Fjarstýrðir flotar á næsta leiti

Flugmóðurskip af Gerall R. Ford-gerð

Frá því í síðari heimsstyrjöldinni hefur bandaríski flotinn verið ráðandi á heimshöfunum.  Hann hefur viðhaldið þessari stöðu með afar öflugum og fullkomnum skipum.  Óhætt er að segja að mikilvægustu skip flotans séu flugmóðurskipin.  Núverandi flugmóðurskipafloti Bandaríkjamanna er af Nimitz gerð.  Skipin voru tekin í notkun á árunum 1975 – 2009 en í …

Lesa meira

Stjórnar ný-nasistum í Bandaríkjunum frá St. Pétursborg

Rinaldo Nazzaro í bolnum til heiðurs Pútín.

Rannsóknarfréttamenn breska ríkisútvarpsins BBC segja að bandarískur stofnandi hóps ný-nasista, The Base, stjórni aðgerðum hans frá Rússlandi. Um sé að ræða Rinaldo Nazzaro (46 ára) sem noti dulefni eins og Norman Spear (spjót normanna) og Roman Wolf (rómverskur úlfur) sem fór frá New York til St. Pétursborgar fyrir tæpum tveimur …

Lesa meira

Norðmenn að baki GIUK-hliðsins

Haakon Bruun-Hanssen

Norðmenn hafa hervæðst að nýju vegna þróunarinnar í Rússlandi við norðurlandamæri þeirra. Þeir hafa fest kaup á nýjum orrustuþotum, eftirlitsflugvélum, kafbátum og loftvarnakerfum. Auk þess sem fjölgað hefur umtalsvert í norska herliðinu. Haakon Bruun-Hanssen, yfirmaður norska hersins áréttaði, þetta í árlegri ræðu sem norski yfirhershöfðinginn flytur í Militære Samfund í …

Lesa meira

Þjóðverjar stíga nýtt skref með Líbíufundinum

Þátttakenur í Berlínarfundinum um Líbíu.

Í leiðara sínum þriðjudaginn 21. janúar fjallar danska blaðið Jyllands-Posten um leiðtoga- og ráðherrafund 11 ríkja og aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Berlín sunnudaginn 19. janúar um stöðu mála í Líbíu. Blaðið segir að þótt finna megi 50 atriði og ábendingar í niðurstöðum fundarins þurfi meira en venjulega bjartsýni til að …

Lesa meira

Noregur: Framfaraflokkurinn fer úr ríksstjórn – Solberg áfram forsætisráðherra

Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins.

Framfaraflokkurinn sagði mánudaginn 20. janúar skilið við samstarfið í ríkisstjórn Noregs. Flokkurinn hefur átt aðild að borgaralegri ríkisstjórn undir forsæti Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins, í sex ár og tvo mánuði. Erna Solberg situr áfram sem forsætisráðherra. Í Noregi er ekki heimilt að rjúfa þing og efna til kosninga. Siv Jensen, …

Lesa meira

Bandaríski flotinn fer fram á meira fjármagn

Teikning af kafbáti af Columbia-gerð

Hefð er fyrir því í bandaríska varnarmálaráðuneytinu (Pentagon) að skipta því fjármagni sem ráðuneytið fær á fjárlögum nokkurn veginn jafnt á milli þriggja meginstoða heraflans.  Þannig fær landherinn um þriðjung og flotinn og flugherinn fá hvor sinn þriðjunginn.  Í greinum í vefmiðlinum Defense News er fjallað um að yfirmenn í …

Lesa meira

Berlín: Reynt að miðla málum í Líbíu

Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, og Khalifa Haftar, hershöfðingi.

Þýska ríkisstjórnin boðar til leiðtogafundar í Berlín sunnudaginn 19. janúar í því skyni að sætta stríðandi öfl í Líbíu. Tilraunir til þess hafa árangurslaust verið gerðar undanfarin ár á fundum í Frakklandi og á Ítaliu, Nú er talið brýnna en áður að finna friðsamlega lausn. Fyrir því eru tvær meginástæður …

Lesa meira

Erkiklerkur Írana hótar öllu illu

Ayatollah Ali Khamenei

Erkiklerkur Írana sagði föstudaginn 17. janúar að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri „trúður“ sem létist standa með írönsku þjóðinni en hann mundi „stinga eitruðum rýtingi“ í bak hennar. Var þetta í fyrsta sinn í átta ár sem Ayatollah Ali Khamenei flutti ræðu við föstudagsbænir í Teheran. Ayatollah Ali Khamenei sagði að …

Lesa meira

Pútín velur nýjan forsætisráðherra

Mikhail Mishustin

Vladimír Pútín Rússlandsforseti gerði Mikhail Mishustin ríkisskattstjóra að forsætisráðherra Rússlands miðvikudaginn 16. janúar. Mishustin er 53 ára og hefur starfað í rússneska stjórnarráðinu síðan 1998. Frá 2010 hefur hann verið ríkisskattstjóri og ekki látið mikið fyrir sér fara. Pútín gerði þessar breytingar á stjórnarforystu Rússlands eftir þá skyndilegu vendingu að …

Lesa meira

Nýr rússneskur kafbátur á teikniborðinu

Rússneskur kafbátur af Yasen-gerð.

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Með nokkurri einföldun má segja að kafbátarnir í vopnabúrum ýmissa sjóherja séu af tvennum toga. Annars vegar eru það eldflaugakafbátar (e. missile submarines). Þekktustu tegundir þeirra eru þær sem geyma langdræg kjarnorkuvopn svo sem eins og Ohio kafbátar Bandaríkjamanna. Þeir, og önnur stórveldi, nota þá sem stoð …

Lesa meira