Kínverjar sakaðir um að birta rangar tölur um útbreiðslu Covid-19

52973312_403

Bandarískir embættismenn eru sagðir hafa sent Donald Trump forseta trúnaðarskýrslu þar sem fullyrt er að í Kína hafi menn leynt umfangi útbreiðslu kórónaveirunnar. Á Bloomberg News var vitnað í þrjá ónafngreinda starfsmenn Bandaríkjastjórnar sem sögðu að af ásetningi hefðu opinberar kínverskar tölur um fjölda smitaðra og fjölda látinna verið ófullnægjandi. …

Lesa meira

Danski varnamálaráðherrann varar við kínverskum falsfréttum

Trine Bramsen

Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, er ómyrk í máli um að ógnir gegn dönsku samfélagi aukist vegna kóróna-hættuástandsins. Allir Danir eigi að gæta sérstakrar varúðar. Hún segir að erlend ríki og öfgahópar reyni að nýta sér kóróna-ástandið. Hættan vegna þessa aukist eftir því sem tíminn líði því að örvænting kunni í …

Lesa meira

Sænska öryggislögreglan varar við Rússum og Kínverjum

Frá höfuðstöðvum Säpo í Solna úthverfi Stokkhólms,

Sænska öryggislögreglan Säpo kynnti ársskýrslu sína fyrir árið 2019 föstudaginn 27. mars. Meginniðurstaðan er að á fleiri sviðum en áður sé Svíum hótað af erlendum ríkjum. Þessar árásir aukist í takt við hnattvæðinguna auk þess geri stafræn samskipti samfélagið berskjaldaðra en áður var. Þá magnist hættan af ofbeldisfullum öfgamönnum til …

Lesa meira

Hörmungar í þriðja heiminum vegna kórónufaraldursins

gettyimages-1199224545

Ómögulegt er að segja til um þróun COVID-19 faraldursins sem núna gengur yfir heimsbyggðina.  Eitt er því miður öruggt er að margir munu ekki lifa hann af.  Faraldurinn sem hófst í Kína undir lok 2019 geisar nú í Evrópu og Bandaríkjunum.  Ríki nota ýmsar aðferðir til þess að reyna að …

Lesa meira

Kórónaveiran kallar á ný alþjóðleg viðhorf

mjaxnjeyytczzjfjngqyymuzymm3zdkzogexmjjmntq3otnkzdy

Hubert Védrine: Áfallið vegna kórónaveirunnar er við að gera að engu réttmæti margra þeirra viðbragða, hugsjóna og trúarsetninga sem hafa fest djúpar rætur.   Hubert Védrine (72 ára) var yfirmaður forsetaskrifstofu François Mitterrands á sínum tíma og utanríkisráðherra Frakklands 1997 til 2002. Í Frakklandi er litið á hann sem raunsæjan …

Lesa meira

Norður-Makedónía orðin 30. NATO-ríkið

200327-north-macedonia-nato1

Norður-Makedónía varð 30. aðildarríki NATO föstudaginn 27. mars 2020 þegar fulltrúi landsins lagði fullgilt skjal um aðild þess að Norður-Atlantshafssáttmálanum fram í bandaríska utanríkisráðuneytinu, gæsluaðila sáttmálans sem var ritað undir þar 4. apríl 1949. Ritað var undir aðild Norður-Makedóníu að NATO í febrúar 2019. Síðan hefur sú undirritun verið fullgilt …

Lesa meira

Breski flotinn eltir rússnesk herskip í Ermarsundi

Freigátan HMS Sutherland.

  Breski flotinn hefur undanfarið sent níu herskip á vettvang til að fylgjast með sjö rússneskum skipum á siglinu í Ermarsundi og Norðursjó. Um er að ræða fjórar breskar freigátur af 23-gerð: HMS Kent, HMS Sutherland, HMS Argyll og HMS Richmond auk strandgæsluskipanna HMS Tyne og HMS Mersey ásamt auk …

Lesa meira

Rússneskir falsmiðlar útmála kórónaveiruna

hand of a woman putting pin number at ATM cash machine

Sérfræðingar Evrópusambandsins í fjölþátta hernaði og upplýsingarfölsunum birtu fimmtudaginn 26. mars yfirlit þar sem lýst er hvernig reynt er að grafa undan öryggiskennd Evrópubúa og annarra með falsfréttum og röngum söguburði á netinu um áhrifin af kórónaveirunni, Covid-19. Segja sérfræðingarnir að á tímum þegar útbreiðsla veirunnar sé hröð, hundruð þúsunda …

Lesa meira

Rússar búast til varnar gegn kórónaveirunni

Vladimir Pútin Rússlandsforseti er sagður í gula búningnum í heimsókn í sjúkrahús í Moskvu 24. mars.

Þess er vænst að Vladimir Pútin Rússlandsforseti flytji sjónvarpsávarp miðvikudaginn 25. mars vegna vaxandi hættu í Rússlandi af kórónaveirunni. Sama dag hvatti Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, héraðsstjóra til að hafa hraðar hendur við að skapa hjúkrunarrými fyrir kóróna-sjúklinga. Birtar voru tölur 25. mars sem sýna 658 smitaða í Rússlandi miðað …

Lesa meira

Heimsfaraldrar dafna í lokuðum einræðisríkjum

Anders Fogh Rasmussen

Anders Fogh Rasmussen, fyrrv, forsætisráðherra Danmerkur og fyrrv. framkvæmdastjóri NATO, birti þriðjudaginn 24. mars grein á vefsíðu danska blaðisins Jyllands-Posten þar sem hann lýsir skoðun sinni á áhrifum hennar á stöðuna á alþjóðavettvangi. Hér hefur greinin verið lauslega þýdd á íslensku: Kórónafaraldurinn hófst í Kína. Lokuð einræðisstjórn, þrýstingur á fjölmiðla …

Lesa meira