Spenna í Brussel og London á loka brexit-metrunum

Donald Tusk og Boris Johnson.

Nýr brexit-samningur milli ESB og Breta er „í stórum dráttum fyrir hendi“ og „fræðilega“ getur ESB samþykkt hann fimmtudaginn 17. október, sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, við AFP-fréttastofuna miðvikudaginn 16. október. „Í gærkvöldi var ég tilbúinn til að veðja á þetta [að samningurinn yrði samþykktur]. Í dag láta Bretar …

Lesa meira

Enginn útilokar brexit-samning á lokametrunum

Michel Barnier

Verður að lokum brotist út úr skaflinum í Evrópu í dag, 15. október, aðeins tveimur vikum áður en kemur að brexit? Frakkar hafa nú þennan þriðjudag fagnað „jákvæðum skriði“ í viðræðum ESB og Breta. Þeir „vonast eftir samningi í kvöld“ það er tveimur dögum fyrir ESB-leiðtogaráðsfundinn á fimmtudag og föstudag, …

Lesa meira

Pólland: Markviss stefna tryggði PiS sigur

Jaroslaw Kasczynski, leiðtogi flokks Laga og réttlætis (PiS).

Úrslit þingkosninganna í Póllandi þurfa ekki að koma neinum á óvart segir Bartosz Dudek, stjórnmálaskýrandi þýsku fréttastofunnar Deutsche Welle (DW), mánudaginn 14. október. Það hafi verið markmið Jaroslaws Kasczynskis, leiðtoga flokks Laga og réttlætis (PiS), að ná til „venjulegs fólks“. Honum tókst það í kosningunum sunnudaginn 13. október. Fylgi PiS …

Lesa meira

Pólski stjórnarflokkurinn sigrar í þingkosningum

Á pólskum kjörstað.

Pólski stjórnarflokkurinn, Laga- og réttlætisflokkurinn (PiS), er sigurvegari þingkosninga sunnudaginn 13. október megi marka útgönguspár. Stjórnarandstöðuflokkarnir telja þó hugsanlegt að þeim takist að mynda meirihlutastjórn. Útgönguspá segir að PiS fái 43,6%. Borgaralegu samstöðunni, það er flokkurinn Borgaralegur vettvangur, sem áður laut forystu Donalds Tusks, núv. forseta leiðtogaráðs ESB, og fleiri …

Lesa meira

Friðarverðlaunin til forsætisráðherra Eþíópíu

Abiy Ahmed Ali

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Afríka er næst stærsta heimsálfan og sú næst fjölmennasta.   Í fimmtíu og fjórum ríkjum, og tíu öðrum landsvæðum, búa yfir 1,2 milljarðar manna.  Af fréttum að dæma mætti halda að ástand mála í álfunni væri ein samfelld hörmungarsaga.  Vissulega kljást mörg ríkin við alvarleg vandamál.  Þetta …

Lesa meira

Rofar til í viðræðum Breta og ESB um brexit

Stephen Barclay, brexit-ráðherra Breta, og Michel Barnier, brexit-samningamaður ESB.

  „Brexit líkist fjallgöngu,“ sagði Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, eftir „gagnlegan“ fund með Stephen Barclay, brexit-ráðherra Breta, að morgni föstudags 11. október. „Við þurfum að sýna aðgæslu, áræðni og þolinmæði,“ sagði Barnier við fréttamenn á leið sinn á fund sendiherra og þingmanna ESB-ríkja þar sem hann lýsti gangi mála. Hann …

Lesa meira

Þriðja árás Tyrkja á Kúrda á þremur árum

Tyrkir fylkja liði á leið til Sýrlands.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að árás sem her Tyrkja hóf miðvikudaginn 9. október gegn Kúrdum í norðurhluta Sýrlands eigi að leysa upp „samgönguæð hryðjuverkamanna“. Árásin hófst skömmu eftir að her Bandaríkjanna yfirgaf svæðið. Skotmörk tyrkneska hersins eru liðsmenn Verndarsveita kúrdískrar alþýðu (YPG). Tyrkir telja YPG tengjast Verkamannaflokki Kúrda …

Lesa meira

Norðurleiðin: Flutningsmagn eykst vegna gasvinnslu – skipaferðum fjölgar ekki

Gashöfnin mikla í Sabetta á Jamal-skaga.

  Talið er að flutningsmagn á sjóleiðinni fyrir norðan Rússland, Norðurleiðinni, verði 29 milljónir tonna á árinu 2019, segir Nikolaj Monko, starfandi forstjóri rússnesku siglingastjórnarinnar á sjóðleiðinni. Þetta kom fram á ráðstefnu í St. Pétursborg í fyrri viku en þá nam vöruflutningur á sjóleiðinni í ár alls 23,37 milljónum tonna. …

Lesa meira

Ísland leiðir samráðshóp innan ÖSE

Höfuðstöðvar ÖSE í Vínarborg.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu 1. október kom fram að Guðni Bragason fastafulltrúi Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefði tekið að sér verkefni er snýr að samningnum um takmörkun hefðbundins herafla í álfunni (e. Treaty on Conventional Armed Forces in Europe (CFE)).  Nánar tiltekið þá …

Lesa meira

Uppljóstrunum gegn Trump fjölgar

Donald Trump – Joe Biden

Það kom fram í sjónvarpsviðtali við Mark Zaid, lögfræðing uppljóstrarans um óhæfilegt símtal Donalds Trumps Bandaríkjanna við forseta Úkraínu, að annar uppljóstrari, starfsmaður bandarískrar leyniþjónustustofnunar, hefði greint frá vitneskju sinni um samskipti Trumps við Úkraínumenn. Mark Zaid sagði sunnudaginn 6. október stjórnanda ABC News on Sunday að seinni uppljóstrarinn hefði …

Lesa meira