Noregur: Löggjöf í smíðum til að stöðva straum hælisleitenda frá Rússlandi

Storskog-landamærastöðin-við-Kirkenes-í-Noregi

  Farand- og flóttafólk leggur áfram leið sína frá Rússlandi til Noregs um Storskog-landamærastöðina skammt frá Kirkenes þótt vetur sé genginn í garð í Norður-Noregi. Í fyrstu settu Sýrlendingar mestan svip á aðkomufólkið, nú fjölgar hins vegar Afgönum í hópnum. Fólkið á það sameiginlegt að hafa dvalist lengur eða skemur …

Lesa meira

Jyllands-Posten: Ráðaleysi innan ESB vegna flóttamannavandans

Riddaralögregla Slóveníu reynir að stýra straumi flóttamanna,

  Í danska blaðinu Jyllands-Posten birtist þriðjudaginn 10. nóvember leiðari um flóttamannavandann í Evrópu og úrræðaleysið innan ESB vegna hans. Leiðarinn birtist hér í lauslegri þýðingu: „Þegar Inger Støjberg [dómsmálaráðherra Dana úr Venstre-flokknum] hóf gagnsókn með auglýsingum í erlendum fjölmiðlum og birti viðvaranir til flóttafólks um leggja ekki í hættuför …

Lesa meira

Corbyn krefst aðgerða gegn yfirmanni breska hersins

Jeremy Corbyn

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur sakað yfirmann herafla Bretlands um að taka pólitíska afstöðu í ágreiningi um endurnýjun kjarnorkuherafla Breta, Sir Nicholas Houghton hershöfðingi sagði sunnudaginn 8. nóvember, á minningardegi fallinna breskra hermanna, að hann hefði „áhyggjur“ vegna þeirrar heitstreningar Corbyns að hann mundi aldrei „þrýsta á kjarnorkuhnappinn“, það …

Lesa meira

Þýskar njósnastofnanir hlera fjarskipti bandamanna

Þýska ríkisstjórnin

Þýskar njósnastofnanir hleruðu fjarskipti margra nánustu bandamanna Þjóðverja í Evrópu þar á meðal Frakka, Svía, Ítala, Spánverja og Breta að sögn Der Spiegel, þýska vikublaðsins, laugardaginn 8. nóvember. Meðal þeirra sem voru undir smásjánni voru ýmis erlend sendiráð í Þýskalandi og alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn. Áður en þessi …

Lesa meira

Stoltenberg útilokar ekki aukna hervæðingu NATO nálægt Rússlandi

Jens Stoltenberg ávarpar þátttakendur í heræfingum NATO í Portúgal.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi í Portúgal fimmtudaginn 5. nóvember að NATO yrði að styrkja stöðu sína allt frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs vegna hernaðarumsvifa Rússa sem gætu gert þeim kleift að hafa lykilsvæði á valdi sínu á hættutímum. Til blaðamannafundarins var efnt í tengslum við hinar miklu heræfingar, …

Lesa meira

Þýskaland: Stjórnarflokkarnir semja um málamiðlun vegna farand- og flóttafólks

Horst Seehofer og Angela Merkel.

Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi komust fimmtudaginn 5. nóvember að samkomulagi um hvernig staðið skuli að móttöku farand- og flóttafólks til landsins. Ákveðið var að opna fimm skrásetningarstöðvar í landinu til að hraða afgreiðslu hælisumsókna og brottvísun þeirra sem eiga ekki rétt á hælisvist. Jafnaðarmenn (SPD) samstarfsflokkur kristilegra í þýsku ríkisstjórn Angelu …

Lesa meira

Leiðtogar 9 NATO-ríkja andmæla linnulausum yfirgangi Rússa

Frá fundi leiðtoganna níu í Búkarest,

Leiðtogar þriggja Eystrasaltsríkja og sex Mið- og Austur-Evrópuríkja sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu miðvikudaginn 4. nóvember eftir fund í Búkarest, Rúmeníu, að þeir hefðu miklar áhyggjur af linnulausum yfirgangi Rússa. Í yfirlýsingunni er þess krafist að Rússar virði að nýju alþjóalög og standi við skuldbindingar sínar. Án þess að það sé …

Lesa meira

Forsætisráðherra Slóveníu vekur máls á stríðshættu vegna flóttamannastraumsins

Miro Cerar, forsætisráðherra Slóveníu

Miro Cerar, forsætisráðherra Slóveníu, sagði á blaðamannafundi þriðjudaginn 3. nóvember að vandinn vegna aðkomufólks í Evrópu kynni að leiða til átaka að nýju milli lýðveldanna sem áður mynduðu Júgóslavíu og börðust sín á milli á tíunda áratugnum. Hundruð þúsunda farand- og flóttafólks frá Sýrlandi, Írak, Afganistan og fleiri ríkjum hafa …

Lesa meira

Merkel óttast hernaðarátök loki Þjóðverjar landamærum sínum

Angela Merkel á framtíðarfundi CDU í Darmstadt mánudaginn 2. nóvember 2015.

Angela Merkel Þýskalandskanslari varði stefnu sína í útlendingamálum á fundi flokks síns, CDU, í Darmstadt að kvöldi mánudags 2. nóvember. Hún sagði að með því að koma á fót „biðsvæðum“ yrði auðveldast að brottvísa þeim sem ættu engan rétt á hælisvist í Þýskalandi. Gripu Þjóðverjar til þess ráðs að loka …

Lesa meira

Þýskaland: Stjórnarflokkana greinir á um flóttamannastefnu

Flóttamenn óska eftir skráningu við komuna til Þýskalands.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðirnar (UNHCR) í Genf upplýsti mánudaginn 2. nóvember að í október 2015 hefðu 218.394 flóttamenn lagt leið sína yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Þessi fjöldi er hinn mesti á einum mánuði og nálgast hann heildarfjölda flóttamanna allt árið 2014. Flestir flóttamannanna vilja setjast að í Þýskalandi og þar magnast …

Lesa meira