Bandarískar sprengjuvélar langt fyrir norðan Ísland

Myndin er tekin 18. júní 2020 þegar B-2-vél tekur eldsneyti á lofti á leið sinni norður fyrir heimskautsbasug.

Fimmtudaginn 18. júní flugu tvær langdrægar, torséðar, bandarískar B-2 Spirit-sprengjuvélar frá flugstöð í Missouri yfir Norður-Atlantshaf  í háloftin yfir nyrsta hluta Noregshafs. Bandaríska Evrópuherstjórnin staðfesti að vélarnar væru frá 508 sprengjuflugdeildinni. Þegar þær nálguðust norska lofthelgi flugu tvær norskar F-35-orrustuþotur til móts við þær. Á norsku vefsíðunni Barents Observer segir …

Lesa meira

Bandaríkjamenn vilja öfluga, eigin ísbrjóta í Norður-Íshafi

Tölvulíkan af væntanlegum ísbrjóti bandarísku strandgæslunnar.

  Eðli málsins samkvæmt er mikilvægt fyrir þjóðir sem eiga hagsmuna að gæta í Íshafinu og á nálægum slóðum að eiga ísbrjóta.  Þeir nýtast við björgunar- og rannsóknarstörf og við að ryðja skipaleiðir í gegnum ís.  Margir telja líka að með því að eiga flota ísbrjóta styrki ríki stöðu sína …

Lesa meira

Kínversk yfirvöld segja kórónuveiruna í Peking ekki úr norskum laxi

Frá kínverskum matarmarkaði.

Kínversk yfirvöld  samþykkja að ekki sé unnt að rekja nýtt upphaf COVID-19-faraldurs í Peking til norsks lax. Samþykkið skiptir norsk fyrirtæki miklu því að á mörgum veitingastöðum og í smásöluverslunum vildu menn ekki bjóða innflutta laxinn. Að kvöldi þriðjudags 16. janúar efndi Shi Guoqing, aðstoðarforstjóri sóttvarnamiðstöðvar Kína, til blaðamannafundar og …

Lesa meira

Rússland: Norður-Íshafssérfræðingur sakaður um njósnir fyrir Kínverja

Valeríj Mitko

Rússnesk stjórnvöld hafa sakað einn fremsta vísindamann sinn á sviði rannsókna í Norður-Íshafi um að senda trúnaðarupplýsingar til Kína. Rannsakendur segja að Valeríj Mitko (78 ára), forseti rússnesku norðurskauts-vísindaakademíunnar og gestaprófessor við sjávarútvegsháskólann í Dalian í Kína, hafi afhent kínverskum njósnastofnunum trúnaðarupplýsingar. Mitko hafnar þessum ásökunum en verði hann dæmdur …

Lesa meira

Whelan segir sig dæmdan í sýndarréttarhöldum

Paul Whelan mótmælir í réttarsalnum í Moskvu.

Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan, fyrrverandi landgönguliði, var mánudaginn 15. júní dæmdur í 16 ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir. Hann hefur setið í varðhaldi frá því í desember 2018. Þegar dómsorðið var lesið stóð Whelan í réttarsalnum með spjald þar sem stóð: Sýndarréttarhöld! og hvatti Bandaríkjaforseta til að láta sig málið …

Lesa meira

Útilokun Svía kann að spilla norrænu samstarfi

Ann Linde, utanríkisráðherra Svía.

Stjórnvöld í Noregi og Danmörku opna landamæri sín gagnvart nágrannaríkjum en þó ekki Svíþjóð. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að ákvarðanirnar geti skapað djúp sár og skaðað norrænt samstarf. „Þau [stjórnvöldin] verða að taka þær ákvarðanir sem þau telja að séu til að vernda borgara sína. Það er staðreynd að …

Lesa meira

Noregur: Risahafsvæði opnuð fyrir vindorkuver

shutterstock_602703245

Norska ríkisstjórnin tilkynnti föstudaginn 12. júní að frá og með 1. janúar 2021 yrði unnt að óska eftir heimild til að setja upp haf-vindorkuver á tveimur svæðum undan strönd Noregs: Utsira Nord (1010 ferkm) og Sørlige Nordsjø II (2591 ferkm). Talið er að samtals megi framleiða 4.500 MW af vind-raforku …

Lesa meira

Æðsti yfirmaður Bandaríkjahers harmar gönguför með Trump

Myndin er tekin mánudaginn 1. júní 2020 þegar Donald Trump forseti gekk frá Hvíta húsinu að St. John‘s biskupakirkjunni sem hafði orðið fyrir skaða daginn áður vegna uppþota og eldsvoða. Fyrir aftan Trump eru William Barr dómsmálaráðherra, Mark Esper varnarmálaráðherra og hershöfðinginn Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins. Þá eru embættismenn út Hvíta húsinu einnig í hópnum.

  Mark Milley, hershöfðingi, æðsti yfirmaður Bandaríkjahers, jók á einstæða spennu milli varnarmálaráðuneytisins og forsetaembættisins í Washington fimmtudaginn 11. júní þegar hann sagði að það hefði rangt af sér að ganga einkennisklæddur við hlið Donalds Trumps forseta fram hjá mótmælendum sem höfðu verið reknir af breiðgötunni fyrir framan Hvíta húsið …

Lesa meira

Rússneskar sprengjuvélar nálægt Alaska

Rússneskar spengjuvélar.

Bandarískar orrustuþotur flugu miðvikudaginn 10. júní tvisvar í veg fyrir rússneskar sprengjuvélar undan strönd Alaska segir í tilkynningu frá Loftvarnaherstjórn Norður-Ameríku (NORAD) 10. júní. Í tilkynningunni segir að bandarískar F-22 Raptors hafi snemma miðvikudaginn 10. júní flogið í veg fyrir rússneska flugsveit í innan við 20 sjómílna fjarlægð frá strönd …

Lesa meira

Vald herstjórnar rússneska Norðurflotans aukið

Rússnesk herskip í Sveromorsk á Kólaskaga, heimahöfn Norðurflotans. Thomas Nilsen ritstjóri Barents Observer tók myndina.

 Rússland er stærsta land veraldar en flatarmál þess er rúmlega sautján milljónir ferkílómetra.  Ráðamenn í Kreml reyna ýmislegt til þess að einfalda stjórnsýsluna í þessu víðfeðma landi.  Málefni rússneska heraflans eru þar ekki undanskilin. Fram kemur í bókinni The Russian Military Resurgence eftir René De La Pedraja, sem gefin var út 2018, að löng hefð sé fyrir …

Lesa meira