Norður-Makedónía varð 30. aðildarríki NATO föstudaginn 27. mars 2020 þegar fulltrúi landsins lagði fullgilt skjal um aðild þess að Norður-Atlantshafssáttmálanum fram í bandaríska utanríkisráðuneytinu, gæsluaðila sáttmálans sem var ritað undir þar 4. apríl 1949. Ritað var undir aðild Norður-Makedóníu að NATO í febrúar 2019. Síðan hefur sú undirritun verið fullgilt …
Lesa meiraBreski flotinn eltir rússnesk herskip í Ermarsundi
Breski flotinn hefur undanfarið sent níu herskip á vettvang til að fylgjast með sjö rússneskum skipum á siglinu í Ermarsundi og Norðursjó. Um er að ræða fjórar breskar freigátur af 23-gerð: HMS Kent, HMS Sutherland, HMS Argyll og HMS Richmond auk strandgæsluskipanna HMS Tyne og HMS Mersey ásamt auk …
Lesa meiraRússneskir falsmiðlar útmála kórónaveiruna
Sérfræðingar Evrópusambandsins í fjölþátta hernaði og upplýsingarfölsunum birtu fimmtudaginn 26. mars yfirlit þar sem lýst er hvernig reynt er að grafa undan öryggiskennd Evrópubúa og annarra með falsfréttum og röngum söguburði á netinu um áhrifin af kórónaveirunni, Covid-19. Segja sérfræðingarnir að á tímum þegar útbreiðsla veirunnar sé hröð, hundruð þúsunda …
Lesa meiraRússar búast til varnar gegn kórónaveirunni
Þess er vænst að Vladimir Pútin Rússlandsforseti flytji sjónvarpsávarp miðvikudaginn 25. mars vegna vaxandi hættu í Rússlandi af kórónaveirunni. Sama dag hvatti Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, héraðsstjóra til að hafa hraðar hendur við að skapa hjúkrunarrými fyrir kóróna-sjúklinga. Birtar voru tölur 25. mars sem sýna 658 smitaða í Rússlandi miðað …
Lesa meiraHeimsfaraldrar dafna í lokuðum einræðisríkjum
Anders Fogh Rasmussen, fyrrv, forsætisráðherra Danmerkur og fyrrv. framkvæmdastjóri NATO, birti þriðjudaginn 24. mars grein á vefsíðu danska blaðisins Jyllands-Posten þar sem hann lýsir skoðun sinni á áhrifum hennar á stöðuna á alþjóðavettvangi. Hér hefur greinin verið lauslega þýdd á íslensku: Kórónafaraldurinn hófst í Kína. Lokuð einræðisstjórn, þrýstingur á fjölmiðla …
Lesa meiraJapan: Ólympíuleikarnir tapa fyrir kórónaveirunni
Allt bendir til þess að ólympíuleikunum 2020 sem á að halda í Tókíó í Japan í sumar verði frestað. Sérfræðingar segja að efnahagslegt högg vegna þessa fyrir Japani sé tiltölulega lítið miðað við efnahagsáfallið vegna kórónaveirunnar. Heimsbyggðin öll og Japanir standi frammi fyrir stærra vandamáli en að fresta íþróttaviðburði. Fjöldi …
Lesa meiraDanir stórauka rannsóknir á öryggismálum norðurslóða
Í nýlegri grein á fréttasíðunni Arctic News kemur fram að danski Varnarmálaháskólinn (d. Forsvarsakademiet) hefur komið á laggirnar rannsóknarsetri í öryggismálum á norðurslóðum. Sérstaklega verða rannsökuð áhrif aukins áhuga ríkja á svæðinu á hagsmuni Danmerkur. Í rannsóknarsetrinu, sem á ensku nefnist The Center for Arctic Security Studies (CASS), eiga að starfa fimm manns. …
Lesa meiraÞýskaland: Snertilaus kortaviðskipti aukast vegna veirunnar
Kórónaveiran hefur þrýst viðskiptavinum verslana og þjónustufyrirtækja víðs vegar um Þýskaland til að taka upp snertilaus kortaviðskipti. Nú er meiri en helmingur kortagreiðslna snertilaus í Þýskalandi miðað við 35% áður en kórónaveirukrísan kom til sögunnar. Þegar greitt er án snertingar þurfa kortaeigendur ekki að stinga kortum sínum í posann, það …
Lesa meiraKristján Már á visir.is: Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands
Kristján Már Unnarsson fréttamaður lýsir á vefsíðunni visir.is 21. mars 2020 umsvifum hervéla í nágrenni Íslands undanfarnar vikur. Kristján Már segir: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla, ásamt fylgivélum, framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. Norskar F-16 orustuþotur flugu til móts við þær frá …
Lesa meiraBandarískur öldungaþingamaður gagnrýndur fyrir hlutabréfasölu vegna veirunnar
Richard Burr, öldungadeildarþingmaður repúblíkana, náinn stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður hafa selt hlutabréf að verðmæti allt að 1,6 milljónum dollara á sama tíma og hann ásamt aðrir í forustusveit flokksins fullyrtu að það yrði unnt að ráða við hættuna af kórónaveirunni. Richard Burr er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar og fær …
Lesa meira