Vopnakaup Tyrkja vekja spurningar innan NATO

Rússneskar S-400 flaugar í skotstöðu.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Lega Tyrklands við botn Miðjarðarhafs gerir landið að krossgötum á milli Evrópu og Asíu.  Saga þess ber líka með sér að í gegnum tíðina hefur ríkið bæði horft til austurs og vesturs. Á gullaldarárum Ottómanveldisins sem stóð frá 15. til 19. aldar náði ríkið yfir stór …

Lesa meira

Fordæmalaus stjórnarkreppa í Þýsklandi – forsetinn grípur til sinna ráða

Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari ræða saman í forsetahöllinni í Berlín mánudaginn 20. nóvember.

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði mánudaginn 20. nóvember að henni væri ekkert að vanbúnaði við að leiða flokk Kristilegra demókrata (CDU) til nýrra þingkosninga eftir að stjórnarmyndunarviðræður kristilegra (CDU/CSU), Græningja og Frjálsra demókrata (FDP) runnu út í sandinn rétt fyrir miðnætti sunnudaginn 19. nóvember. „Ég hef miklar efasemdir“ um að leiða …

Lesa meira

Rússneskur njósnaforingi sakar spænsku stjórnina um „harkalegt lögregluofbeldi“

Sergei Narjíshkin, forstjóri rússnesku stofnunarinnar til njósna erlendis.

Sergei Narjíshkin, forstjóri rússnesku stofnunarinnar til njósna erlendis, hefur sakað spænsk stjórnvöld um „pólitíska kúgun“ gegn þeim sem börðust fyrir sjálfstæði Katalóníu í atkvæðagreiðslunni 1. október. Hann gagnrýndi einnig „harkalegt lögregluofbeldi“ á sumum stöðum þangað sem fólk kom til að greiða atkvæði. Rússneski njósnaforinginn lét þessi orð falla fimmtudaginn 16. …

Lesa meira

Pólverjar kaupa Patriot-eldflaugavarnakerfi

Patriot-eldflaugar

Bandaríkjastjórn hefur samþykkt að selja Patriot-eldflaugavarnakerfi til Pólverja fyrir 10,5 milljarða dollara. Fréttaskýrendur telja að rússnesk stjórnvöld taki þessu illa. Gengið var frá samningi um söluna föstudaginn 17. nóvember. Í samningnum felst að Pólverjar fá 208 PAC-3 varnarflaugar, 16 M903 skotpalla, fjórar AN/MPQ-65 ratsjár, fjórar stjórnstöðvar, varahluti, forrit og fylgihluti. …

Lesa meira

Rússarannsakendur nálgast innsta hring Trumps

Hope Hicks, ráðgjafi Trumps og upplýsingastjóri Hvíta hússins.

Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er sakaður um að standa ekki við loforð sitt um að skýra frá öllu sem varðar samskipti hans við útsendara Rússa í bandarísku forsetakosningabaráttunni árið 2016. Hann hafi meðal annars sent gögn tengda málinu til Hope Hicks, nánasta samstarfsmanns Trumps til margra …

Lesa meira

Forstjóri þýsku leyniþjónustunnar varar við ógn af hervæðingu Rússa

Bruno Kahl, forstjóri þýsku leyniþjónustunnar, BND.

Bruno Kahl, forstjóri BND, þýsku leyniþjónustunnar, sagði í ræðu á þingi sagnfræðinga á vegum Hanns Seidel stofnunarinnar í München miðvikudaginn 15. nóvember að frekar bæri að líta þannig á Rússa að þeir væru „hugsanlegir ógnvaldar“ en samstarfsaðilar í þágu evrópsks öryggis. Hann sagði að viðbragðsstig rússneska hersins væri hærra en …

Lesa meira

Theresa May tekur Pútín á beinið og krefst nýrrar stefnu Rússa

Theresa May flytur ræðuna í Guildhall.

    Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndi Rússa og Vladimir Pútin, forseta Rússlands, harðar en nokkru sinni fyrr í ræðu sem hún flutti í árlegum hátíðarkvöldverði borgarstjóra City of London (Lord Mayor og the City of London) í Guildhall mánudaginn 13. nóvember. Í kafla ræðunnar sem snerist um utanríkis- og …

Lesa meira

Mannréttindasamtök gagnrýna ofsóknir Rússa gegn Krím-Töturum

Tatara-kona á Krím.

  Rússnesk yfirvöld á Krímskaga hafa hert ofsóknir gegn Krím-Töturum sem búa þar. Beitt hefur verið alls kyns tylliástæðum í því augljósa skyni að kæfa allt andóf á skaganum, segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, HRW, sem birt var þriðjudaginn 14. nóvember. Krím-Tatarar eru múslímskur minnihlutahópur sem á heimkynni …

Lesa meira

ESB-ríkin efla samvinnu sína í varnarmálum

Jens Stoltenberg og Frederica Mogherini í fundarsal ESB-ráðherra.

Ráðherrar 23 af 28 aðildarríkjum ESB hafa skrifað undir áætlun um meiri samvinnu í varnarmálum innan sambandsins en til þessa. Áætlunin miðar að því að samhæfa herafla landanna og kaup þeirra á hergögnum. Fimm ríki: Bretland, Danmörk, Írland, Malta og Portúgal standa utan samstarfsins. Þetta var tilkynnt eftir fund utanríkisráðherra …

Lesa meira

Trump dregur í land – sætir harðri gagnrýn njósnaforingja

Forsetar Bandaríkjanna og Víetnam í Hanoi.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði laugardaginn 11. nóvember í flugvél á leiðinni frá Danang í Víetnam til höfuðborgarinnar Hanoi að hann tryði Vladimír Pútín Rússlandsforseta þegar hann segðist ekki hafa blandað sér í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á árinu 2016. Sunnudaginn 12. nóvember var Trump í Hanoi á blaðamannafundi með Tran Dai …

Lesa meira