Framkvæmdastjórn ESB kynnir fyrstu tillögur sínar um ESB-her

800x-1

  Í fyrsta sinn í sögunni kynnti framkvæmdastjórn ESB miðvikudaginn 7. júní tillögur um sameiginlegan Evrópuher og samhæfingu vopna- og hergagnaframleiðslu í álfunni. Tillögurnar eru í samræmi við frumkvæði Frakka og Þjóðverja til að styrkja stöðu og öryggi ESB-ríkjanna og stuðla að hagkvæmni. Frederica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, segir …

Lesa meira

Svartfjallaland orðið 29. aðildarríki NATO

montenegro_06

Svartfjallaland varð 29. aðildarríki NATO mánudaginn 5. júní þegar fulltrúar þess lögðu aðildarskjöl því til staðfestingar fram í bandaríska utanríkisráðuneytinu, gæsluaðila Norður-Atlantshafsáttmálans sem ritað var undir í Washington 4. apríl 1949. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði við athöfnina að aðild Svartfjallands að bandalaginu stuðlaði að alþjóðlegum friði og öryggi og …

Lesa meira

Danir stofna embætti sendiherra gagnvart hnattrænum risunum í Kísildal

Casper Klynge sendiherra.

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að Casper Klynge (43 ára) sem nú er sendiherra í Indónesíu verði fyrsti danski sendiherrann í Kísildal (Silicon Valley) í Kaliforníu og komi fram fyrir Danmörku gagnvart alþjóðafyrirtækjum sem þar starfa á borð við Facebook, Google, Apple. Í upphafi árs tilkynnti Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Dana, að …

Lesa meira

Pútin spurði Bill Clinton hvort Rússar gætu gengið í NATO

Bill Clinton og Vladimir Pútin.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir hann hafi einu sinni spurt Bill Clinton, þáv. Bandaríkjaforseta, hvort Rússar gætu gengið í NATO og Clinton hefði svarað að hann hefði „ekkert á móti því“. Pútín lét þessi orð falla í röð samtala við bandaríska kvikmyndaleikstjórann Oliver Stone sem sýnd verða síðar í þessum mánuði …

Lesa meira

Theresa May boðar upprætingu á öfgahyggju íslamista

Theresa May ávarpar þjóðina eftir hryðjuverkin í London.

  Hryðjuverk var framið í London að kvöldi laugardags 3. júní, ekið var á fótgangandi vegfarendur á London Bridge og síðan óku illvirkjanir áfram að Borough Market þar sem þrír hryðjuverkamenn stigu úr bílnum og réðust á almenna borgara með sveðjum og hnífum. Þeir voru klæddir gervi-sprengjuvestum til að hræða …

Lesa meira

Macron skensar Trump vegna loftslagsmálanna

Traust handtak Trumps og Macrons í Brussel.

Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að Bandaríkin yrðu ekki lengur bundin af Parísar-samkomulaginu um loftslagsmál sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti að vonsviknir Bandaríkjamenn gætu komið til Frakklands og fengið störf þar. Fréttin um þetta varð til þess að í blaðinu The Washington Post birtist grein þar sem sagði að drengjalegi …

Lesa meira

Bandarískar B-52 sprengjuþotur æfa á norðurslóðum og í Evrópu

B-52 sprengjuþota.

Um sömu mundir og rætt er um að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji minnka ábyrgð Bandaríkjahers á vörnum Evrópu koma öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjanna til æfinga á norðurslóðum, á Eystrasalti og við austur landamæri NATO. Nokkrar af B-52 sprengjuvélum Bandaríkjanna sem hafa síðan á sjötta áratugnum myndað þriðju stoðina í langdræga bandaríska …

Lesa meira

Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Frakklands árétta vilja til að mynda evrópskt öryggis- og varnarsamband

Sylvie Goulard,varnarmálaráðherra Frakklands, og Ursula von der Leyen, varnrmálaráðherra Þýskalands.

Þjóðverjar og Frakkar segjast ræða saman um að koma á fót evrópskri öryggissveit. Sumir líta á þetta sem viðbrögð við stefnu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta en sagan er mun lengri. Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hitti nýja franska varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard í Berlín fimmtudaginn 1. júní. Á blaðamannafundi þeirra kom …

Lesa meira

Utanríkisráðherra: NATO hefur þegar brugðist við sókn Rússa út á N-Atlantshaf

Varðbergsfundurinn með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra var fjölsóttur.

  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í ræðu á fundi Varðbergs að í störfum sínum sem ráðherra ætla að leggja áherslu á öryggis- og varnarmál. Ráðherrann lýsti nýrri sókn Rússa út á Norður-Atlantshaf til varnar vígi langdrægra kjarnorkukafbáta þeirra í Barentshafi. Þá rakti hann viðbrögð innan NATO og aðild Íslendinga …

Lesa meira

Utanríkisráðherra: Ísland er hluti af breyttu og flóknu öryggisumhverfi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur ræðu sína á fundi Varðbergs.

Hér birtist í heild ræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á hádegisfundi Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, 1. júní 2017. Þjóðaröryggi í nýju ljósi Ágætu fundarmenn, Ég vil byrja á því að þakka Varðbergi fyrir að standa fyrir þessum fundi um öryggis- og varnarmál. Ég hef lagt töluverða áherslu á þennan málaflokk í …

Lesa meira