Lýðræði andspænis starfrænni undirróðursstarfsemi

presidentputin

Ríkisrekinn undirróðursstarfsemi og áróður gegn opnum lýðræðisríkjum grefur undan stöðugleika í þeim. Ríki í Evrópu hafa lengi sakað Rússa um að beita þessum brögðum þótt stjórnvöld í Moskvu hafni öllum ásökunum. Fjallað er um baráttuna gegn slíkum klækjabrögðum í nýlegri grein á CNN fréttaveitunni. Áralöng átök Barátta Evrópuríkja gegn undirróðursstarfsemi …

Lesa meira

Albert Jónsson um samkeppni stórvelda á norðurslóðum

Kínverjar láta meira að sér kveða á norðurslóðum.

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og Moskvu, spyr í nýrri grein á vefsíðu sinni https://albert-jonsson.com/ hvort það sé aukin samkeppni milli stórvelda á norðurslóðum. Hann svarar spurningunni í greininni sem hefst á þessum útdrætti: „Svarið við spurningunni er: Já, að vissu marki. Þá er átt við hvernig vaxandi …

Lesa meira

Rússneski flotinn boðar æfingar undan norðurströnd Noregs

Brjóstvarnarsvæði Rússa.

Yfirstjórn norska hersins hefur sent tilkynningu til flugmanna (NOTAM, Notice to Airmen) vegna flugumferðar undan strönd Norður-Noregs, vestur af Helgeland, dagana 5. til 7. febrúar. Þetta er gert vegna boðaðra æfinga rússneskra herskipa á svæðinu en frá þeim kann að verða skotið flugskeytum. Svæðið er á Noregshafi, rétt fyrir sunnan …

Lesa meira

Bandaríkjaher kannar aðstæður á Jan Mayen-flugvelli

Á þessu franska landakorti má sjá fjarlægðir frá Jan Mayen til nágrannalanda.

Bandaríski flugherinn sendi menn til Jan Mayen í nóvember 2019 til að kanna hvort lenda mætti bandarískum flutningavélum á flugvelli eyjunnar. Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti fréttatilkynningu um ferðina 25. desember 2019 og frétt um hana birtist í Business Insider 14. janúar 2020 eftir að norska varnarmálaráðuneytið fór þess á leit við …

Lesa meira

ESB-þingmenn kveðja Breta með söng

20200129pht71320-cl

Það var hjartnæm stund í ESB-þingsalnum miðvikudaginn 29. janúar þegar stjórnmálamenn frá öllum aðildarríkjunum sungu Auld Lang Syne (Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur…) eftir að hafa aðskilnaðarsamninginn við Breta. Guy Verhofstadt, leiðtogi frjálslyndra og miðjumanna, sem veitti Brexit-nefnd ESB-þingsins forystu, sagði í ræðu sinni: „Það er sorglegt …

Lesa meira

Huawei fær hluta-aðild að breska 5G-markaðnum

huawei

Breska þjóðaröryggisráðið samþykkti þriðjudaginn 28. janúar að kínverska fyrirtækið Huawei hefði heimild til að eiga aðild að hluta uppsetningar á 5G-háhraðanetinu á Bretlandseyjum. Kínverska fyrirtækið getur gert tilboð í þá hluta kerfisins sem snerta ekki kjarna þess og fær ekki að setja upp búnað nálægt „viðkvæmum stöðum“ eins og herstöðvum …

Lesa meira

Fjarstýrðir flotar á næsta leiti

Flugmóðurskip af Gerall R. Ford-gerð

Frá því í síðari heimsstyrjöldinni hefur bandaríski flotinn verið ráðandi á heimshöfunum.  Hann hefur viðhaldið þessari stöðu með afar öflugum og fullkomnum skipum.  Óhætt er að segja að mikilvægustu skip flotans séu flugmóðurskipin.  Núverandi flugmóðurskipafloti Bandaríkjamanna er af Nimitz gerð.  Skipin voru tekin í notkun á árunum 1975 – 2009 en í …

Lesa meira

Stjórnar ný-nasistum í Bandaríkjunum frá St. Pétursborg

Rinaldo Nazzaro í bolnum til heiðurs Pútín.

Rannsóknarfréttamenn breska ríkisútvarpsins BBC segja að bandarískur stofnandi hóps ný-nasista, The Base, stjórni aðgerðum hans frá Rússlandi. Um sé að ræða Rinaldo Nazzaro (46 ára) sem noti dulefni eins og Norman Spear (spjót normanna) og Roman Wolf (rómverskur úlfur) sem fór frá New York til St. Pétursborgar fyrir tæpum tveimur …

Lesa meira

Norðmenn að baki GIUK-hliðsins

Haakon Bruun-Hanssen

Norðmenn hafa hervæðst að nýju vegna þróunarinnar í Rússlandi við norðurlandamæri þeirra. Þeir hafa fest kaup á nýjum orrustuþotum, eftirlitsflugvélum, kafbátum og loftvarnakerfum. Auk þess sem fjölgað hefur umtalsvert í norska herliðinu. Haakon Bruun-Hanssen, yfirmaður norska hersins áréttaði, þetta í árlegri ræðu sem norski yfirhershöfðinginn flytur í Militære Samfund í …

Lesa meira

Þjóðverjar stíga nýtt skref með Líbíufundinum

Þátttakenur í Berlínarfundinum um Líbíu.

Í leiðara sínum þriðjudaginn 21. janúar fjallar danska blaðið Jyllands-Posten um leiðtoga- og ráðherrafund 11 ríkja og aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Berlín sunnudaginn 19. janúar um stöðu mála í Líbíu. Blaðið segir að þótt finna megi 50 atriði og ábendingar í niðurstöðum fundarins þurfi meira en venjulega bjartsýni til að …

Lesa meira