Ráðvilltir Rússar á nýju ári

russia-people

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Á heimasíðu Jamestown stofnunarinnar, sem rannsakar alþjóðasamskipti, birtist mánudaginn 14. janúar grein um framtíð Rússlands.  Þar kemur fram að Rússar reikna ekki með að árið sem er nýhafið verði þeim hagstætt.  Þannig búast 57% landsmanna við efnahagskreppu. Þetta þarf ekki að koma á óvart þegar haft er …

Lesa meira

Lavrov hallmælir Bandaríkjamönnum og segir Trump ekki „útsendara Rússa“

Sergei Lavrov.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, efndi til árlegs blaðamannafundar miðvikudaginn 16. janúar. Þar sakaði hann Bandaríkjastjórn um að vilja leysa upp klasa afvopnunarsamninga. Hann sagði rússnesk stjórnvöld reyna að halda í samninginn um bann við meðaldrægum kjarnavopnum (INF-samninginn). Ráðherrann veittist hvað eftir annað að Bandaríkjamönnum enda eru samskipti Rússa við þá …

Lesa meira

Norrænt varnarsamstarf eykst á óvissutímum

22581362-nordic-defence

Í ljósi óvissu vegna Rússlands og Bandaríkjanna leggja ríkisstjórnir Norðurlandanna meiri áherslu en ella á hernaðarlegt samstarf sitt innan ramma Nordefco. Samvinnan innan NATO er þó þungamiðjan. Um það er samt ekki rætt upphátt í Finnlandi og Svíþjóð, segir Kristian Mouritzen, blaðamaður Berlingske Tidende mánudaginn 14. janúar í tilefni af …

Lesa meira

May tapar með 230 atkvæða mun í þinginu

_104467888_hi050750881

  Tillögu ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Breta, um viðskilnað við Evrópusambandið var hafnað með 230 atkvæða mun (202 með, 432 á móti) í neðri deild breska þingsins um kvöldmatarleytið þriðjudaginn 15. janúar. Bresk ríkisstjórn hefur ekki fengið slíka útreið á þingi svo elstu menn muna. May boðaði strax að atkvæðagreiðslunni …

Lesa meira

Theresa May segir hættu á að Brexit stöðvist

Theresa May flytur ræðu í leirkerjasmiðju í Stoke-on-Trent 14. janúar 2019.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti ræðu í leirkerjasmiðju í Stoke-on-Trent mánudaginn 14. janúar og sagðist óttast að til þess kynni að koma í neðri málstofu breska þingsins þriðjudaginn 15. janúar að úrsögn Breta úr ESB, Brexit, stöðvaðist yrði tillaga hennar um skilnaðarskilmála Bretlands og ESB ekki samþykkt. „Mín skoðun er …

Lesa meira

Svíþjóð: Vinstri-flokkurinn hefur líf stjórnar Löfvens í hendi sér

Úr sænska þinginu.

Sænski Græni-flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn samþykktu formlega sunnudaginn 13. janúar að styðja samkomulag sem gert var föstudaginn 11. janúar um að Jafnaðarmannaflokkurinn undir forystu Stefans Lövfens forsætisráðherra færi áfram með stjórnarforystu í minnihlutastjórn í Svíþjóð. Samkomulagið er reist á vilja aðila þess til að halda Svíþjóðardemókrötum frá áhrifum á stjórn …

Lesa meira

Tvo risaskip brjóta sér leið í gegnum Austur-Síberíu ísinn

Myndin er tekin um borð í skipinu Eduard Tolle í janúar 2018 á Norðursiglingaleiðinni.

  Tvö skip brjóta sér nú leið í gegnum Norðursiglingaleiðina í átt að höfninni Sabetta á Jamal-skaga í Rússlandi. Þetta eru skipin Boris Sokolov, 214 m langt þéttivökva-tankskip sem lagði úr höfninni í Nansha í Kína 11. desember og Boris Davydov, 299 m langt LNG-tankskip (það er fyrir fljótandi jarðgas) …

Lesa meira

Nýja nafnið á Makedóniu samþykkt á þingi

880x495_cmsv2_9c0ad49c-7027-5f86-b7de-7ee1b85e24c1-3579312

  Þingmenn í Makedóníu samþykktu föstudaginn 11. janúar að breyta nafni lands síns í Lýðveldið Norður-Makedónía og bundu þannig enda á langvinna deilu við nágrannaþjóðina Grikki. Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, sagði að samþykkt þingsins mundi „opna dyr til framtíðar, til evrópskrar framtíðar Makedóníu“. Forsætisráðherranum tókst að fá tvo þriðju þingmanna …

Lesa meira

Orbán vill að ESB-þingkosningar snúist um innflytjendamál

Viktor Orbán

  Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, efndi til fyrsta blaðamannafundar síns árið 2019 fimmtudaginn 10. janúar. Hann var ómyrkur í máli um hugmyndafræðilegan ágreining í Evrópu. „Það verða tveir siðmenningarheimar innan ESB,“ sagði Orbán í Búdapest. „Annar mótaður af blöndu íslam og kristni í vestri og hinn reistur á hefðbundinni evrópskri …

Lesa meira

Sviss: Rússneskt bardagakerfi liður í földu stríði Pútins

Rússneskir skyndiárásarliðar eru þjálfaðir eftir systema-kerfinu.

  Í leynilegri skýrslu svissnesku leyniþjónustunnar, Nachrichtendienst des Bundes (NDB), er hluti Svisslendinga sem leggja stund á rússneska bardagakerfið Systema í skyndiárásarhópi sem Rússar halda úti með mikilli leynd. Blaðamenn svissneska blaðsins SonntagsBlick hafa fengið að skoða skýrslu NDB og reisa frásögn sína á henni. Þjálfunin að baki þátttöku í …

Lesa meira