Trump sagður gantast með að hann og Tillerson fari í gáfnapróf

Rex Tillerson og Donald Trump.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði til að hann og Rex Tillerson, utanríkisráðherra hans, tækju „gáfnapróf“ eftir að fréttir bárust um að ráðherrann hefði kallað forsetann „hálfvita“ og gert lítið úr þekkingu hans á utanríkismálum. Í samtali sem birtist við Trump í Forbes-tímaritinu þriðjudaginn 10. október skaut forsetinn á Tillerson vegna …

Lesa meira

Katalónía: Frestað að framkvæma heimild til sjálfstæðis

Carles Puigdemont flytur sjálfstæðisræðu í héraðsþinginu í Barcelona.

Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, sagði á þingi Katalóníu þriðjudaginn 10. október að hann vildi umboð þingsins til að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu eins og samþykkt hafi verið í atkvæðagreiðslu íbúa héraðsins en framkvæmd sjálfstæðisyfirlýsingarinnar yrði frestað til að auðvelda viðræður við stjórnvöld í Madrid. Carles Puigdemont sagði í ræðunni: …

Lesa meira

Mikil flugheræfing í Finnlandi

Hornet-orrustuþota.

  Finnski flugherinn efnir til mestu árlegu heræfingar sinnar, Ruska 17, í þessari viku, frá mánudegi 9. október til föstudags 13. október. Sænski flugherinn er nú í fyrsta sinn þátttakandi í æfingunni. Sænskir hermenn taka þátt bæði sem bandamenn og óvinir segir finnski flugherinn. Alls taka rúmlega 60 flugvélar og …

Lesa meira

Þýskaland: Afnám refsiaðgerða gegn Rússum í stjórnarmyndunarviðræðum

eu-sanctions

Útflutningur ESB-ríkja til Rússlands hefur dregist saman um 30 milljarða evrur síðan þau gripu til refsiaðgerða gegn Rússum. Þyngst leggst byrðin á Þýskaland. Rússar standa hins vegar betur að vígi efnahagslega en í langan tíma. Á þessum orðum hefst frétt á vefsíðu þýska blaðsins Die Welt mánudaginn 9. október. Blaðið …

Lesa meira

Schäuble kveður evru-hópinn eftir átta ára forystu í gegnum þykkt og þunnt

Wolfgang Schäuble

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, tekur í síðasta sinn þátt í fundi fjármálaráðherra evru-ríkjanna mánudaginn 9. október. Hann verður næsti forseti þýska þingsins 75 ára að aldri. Schäuble hefur fylgt fram aðhaldsstefnu á evru-svæðinu í árin átta sem hann hefur verið fjármálaráðherra Þýskalands. Vegna stefnufestu sinnar hefur hann eignast ýmsa óvildarmenn …

Lesa meira

Þingamaður repúblíkana segir Hvíta húsið hafa breyst í „daggæslustofnun fyrir fullorðna“

Bob Corker var eindreginn stuðningsmaður Trumps í kosningabaráttunni árið 2016.

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker, repúblíkani frá Tennessee og formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, sagði sunnudaginn 8. október að Hvíta húsið væri „daggæslustofnun fyrir fullorðna“. Fjölmiðlamenn segja þetta einstakt orðaskak milli tveggja forystumanna í sama stjórnmálaflokki en það hófst á því að Donald Trump sendi frá sér þrjú „tíst“ um að Corker hefði …

Lesa meira

Angela Merkel boðar formlegar stjórnarmyndunarviðræður við FDP og Græningja

Angela Merkel talar á þingi ungliða CDU í Dresden.

Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti laugardaginn 7. október að kristilegir demókratar (CDU) mundu hefja stjórnarmyndunarviðræður við Græningja og Frjálsa demókrata (FDP). Tilkynningin kom ekki á óvart í ljósi þess að núverandi samstarfsmenn Merkel í ríkisstjórn, Jafnaðarmenn (SPD), hafa lýst yfir að þeir ætli að standa utan ríkisstjórnar á þessu kjörtímabili. Hún …

Lesa meira

Söguleg konungsheimsókn frá Sádi Arabíu til Rússlands

Salman bin Abdulaziz al Saud, konungur Sádi-Arabíu, og Vladimír Pútín í Moskvu.

Salman bin Abdulaziz al Saud, konungur Sádi-Arabíu, heimsótti Rússland miðvikudaginn 4. október. Urðu þá tímamót í samskiptum landanna tveggja, mestu olíuútflutningsríkja heims. Konungur Sáda hefur aldrei fyrr hitt forseta Rússlands í Moskvu. Í tengslum við heimsókn konungsins var ritað undir bráðabirgðasamkomulag um að Sádar kaupi S-400 loftvarnakerfi af Rússum. Þá …

Lesa meira

Meirihluti Þjóðverja vill þriggja flokka stjórn undir forystu Merkel

German Chancellor Angela Merkel prepares to welcome her guest, Georgia's Prime Minister, at the Chancellery in Berlin on September 27, 2017. / AFP PHOTO / Tobias SCHWARZ        (Photo credit should read TOBIAS SCHWARZ/AFP/Getty Images)

  Niðurstöður skoðanakönnunar á vegum Forsa í Þýskalandi sem birt var þriðjudaginn 4. október sýna að 75% Þjóðverja styðja að mynduð verði samsteypustjórn undir forystu Angelu Merkel kanslara (CDU/CSU) með Frjálsum demókrata (FDP) og Græningjum. Þeir sem vilja þessa stjórn helst eru kjósendur Græningja (84%) og þar næst FDP (84%). …

Lesa meira