Rúmenska ríkisstjórnin beitir sér í Brussel gegn saksóknara

Laura Codruta Koevesi.

Fyrrverandi aðalsaksóknari Rúmeníu gegn spillingu á undir högg að sækja í heimalandi sínu. Stjórnvöld vilja hindra að Laura Codruta Koevesi verði ráðin í nýtt starf á vegum ESB í Brussel, sem aðalsaksóknari á vegum sambandsins gegn fjármálamisferli. Laura Codruta Koevesi var fimmtudaginn 7. mars kölluð til yfirheyrslu í Búkarest hjá …

Lesa meira

ESB-dómstóll segir Hamas vera hryðjuverkasamtök

Hamas-félagar vilja stríð við Ísrael.

  Hamas-samtökin sem berjast gegn tilvist Ísraels hafa lengi krafist þess í réttarsölum ESB-ríkja að verða afmáð af lista yfir hryðjuverkasamtök. Annar æðsti dómstóll ESB hafnaði þessari kröfu Hamas með dómi miðvikudaginn 6. mars – réttmætt er að kalla Hamas hryðjuverkasamtök. Í því felst að þau geta ekki leyst út …

Lesa meira

Frakklandsforseti boðar endurnýjun ESB

Emmanuel Macron

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti birti opið bréf í 28 aðildarlöndum ESB þriðjudaginn 5. mars. Hann leggur til að leiðtogar ESB-ríkjanna hefji endurskoðun á sáttmálum ESB til að takast á við viðfangsefni vegna innflytjenda og öryggismála. „Endurreisn“ Evrópu ætti einnig að ná til þess að verja gildi ESB gegn „þjóðernislegri þröngsýni“ …

Lesa meira

Eistland: Stjórnarandstaðan sigrar í þingkosningum

Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins.

Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Eistlands, Umbótaflokkurinn, mið-hægri flokkur, sigraði Miðflokkinn, mið-vinstri flokk, í þingkosningum sunnudaginn 3. mars. Flokkur hægrisinna hlaut aukið fylgi í kosningunum. Kjörstjórn tilkynnti að morgni mánudags 4. mars að Umbótaflokkurinn hefði fengið 28.8% atkvæða, 34 þingmenn af 101 í þinginu, Riigikogu. Flokkurinn hafði 30 þingmenn. Miðflokkurinn fékk 23,9% og …

Lesa meira

Hart sótt gegn endurkjöri forseta Alsírs

Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsírs.

Hundruð lögreglumanna og hermanna voru á verði í Alsírborg, höfuðborg Norður-Afríkuríkisins Alsírs, sunnudaginn 3. mars þegar talið var víst að forseti landsins mundi tilkynna opinberlega framboð sitt til forseta í fimmta sinn. Alla vikuna settu mótmælaaðgerðir svip á borgarlífið og staði víðar um landið. Vildu mótmælendur koma í veg fyrir …

Lesa meira

Svíi handtekinn grunaður um njósnir fyrir Rússa

_105830406_gettyimages-497911038

Sænska lögreglan handtók að kvöldi þriðjudags 26. febrúar 45 ára sænskan karlmann sem grunaður er um njósnir fyrir Rússa. Hann starfaði hjá Volvo-bílaframleiðandum við að þróa fullkomin öryggiskerfi vegna aksturshæfni bifreiða án bílstjóra. Þegar maðurinn var handtekinn sat hann á næturklúbbi með rússneskum embættismanni sem er grunaður um að vera …

Lesa meira

NATO eykur umsvif á Svartahafi

Bandaríska tundurspillinum var vel fagnað í Odessa.

Bandaríski tundurspillirinn USS Donald Cook, búinn varnarkerfi gegn flugskeytum, er venjulega á Spáni en hann hefur oft heimsótt Svartahaf undanfarið og verið vel fagnað í úkraínsku hafnarborginni Odessa. Í janúar var skipið í Batumi og tók þátt í æfingu með strandgæslu Georgíu. Nú er skipið í Odessa. Petro Poróshenko, forseti …

Lesa meira

Vilja Norðurleiðina opna allt árið

Myndin er gasflutningaskipinu Christophe de Magerie sem smíðað er til íssiglinga og til að flytja fljótandi jarðgas (LNG) frá Sabetta á Jamal-skaga.

Rússneski gasframleiðandinn Novatek vill fá afnot af kjarnorkuknúnum ísbrjótum til að halda Norðurleiðinni, siglingaleiðinni í Norður-Íshafi fyrir norðan Rússland, opinni til Asíu allan ársins hring. „Áform okkar eru að Norðurleiðin verði opin tólf mánuði á ári frá árinu 2023 með 100 megawatta/klst. kjarnorkuknúnum ísbrjótum,“ sagði Mark Gjetvaíj, fjármálastjóri Novatek, á …

Lesa meira

Trump og Kim skilja án samkomulags í Hanoi

Frá fundinum í Hanoi.

Öðrum fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Kims Jong-uns, einræðisherra Norður-Kóreu, lauk án árangurs í Hanoi fimmtudaginn 28. febrúar. Báðir aðilar segjast þurfa lengri tíma til að ná „góðu samkomulagi“. Ágreiningur ríkjanna snýst um „upprætingu kjarnorkuvopna“ á Kóreuskaga og afnám viðskiptaþvingana gegn  kommúnistastjórninni. „Ég hefði kosið að geta gengið lengra,“ sagði …

Lesa meira

Spenna magnast milli Pakistana og Indverja í Kasmír-deilunni

Pakistanar segja þetta brak úr indverskri orrustuþotu sem þeir grönduðu.

Stjórn Pakistans sagði miðvikudaginn 27. febrúar að her hennar hefði skotið niður tvær indverskar herþotur og tekið einn indverskan flugmann til fanga. Indverjar sögðust hafa tapað einni orrustuþotu af MiG21-gerð og flugmaðurinn væri týndur. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði að hvorugur aðili hefði efni á að misreikna sig í stöunni …

Lesa meira