Undrun og reiði vegna trúgirni Trumps gagnvart Pútín

Michael McFaul.

  Michael McFaul er forstjóri Freeman Spogli Institute for International Studies í Bandaríkjunum og Hoover-félagi við Stanford-háskóla. Hann var 2012 til 2104 sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu og hefur nýlega sent frá sér bókina: From Cold War to Hot Peace: An American Ambassador in Putin’s Russia. Michael McFaul er gestadálkahöfundur í …

Lesa meira

Rússar leiksoppar kínverska hersins í austri

Vladimír Pútín Rússlandsforseti var gestur Xi Jinping Kínaforseta 8. júní 2018. Hér skoða þeir heiðursvörð kínverskra hermanna.

Alltof mikið er gert úr því að NATO ógni Rússlandi úr vestri, á sama tíma er rússneski herinn látinn drabbast niður í austri, segir rússneskur herfræðingur. Aleksander Khramsjikhin, deildarstjóri í Miðstöð stjórnmálafræða í Moskvu, gerir grín að sameiginlegum yfirlýsingum kínverskra og rússneskra ráðamanna undanfarin ár um „strategíska samvinnu“ sína á …

Lesa meira

Pútín hyllir herflotann í St. Pétursborg

Vladimír Pútín heilsar sjóliða á flotadeginum.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti tók þátt hátíð rússneska herflotans í St. Pétursborg sunnudaginn 29. júlí og boðaði komu 26 nýrra herskipa í flotann, nokkur þeirra verða vopnuð Kalibr-stýriflaugum. „Á árinu 2018 bætast alls 26 ný herskip við flotann, mótórbátar og skip, þar á meðal fjögur orrustuskip með Kalibr-stýriflaugar,“ sagði forsetinn í …

Lesa meira

Norður-Kóreumenn halda áfram eldflauasmíði

Eldflaugasmiðja í N-Kóreu.

Bandarískar njósnastofnanir sjá merki þess að Norður-Kóreumenn smíði nú nýjat eldflaugar í sömu smiðju og notuð var til að smíða fyrstu langdrægu flaugarnar sem nota má til árása á Bandaríkin. The Washington Post (WP) hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum í tengslum við stofnanirnar mánudaginn 30. júlí. Við mat sitt á …

Lesa meira

Fagnaðarfundur hjá Trump og Conte í Hvíta húsinu

Giuseppe Conte og Donald Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði nýjum forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sérstaklega fyrir harða afstöðu stjórnar hans í útlendingamálum í Hvíta húsinu mánudaginn 30. júlí. Trump sagði að segja mætti um sig og ítalska forsætisráðherrann að þeir hefðu báðir verið „utangarðsmenn í stjórnmálum“ þegar þeir hófu pólitíska baráttu sína og stjórnir þeirra …

Lesa meira

Rússland: Tugir þúsunda mótmæla boðuðum breytingum á eftirlaunakerfi

Frá mótmælafundi sem kommúnistar skipulögðu í Moskvu.

  Tugir þúsunda Rússa fóru í mótmælagöngur laugardaginn 28. júlí til að andmæla umdeildum áformum um að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Kynnt hefur verið stjórnarfrumvarp um að hækka eftirlaunaaldur karla í 65 ár árið 2028 og í 63 ár fyrir konur árið 2034. Nú eru þessi aldursmörk 60 ár fyrir …

Lesa meira

Spánn: Sósíalistar falla frá breytingum á útlendingastefnunni

Myndin et frá Ceuta, hólmlendu Spánverja í Marokkó. Hún sýnir gleði þeirra sem tekist hefur að brjórtast inn á spánskt yfirráðasvæði.

  Eftir að sósíalistar settust í ríksstjórn Spánar undir forsæti Pedros Sánchez sögðust þeir ætla að endurskoða þá stefnu sem fylgt hefur verið í Ceuta, hólmlendu Spánverja í Marokkó, að snúa fólki tafarlaust aftur til Marokkó komist það inn í hólmlenduna. Horfið var frá þessari endurskoðun fimmtudaginn 26. júlí þegar …

Lesa meira

Öldungadeildarþingmenn sækja að Pompeo utanríkisráðherra

Mike Pompeo svarar spurningum öldungadeildarþingmanna.

  Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, minnti utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings miðvikudaginn 25. júlí á að ríkisstjórn Donalds Trumps forseta hefði gripið til margvíslegra refsiaðgerða gegn rússneskum stjórnvöldum. Skömmu áður en ráðherrann gekk fyrir nefndina afturkallaði Trump ákvörðun sína um að bjóða Vladimír Pútín Rússlandsforseta til Bandaríkjanna í haust. Þingmenn vildu heyra …

Lesa meira

Rússneski varnarmálaráðherrann varar Finna og Svía við NATO-aðild – gamlar lummur segja Finnar

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa

  Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði þriðjudaginn 24. júlí að Rússar mundu grípa til sinna ráða ef Finnar og Svíar gerðust aðilar að NATO. Ráðherrann lét þessi orð falla í ræðu í varnarmálaráðuneytinu um leið og hann sagði að NATO héldi nú úti fjölda flugvéla í austurhluta Evrópu og hefði …

Lesa meira

Emmanuel Macron rauf þögnina vegna öryggisvarðarins

Emmanuel Macron og að baki honum Alexandre Benalla.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti neitar að biðjast afsökunar fyrir að hafa látið hjá líða að reka öryggisvörð sinn sem réðist á mótmælanda fyrr en sagt var frá árásinni opinberlega. Macron viðurkennir að hafa vitað, skömmu eftir atburðinn, að vörðurinn, Alexandre Benalla, bar ólöglega hluta af búnaði lögreglumanns þegar hann sló mann …

Lesa meira