Þýskaland: Seehofer boðar afsögn sem innanríkisráðherra og leiðtogi CSU

Horst Seehofer

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands og leiðtogi Kristilegra sósísaldemókrata (CSU) í Bæjaralandi, tilkynnti að kvöldi sunnudags 1. júlí á fundi með flokksfélögum í München  að hann ætlaði að segja af sér sem ráðherra og leiðtogi flokks síns vegna ágreinings við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara og leiðtoga Kristilegra demókrata (CDU), um útlendingamál. Deila …

Lesa meira

Ís hverfur af Barentshaf – verður eins og Atlantshaf

Þarna eru rauðar línur í kringum Barentshaf. Við hliðina er Karahaf, þar minnkar ís líka.

Vísindamenn sem rannsaka breytingar vegna áhrifa hlýnunar jarðar í norðurhöfum telja breytingar í Barentshafi svo örar að frekar beri að líta á hafsvæðið sem hluta af Atlantshafi en Norður-Íshafi, segir í The Washington Post fyrir nokkrum dögum. Vitnað er í Sigrid Lind við hafrannsóknastofnunina í Tromsø sem segir að breyting …

Lesa meira

Ítölskum höfnum lokað fyrir björgunarskipum hjálparsamtaka

Um borð í björgunarskipi á Miðjarðarhafi.

Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, tilkynnti föstudaginn 29. júní að í „allt sumar“ yrðu ítalskar hafnir lokaðar fyrir öllum skipum hjálparsamtaka sem sinna björgunarstörfum á siglingaleiðum yfir Miðjarðarhaf frá Afríku til Evrópu. „Hjálparsamtökin sjá Ítalíu aðeins á póstkorti,“ sagði Salvini. Hann er nýr varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bandalagsins sem skipar sér …

Lesa meira

Óljós málamiðlun um flótta- og farandfólk í leiðtogaráði ESB

Hættuför flótta- og farandfólks yfir Miðjarðarhaf.

Undir morgun föstudags 29. júní komst leiðtogaráð ESB-ríkjanna 28 að samkomulagi um hvernig standa skuli að mótttöku flótta- og farandfólks til Schengen-svæðisins. Texti samkomulagsins er í ýmsu tilliti óljós og framkvæmd þess ræðst að verulegu leyti af ákvörðun hvers ríkis fyrir sig. Textinn dugði þó til að sátt náðist að …

Lesa meira

Trump og Pútín hittast í Helsinki 16. júlí

Donald Trump og Vladimír Pútín.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittast á fyrsta opinbera toppfundi sínum í Helskinki 16. júlí. Þetta var tilkynnt samtímis í Kreml og Hvíta húsinu fimmtudaginn 28. júní. Fréttaskýrendur segja að það eitt að fundurinn verði gefi Trump og Pútin tilefni til að slá sér upp vegna hans. …

Lesa meira

Sögulegar breytingar í Sádí-Arabíu

Múhammeð bin Salman.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson   Nú eru aðeins rúm fjögur ár þar til næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta verður haldin í Katar.  Góðar líkur eru á því að þá verði staða mála í Persaflóaríkjunum talsvert frábrugðin því sem nú er.  Þetta kemur aðallega til af því að nú heldur prinsinn Múhammeð …

Lesa meira

Albanska ríkisstjórnin hafnar hugmynd um hælismiðstöð ESB,

f1eaab31d7f9d259fc236cb04ec8dadd

Albanska ríkisstjórnin hefur hafnað hugmyndum um að Evrópusambandið opni miðstöð fyrir hælisleitendur í Albaníu. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, sagði að tillaga um þetta efni yrði ekki samþykkt af stjórn sinni jafnvel í skiptum fyrir aðild að ESB. Hann tók fram að sér þætti óverjandi að fallast á hugmynd sem fæli …

Lesa meira

Austurríkismenn við öllu búnir með öflugri landamæravörslu

Lnadamæravarsla æfð í Austurríki.

  Austurrísk stjórnvöld efndu til æfingar við landamæravörslu þriðjudaginn 26. júní. Heinz-Christian Strache, varakanslari og formaður Frelsisflokks Austurríkis (FPÖ), sagði í samtali við þýska blaðið Bild að æfinguna mætti meðal annars rekja til ágreinings innan þýsku ríkisstjórnarinnar um útlendingamál. Óljóst er hvernig deilu Angelu Merkel Þýskalandskanslara (CDU) við Horst Seehofer …

Lesa meira

Níu-ríkja viljayfirlýsing um evrópskt íhlutunar frumkvæði í öryggismálum

Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakka.

  Níu ESB-ríki hafa samþykkt að koma á fót nýjum evrópskum herafla sem grípa megi til með stuttum fyrirvara á hættustundu. Bretar hafa ákveðið að taka þátt í þessu verkefni og líta á það sem leið fyrir sig til að eiga hernaðarleg tengsl við ESB-ríkin eftir úrsögn sína úr sambandinu. …

Lesa meira

Tyrkland: Erdogan lýsir yfir sigri í forseta- og þingkosningum

44376396_303

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti sig sigurvegara í forsetakosningunum sem fram fóru sunnudaginn 24. júní. Opinberar tölur sýndu að hann hefði hlotið 53% atkvæða. Þar með er ljóst að ekki verður efnt til annarrar umferðar við val á forseta Tyrklands. Einnig var kosið til þings Tyrklands sunnudaginn 24. júní …

Lesa meira