Deila Rússa og Úkraínumanna eftir hertöku skipa á Svartahafi í hnút

Hertekin skip flota Úkraínu.

Vestrænar ríkisstjórnir hafa lýst stuðningi við stjórn Úkraínu eftir að Rússar hertóku þrjú skip og 23 sjóliða frá Úkraínu á Svartahafi undan Krímskaga sunnudaginn 25. nóvember. Seint mánudaginn 26. nóvember birtu vestrænir forystumenn yfirlýsingar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) þar sem þeir fordæmdu „forkastanlegt“ brot Rússa gegn fullveldi Úkraínu og …

Lesa meira

Úkraína: Rætt um herlög eftir árás Rússa á Svartahafi

Kortið sýnir hvar ráðist var á herskip Úkraínu. Þá má sjá höfnina Mariupol við Azovhaf.

Þing Úkraínu ræðir tillögu um innleiðingu herlaga í landinu eftir að rússneskar sérsveitir hertóku þrjú herskip í flota Úkraínu sunnudaginn 26. nóvember og handtóku 23 menn í áhöfnum skipanna. Skipin voru tekin á siglingu á Svartahafi undan strönd Krímskaga sem Rússar innlimuðu í mars 2014. Rússar skutu að skipunum áður …

Lesa meira

ESB-útgönguskilmálar Breta samþykktir af leiðtogaráði ESB

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Thereasa May, forsætisráðherra Breta, á fundi leiðtogaráðsins í Brussel 25. nóvember,

  Sunnudaginn 25. nóvember samþykktu leiðtogar 27 Evrópusambandsríkja útgönguskilmála fyrir 28. ríkið, Bretland, úr sambandinu eftir meira en 40 ára aðild að því. Samþykkt voru tvö skjöl á fundi leiðtoganna í Brussel, annars vegar 585 bls. skjal sem lögfestir útgönguna og hins vegar pólitísk yfirlýsing. Mælt er fyrir aðskilnaðarskilmálum og …

Lesa meira

Svíþjóð: Stjórnarkreppan versnar – umboðið í höndum Löfvens

Stefan Löfven, starfandi forsætisráðhertra, og Andre Norlén þingforseti.

  Stjórnarkreppa hefur verið í Svíþjóð síðan 25. september þegar meirihluti þingsins lýsti vantrausti á jafnaðarmanninn Stefan Löfven og samsteypustjórn hans með græningjum. Löfven hefur síðan leitt starfsstjórn en föstudaginn 23. nóvember veitti Andres Norlén, forseti sænska þingsins, Löfven umboð til stjórnarmyndunar og tekur þingið af skarið um hvort hún …

Lesa meira

Rætt um Magnitskíj-lög gegn Rússum innan ESB

39826614_303

  Innan Evrópusambandsins velta stjórnmálamenn fyrir sér hvort sambandið eigi að innleiða eigin Magnitskíj-lög, það er herða refisaðgerðir gegn Rússum. Aðgerðirnar taka mið af mannréttindabrotum rússneskra yfirvalda og eru Hollendingar helstu hvatamenn þess að málið verði kannað til hlítar. Bill Browder, höfundur bókarinnar Eftirlýstur, hvatti til þess að Bandaríkjaþing samþykkti …

Lesa meira

Ferðagleði umhverfisstjóra SÞ að falli

Erik Solheim

Norðmaðurinn Erik Solheim, forstjóri Umhverfismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sagði af sér þriðjudaginn 20. nóvember eftir að upplýst var að hann hefði varið hálfri milljón dollara í flugferðir um heiminn á 22 mánuðum. Innri endurskoðun SÞ birti skýrslu um UNEP þriðjudaginn 20. nóvember þar sem skýrt var frá ferðagleði Solheims. Hann …

Lesa meira

Frambjóðanda Rússa hafnað í Interpol

41547678_303

Frambjóðanda Rússa í sæti stjórnarformanns alþjóðalögreglunnar Interpol var hafnað á 193 ríkja þingi stofnunarinnar í Dubai miðvikudaginn 21. nóvember. Kim Jong Yang frambjóðandi Suður-Kóreu náði kjöri. Hann varð starfandi stjórnarformaður í september eftir að Kínverjinn Meng Hongwei sagði af sér eftir að sæta handtöku í Kína vegna ásakan um spillingu. …

Lesa meira

Rússi líklega stjórnarformaður Interpol

Aleksander Prokuptsjuk

Líklegt er að Rússinn Aleksander Prokuptsjuk verði kjörinn stjórnarformaður alþjóðalögreglunnar Interpol á fundi samtakanna í Dubai miðvikudaginn 21. nóvember. Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna hefur líkt framboði hans og hugsanlegu kjöri við að minkur sé sendur í hæsnabú. Stjórn Úkraínu hefur boðað úrsögn úr Interpol nái Aleksander Prokuptsjuk kjöri. Bandaríski þingmannahópurinn segir …

Lesa meira

Moskva: Browder sakaður um að myrða lögfræðing sinn

Bill Browder,

Rússneskir saksóknarar tilkynntu mánudaginn 19. nóvember að þeir hefðu stofnað til nýrrar málsóknar gegn Bill Browder, höfundi bókarinnar Eftirlýstur sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir fáeinum árum. Browder er harður gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda og Vladimirs Pútíns forseta sérstaklega. Hann sætir nú ákæru fyrir að standa að baki dauða lögfræðings síns …

Lesa meira

Macron heitir á Þjóðverja að endurnýja ESB

Emmanuel Macron í þýska þinginu.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti var í Berlín sunnudaginn 18. nóvember til að að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hann futti ræðu í þýska þinginu og hvatti til þess að Frakkar og Þjóðverjar endurnýjuðu náin tengsl sín til að styrkja lýðræðislega Evrópu til framtíðarverkefna. Um leið og forsetinn vottaði látnum hermönnum virðingu sína …

Lesa meira