Frakkland: Fillon vann stórsigur í forsetakjöri Lýðveldisflokksins

5039694_6_e8fb_francois-fillon-candidat-a-la-primaire-de_e671189cd90aa991b3a6e6ca074aa5e6

François Fillon (62 ára) vann góðan sigur í seinni umferð prófkjörs  franska Lýðveldisflokksins (mið-hægri) sunnudaginn 27. nóvember. Hann hlaut 66,5% atkvæða en Alain Juppé (71 árs) 33,5%. Alls kusu 4.380.377 í seinni umferðinni en 4.272.880 hver kjósandi greiddi eina evru fyrir atkvæðaseðilinn. Tekjur flokksins voru rúmlega 9 milljónir evra en …

Lesa meira

Við fall Daesh finnast gögn um fyrirhugaðar árásir í Evrópu

Hermenn Íraks á leið til Mósúl.

  Breski hershöfðinginn Rupert Jones er í bakvarðasveit þeirra sem herja nú gegn liðsmönnum Daesh (Ríkis íslams) í Írak. Hann segir mánudaginn 28. nóvember við blaðamann telegraph.co.uk að fundist hafi upplýsingar á stöðum sem hryðjuverkamennirnir yfirgefa sem sýni að þeir hafi undirbúið hryðjuverk í Evrópu. Talið er líklegt að meira …

Lesa meira

Fillon sigurstranglegur í forsetaprófkjöri franskra mið-hægrimanna

François Fillon

  Síðari umferð prófkjörs mið-hægri manna um forsetaframbjóðanda vorið 2017 er sunnudaginn 27. nóvember. Þar keppa tveir fyrrverandi forsætisráðherrar,  François Fillon og Alain Juppé. Allt bendir til þess að sigurvegarinn verði næsti Frakklandsforseti. Fillon boðar róttækar umbætur í frönskum efnahags- og atvinnumálum í anda Margaret Thatcher. Hann segir jafnrframt að …

Lesa meira

Erdogan hótar ESB að opna landamærahliðin

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði föstudaginn 25. nóvember að Tyrkir mundu ekki áfram stöðva för farand- og flóttafólks til Evrópu ef ESB héldi áfram að beita þá þrýstingi. Daginn áður hafði ESB-þingið samþykkt að setja skyldi aðildarviðræður ESB og Tyrkja á ís. Erdogan sagði í Istanbúl og beindi orðum …

Lesa meira

Finnar búast til varnar gegn blendings-hernaði Rússa

p9-Hill-a-20150304-870x615

Nokkur aðildarríki NATO og ESB hafa áform um að koma á fót rannsóknarsetri í Helsinki til að kanna leiðir til að bregðast við blendings (hybrid) hernaði sagði embættismaður finnsku ríkisstjórnarinnar við Reuters-fréttastofuna mánudaginn 21. nóvember. Sameiginleg landamæri Finna og Rússa eru um 1.300 km löng en Rússar hafa verið sakaðir …

Lesa meira

NATO sakar Rússa um ýta undir spennu í Evrópu með eldflaugum sínum

Bastion-skotpallur Rússa fyrir eldflaugar til árása á skip.

Rússar ýta undir spennu í Evrópu með því að koma fyrir nýjum skotflaugum gegn skipum á pöllum í Kaliningrad sagði í yfirlýsingu frá NATO þriðjudaginn 22. nóvember. Af hálfu NATO er litið á nýju Bastion-skotpallana í Kaliningrad, hólmlendunni milli Litháens og Póllands, sem „ögrandi skipan vopna“. Í yfirlýsingu NATO sem send var AP-fréttastofunni segir að flutningur þessara vopna til Kaliningrad muni alls …

Lesa meira

New Challenges in Northern Europe EURO-ATLANTIC DEFENSE TODAY

Petr Pavel hershöfðingi.

  Petr Pavel, hershöfðingi, formaður hermálanefndar NATO, flutti erindi á hadegisfundi Varðbergs  í Norræna húsinu mánudaginn 21. nóvember. Að loknu erindinu svaraði hershöfðinginn fyrirspurnum. Fundurinn var sendur út á netinu og má sjá hann hér: https://www.facebook.com/vardberg/?fref=ts Erindið er í heild hér fyrir neðan: Good Morning, Ladies and Gentlemen.  It’s a pleasure …

Lesa meira

Kínversk aðild að rannsóknarhúsi á Kárhóli vekur alþjóðaathygli

Hornsteinninn á Kárhóli

  Sjálfseignarstofnunin Aurora Observatory hefur reist Norðurljósarannsóknarhús að Kárhóli í Reykjadal, Þingeyjarsveit fyrir kínverskt fé.  Húsið er um 760 m² að stærð, staðsett skammt norðan og ofan við bæjarhúsin á Kárhóli. Byggingin er 3 hæðir, byggð úr steinsteypu og stáli. Mánudaginn 10. október 2016 var lagður hornsteinn að byggingunni við …

Lesa meira

Stjórnvöld Litháens vara við yfirvofandi hættu af Rússum

Veggmynd í Vilnius, Pútín og Trump

Stjórnvöld í Litháen vara við því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti láti reyna á staðfestu NATO á vikunum áður en Donald Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta 20. janúar 2017. BBC birti frétt þessa efnis föstudaginn 18. nóvember og vitnaði í Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, sem sagðist „mjög hræddur“ um örlög Eystrasaltsríkjanna …

Lesa meira

Rússland: Norðurflotinn greiðir ekki orkureikninga á Kóla-skaga

Heiðursvörður flotans í Severomorsk - orkureikningarnir ógreiddir.

Höfuðstöðvar Norðurflota Rússlands eru í bænum Severomorsk á Kóla-skaga skammt fyrir austan landamæri Noregs. Bærinn er lokaður öðrum en hermönnum og fjölskyldum þeirra enda í raun eign varnarmálaráðuneytisins. Íbúarnir eru um 50.000. Nú er svo komið að borgaryfirvöld skulda milljarð rúblna (14,5 m ervrur) í hitunarkostnað. Tæpan helming kostnaðarins má …

Lesa meira