Ólympíustjarna yfirgefur Íran í mótmælaskyni við kúgun kvenna

Kimia Alizadeh

Kimia Alizadeh, eina íranska konan sem hefur unnið til verðlauna á ólympíuleikum, tilkynnti laugardaginn 11. janúar að hún yfirgefið land sitt. Hún segir að stjórnkerfi þess einkennist af „hræsni og fulltrúar stjórnvalda niðurlægi íþróttamenn og „noti“ þá í pólitískum tilgangi. „Á ég að hefja mál mitt með halló, bless eða …

Lesa meira

Framgöngu íranskra stjórnvalda mótmælt í Teheran

Námsmenn mótmæla 11. janúar 2019 við háskóla í Teheran.

Mótmælendur fyrir utan háskóla í Teheran kröfðust þess laugardaginn 11. janúar að þeir yrðu látnir sæta ábyrgð sem skutu, að sögn fyrir mistök, niður úkraínska farþegaflugvél aðfaranótt miðvikudags 8. janúar þegar hún hóf sig á loft frá flugvellinum í Teheran. Aðfaranótt 11. janúar viðurkenndu yfirvöld í Íran að loftvarnaflaug íranska …

Lesa meira

Ráðamenn danska ríkjasambandsins ráðgast um öryggis- og varnarmál

Frá fundinum í danska forsætisráðuneytinu 7. janúar 2020.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Kim Kielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, hittust á fundi í danska forsætisráðuneytinu þriðjudaginn 7. janúar. „Þetta var góður og opinskár fundur. Okkur er ljóst að mikilvæg lega lands okkar á norðurskautinu og Norður-Atlantshafi hefur í för með sér æ miðlægara …

Lesa meira

Teheran: Talið að írönsk flaug hafi grandað farþegaflugvél

df9a8192814fd8cb606e2391998629a9c3d21cea

  Bandarískir embættismenn telja „mjög líklegt“ að úkraínska þotan sem fórst við Teheran í Íran aðfaranótt miðvikudags 8. janúar hafi verið skotin niður af írönskum loftvarnaflaugum. Niðurstaðan er reist á athugun á gervihnattarmyndum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði að kvöldi fimmtudags 9.  janúar að flugskeyti hefði grandað farþegaþotunni. Donald Trump …

Lesa meira

Íranar halda aftur af sér hernaðarlega gegn Bandaríkjamönnum

Mótmæli írarskra námsmanna við háskólann í Basra gegn Írönum og Bandaríkjamönnum miðvikudaginn 8. janúar 2020.

  Fréttamenn segja að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið óvenjulega stuttorður og nákvæmur á blaðamannafundi miðvikudaginn 8. janúar þegar hann ræddi deiluna við Írana. Hann sagði að Bandaríkjastjórn mundi beita eins miklum efnahagslegum og stjórnmálalegum þrýstingi gegn Írönum og unnt væri. Hann boðaði þó ekki að árásum Írana á …

Lesa meira

Svíþjóð: Skotárásum fækkar í borgum – færast norðar

Mattias Sigfridsson, starfandi lögreglustjóri í Malmö, og Anna Palmqvist vara-saksóknari.

Alls féll 41 fyrir skotvopnum í Svíþjóð á árinu 2019. Það er svipaður fjöldi og undanfarin ár en lögregla segir að verulega hafi dregið úr skotárásum í stærstu borgum landsins. Mattias Sigfridsson, starfandi lögreglustjóri í Malmö, sagði á blaðamannafundi þriðjudaginn 7. janúar að þar hefði tekist að hindra nokkrar skotárásir. …

Lesa meira

Herskylda snar þáttur í finnsku þjóðlífi

Nýliðar í hernum velja sér búnað.

Um 12.000 nýliðar hófu þjónustu í finnska hernum mánudaginn 6. janúar. Langflestir þeirra, 10.000, fara í landherinn. Hinir skiptast á milli flughers, flota og landamæravörslu. Í Finnlandi er herskylda fyrir flesta unga karlmenn. Þeim ber að sinna henni í rúmlega fimm til rúmlega 11 mánuði, alls 165, 255 eða 347 …

Lesa meira

The New Battle for the Atlantic – umsögn um bók

ek-tdylxyaes7ye

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson  Miklar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum á öryggisumhverfi Norður – Atlantshafssvæðisins. Þar til tiltölulega nýlega leiddu fáir á Vesturlöndum hugann að öryggismálum á svæðinu enda hafði engin ógn steðjað að því í langan tíma. Því miður er svo ekki lengur. Eftir að Vladimír …

Lesa meira

NYT um ákæruna gegn Trump og afstöðu Lisu Murkowski

Lisa Murkowski

Frá því föstudaginn 3. janúar hafa allar umræður í Bandaríkjunum – og í fjölmiðlum annars staðar – snúist um morðið á íranska hershöfðingjanum Soleimani. Enginn veit hvaða dilk það dregur á eftir sér. Sumir segja að með því að samþykkja aðgerðina hafi Donald Trump Bandaríkjaforseti viljað beina athygli frá vandanum …

Lesa meira

Þúsundir syrgja Soleimani á götum Bagdad – Trump vill ekki stríð

Sorgarganga í Bagdad

Enginn veit á þessari stundu hver eftirleikurinn verður vegna launmorðs Bandaríkjahers á íranska hershöfðingjanum Qassim Soleimani, yfirmanni Quds-hersins, úrvalssveita byltingarhers Írans sem stofnaður var fyrir þremur áratugum þegar íslamska byltingin var gerð í Íran og klerkaveldinu komið á fót. Þúsundir manna komu saman á götum Bagdad að morgni laugardags 4. …

Lesa meira