Telenor hafnar Huawei við 5G-væðingu sína

0758a347e811eb72f82352f58b1dd6aa26bb2f7c9a2d859b86137ed70055a1d4

Norska símafyrirtækið Telenor tilkynnti föstudaginn 13. desember að það hefði ákveðið að kaupa 5G-símnetbúnað af sænska fyrirtækinu Ericsson og hafna þar með viðskiptum við kínverska risafyrirtækið Huawei sem sér Telenor nú fyrir 4G búnaði. Norska leyniþjónustan hafði sent frá sér viðvörun um að Huawei stæði of nærri kínverskum stjórnvöldum til …

Lesa meira

Stærsti ísbrjótur heims á tilraunasiglingu

Risaisbrjóturinn Arktika í St. Pétursborg.

Arktika, kjarnorkuknúinn ísbrjótur Rússa, sem sagður er stærsti og öflugasti ísbrjótur í heimi, sneri í vikunni til hafnar í St. Pétursborg, Eystrasaltshöfn Rússlands, eftir tveggja daga tilraunasiglingu. Rosatom, rússneska ríkisfyrirtækið til hagnýtingar kjarnorku, lét smíða 173 m langan og 15 m háan ísbrjótinn. Honum er ætlað að veita aðstoð við …

Lesa meira

Bretland: Stórsigur íhaldsmanna – afhroð Verkamannaflokksins

Sigurglaður Boris Johnson forsætisráðherra.

Breski Íhaldsflokkurinn vann sögulegan sigur í þingkosningum fimmtudaginn 12. desember þegar hann vann 54 þingsæti af Verkamannaflokknum og hlaut 365 þingmenn kjörna með 43,6% fylgi (+1,2 frá 2017). Íhaldsflokkurinn hefur nú 80 manna meirihluta í neðri deild breska þingsins. Þetta er mesti sigur flokksins síðan 1987 þegar Margaret Thatcher var …

Lesa meira

Eldur í eina flugmóðurskipi Rússa

Myndin sýnir reykjarmökkin frá flugmóðurskipinu í höfninni í Múrmansk.

Að morgni fimmtudags 12. desember kom upp eldur í eina flugmóðurskipi Rússa, Admiral Kuznetsov, sem var til viðgerða í Múrmansk í Norður-Rússlandi. Fimm menn slösuðust þegar eldurinn kviknaði við logsuðu inni í skipinu. Komst eldurinn í dísel-olíu undir flugþilfari skipsins. Skömmu eftir að fyrstu fréttir af eldsvoðanum bárust sagði rússneska …

Lesa meira

Danska lögreglan bregst við hryðjuverkaógn

Lögregluaðgerð í Álaborg.

Danska lögreglan greip til samhæfðra aðgerða um alla Danmörku miðvikudaginn 11. desember með leyniþjónustunni (Politiets Efterretningstjeneste, PET) og handtók um 20 manns á um 20 stöðum. Margir í hópnum voru sakaðir um sprengjugerð og til að verða sér úti um skotvopn. Grunur er um að meðal þeirra sem voru teknir …

Lesa meira

Rússneskir launmorðingjar í frönsku Ölpunum

Rússneskir njósnarar fóru til Chamonix til að hreinsa af sér grun.

Fimmtán rússneskir njósnarar höfðu í fimm ár „bækistöð“ í frönsku Ölpunum og fóru þaðan í leynilega leiðangra og til launmorða í löndum Evrópu. Þetta var upplýst eftir að þýsk stjórnvöld ráku tvo rússneska stjórnarerindreka úr landi í vikunni eftir að saksóknarar sögðu „næg sönnunargögn“ fyrir hendi til að tengja rússnesk …

Lesa meira

Merkel í Auschwitz: „Ég fyllist djúpri skömm“

Angela Merkel gengur með forsætisráðherra Póllands og fulltrúum gyðinga inn í Auschwitz.

  Angela Merkel Þýskalandskanslari fór i fyrstu opinberu heimsókn sína til Auschwitz-Birkenau í Póllandi föstudaginn 6. desember, 14 árum eftir að hún tók við kanslaraembættinu. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, var í för með Merkel ásamt fyrrverandi föngum og fulltrúum ýmissa samtaka gyðinga. Í ræðu sem Angela Merkel flutti í Birkenau-dauðabúðunumn …

Lesa meira

Finnar leita að nýjum forsætisráðherra

Sanna Marin (34 ára), samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins.

  Jafnaðarmaðurinn Antti Rinne, forsætisráðherra Finna, baðst lausnar þriðjudaginn 3. desember skömmu áður þingumræður um stöðu hans áttu að hefjast. Með lausnarbeiðni forsætisráðherrans breyttist ríkisstjórnin í starfsstjórn þar til finnska þingið samþykkir stuðning við nýjan forsætisráðherra. Forseti finnska þingsins, Matti Vanhanen, fyrrverandi forsætisráðherra Miðflokksins, hvatti til þess eftir afsögn forsætisráðherrans …

Lesa meira

Pelosi gefur fyrirmæli um gerð ákæru gegn Trump

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

  Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti fimmtudaginn 5. desember að þingmenn deildarinnar myndu vinna að því að semja ákæruskjal gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hafa kallað á fleiri vitni við rannsókn málsins gegn honum. „Lýðræði okkar er í húfi,“ sagði Pelosi. „Við eigum ekki annan kost en sækja …

Lesa meira

London-yfirlýsing NATO: Frelsi og öryggi tryggt í 70 ár

Við upphaf NATO-leiðtogafundarins í London.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.

Leiðtogafundur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) var haldinn í London miðvikudaginn 4. desember til að fagna 70 ára afmæli bandalagsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing og birtist hún hér í lauslegri þýðingu: Í dag komum við saman í London, þar sem NATO átti fyrst …

Lesa meira