NATO: Ritað undir aðildarskjal Lýðveldisins Norður-Makedóníu

Frá athöfninni i höfuðstöðvum NATO. Utanríkisráðherra N-Makedóníu heldur á aðildarskjalinu.

Efnt var athafnar í höfuðstöðvum NATO í Brussel miðvikudaginn 6. febrúar þegar fastafulltrúar NATO-ríkjanna 29 rituðu undir skjal sem boðar aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu að bandalaginu. Nikola Dimitrov, utanríkisráðherra N-Makedóniu, var viðstaddur athöfnina. Eftir undirritun skjalsins getur ríkisstjórnin í Skopje sent fulltrúa til að taka þátt í störfum NATO. Aðildarskjalið sjálft …

Lesa meira

Merkel segir pólitískt „svigrúm“ gagnvart Bretum vegna Brexit

Angela Merkel með  Akihito Japanskeisara og túlki.

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði á fundi með fulltrúum viðskiptalífsins í Tókío þriðjudaginn 5. febrúar að enn væri „svigrúm“ til að ná samkomulagi við Breta um úrsögn þeirra úr ESB. Þennan sama þriðjudag var Theresa May, forsætisráðherra Breta, í Belfast á Norður-Írlandi og ræddi leiðir til að tryggja hindrunarlaus samskipti milli …

Lesa meira

Venesúela: Alþjóðaþrýstingur á Maduro einræðisherra eykst

Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og forseti þings Venesúela, nýtur viðurkenningar á þriðja tug ríkja sem bráðabirgðaforseti Venesúela.

  Alþjóðaþrýstingur á Nicolas Maduro, forseta Venesúela, eykst. Þar sem hann varð ekki sunnudaginn 3. febrúar við kröfu ESB-ríkja um að boða strax til kosninga hafa sum þeirra viðurkennt Juan Guaido, leiðtoga stjórnarandstöðunnar og forseta þings Venesúela, sem bráðabirgðaforseta landsins. Mánudaginn 4. febrúar viðurkenndu ríkisstjórnir a.m. k. ESB-ríkja Guaido sem …

Lesa meira

Pútín boðar nýjar flaugar – vinsældir minnka

1031635647

Ný könnun á vegum Levada Centre í Rússlandi sýnir að 45% Rússa telja land sitt á rangri braut. Fyrirtækið hefur gert svipaðar kannanir síðan 1999 en ekki síðan 2006 hafa svo margir verið þessarar skoðunar um hvert stefnir. Alls telja 42% að „mál stefni í rétta átt“ en 13% segja …

Lesa meira

Bretland: Íhaldflokkurinn með mikið forskot í könnun

Theresa May

  Í breska vikublaðinu Observer er sunnudaginn 3. febrúar birt niðurstaða í skoðanakönnun sem sýnir Íhaldsflokkinn með mestu forystu gagnvart Verkamannaflokknum sem hann hefur notið frá því í síðustu kosningum. Kosningaúrslitin voru hörmuleg fyrir Íhaldsflokkinn og síðan hefur Theresa May leitt minnihlutastjórn íhaldsmanna með stuðningu DUP, smáflokks á Norður-Írlandi. Í …

Lesa meira

Rússar settu INF-samninginn í uppnám

inf

  Ljóst er að samningurinn um takmörkun meðaldrægra kjarnaflauga (INF-samningurinn) er í uppnámi enda hafa aðilar hans, Bandaríkjamenn og Rússar, sagt sig frá honum með sex mánaða uppsagnarfresti. Í breska blaðinu The Daily Telegraph er fjallað um málið í leiðara laugardaginn 2. febrúar og þar segir: „NATO segir að það …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn krefst framsals á forstjóra Huawei

Matt Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsir ákærunni á hendur forstjóra Huawei.

Bandaríkjastjórn hefur formlega farið þess á leit við Kanadastjórn að hún framselji forstjóra kínverska risafyrirtækisins Huawei, Meng Wanzhou, til Bandaríkjanna. Hún er sökuð um fjármálamisferli og brot gegn refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn Íran. Frá þessu er skýrt í kanadíska dagblaðinu Globe and Mail miðvikudaginn 30. janúar. Framsalskrafan var send þriðjudaginn 29. …

Lesa meira

Bretar hefja þjálfun á P8A-kafbátaleitarvélum

P8A-Poseidon vél að Boeing-gerð.

Breskir flugmenn og flugvirkjar eru teknir til við æfingar í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum til að búa sig undir að hefja gæslu með P-8A Poseidon kafbátaleitarvélum á árinu 2020. Breska varnarmálaráðuneytið segir að flugáhafnir verði á næstu þremur árum þjálfaðar á þessum vélum. Heimavöllur þeirra er í Lossiemouth á …

Lesa meira

Bandarísk fyrirtæki hasla sér völl á evrópskum orkumarkaði

2019-01-25t102716z_1_lynxnpef0o0jd_rtroptp_4_lng-usa-europe

Bandarísk orkufyrirtæki flytja um þessar mundir mikið magn af jarðgasi til Evrópu og stefna að því að ná fótfestu á markaði þar sem Rússar hafa ráðið miklu. Bandarísk stjórnvöld telja miklu skipta að setja Rússum skorður á evrópskum orkumarkaði. Í frétt Reuters í fyrri viku segir að Evrópumenn séu nú …

Lesa meira

Danmörk: Fyrrv. leyniþjónustuforingi dæmdur í fangelsi

Jakob Scharf

Föstudaginn 25. janúar féll dómur í bæjarþingi Kaupmannahafnar í máli sem höfðað var gegn Jakob Scharf, fyrrv. yfirmanni PET, það er eftirgrennslanaþjónustu lögreglunnar. Scharf var dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt fyrir að hafa miðlað trúnaðarupplýsingum til Mortens Skjoldagers, blaðamanns við dagblaðið Politiken. Efninu var …

Lesa meira