Venesúela: Hvatt til uppreisnar gegn stjórninni, boðað til stórmótmæla 1. maí

Juan Guaidó með hermönnum í flugherstöð við Caracas.

Stjórnarandstæðingar í Venesúela birtu snemma morgun þriðjudaginn 30. apríl myndband þar sem almennir borgarar og hermenn voru hvattir til þess að rísa gegn Nicolás Maduro, forseta landsins, og löglausri stjórn hans. Eftir að myndbandið var sýnt tók fólk að streyma að flugherstöð við höfuðborgina Caracas. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstæðinga, í …

Lesa meira

Mjaldur með rússneska gjörð við strönd Noregs

Mjaldurinn með rússnesku gjörðina.

Norskir sjómenn fundu undan strönd Finnmerkur mjaldur sem bar á sér dularfulla gjörð. Mjaldurinn virtist taminn þegar hann synti á milli norsku bátanna í fyrri viku. Engu líkara var en hann nuddaði sér utan í bátana til að losa gjörðina af sér að sögn sjómanns sem ræddi við norska ríkisútvarpið, …

Lesa meira

Bandaríkjamenn svara kjarnorkuhótunum Rússa

Paul J. Selva flughershöfðingi.

Geta Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir að ráðist sé á þá með langdrægum kjarnavopnum minnkar vegna þess að Rússar taka í notkun nýja tegund af vopnum. Þetta leiðir til þess að Bandaríkjamenn verða að bregðast við með nýjum kjarnorkuvopnakerfum sem kunna að ná til stýriflauga sem bera kjarnaodda …

Lesa meira

Jaðarflokkar popúlista sterkir í ESB-þingkosningunum

Kosningaslagorð þýskra popúlista.

Ný könnun innan ríkja Evrópusambandsins sýnir að í kosningunum til ESB-þingsins undir lok maí kjósi flestir með hliðsjón af því sem þeir vilja ekki í stað þess sem þeir vilja. Talið er að öfgaflokkar popúlista hagnist á þessu. Um 10% aðspurðra í könnun þýsku Bertelsmanns-stofnunarinnar sem birt var föstudaginn 26. …

Lesa meira

Vladivostok: Pútín og Kim funda í fyrsta sinn

Við upphaf fundarins í Vladivostok. Kim Jong un og Vladimir Pútin.

Kim Jong un, einræðisherra í N-Kóreu og Vladimir Pútin, forseti Rússlands, hittust á fyrsta fundi sínum í Vladivostok í Rússlandi fimmtudaginn 25. apríl. Rússar fagna viðleitni stjórnar N-Kóreu til að skapa eðlileg samskipti við Suður-Kóreu og Bandaríkin, segir Pútin. „Samskipti okkar standa á djúpum sögulegum rótum,“ sagði Kim þegar fundur …

Lesa meira

Úkraína: Óvissa um hvert stefnir – þáttaskil til góðs eða aukinna vonbrigða

Volodimír Zelenskíj.

Volodomír Zelenskíj vann stórsigur í forsetakosningunum í Úkraínu á páskadag, 21. apríl. Ástandið er óljóst eins og lesa má í þessari grein eftir Nikolas K. Gvosdev sem skrifar fyrir bandarísku vefsíðuna The National Interest. Hér birtist mat hans á úrslitum kosninganna og hvort þau marki þáttaskil eða allt sé í …

Lesa meira

Stórsigur Zelenskíjs í Úkraínu – Porosjenko játar ósigur

Zelenskíj fagnar sigri í Kænugarði.

  Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, viðurkenndi skömmu eftir að kjörstöðum var lokað sunnudaginn 21. apríl að hann hefði tapað fyrir Volodímíjr Zelenskíj gamanleikara sem aldrei hefur áður tekið virkan þátt í stjórnmálum. Í útgönguspám var Zelenskíj spáð stórsigri í seinni umferð forsetakosninganna. Tölur í útgönguspánum sem reistar voru á könnun …

Lesa meira

Úkraína: Porosjenko spáð falli í forsetakosningum

Frá kappræðufundi föstudaginn langa. Petro Porosjenko til vinstri, Volodjimír Zelenskíj ttil hægri.

Úkraínumenn ganga til forsetakosninga sunnudaginn 21. apríl, páskadag. Nú eru fimm ár liðin frá því að umskipti urðu í stjórnmálum landsins eftir mikil mótmæli í Kænugarð og annars staðar í landinu. Þar tókust á öfl sem vilja nánari samskipti við NATO og ESB og þeir sem vilja halla sér að …

Lesa meira

Norski herinn efldur við rússnesku landamærin í Finnmörk

Norskir hermenn í vetrarbúningum.

  Norski herinn lætur að sér kveða í nyrsta fylki Noregs, Finnmörk, með því að koma á fót nýjum herdeildum þar. Finnmörk á sameiginleg landamæri með Rússlandi og fyrir austan þau er Kólaskaginn helsta víghreiður Rússa. „Við erum að byggja upp herinn í Finnmörk. Heraflinn lýtur nú allur einni herstjórn …

Lesa meira

Mueller-rannsóknarskýrslan birt – Trump kampakátur

57502890_10158447286169899_8903531762261426176_n

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Rod Rosenstein vara-dómsmálaráðherra sem hafði umsjón með 22 mánaða störfum sérstaks saksóknara, Roberts Muellers, og manna hans kynntu fimmtudaginn 18. apríl 448 bls. rannsóknarskýrslu. Í skýrslunni er fjallað um það hvernig Rússar blönduðu sér í bandarísku kosningabaráttuna árið 2016, hvort kosningastjórn Donalds Trumps hafi átt …

Lesa meira