Kínverjar senda líklega kjarnorkukafbáta í Norður-Íshaf

Kínverskur kafbátur

    Vaxandi áhugi og hagsmunagæsla Kínverja á norðurslóðum kann að leiða til hernaðarlegrar viðveru þeirra á svæðinu, þeir kynnu að senda þangað kafbáta sem hluta af fælingarátaki gegn kjarnorkuárás segir í skýrslu sem bandaríska varnarmálaráðuneytið birti fimmtudaginn 2. maí. Á þennan veg hefst fréttaskýring sem Levon Sevunts hjá Radio …

Lesa meira

Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður fyrir peningaþvætti

Thomas Borgen.

  Danska blaðið Børsen skýrði frá því þriðjudaginn 7. maí að danskur saksóknari hefði ákært Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóra Danske Bank fyrir aðild að mesta peningaþvætti sögunnar. Peter Schradieck, lögmaður Borgens, sagði húsleit hafa verið gerða heima hjá umbjóðanda hans 12. mars. Borgen er sá fyrsti sem sætir ákæru í …

Lesa meira

Ágreiningur um loftslagsmál í Norðurskautsráðinu við upphaf formennsku Íslendinga

Myndin var tekin af þátttakendum í Rovaniemi-fundinum 7. maí 2019.

Engin sameiginleg ályktun var gefin út eftir fund utanríkisráðherrafund Norðurskautsríkjanna átta í Rovaniemi í Finnlandi þriðjudaginn 7. maí. Með ályktuninni átti að leggja víðtækan pólitískan grunn að starfi ráðsins næstu tvö ár undir formennsku Íslendinga. Aldrei fyrr hefur það gerst í sögu Norðurskautsráðsins frá árinu 1996 að ekki hafi náðst …

Lesa meira

SIPRI gefur ekki rétta mynd að hernaðarútgjöldum Rússa

Rússneskir hermenn á sölusýningu rússneskra vopna í janúar 2019.

  Friðarrannnsóknastofnunin í Stokkhólmi (SIPRI) birti nýlega skýrslu sem sýnir þróun hernaðarútgjalda. Bandaríkjamenn verja mun meira fé en aðrir til málaflokksins. Í skýrslunni segir að útgjöld Rússa hafi dregist saman og þeir hafi árið 2018 verið í sjötta sæti meðal þjóða heims þegar litið sé til hernaðarútgjalda. Útgjöld þeirra hafi …

Lesa meira

Loftslagsmál kunna að sundra Norðurskautsráðinu

22384326841_2e10091f44_b

Utanríkisráðherrar átta aðildarríkja Norðurdkautsráðsins stefndu mánudaginn 6. maí til Rovaniemi í Finnlandi þar sem annar árlega fundar þeirra hefst þriðjudaginn 7. maí. Á vefsíðunni Arctic Today segir mánudaginn 6. maí að í marga mánuði hafi árangurslaust verið unnið að sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna en margt bendi til að í fyrsta sinn …

Lesa meira

N-Kóreumenn skjóta flaug á loft – Trump áréttar samkomulagsvilja

Flaug N-Kóreumanna skotið á loft.

  Ljósmynd sem stjórnvöld í N-Kóreu birtu sunnudaginn 5. maí sýnir þegar flaug er skotið á loft laugardaginn 4. maí. Hvorki ríkisstjórn S-Kóreu né N-Kóreu hafa sagt að um „tilraun með eldflaug“ sé að ræða. Engu að síður kom fram að Kim Jong-un, einræðisherra í N-Kóreu lýsti mikilli ánægju með …

Lesa meira

Kvartað til lögreglu gegn uppljóstrunum um Assange

Julian Assange í lögreglubíl í London.

  Blaðamaður sem reyndi að selja upplýsingar um Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, sem sagt er að hafi verið aflað með eftirlitsmyndavélum í sendiráði Ekvadors í London hefur verið yfirheyrður í Madrid. Þetta hafði fréttasíðan thelocal.es eftir heimildarmönnum innan spænsku löggæslunnar laugardaginn 4. maí. Nokkrir Spánverjar segjast hafa undir höndum myndbönd …

Lesa meira

Pompeo og Lavrov ræða Venesúela í Rovaniemi

Sergei Lavrov og Mike Pompeo

Háttsettur rússneskur embættismaður staðfestir að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti Mike Pompeo, utanríkisrráðherra Bandaríkjanna, á fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi í næstu viku. Ónafngreindur bandarískur embættismaður sagði fimmtudaginn 2. maí að ráðherrarnir mundu ræða  „fjölmörg mál“ á fundinum sem hefst mánudaginn 6. maí. Lavrov og Pompeo hafa aðeins einu …

Lesa meira

Varnar- og öryggismál í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra

Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Pentagon, Washington, 15. maí 2018.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti alþingi árlega skýrslu um utanríkismál þriðjudaginn 30. apríl. Í framsöguræðu sinni sagði ráðherrann þetta um öryggis- og varnarmál: „Í vor eru liðin fimm ár frá því að Rússland innlimaði Krímskaga og braut þannig gróflega gegn þjóðarétti. Samstaða vestrænna ríkja og sannarlega mikilvæg þegar kemur að …

Lesa meira

Bretland: Varnarmálaráðherrann rekinn vegna leka um Huawei

Gavin Williamson

Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Breta, var rekinn úr ríkisstjórninni miðvikudaginn 1. maí sakaður um að hafa lekið upplýsingum sem fram komu á fundi þjóðaröryggisráðsins um aðild kínverska fyrirtækisins Huawei að þróun 5G net- og farsímakerfisins í Bretlandi. Williamson neitar þessum ásökunum „eindregið“. Um er að ræða upplýsingar tengdar Huawei og 5G …

Lesa meira