Trump segir Khashoggi allan og málið sé eitt hið versta í forsetatíð sinni

Mohammad bin Salman

    Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fimmtudaginn 18. október að hann teldi Sádann Jamal Khashoggi allan og sagðist treysta á trúnaðarupplýsingar úr mörgum áttum sem gæfu til kynna að hann hefði verið myrtur að fyrirlagi háttsettra manna í Sádí-Arabíu. Í The New York Times (NYT) segir að forsetinn hafi ekki …

Lesa meira

Uppnám í grísku ríkisstjórninni vegna Makedóníu-samningsins

Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands,

Uppnám er í ríkisstjórn Grikklands eftir að Nikos Kotzias utanríkisráðherra sagði af sér embætti miðvikudaginn 17. október vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna um samninginn við Makedóníu um að ríkið skuli framvegis heita: Norður-Makedónía. Ágreiningurinn er milli Kotzias, sem styður samninginn, og Panos Kammenos varnnarmálaráðherra sem er andvígur samningnum. Alexis Tsipras forsætisráðherra …

Lesa meira

Varðbergsfundur: Fjórða orrustan um Atlantshafið segir stjórnandi varnaræfingar NATO

Frá fundinum í Norræna húsinu.

Bandaríski flotaforinginn James G. Foggo, yfirmaður flotastjórnar NATO í Napólí og stjórnandi Trident Juncture 2018 varnaræfingarinnar, sagði á fjölmennum fundi Varðbergs í Norræna húsinu þriðjudaginn 16. október að nú stæði yfir fjórða orrustan um Atlantshafið. Líta bæri varnaræfinguna í því ljósi og einnig ákvörðun Bandaríkjanna um að virkja 2. flota …

Lesa meira

Landgönguliðar í fótspor Clints Eastwoods í Sandvík

Úr kvikmyndinni ssem Clint Eastwood gerði og tekin var að hluta í Sandvík.

Albert Jónsson, fyrrv. sendiherra, ræðir Trident Juncture 2018 heræfinguna sem verður síðar í mánuðum í Noregi og undan strönd Noregs fyrir norðan í nýjum pistli á vefsíðu sinni (www.albert-jonsson.com/ ) mánudaginn 15. október. Á níunda áratugnum var Albert framkvæmdastjóri Öryggismálanefndar forsætisráðuneytisins og fjallaði meðal annars mikið um sovéska flotann og …

Lesa meira

Rússar ögra Hollendingum og Bretum á norðurslóðum

Jeff Mac Mootrey, hershöfðingi og aðgerðastjóri hollenska landgönguliðsins.

Rússneskar orrustuþotur og rússnesk skip reyna að ögra breskum og hollenskum landgönguliðum við æfingar á norðurslóðum segir Jeff Mac Mootrey, hershöfðingi og aðgerðastjóri hollenska landgönguliðsins. Frétt um þetta birtist á bresku vefsíðunni The Telegraph sunnudaginn 14. október en þar segir Mac Mootrey að spenna hafi myndast skammt undan strönd Noregs …

Lesa meira

Dapurleg úrslit fyrir CSU og jafnaðarmenn í Bæjaralandi

Martin Söder forsætisráðherra

  Kristilega sósíalsambandið (CSU) fékk flest atkvæði í kosningunum til sambandslandsþings Bæjaralands í München. Flokkurinn tapaði þó meirihluta sínum á þinginu og verður nú í þriðja sinn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar að mynda stjórn með öðrum flokki. Útgönguspár að loknum kosningunum síðdegis sunnudaginn 14. október sýna að CSU fái 35,5% …

Lesa meira

Flokksráð VG vill ekki Ísland sem hluta af heimsmynd Vesturlanda

Frá flokksráðsfundi VG.

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (VG) vill að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs Íslands, beiti „sér fyrir endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands með friðarmál í forgrunni,“ eins og segir í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi þess laugardaginn 13. október. VG er andvígt aðild Íslands að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin en …

Lesa meira

Þýskaland: Merkel-stjórnin á mjög undir högg að sækja

Angela Merkel, Horst Seehofer, Andrea Nahles.

  Ríkisstjórn Angelu Merkel í Þýskalandi nýtur nú 41% stuðnings meðal Þjóðverja megi marka niðurstöður skoðanakannanna. Kristilegu flokkarnir (CDU/CSU) njóta stuðnings 26% en Jafnaðarmannaflokkinn segjast 15% styðja. Af stjórnarandstöðuflokkunum njóta græningjar mesta fylgis. Niðurstöður í reglulegri könnun Deutschlandtrend var birt fimmtudaginn 11. október, þremur dögum fyrir sambandslandskosningar í Bæjaralandi, heimalandi …

Lesa meira

Eðlilegt að Pólverjar óttist Rússa segir fyrrv. utanríkisráðherra

Zhanna Nemtsova ræðir við Radoslaw Sikorski, fyrrv. utanríkis- og varnarmálaráðherra Póllands.

Radoslaw Sikorski, fyrrv. utanríkis- og varnarmálaráðherra Póllands, skýrði miðvikudaginn 10. október í samtali við Zhönnu Nemtsovu, blaðakonu hjá þýsku fréttastofunni Deutsche Welle, hvers vegna hann styður eindregið þá stefnu pólsku ríkisstjórnarinnar að Bandaríkjamenn reisi herstöð í Póllandi þótt hann sé andvígur stjórnarflokknum sem kennir sig við lög og réttlæti. Andrzej …

Lesa meira

Morð á búlgaskri sjónvarpskonu vekur óhug

Viktoria Marinova

  Þýsk yfirvöld hafa tekið höndum mann sem grunaður er um að hafa myrt búlgörsku sjónvarpsfréttakonuna Viktoriu Marinovu. Ríkissaksóknari Búlgaríu skýrði frá þessu miðvikudaginn 10. október. Búlgarska innanríkisráðuneytið sagði að sá grunaði héti Severin Krasimirov 21 árs Búlgari með sakaferil. „Við höfum nægar sannanir til að tengja þennan einstakling við …

Lesa meira