Sænski varnarmálaráðherrann segir Rússa ögra með skotflaugum í Kaliningrad

Peter Hultqvist

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, segir að ákvörðun Rússa um að senda skotflaugar fyrir kjarnorkuvopn til Kaliningrad feli í sér „ögrandi boðskap“. Ráðherrann sagði þetta við sænsku fréttastofuna TT mánudaginn 10. október en í lok fyrri viku bárust fréttir um flutning á Iskander-skotflaugum frá Rússlandi til hólmlendurnar Kaliningrad við Eystrasalt, milli Póllands og Litháens. Ríkisstjórn Svíþjóðar bárust fyrir fram boð …

Lesa meira

NATO heldur Rússum í skefjum segir formaður utanríkismálanefndar þings Lettlands

Chxrc1aXIAAgeYc

Skúli Halldórsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, sat ráðstefnu Varðbergs um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála fimmtudaginn 6. október. Hann birti frásögn af ræðu Ojārs Ēriks Kalniņš, formanns utanríkismálanefndar lettneska þingsins, á vefsíðunni mbl.is mánudaginn 10. október og birtist hún hér í heild: „Aðgerðir og hegðun yfirvalda í Rússlandi hafa verið stöðug …

Lesa meira

Þýski utanríkisráðherrann segir stöðuna gagnvart Rússum hættulegri nú en í kalda stríðinu – ítrekaðar ögranir gegn Finnum

Finnskur flugmaður tók þessa mynd af rússneskri orrustuþotu innan finnskrar lofthelgi.

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði við blaðið Bild laugardaginn 8. október að spennan milli Rússa og Vesturlandabúa væri „hættulegri“ núna en í kalda stríðinu. Sama dag birtust fréttir um að Rússar flyttu skotflaugar fyrir kjarnavopn til hólmlendurnar Kaliningrad. Tveimur dögum fyrr höfðu rússneskar orrustuþotur ögrað Finnum. Rússnesku skotflaugarnar eru við …

Lesa meira

Rússar flytja skotflaugar fyrir kjarnorkuvopn til Kaliningrad

Hér má sjá rússneska hermenn vinna við að setja Iskander-skotflaug á pall.

Rússneski herinn hefur flutt Iskander-M skotflaugar til hólmlendu sinnar Kaliningrad við Eystrasalt, milli NATO-ríkjanna Póllands og Litháens. Flaugarnar geta borið kjarnorkuvopn. Frá þessu var skýrt laugardaginn 8. október. Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, sagði: „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotflaugarnar eru fluttar [til Kaliningrad] og notkun þeirra er …

Lesa meira

Skammsýni Bandaríkjastjórnar að loka Keflavíkurstöðinni og kalla varnarliðið heim

Keflavíkurstöðin árið 1982

  Skúli Halldórsson, blaðamaður á Morgunblaðinu ræddi við Robert G. Loftis prófessor fimmtudaginn 6. október og birtist viðtalið á mbl.is og má lesa það í heild hér fyrir neðan: „Bandarísk yfirvöld voru skammsýn í einbeitingu sinni á Mið-Austurlönd og hefðu ekki átt að loka herstöð sinni hér á landi árið …

Lesa meira

Íslendingar hafa aukið framlag sitt til NATO með starfi sérfróðra

Anna Jóhannsdóttir

Anna Jóhannsdóttir sendiherra, fastafulltrú Íslands hjá NATO, flutti ræðu á ráðstefnu Varðbergs fimmtudaginn 6. október um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála. Í ræðu sinni lýsti sendiherrann stöðunni innan NATO eins og blasir við fulltrúa Íslands þar. I want to thank Varðberg for this excellent initiative, supported by NATO’s Public Diplomacy …

Lesa meira

Ræða Lilju D. Alfreðsdóttur á ráðstefnunni um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála

Lilja D. Alfreðsdóttir

Iceland National Security in the Post-IDF Era National Museum, 6 October 2016 Keynote Address by H.E. Lilja Alfreðsdóttir, Minister for Foreign Affairs Ladies and Gentlemen, Let me start by thanking Varðberg, NEXUS and the Institute of International Affairs at the University of Iceland for organizing this conference, commemorating that 10 …

Lesa meira

Donald Rumsfeld tók einhliða ákvörðun um lokun Keflavíkurstöðvarinnar segir samningamaður Bandaríkjanna

Robert G. Loftis

Robert G. Loftis, nú prófessor við Boston-háskóla, áður sendiherra Bandaríkjanna og aðalsamningamaður Bandaríkjastjórnar í viðræðunum um kosntaðarskiptingu vegna dvalar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, var einn ræðumanna á ráðstefnu Varðbergs fimmtudaginn 6. október. Heimir Már Pétursson ræddi við Loftis og var samtal þeirra birt í fréttatíma Stöðvar 2 sama fimmtudag og síðan …

Lesa meira

Kynning á fyrirlesurum á ráðstefnu um varnarmál 6. október

193

Á ráðstefnu Varðbergs, Nexus og Alþjóðamálastofnunar HÍ tala fjórir ræðumenn auk Lilju D. Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem setur ráðstefnuna hér eru þeir kynntir á íslensku og ensku. Ráðstefnan er milli 14,00 og 17.00 fimmtudaginn 6. október í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Hún fer fram á ensku og er öllum opin.   …

Lesa meira

Spenna magnast milli Rússa og Bandaríkjamanna vegna Sýrlands – Pútín slítur samningi um kjarnorkuúrgang

Sýrlendingar flýja heimabæ sinn undan borgarastríðinu.

Bandaríkjamenn slitu mánudaginn 3. október viðræðum við Rússa um vopnahlé í Sýrlandi. Þeir sökuðu Kremlverja um að standa með flugher Sýrlands að ófyrirleitnum sprengjuárásum á umsetnu borgina Aleppo. Eftir að hafa búið sig undir slit viðræðnanna vegna endurtekinna viðvarana bandarískra embættismanna ákvað Vladimir Pútín Rússlandsforseti að svara viðræðuslitunum með því að segja sig frá tímamótasamningi um afvopnunarmál við Bandaríkjamenn …

Lesa meira