Bandalag ESB-gagnrýnisflokka kynnt í Mílanó

Fulltrúar flokkanna fjögurra, frá vinstri: Olli Kotro (Finnar). Jörg Meuthen (AfD), Matteo Salvini (Bandalagið) Anders Vistisen (DF).

Danski þjóðarflokkurinn (DF) tilkynnti mánudaginn 8. apríl að hann yrði aðili að bandalagi gagnrýnna flokka innan Evrópusambandsins fyrir kosningarnar til þings ESB sem fram fara undir lok maí. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, var höfuðhvatamaður að stofnun bandalagsins og kynnti hann það á fundi í Mílanó. Finnski flokkurinn (Sannir Finnar) hefur …

Lesa meira

Pólskur, leynilegur hlerunarstjóri handtekinn á Spáni

Marek Falenta

Afsögn Donalds Tusks úr embætti forsætisráðherra Póllands og ósigur flokks hans í þingkosningum árið 2015 má rekja til þess að birt var frásögn af leynilegri upptöku á veitingastað. Tusk er nú forseti leiðtogaráðs ESB en sá sem skipulagði leynilegu upptökuna var handtekinn á Spáni laugardaginn 6. apríl. Marek Falenta (43 …

Lesa meira

Rússar eiga í stöðugu og líklega endalausu stríði við Bandaríkjamenn

Vladimnir Pútin og Valeríj Gerasimov.

Janusz Bugajski, fræðimaður við hugveituna Center for European Policy Analysis (CEPA) í Washington, D.C. skrifaði þessa grein sem birtist í The Hill í Washington 4. apríl.   Sé svo að einhver hafi verið í vafa þá hefur æðsti herforinginn í Moskvu áréttað að Rússar eigi í stöðugu stríði við Bandaríkjamenn. …

Lesa meira

Þorgerður Katrín: Tökum virkan þátt í Nató og alþjóðasamstarfi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytur ræðu á hátíðarfundi Varðbergs. Við borðið sitja Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Njáll Trausti Friðbertsson, formaður Íslandsdeildarinnar á NATO-þinginu.

  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varaformaður Íslandsdeildarinnar á NATO-þinginu, var ræðumaður á hátíðarfundi Varðbergs í tilefni af 70 ára afmæli NATO 4. apríl 2019. Hér birtist ræða hennar: Þegar Nató var stofnað fyrir 70 árum og Ísland ákvað að ganga í bandalagið og gerast einn af stofnaðilum þess var …

Lesa meira

Guðni hittir Pútin öðru sinni

Guðni og Pútin í Arkhangelsk árið 2017.

  Guðni Jóhannesson, forseti Íslands, verður í St. Pétursborg þriðjudaginn 9. apríl og hittir Vladimir Pútin Rússlandsforseta í tengslum við norðurslóðaráðstefnu þar. Forsetarnir hittust síðast á svipaðri ráðstefnu í Arkhangelsk árið 2017. Á vefsíðu Kremlar, rússnesku forseta- og stjórnarsíðunni, segir frá þessu. Þar kemur einnig fram að Pútin ætli að …

Lesa meira

NATO: Vettvangur daglegs öryggispólitísks samráðs og samræmingar.

Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri flytur ávarp sitt á fundi Varðbergs.

  Varðberg efndi til hátíðarfundar í tilefni af 70 ára afmæli NATO fimmtudaginn 4. apríl. Fundurinn var fjölmennur í Veröld, húsi Vigdísar. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, var meðal ræðumanna og hér birtist ávarp hans:   Allt frá stofnun Atlantshafsbandalagsins fyrir 70 árum hefur ríkt stöðugleiki og friður í vestanverðri Evrópu …

Lesa meira

Afmælisyfirlýsing NATO-utanríkisráðherra

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna í Washingtom 4. apríl 2019.

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna 29 komu saman í höfuðborg Bandaríkjanna fimmtudaginn 4. apríl og fögnuðu 70 ára afmæli NATO með þessari yfirlýsingu: Fyrir sjötíu árum var ritað undir stofnsáttmála NATO í Washington D. C.. Nú er bandalag okkar öflugast allra í sögunni, það tryggir öryggi tæplega milljarðs manna, öryggi landa okkar og …

Lesa meira

NATO og vandinn vegna Trumps

Donald Trump.

Tveir fyrrverandi fastafulltrúar Bandaríkjanna hjá NATO: Nicholas Burns (2001-2005) og Douglas Lute (2013-2017) sem starfa nú báðir við Harvard-háskóla skrifa grein í The Washington Post í tilefni af 70 ára afmæli NATO 4. apríl 2019 undir fyrirsögninni:  Trump forseti er stærsti vandi NATO Þeir segja NATO enn vera öflugasta hernaðarbandalag …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn stöðvar F-35 viðskipti við Tyrki

S-400 loftvarnakerfi Rússa er eitt hið öflugasta í heimi.

Bandaríkjastjórn hefur stöðvað afgreiðslu á hlutum sem tengjast sölu á háþróuðu orrustuþotunni F-35 til Tyrklands. Bandaríska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu mánudaginn 1. apríl. Ástæðuna má rekja til andstöðu Bandaríkjamanna við fyrirhuguð kaup Tyrkja á S-400 loftvarnabúnaði frá Rússum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir að það hafi engin áhrif …

Lesa meira

Aldur NATO er hár fyrir öryggisbandalag

seven-nato-countries-hit-spending-target-1024x1024

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Þann 4. apríl næstkomandi fagnar Atlantshafsbandalagið 70 ára afmæli sínu. Varðberg minnist afmælisins með hátíðarfundi í Veröld, húsi Vigdísar, fimmtudaginn 4. apríl kl. 16.30. Sjötíu ár eru hár aldur fyrir öryggisbandalag enda hefur verið reiknað út að flest þeirra verða ekki langlíf (sjá skýrslu Brookings Institution hugveitunnar: …

Lesa meira