Rússar búast til varnar gegn kórónaveirunni

Vladimir Pútin Rússlandsforseti er sagður í gula búningnum í heimsókn í sjúkrahús í Moskvu 24. mars.

Þess er vænst að Vladimir Pútin Rússlandsforseti flytji sjónvarpsávarp miðvikudaginn 25. mars vegna vaxandi hættu í Rússlandi af kórónaveirunni. Sama dag hvatti Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, héraðsstjóra til að hafa hraðar hendur við að skapa hjúkrunarrými fyrir kóróna-sjúklinga. Birtar voru tölur 25. mars sem sýna 658 smitaða í Rússlandi miðað …

Lesa meira

Heimsfaraldrar dafna í lokuðum einræðisríkjum

Anders Fogh Rasmussen

Anders Fogh Rasmussen, fyrrv, forsætisráðherra Danmerkur og fyrrv. framkvæmdastjóri NATO, birti þriðjudaginn 24. mars grein á vefsíðu danska blaðisins Jyllands-Posten þar sem hann lýsir skoðun sinni á áhrifum hennar á stöðuna á alþjóðavettvangi. Hér hefur greinin verið lauslega þýdd á íslensku: Kórónafaraldurinn hófst í Kína. Lokuð einræðisstjórn, þrýstingur á fjölmiðla …

Lesa meira

Japan: Ólympíuleikarnir tapa fyrir kórónaveirunni

200742847027120mb

Allt bendir til þess að ólympíuleikunum 2020 sem á að halda í Tókíó í Japan í sumar verði frestað. Sérfræðingar segja að efnahagslegt högg vegna þessa fyrir Japani sé tiltölulega lítið miðað við efnahagsáfallið vegna kórónaveirunnar. Heimsbyggðin öll og Japanir standi frammi fyrir stærra vandamáli en að fresta íþróttaviðburði. Fjöldi …

Lesa meira

Danir stórauka rannsóknir á öryggismálum norðurslóða

Danski Varnarmálaháskólinn

  Í nýlegri grein á fréttasíðunni Arctic News kemur fram að danski Varnarmálaháskólinn (d. Forsvarsakademiet) hefur komið á laggirnar rannsóknarsetri í öryggismálum á norðurslóðum.  Sérstaklega verða rannsökuð áhrif aukins áhuga ríkja á svæðinu á hagsmuni Danmerkur. Í rannsóknarsetrinu, sem á ensku nefnist The Center for Arctic Security Studies (CASS), eiga að starfa fimm manns.  …

Lesa meira

Þýskaland: Snertilaus kortaviðskipti aukast vegna veirunnar

9b08257728da690139cae0615ec79511672a854d3e55a32e31e27e2090207520

Kórónaveiran hefur þrýst viðskiptavinum verslana og þjónustufyrirtækja víðs vegar um Þýskaland til að taka upp snertilaus kortaviðskipti. Nú er meiri en helmingur kortagreiðslna snertilaus í Þýskalandi miðað við 35% áður en kórónaveirukrísan kom til sögunnar. Þegar greitt er án snertingar þurfa kortaeigendur ekki að stinga kortum sínum í posann, það …

Lesa meira

Kristján Már á visir.is: Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands

c78630b886343978e2ac6964eb2bd6bef1fa739b5efec1406227efcbf844127e_713x0

Kristján Már Unnarsson fréttamaður lýsir á vefsíðunni visir.is 21. mars 2020 umsvifum hervéla í nágrenni Íslands undanfarnar vikur. Kristján Már segir: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla, ásamt fylgivélum, framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. Norskar F-16 orustuþotur flugu til móts við þær frá …

Lesa meira

Bandarískur öldungaþingamaður gagnrýndur fyrir hlutabréfasölu vegna veirunnar

Richard Burr

Richard Burr, öldungadeildarþingmaður repúblíkana, náinn stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður hafa selt hlutabréf að verðmæti allt að 1,6 milljónum dollara á sama tíma og hann ásamt aðrir í forustusveit flokksins fullyrtu að það yrði unnt að ráða við hættuna af kórónaveirunni. Richard Burr er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og fær …

Lesa meira

Rússar og Sádar hrella Bandaríkjamenn með olíuverðstríði

Orkumálaráðherra Rússa Alexander Novak og orkumálaráðherra Sádi Arabíu Abdulaziz Bin Salman 
skrifa undir skjöl við athöfn eftir að Vladimir Pútin  Rússlandsforseti og Salman, konungur Sádi Arabíu hittust í Riyadh, Sádi Arabíu 14. október 2019.

  Kevin Cramer, öldungadeildarþingmaður repúblíkana frá Norður-Dakóta, hefur sent Donald Trump Bandaríkjaforseta bréf og hvatt hann til að setja bann á innflutning olíu frá Rússlandi. „Erlend ríki nota kóróna-heimsfaraldurinn til að yfirfylla markaðinn af olíu og það veldur orkuframleiðendum hér hjá okkur tjóni,“ segir Cramer. Í Norður-Dakóta hefur mikið af …

Lesa meira

Norskar F-35 orrustuþotur fylgdu bandarískum B-2A sprengjuþotum við Ísland

Bandaríski flugherinn tók þessa mynd af þremur norskum F-35 þotum og B-2A bandarískri sprengjuvél.

Rússar sendu fimmtudaginn 12. mars tvær Tu-160 hljóðfrár sprengjuþotur frá Kólaskaga suður í Biscaya-flóa fyrir vestan Frakkland. Mánudaginn 16. mars voru tvær bandarískar B-2A  sprengjuþotur í fylgd þriggja norskra orrustuþotna á æfingu við Ísland og yfir Norður-Atlantshafi. Torséðu bandarísku sprengjuþoturnar hófu sig á loft frá Fairford-flugherstöðinni á Englandi og hittu …

Lesa meira

Stórveldakeppni skapar Svíum hernaðarlega hættu

SONY DSC

Keppni milli stórveldanna vex og líkur á hernaðarátökum í nágrenni Svíþjóðar aukast segir í 2019 ársskýrslu leyniþjónustu sænska hersins, Must, sem var birt föstudaginn 13. mars. „Um er að ræða undanhald lýðræðis, réttarríkisins, virðingar fyrir reglum þjóðaréttarins og fjölþjóðlegs samstarfs. Í þessu felst aukin hætta á hernaðarlegum atvikum og átökum …

Lesa meira