Bandaríkjamenn huga að keppni við Kínverja á norðurslóðum

Herstöð Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi.

Stjórn Trumps vinnur að gerð nýrrar varnarstefnu fyrir norðurskautssvæðið þar sem ríkt tillit er tekið til keppninnar við Kínverja. Háttsettir bandarískir embættismenn fylgjast æ betur með því sem Kínverjar taka sér fyrir hendur um heima allan. Þannig hefst frétt í The Washington Post föstudaginn 15. mars. Í skjalinu verður dregið …

Lesa meira

May ætlar að gera þriðju atlögu að Brexit-niðurstöðu

_106040532_hi052935247

Háttsettir aðstoðarmenn Theresu May segja í einkasamtölum að þeir telji hana „búna að vera“ og hún kunni að neyðast til að birta dagsetningar um afsögn sína ætli hún að fá meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi um efnislega Brexit-tillögu sína. Þetta segir í breska íhaldsblaðinu The Daily Telegraph laugardaginn 16. mars …

Lesa meira

Nýja-Sjáland: Blóðbað meðal múslima í Christchurch

47936145_401

Sorg og ótti ríkti meðal múslima á Nýja-Sjálandi föstudaginn 15. mars eftir að minnsta kosti einn öfgamaður hafði skotið á tvær moskur í borginni Christchurch. Fréttir af árásinni vöktu reiði og sorg um heim allan. Að minnsta kosti 49 féllu í árásunum og tugir annarra særðust. Fólkið var við bænagjörð …

Lesa meira

Ítalía: Leikið á listaverkaþjófa

Krossfestingin eftir Brueghel yngri.

  Innbrotið virtist ganga fullkomlega samkvæmt áætlun. Þjófarnir brutu upp sýningarskápinn í ítalskri kirkju snemma morguns miðvikudaginn 13. mars og stungu af með 3 milljón evru málverk eftir 17. aldar flæmska listmálarann Pieter Brueghel yngri. Sama kvöldið upplýsti lögreglan hins vegar að allt væri ekki sem sýndist: stolna myndin var …

Lesa meira

Bandaríski flotinn býr sig undir siglingar í Norður-Íshafi

Flugmóðurskipið Harry S. Truman við æfingar undan norðurströnd Noregs.

Bandaríski flotinn vinnur að áætlunum um að senda nokkur herskip um Norður-Íshaf næsta sumar. Komi til þess verður um stefnubreytingu af hálfu Bandaríkjastjórnar að ræða til að bregðast við rússneskum umsvifum á þessum slóðum og hugsanlega setja skorður við þeim. Þetta segir Malte Humpert á vefsíðunni High North News þriðjudaginn …

Lesa meira

Schengen-kröfur trufla vísindamenn á Norðaustur-Grænlandi

Station Nord

Deilur um landamæraeftirlit á Norðaustur-Grænlandi hafa þvingað danska háskóla til að aflýsa rannsóknaleiðöngrum og stofnað þátttöku Dana í mestu norðurskauts-rannsóknum sögunnar í hættu, segir í upphafi úttektar sem Andreas Krog birti á dönsku vefsíðunni Altinget.de laugardaginn 9. mars. Frá árinu 2015 hafa danskir og annarra þjóða vísindamenn flogið beint frá …

Lesa meira

Arftaki Merkel svarar Macron um framtíð ESB

Annegret Kramp-Karrenbauer.

  Annegret Kramp-Karrenbauer (AKK) arftaki Angelu Merkel á formannsstóli kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi brást við ESB-hugmyndum Emmanuels Macrons Frakklandsforseta sunnudaginn 10. mars. AKK birti grein í Welt am Sonntag en 4. mars kynnti Macron hugmyndir sínar um framtíð ESB í blöðum í 28 aðildarlöndum ESB. Í skýringu Die Welt …

Lesa meira

Skipulega vegið að netfrelsi í Rússlandi

Mólmælafundur gegn aðför að netfrelsi í Moskvu.

Rússneskir þingmenn stíga nú lokaskrefin við afgreiðslu á lagafrumvarpi sem miðar að því að gjörbreyta reglum um notkun internetsins í Rússlandi. Mótmælendur frumvarpsins hafa efnt til útifunda í Moskvu, St. Pétursborg og annars staðar í landinu. Þeir segja að verði það að lögum einangrist Rússar og öll þjóðin sæti ritskoðun. …

Lesa meira

Freigátan Helge Ingstad komin í flotkví

helge-ingstad-salvage-norway-800x534

  Björgunarmenn hafa lokið við að lyfta norsku freigátunni KNM Helge Ingstad á strandstað og flytja hana í flotkví. Freigátan sökk fyrir fjórum mánuðum eftir árekstur við olíuskip og hefur marað hálf í kafi síðan skammt frá Bergen. Þeir sem unnu að björguninni voru starfsmenn Scaldis Salvage & Marine Contractors …

Lesa meira

Norski olíusjóðurinn hverfur frá fjárfestingum í olíu og gasi

a551c33e119926b0312e9204e7ae9f88

Norska fjármálaráðuneytið boðaði föstudaginn 8. mars að ætlunin væri að draga úr fjárfestingum risavaxna norska olíusjóðsins í olíuvinnslufélögum í því skyni að „minnka áhættu í norsku efnahagslífi af samlegðaráhrifum vegna olíuverðs“. Um er að ræða stærsta þjóðarsjóð í heimi og segir The Financial Times að líklegt sé að umhverfisverndarsinnar noti …

Lesa meira