Nýjar reglur í Rússlandi um að nöfn fallinna í orrustu skuli skoða sem ríkisleyndarmál kunna að hafa alvarleg áhrif á málfrelsi og mannréttindi í Rússlandi sagði Sergeij Krivenko, rússneskur mannréttindafrömuður, við þýsku fréttastofuna DW föstudaginn 29. maí. Nöfn allra sem falla í aðgerðum sérsveita …
Lesa meiraFrontex vill hervernd fyrir landamæraverði sína á Miðjarðarhafi
Af hálfu Frontex, landamærastofnunar Evrópu, hefur verið farið fram á hervernd gegn vopnuðum smyglurum á farandfólki sem auka umsvif sín á Miðjarðarhafi og við strönd Libíu. Varðskipið Týr hefur sinnt verkefnum fyrir Frontex á þessum slóðum undanfarna mánuði og tekið þátt í Triton-aðgerð landamærastofnunarinnar. Í frétt á …
Lesa meiraStoltenberg boðar allt að átta NATO-herstöðvum í austurhluta Evrópu
NATO ætlar að efla sameiginlegar varnir með því að koma á fót allt að átta stjórnstöðvum í austurhluta Evrópu sagði Jens Stolteberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í Washington miðvikudaginn 27. maí. Framkvæmdastjórinn sagði að stjórnstöðvarnar yrðu í Eistlandi, Lettlandi Litháen, Póllandi, Búlgaríu og Rúmeníu. Ein í hverju landi …
Lesa meiraObama og Stoltenberg árétta mikilvægi sameiginlegra varna
Barack Obama Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hittust á fundi í Washington þriðjudaginn 26. maí. Á blaðamannafundi að honum loknum sagði Obama að við NATO blöstu nú mikilvæg og áhættusöm verkefni. „Við ræddum stöðuna í Úkraínu og æ meiri sóknarblæ á stefnu Rússa, við áréttuðum að …
Lesa meiraRússar efna í skyndi til víðtækrar flug- og loftvarnaæfingar
Rússar hófu mikla fjögurra daga heræfingu mánudaginn 25. maí með um 250 flugvélum, 12.000 hermönnum og 700 vígtólum af ýmsum gerður. Rússneska varnarmálaráðuneytið lýsir æfingunni sem „víðtækri skyndiathugun“ á viðbragðsflýti heraflans. BBC bendir á að æfingin hefjist sama dag og NATO-ríki og nokkur samstarfsríki þeirra hefji æfingar á …
Lesa meiraRússar fagna forskoti vegna hátækni skriðdreka – kapphlaup að hefjast
Rússar telja sig hafa náð miklu forskoti gagnvart ESB-ríkjum með nýja Armata-skriðdreka sínum og mánudaginn 25. maí birti rússneska TASS-fréttastofan ummæli sem Dmitrí Rogozin, varaforsætisráðherra Rússlands, lét falla í rússneska sjónvarpinu kvöldið áður um að Evrópuríki stæðu ekki jafnfætis Rússum í þessu efni fyrr en eftir 15 ár. …
Lesa meiraSvíar fá bandarískar B-52 sprengjuvélar til að senda skýr skilaboð til Moskvu
Tvær bandarískar sprengjuvélar af B-52 gerð munu taka þátt í æfingu með sænska hernum á Eystrasalti sem stendur dagana 5. til 20. júní. Þoturnar geta borið kjarnavopn. Þátttaka þeirra og hlutdeild NATO í æfingnni er túlkuð á þann veg á rússnesku vefsíðunni Sputnik að með þessu vilji Svíar …
Lesa meiraESB-leiðtogar hafna óskum Úkraínu, Georgíu og Moldóvu um aðildarviðræður – vilja ekki auka spennu gagnvart Rússum
Leiðtogar ESB-ríkjanna komu saman til fundar í Riga, höfuðborg Lettlands, fimmtudag 21. maí og föstudag 22. maí. Þeir funduðu með leiðtogum sex ríkja sem áður voru hluti Sovétríkjanna, þar á meðal frá Úkraínu, Georgíu og Moldóvu. Var það von leiðtoga þessara þriggja landa að þeir fengju fyrirheit í lokayfirlýsingu leiðtogafundarins …
Lesa meiraFinnski herinn sendir 900.000 varaliðum bréf um verkefni á átakatímum
Um þessar mundir hefur finnska varnarmálaráðuneytið lokið við að senda bréf til um 900.000 manna í varaliði hersins og gert þeim grein fyrir verkefni þeirra „komi til styrjaldar“, Segir í frétt breska blaðsins The Daily Telegraph (DT) föstudaginn 22. maí og segir blaðið að líta beri á þessa …
Lesa meiraHermálanefnd NATO: Síbreytilegar öryggisaðstæður krefjast sveigjanlegra viðbragða
Danski hershöfðinginn Knud Bartels, formaður hermálanefndar NATO, sagði í Brussel miðvikudaginn 20. maí, þegar hann setti fund yfirmanna herafla einstakra aðildarríkja bandalagsins, að hlutverk þeirra og NATO væri að laga sig að öryggisaðstæðum sem tækju stöðugt breytingum. Hann nefndi tvö nýleg dæmi máli sínu til stuðnings, að átök innan Jemen …
Lesa meira