Tölvuárás á franskt risaskipafélag

shutterstock_746716324-800x450

Í tilkynningu franska risa-skipafélagsins CMA CGM mánudaginn 28. september sagði að það hefði orðið fyrir gíslatöku-tölvuárás. Félagið segir að gripið hafi verið gagnaðgerða strax og innbrotsins í tölvukerfi fyrirtækisins varð vart. Tekist hefði að hefta útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar fyrirtækisins og aðkeyptir hófu gagnsókn gegn tölvuþrjótunum. Loyd‘s List sagði að árásin …

Lesa meira

Estonia-slysið í nýtt ljós í heimildarmynd

Ferjan Estonia

  Mánudaginn 28. september 2020 þegar 26 ár eru liðin frá sjóslysinu mikla þegar farþegaferjan Estonia sökk birtast nýjar upplýsingar sem kunna að varpa algjörlega nýju ljósi á það sem gerðist. Að kvöldi 27. september 1994 sigldi ferjan Estonia frá Tallin, höfuðborg Eistlands, í átt til Värta-ferjuhafnarinnar í austurhluta Stokkhólms. …

Lesa meira

Svisslendingar vilja frjálsa för til ESB-landa

Svissneskur kjörstaður.

Mikill meirihluti Svisslendinga hafnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 27. september að setja verulegar skorður við frjálsri för fólks frá ESB-löndum til lands síns. Þá er meirihluti kjósenda einnig í fyrsta sinn hlynntur því að til sögunnar komi greiðslur fyrir fæðingarorlof. Útgönguspár sýndu að 63% kjósenda höfnuðu tillögu frá Svissneska lýðflokknum (SVP), …

Lesa meira

Tölvuþrjótar ráðast á heilbrigðiskerfi af auknum þunga

2017-03-29-ransomware-attack

Ríkisstjórnir ýmissa landa hafa gripið til sérstakra ráðstafana til að verja heilbrigðisstofnanir gegn tölvuárásum nú á tímum heimsfaraldursins. Hörmulegar afleiðingar slíkra árása birtust meðal annars fyrir nokkru þegar kona andaðist eftir að henni var meinað að njóta lækninga á þýsku sjúkrahúsi sem glímdi við net-gíslatökumenn. Um þessa hættu er fjallað …

Lesa meira

Norðmenn, Svíar og Finnar auka hernaðarsamstarf á norðurslóðum

Atle Staalesen hjá Barents Observer tók þessa mynd miðvkikudaginn 23. september þegar varnarmálaráðherrar Finnlands, Noregs og Svíþjóðar rituðu undir samkomulag um nánara aðgerðasamstarf á norðurslóðum.

Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Finnlands rituðu miðvikudaginn 23. september undir samkomulag um að auka hernaðarlegt samstarf sitt á norðurslóðum. Sama dag mótmæltu Svíar því við rússneska stjórnarerindreka í Stokkhólmi að 14. september hefðu tvær korvettur rússneska herflotans farið inn í sænska landhelgi skammt frá Gautaborg. Varnarmálaráðherrarnir sátu utan dyra í …

Lesa meira

ESB-ríki taki á móti hælisleitendum eða hraði brottflutningi þeirra sem er hafnað

Ylva Johansson

Fimm árum eftir að farand- og flóttafólk skapaði mikinn vanda innan Evrópusambandsins kynnti framkvæmdastjórn ESB nýja útlendingastefnu miðvikudaginn 23. september sem gerir ráð fyrir að ESB-ríkin hafi þann kost að taka við kvóta hælisleitenda eða taka að sér að flýta brottflutningi þeirra sem ekki fá hæli. Í New Pact on …

Lesa meira

Kýpverjar stöða ESB-samstöðu gegn Lukasjenko

Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB.

  Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, segir að trúverðugleiki ESB sé í húfi eftir að utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna náðu ekki samkomulagi um refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum Hvíta-Rússlands mánudaginn 21. september. Utanríkisráðherra Kýpur rauf nauðsynlega samstöðu ríkjanna. Ráðamenn ESB í Brussel neita að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi 9. ágúst 2020. Yfirkjörstjórn lýsti Alexander …

Lesa meira

Illa fengið fé flæðir milli stærstu banka heims

HyperFocal: 0

Árum saman hafa sumir stærstu bankar heims látið gífurlegt magn af illa fengnu fé flæða sín á milli segir í skýrslu alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna sem var birt sunnudaginn 20. september. „Hagnaður af blóðugum fíkniefnaátökum, af auðæfum sem rekja má til fjársvika í þróunarlöndum, af sparnaði einstaklinga sem stolið hefur verið með …

Lesa meira

Rússneskur sendiherra gagnrýnir Dani vegna flotaæfingar

Vladimir V. Barbin, sendiherra Rússa í Danmörku.

Vladimir V. Barbin, sendiherra Rússa í Danmörku, áður norðurslóða-sendiherra Rússa, segir að Danir hafi ekki aðeins ögrað Rússum með því að senda hervél til þátttöku í fjögurra landa æfingu NATO-ríkja í Barentshafi fyrir 12 dögum. Danir hafi auk þess tekið þátt í æfingunni á fölskum forsendum. „Æfingar af þessu tagi …

Lesa meira

Atlantshafsherstjórn NATO tekur formlega til starfa í Norfolk

Kilippt var á borða til að staðfesta fromlega að Atlantshafsherstjórnin tæki til starfa.

Ný Atlantshafsherstjórn NATO tók formlega til starfa í Norfolk í Virginiuríki í Bandaríkjunum fimmtudaginn 17. september. Hlutverk hennar er að tryggja öryggi og varnir siglingaleiða yfir Norður-Atlantshafs, í GIUK-hliðinu og norður í Íshaf. Fyrri Atlantshafsherstjórn NATO í Norfolk var lokað árið 2003. Nú heitir hún á ensku Joint Force Command …

Lesa meira