, forsætisráðherra Bæjarlands, hengdi yupp kross í ráðuneyti sínu.

  Frá og með 1. júní 2018 skal kross hanga í anddyri opinberra bygginga í Bæjarlandi, syðsta sambandslandi Þýskalands. Þetta á til dæmis við um húsnæði skattstofunnar, lögreglustöðvar eða dómshús. Óljóst er hvort gripið verði til refsiúrræða ef ekki er farið að þessum fyrirmælum. Þau eru þessi: „Setja ber vel …

Lesa meira

Trump segir fundinn með Kim verða í Singapúr 12. júní

Kim Yong-chol og Donald Trump við Hvíta húsið.

  Toppfundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Kims Jong-uns, einræðisherra N-Kóreu, verður í Singapúr 12. júní- 2018 sagði Trump í garði Hvíta hússins í Washington síðdegis föstudaginn 1. júní. Forsetinn hafði þá hitt samningamann N-Kóreu, Kim Yong-chol, og tekið frá bréfi sem hann flutti frá einræðisherranum. Fyrir viku aflýsti Trump toppfundinum …

Lesa meira

Spánn: Rajoy felldur með vantrausti – Sánchez næsti forsætisráðherra

Pedro Sánchez verður næsti forsætisráðherra Spánar.

Spænska þingið samþykkti (180:169) föstudaginn 1. júní vantraust á Mariano Rajoy forsætisráðherra vegna fjármálahneykslis. Þar með liggur beint við að Pedro Sánchez, leiðtogi sósíalista, taki við embætti forsætisráðherra. Í fyrri viku voru 29 manns með tengsl við Alþýðufylkinguna (PP), flokk Rajoys, dæmdir fyrir fjármálamisferli, í þeim hópi voru menn sem …

Lesa meira

Danir banna búrkur og niqab

Kona í blárri búrku.

Danska þingið hefur samþykkt lög sem banna ákveðna gerð af klæðnaði sem hylur andlit fólks á opinberum vettvangi, í lögunum felst bann við að konur klæðist búrkum eða niqab frá 1. ágúst 2018. Þingmenn Venstre, Íhaldsflokksins og Danska þjóðarflokksins studdu lagafrumvarpið og einnig Jafnaðarmannaflokkurinn nema einn þingmaður hans, Mette Gjerskov. …

Lesa meira