Brottför Mattis hættuleg fyrir Trump

Jim Mattis

James Mattis sagði fimmtudaginn 20. desember af sér sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Í afsagnarbréfi sínu áréttaði hann ágreining sinn við Donald Trump forseta vegna framkomu við bandamenn Bandaríkjanna og afstöðunnar til „illvirkja og strategískra keppinauta“ á alþjóðavettvangi. Forsetinn hefði rétt til að hafa við hlið sér varnarmálaráðherra sem væri honum meira …

Lesa meira

Síðustu kolanámu Þýskalands lokað

Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseti með síðasta svartkolamolann.

Efnt var til athafnar föstudaginn 21. desember þegar hætt var 155 ára kolanámugreftri í Prosper-Haniel í þýska Ruhr-héraðinu. Áfram verður haldið við vinnslu á brúnkolum úr opnum Hambach Garzweiler-námum. Prosper-Haniel var áratugum saman stærsti vinnuveitandinn í Bottrop, kolabæ í Ruhr-héraðinu. Þegar síðustu námu félagsins var formlega lokað voru þar námuverkamenn …

Lesa meira

Pútin elur á ótta við hriklalegt kjarnorkustríð

Vladimir Pútin á blaðamannafundinum 20. desember.

    Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á árlegum blaðamannafundi sínum fimmtudaginn 20. desember að ekki bæri að vanmeta hættuna á að til hryllilegra kjarnorkuátaka kæmi. Hann gagnrýndi Bandaríkjastjórn fyrir að segja skilið við afvopnunarsamninga sem gerðir voru í kalda stríðinu. Árum saman hefur Pútín efnt til um fjögurra stunda langs …

Lesa meira

Rússar stórefla flugher og ratsjárstöðvar á norðurslóðum

Vladimir Pútín fundar með yfirmönnuim rússneska hersins.

  Á fundi Vladimirs Pútins Rússlandsforseta nú í vikunni með yfirmönnum rússnesku herstjórnarsvæðanna beindist athyglin sérstaklega að norðurslóðum segir í frétt á vefsíðunni Barents Observer miðvikudaginn 19. desember eftir Atle Staalesen. Sergeij Shoigu varnarmálaráðherra sagði að samhliða því sem lagðir yrðu nýir flugvellir á þessum slóðum yrði að efla ratsjáreftirlit. …

Lesa meira

Rússnesku nettröllin hvöttu bandaríska blökkumenn til að sitja heima

Pútín og „kokkur Pútíns“ sem rekur nettröllasmiðju í St. Pétursborg.

Leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins sendi mánudaginn 17. desember frá sér tvær skýrslur sem varpa ljósi á hvernig rússneskir útsendarar nýttu sér samfélagsmiðla til stuðnings Donald Trump í forsetakosningabaráttunni árið 2016. Rússar nýttu sér ekki aðeins Facebook og Twitter heldur einnig Instagram, YouTube, Google+, Tumblr og Pinterest. Þá vekur sérstaka athygli …

Lesa meira

Nýr forseti Georgíu vill nánari tengsl við NATO og ESB

Salome Zurabishvili flytur innsetningarræðu sína.

Salome Zurabishvili var sett í embætti Georgíu sunnudaginn 16. desember. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu. Í innsetningarræðu sinni sagðist hún ætla að sameina þjóðina og dýpka tengsl hennar við NATO og ESB. „Sem forseti Georgíu studd af strategískum samstarfsaðila okkar, Bandaríkjunum, og evrópskum vinum mun ég leggja …

Lesa meira

Lavrov segir stjórn Úkraínu undirbúa „vopnaða ögrun“

Rússneskar orrustuþotur.

  Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði mánudaginn 17. desember að stjórn Úkraínu legði á ráðin um „vopnaða ögrun“ á næstu vikum. Samskipti nágrannaríkjanna hafa versnað jafnt og þétt frá því að rússneski flotinn hertók þrjú eftirlitsskip Úkraínu á Svartahafi Sama dag og Lavrov lét þessi orð falla sagði rússneska varnarmálaráðuneytið …

Lesa meira

Rússar boða stórfelldar fjárfestingar og framkvæmdir á Norðurskautssvæðinu

Frá höfninni í Sabetta.

  Rússneska ríkisstjórnin hefur kynnt stórhuga 5-ára áætlun um fjárfestingu á norðurskautssvæðinu. Þar er um að ræða svæðisbundna innviði og nýtingu auðlinda. Atle Staalsen, blaðamaður norska vefmiðilsins Barents Observer, gerði grein fyrir þessum áformum Rússa á vefsíðunni föstudaginn 14. desember. Hér verður stuðst við frásögn hans. Ríkisstjórn Rússlands kom saman …

Lesa meira

Úkraínumenn lýsa yfir kirkjulegu sjálfstæði frá Rússum

Beðið fyrir nýrri kirkju.

Ráð rétttrúnaðarkirkjunnar í Úkraínu stofnaði laugardaginn 15. desember nýja þjóðkirkju Úkraínu og kaus henni leiðtoga. Með þessu eru kirkjuleg tengsl slitin við Rússa. Þykir ákvörðunin enn til marks um stjórnmálaleg og hernaðarleg spenna magnist milli nágrannaþjóðanna. Ágreiningur er innan kirkjunnar í Úkraínu vegna ákvörðunarinnar. Pedro Porosjenkó, forseti Úkraínu, staðfesti ákvörðun …

Lesa meira

Trump ræður „starfandi“ liðsstjóra

Mick Mulvaney

Af fréttum má ráða að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi gripið til örþrifaráðs síðdegis föstudaginn 14. desember þegar hann tilkynnti að Mick Mulvaney yrði starfandi liðsstjóri sinn um áramótin þegar John Kelly hershöfðingi hverfur sem stjórnandi í Hvíta húsinu. Tilkynnt hafði verið að forsetinn ætlaði leiða málið til lykta í samtölum …

Lesa meira