Sátt í stjórn Merkel um útlendingamál – Seehofer og Kurz vilja loka flóttaleiðinni yfir Miðjarðarhaf

Horst Seehofer og Sebastiajn Kurz í Vínarborg 5. júlí 2018.

Samstaða hefur myndast í þýsku ríkisstjórninni undir forystu Angelu Merkel um stefnuna í útlendingamálum. Jafnaðarmenn höfðu fyrirvara á samkomulagi leiðtoga kristilegu stjórnarflokkanna um útlendingamál. Fimmtudaginn 5. júlí náðist hins vegar samstaða milli allra stjórnarflokkanna þriggja um málið. Í samkomulagi stjórnarflokkanna er fallið frá því að koma á fót svonefndum viðkomumiðstöðvum …

Lesa meira

Merkel hvetur til sátta – AfD krefst afsagnar Merkel – SPD vill Seehofer á brott

Angela Merkel í þýska þinginu,

  Angela Merkel Þýskalandskanslari tók þátt í umræðum í neðri deild þýska þingsins, Bundestag. miðvikudaginn 4. júlí í fyrsta sinn frá því að hún setti niður deilu sína við Horst Seehofer, innanríkisráðherra og leiðtoga Kristilega sósíalflokksins (CSU) í Bæjaralandi. Lagði hún áherslu á að innan ríkisstjórnarinnar yrðu menn samstiga en …

Lesa meira

Trump ítrekar í bréfi til NATO-ríkja kröfu um 2% útgjöld til varnarmála

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, og Donald Trump Bandaríkjaforseti í Brussel í maí 2017.

    Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvað eftir annað látið í ljós óánægju vegna þess hve mörg aðildarríki NATO hafi ekki náð því marki að verja 2% af vergri landsframleiðslu sinni til varnarmála eins og að er stefnt fram til ársins 2024 samkvæmt niðurstöðu ríkisoddvitafundar bandalagsins í Wales í september …

Lesa meira

Sebastian Kurz tekur við forystu í ráðherraráði ESB

Sebastian Kurz.

Ríkisstjórn Austurríkis tók 1. júlí við forystu í ráðherraráði ESB. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, er formaður mið-hægriflokksins ÖVP. Í samsteypustjórn hans eru einnig ráðherrar í FPÖ, flokki til hægri við ÖVP. FPÖ á samstarf við ýmsa uppnámsflokka í Evrópu eins og flokk Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagið á …

Lesa meira

Samkomulag milli Merkel og Seehofers í útlendingamálum

Horst Seehofer kynnir að hann hafi samið við Angelu Merkel.

  Að kvöldi mánudags 2. júlí tókst samkomulag milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Horsts Seehaufers innnanríkisráðherra um framkvæmd útlendingastefnunnar. Seehaufer sem hótaði afsögn að kvöldi sunnudags 1. júlí á fundi með flokksmönnum sínum í Kristilega sósíalflokknum (CSU) í München dró hana til baka að morgni mánudags. Allan mánudaginn sátu þingflokkar …

Lesa meira

Norður-Kóreumenn grunaðir um græsku vegna kjarnorkuvopna

Kim Jong-un og Donald Trump í Singapúr.

  Bandarískir leyniþjónustumenn segja að nýjar upplýsingar bendi til þess að Norður-Kóreustjórn ætli ekki að afsala sér kjarnorkuvopnum að fullu og öllu. Hún leiti þess í stað leiða til að fela hluta vopna sinna og einnig leynilegar vopnasmiðjur. The Washington Post (WP) birti frétt um þetta sunnudaginn 1. júlí. Efni …

Lesa meira

Þýskaland: Seehofer boðar afsögn sem innanríkisráðherra og leiðtogi CSU

Horst Seehofer

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands og leiðtogi Kristilegra sósísaldemókrata (CSU) í Bæjaralandi, tilkynnti að kvöldi sunnudags 1. júlí á fundi með flokksfélögum í München  að hann ætlaði að segja af sér sem ráðherra og leiðtogi flokks síns vegna ágreinings við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara og leiðtoga Kristilegra demókrata (CDU), um útlendingamál. Deila …

Lesa meira

Ís hverfur af Barentshaf – verður eins og Atlantshaf

Þarna eru rauðar línur í kringum Barentshaf. Við hliðina er Karahaf, þar minnkar ís líka.

Vísindamenn sem rannsaka breytingar vegna áhrifa hlýnunar jarðar í norðurhöfum telja breytingar í Barentshafi svo örar að frekar beri að líta á hafsvæðið sem hluta af Atlantshafi en Norður-Íshafi, segir í The Washington Post fyrir nokkrum dögum. Vitnað er í Sigrid Lind við hafrannsóknastofnunina í Tromsø sem segir að breyting …

Lesa meira

Ítölskum höfnum lokað fyrir björgunarskipum hjálparsamtaka

Um borð í björgunarskipi á Miðjarðarhafi.

Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, tilkynnti föstudaginn 29. júní að í „allt sumar“ yrðu ítalskar hafnir lokaðar fyrir öllum skipum hjálparsamtaka sem sinna björgunarstörfum á siglingaleiðum yfir Miðjarðarhaf frá Afríku til Evrópu. „Hjálparsamtökin sjá Ítalíu aðeins á póstkorti,“ sagði Salvini. Hann er nýr varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bandalagsins sem skipar sér …

Lesa meira

Óljós málamiðlun um flótta- og farandfólk í leiðtogaráði ESB

Hættuför flótta- og farandfólks yfir Miðjarðarhaf.

Undir morgun föstudags 29. júní komst leiðtogaráð ESB-ríkjanna 28 að samkomulagi um hvernig standa skuli að mótttöku flótta- og farandfólks til Schengen-svæðisins. Texti samkomulagsins er í ýmsu tilliti óljós og framkvæmd þess ræðst að verulegu leyti af ákvörðun hvers ríkis fyrir sig. Textinn dugði þó til að sátt náðist að …

Lesa meira