Lars Løkke Rasmussen segir af sér flokksformennsku

Lars Løkke Rasmussen og Kristian Jensen - þeir hafa báðir boðað afsögn sína sem formaður og varaformaður.

  Lars Løkke Rasmussen, fyrrv. forsætisráðherra Danmerkur, boðaði að morgni laugardags 31. ágúst afsögn sína sem formaður Venstre, mið-hægri flokksins, sem hann hefur veitt forystu í 10 ár. Hann notaði Twitter og sagði: „Mikilvægt að gæta sjálfsvirðingar sinnar. Get ekki verið formaður í flokki þar sem mér sem formanni er …

Lesa meira

Ítalía: Giuseppe Conte fær umboð til að mynda vinstri stjórn

Nicola Zingaretti segir frá samkomulagi Lýðræðisflokksins og Fimm-stjörnu-hreyfingarinnar.

Nicola Zingaretti, leiðtogi Lýðræðisflokksins (PD) á Ítalíu, tilkynnti Sergio Mattarella Ítalíuforseta miðvikudaginn 28. ágúst að hann væri til þess búinn að mynda samsteypustjórn með Fimm-stjörnu-hreyfingunni, M5S. Luigi Di Maio, leiðtogi M5S (vinstriflokkur), staðfesti af sinni hálfu við forsetann að samið hefði verið um myndun ríkisstjórnar milli flokkanna og yrði Giuseppe …

Lesa meira

Rússar setja skotflaugar í Pertsamó-dalinn

Rússneskir skotpallar við norsku landamærin.

  Rússar hafa sett upp skotpalla fyrir skammdrægar skotflaugar af gerðinni Tor-M2DT í herstöðvum við landamæri Noregs og Finnlands. Tilraunir voru gerðar með flaugarnar á Novaja Zemlja í júlí 2019 og nú hefur yfirstjórn rússneska Norðurflotans tilkynnt að þessi nýja norðurslóða-skotflaug verði á Petsamó-svæðinu. Petsamó-dalurinn er á Kóla-skaga við landamæri …

Lesa meira

Öryggi fyrir alla, konur og karla

Norski flotaforinginn Louise Dedichen.

Höfundur Kristinn Valdimarsson Öryggismál varða okkur öll. Rökin fyrir því eru einföld. Komi til átaka þá snerta þau alla hvort heldur karla eða konur. Til eru ýmis dæmi um konur sem hafa látið að sér kveða í öryggis- og varnarmálum en sögulega séð hafa karlar meira skipt sér af þessum …

Lesa meira

Die Welt: Bresku íhaldsblöðin fegra árangur Boris Johnsons

Emmanuel Macron og Boris Johnson í París.

  Í þýska blaðinu Die Welt segir fimmtudaginn 22. ágúst um fund Emmanuels Macrons og Boris Johnsons í París sama dag að það hafi ekki verið spenna í lofti þegar þeir hittust fyrir framan Elysée-forsetahöllina í París og efndu til stutts blaðamannafundar. Á fundinum áréttaði Johnson að hann vildi semja …

Lesa meira

Norskt varðskip í fyrsta sinn á Norðurpólnum

Norskir varðskipsmenn á Norðurpólnum.

Norska varðskipið KV Svaldbard sem smíðað er til íshafssiglinga er á ferð um Norður-Íshafið undir merkjum CAATEX, alþjóðlegs verkefnis til rannsókna á áhrifum loftslagsbreytinga á hafið undir forystu stofnananna Nansen Environmental og Remote Sensing Centre. Miðvikudaginn 21. ágúst braut skipið blað í sögunni með því að verða fyrst norskra skipa …

Lesa meira

Stjórnarkreppa á Ítalíu að frumkvæði Salvinis

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, boðar afsögn sína. Við hlið hans situr Matteo Salvini sem sprengdi stjórnarsamstarfið.

  Forsætisráðherra Ítalíu Giuseppe Conte sagði af sér þriðjudaginn 20. ágúst og ríkir stjórnarkreppa í landinu. Afsögn forsætisráðherrans, sem er utan flokka, má rekja til ágreinings milli uppnámsflokkanna sem myndað hafa meirihluta á ítalska þinginu, Fimm-stjörnu-hreyfingarinnar (til vinstri) og Bandalagsins (til hægri). Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, kallar forystumenn stjórnmálaflokka landsins …

Lesa meira

Grænland er ekki til sölu

Frá Nuuk á Grænlandi

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Síðustu daga hefur nokkuð verið rætt um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi lýst yfir því að réttast væri að Bandaríkin keyptu Grænland af Dönum. Fáir virðast velta því fyrir sér að Trump er ólíkindatól sem hleypur úr einu í annað og því er spurning hversu mikið fréttagildi …

Lesa meira

Rússnesk flotaæfing ögrar Norðmönnum

Haakon Bruun-Hansen

Flókin og umfangsmikil flotaæfing Rússa á Noregshafi hefur það markmið að loka aðgangi NATO að Eystrasalti, Norðursjó og Noregshafi segir Haakon Bruun-Hansen, yfirmaður norska hersins, við norska ríkisútvarpið, NRK. Alls taka 30 rússnesk herskip þátt í æfingunni, herskip, kafbátar og birgðaskip úr rússneska Norðurflotanum, Eystrasaltsflotanum og Svartahafsflotanum. Norski hershöfðinginn segir …

Lesa meira

Misheppnuð mosku-árás norsks öfgamanns

Philips Manshaus með verjanda fyrir rétti.

Öfgamaðurinn Philip Manshaus (21 árs) sem gerði árás á mosku í Bærum við Osló í Noregi laugardaginn 10. ágúst er sagður hafa verið virkur félagi í svonefndum chan-nethópi fyrir árásina. Hann virðist meðal annars hafa fengið hugmyndina að árásinni eftir að hafa fylgst með hryðjuverkinu í Christchurch á Nýja-Sjálandi í …

Lesa meira