Úkraínumenn lýsa yfir kirkjulegu sjálfstæði frá Rússum

Beðið fyrir nýrri kirkju.

Ráð rétttrúnaðarkirkjunnar í Úkraínu stofnaði laugardaginn 15. desember nýja þjóðkirkju Úkraínu og kaus henni leiðtoga. Með þessu eru kirkjuleg tengsl slitin við Rússa. Þykir ákvörðunin enn til marks um stjórnmálaleg og hernaðarleg spenna magnist milli nágrannaþjóðanna. Ágreiningur er innan kirkjunnar í Úkraínu vegna ákvörðunarinnar. Pedro Porosjenkó, forseti Úkraínu, staðfesti ákvörðun …

Lesa meira

Trump ræður „starfandi“ liðsstjóra

Mick Mulvaney

Af fréttum má ráða að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi gripið til örþrifaráðs síðdegis föstudaginn 14. desember þegar hann tilkynnti að Mick Mulvaney yrði starfandi liðsstjóri sinn um áramótin þegar John Kelly hershöfðingi hverfur sem stjórnandi í Hvíta húsinu. Tilkynnt hafði verið að forsetinn ætlaði leiða málið til lykta í samtölum …

Lesa meira

Jólamarkaður Strassborgar opnaður undir her- og lögregluvernd

Hlið jólamarkaðarins í Strassborg

Jólamarkaðurinn í Strassborg er elsti og stærsti þessara markaða í Frakklandi. Honum var lokað að kvöldi þriðjudags 11. desember þegar Cherif Chekatt hóf skothríð á Kleber-torgi, aðaltorgi borgarinnar. Markaðurinn var opnaður að nýju föstudaginn 14. desember en kvöldið áður hafði lögregla fundið illvirkjann og fellt hann í skotbardaga í Neudorf-hverfinu …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn gefur Rússum 60 daga frest vegna INF-samningsins

Rússneskri meðaldrægri stýriflaug skotið á loft.

Bandaríkjastjórn gaf Rússum 60 daga 4. desember 2018 til að fara að samningnum um meðaldrægar kjarnaflaugar (INF-samningnunum). Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar hann tilgreindi frestinn að loknum utanríkisráðherrafundi NATO-ríkjanna, sð færu Rússar ekki að samningnum kynnu Bandaríkjamenn að framleiða, reyna og setja upp ný flugskeyti. Á fundi með blaðamönnum …

Lesa meira

Skítverkamaður Trumps dæmdur

Michael Cohen

Micahel Cohen, fyrrv. einkalögfræðingur Donalds Trumps, var dæmdur í þriggja ára fangelsi miðvikudaginn 12. desember. Af þvó tilefni birti The New York Times þennan leiðara fimmtudaginn 13. desember: „Undanfarna mánuði hafa verið nokkrir dimmir dagar í Bandaríkjunum, dagar þegar undrandi borgarar hafa haft tilefni til að velta fyrir sér hvort …

Lesa meira

Hitinn á norðurskautinu næstmestur árið 2018

Skip á Norðurleiðinni í kjölfar rússnesks ísbrjóts.

Bandaríska haffræði- og loftslagsstofnunin (National Oceanographic and Atmospheric Administration, NOAA) sendi þriðjudaginn 11. desember frá sér skýrslu sem sýnir að árið 2018 er annað hlýjasta árið sem mælst hefur á norðurskautinu. „Lofthiti á norðurskautinu hefur undanfarin fimm ár verið hærri en öll ár frá árinu 1900,“ segir í árlegri skýrslu …

Lesa meira

Skilríki Pútíns fundust í skjalasafni Stasi

Stasi-skilríki Pútíns.

  Stasi gaf á sínum tíma út eigin skilríki fyrir Vladimar Pútín. Stasi er skammstöfun á heiti illræmdrar njósna- og öryggisstofnunar austur-þýskra kommúnista. Skilríkin fundust nýlega. Þau sanna ekki endilega að Pútín hafi starfað innan Stasi. Skilríkin eru dagsett á þeim tíma þegar Pútín starfaði sem rússneskur KGB-foringi í borginni …

Lesa meira

Rússar ögra Bandaríkjamönnum með kjarnorkuprengjuvélum í Venesúela

Tu 160 - rússnesk hljóðfrá sprengjuvél.

Rússar hafa reitt Bandaríkjamenn til reiði með því að senda tvær flugvélar sem geta flutt kjarnorkusprengjur til Venesúela. Um er að ræða vélar af gerðinni TU-160, hljóðfráar sprengjuvélar sem rússneskir flugmenn þeirra kalla Hvítu svanina. Þær lentu á Maiquetia-flugvelli skammt frá höfuðborginni Caracas mánudaginn 10. desember. Fyrir fáeinum dögum hitti …

Lesa meira

Macron reynir að skapa ró í Frakklandi

Emmanuel Macron fkytur sjónvarpsávrp 10. desember 2018.

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti flutti sjónvarpsávarp að kvöldi mánudags 10. desember og lofaði 100 evru hækkun á lágmarkslaunum og ýmsum skattalækkunum fyrir eftirlaunaþega og annað láglaunafólk. Með þessu vildi hann slá á mótmælin sem sett hafa svip á franskt þjóðlíf síðan 17. nóvember. „Við munum bregðast við efnahagslegri og félagslegri …

Lesa meira

May frestar Brexit-atkvæðagreiðslu – vill breyta írska varnaglaákvæðinu

Theresa May kynnir breska þinginu frestun Brexit-atkvæðagreiðslu.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti neðri deild breska þingsins síðdegis mánudaginn 10. desember að hún hefði ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit-tillögu hennar þriðjudaginn 11. desember vegna „víðtækra og djúpstæðra efasemda“ um írska varnaglaákvæðið í tillögunni. May sagði í þinginu að þrátt fyrir „víðtækan stuðning við mörg lykilatriði“ við samkomulag …

Lesa meira