Spánn: Uppnámsflokkurinn Vox kann að ráða úrslitum

1545042040_890053_1545043098_noticia_normal_recorte1

  Gengið verður til þingkosninga á Spáni 28. apríl eftir að ríkisstjórninni mistókst að fá fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 samþykkt. Höfuðástæða þess er ágreiningur í baklandi minnihlutastjórnar sósíalista vegna hörku hennar í garð aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Í spænska blaðinu El País segir mánudaginn 18. febrúar að Evrópusambandið og fjármálamarkaðir óttist …

Lesa meira

Frakkland: Gyðingahatur setur svip á gulvestunga

Alain Finkielkraut í París laugardaginn 16. febrúar.

Þátttakendur í mótmælum gulvestunga í Frakklandi sæta þungri gagnrýni fyrir gyðingahatur eftir að þeir gerðu hróp að heimspekingnum og rithöfundinum Alain Finkielkraut laugardaginn 16. febrúar. Lögregla varð að verja hann fyrir árásum mótmælenda í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýsti vanþóknun á framkomu mótmælendanna. Hann sagði á Twitter: „And-gyðinglegu svívirðingarnar sem …

Lesa meira

Merkel vel fagnað í München

Angela Merkel flytur ræðu sína í München.

  Þriggja daga árleg öryggisráðstefnan í München hófst föstudaginn 15. febrúar. Angela Merkel Þýskalandskanslari flutti ræðu á ráðstefnunni laugardaginn 16. febrúar og sagði meðal annars: „Við þörfnumst NATO, það er akkeri stöðugleika í ólgusjó. Við þörfnumst þess sem samfélags um sameiginleg gildi. Við ættum aldrei að gleyma að NATO var …

Lesa meira

Mike Pompeo utanríkisráðherra ræðir viðskipti, öryggi og loftslag í Reykjavík

Mike Pompeo og Katrínu Júlíusdóttir í Ráðherrabústaðnum.

  Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði nokkurra klukkustunda viðdvöl á Íslandi föstudaginn 15. febrúar 2019. Bandarískur utanríkisráðherra hafði þá ekki komið til Íslands frá því í maí 2008 þegar Condoleezza Rice hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáv. utanríkisráðherra, og Geir H. Haarde, þáv. forsætisráðherra, í Reykjavík. Pompeo hefur í vikunni verið …

Lesa meira

Rússar æfa árás á norskar ratsjár

Frá Vardø.

Í fyrra, 14. febrúar 2018, gerði hópur rússneskra orrustuþotna af Sukhoi-24 gerð sýndarárás á norska ratsjárstöð. Vélunum var snúið af leið rétt hjá norsku lofthelginni. Þetta er meðal þess sem kom fram hjá Morten Haga Lunde, yfirmanni leyniþjónustu norska hersins í árlegri ræðu um málefni leyniþjónustunnar mánudaginn 11. febrúar sl. …

Lesa meira

Fjárlagafumvarp fellt á Spáni – þingrof og kosningar í vændum

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.

Þing Spánar hafnaði miðvikudaginn 13. febrúar fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins (PSOE). Talið er líklegt að Pedro Sánchez forsætisráðherra rjúfi þing og boði til kosninga. Þær verði hugsanlega 28. apríl. Sánchez varð forsætisráðherra í júní 2018 með stuðningi 17 þingmanna frá Katalóníu á spænska þjóðþinginu. Hann leiðir nú minnihlutastjórn. Treysti hann á …

Lesa meira

Trump undirrót alþjóðlegrar óvissu

Wolfgang Ischinger.

Það ríkir krísa í heiminum – og Bandaríkjastjórn gerir aðeins illt verra. Þessi dómur er felldur í ársskýrslu um stöðu alþjóðamála sem kennd er við alþjóðlegu öryggissráðstefnuna í München. Hún kemur saman í 55. skipti 15. til 17. febrúar. Að þessu sinni verða þar til dæmis Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, …

Lesa meira

Nýtt norskt hættumat: Rússar kunna að leiða Kínverja nær Noregi

Morten Haga Lunde, forstjóri leyniþjónustu norska hersins.

  Leyniþjónusta norska hersins, Forsvarets Etterretningstjeneste, sem safnar og leggur mat á upplýsingar um ytri hættur sem steðja að Noregi lagði fram hættumat sitt fyrir árið 2019, Fokus 2019, mánudaginn 11. febrúar. Forstjóri stofnunarinnar, Morten Haga Lunde hershöfðingi, lýsti sérstökum áhyggjum vegna leynilegra aðgerða Rússa og Kínverja gegn norskum hagsmunum. …

Lesa meira

Ráðherraráð ESB samþykkir Nord Stream 2 gasleiðsluna

880x495_cmsv2_a31429c8-daca-5019-bfcf-0b6f82707d2e-3653276

Lokið er tveggja ára deilum innan ESB um hvernig háttað skuli eftirliti vegna nýju gasleiðslunnar Nord Stream 2 frá Rússlandi til Greifswald í Þýskalandi. Þýskt eftirlit verður með því að farið sé að reglum ESB-orkumarkaðarins en unnt er að kæra ákvarðanir þýsku eftirlitsstofnananna til ESB-undirstofnunar, Acer, sem á lokaorðið. Samkomulag …

Lesa meira

Spenna milli ítalskra og franskra ráðamanna

Myndin er tekin í ítölsku Alpaþorpi skammt frá lokuðu frönsku landqamærunum. Á vegginn er letrað: Hvorki Salvini né Macron.

  Spenna hefur magnast í samskiptum ítalskra og franskra stjórnvalda undanfarið. Í danska blaðinu Jyllands-Posten var fjallað um deilur þjóðanna í leiðara laugardaginn 9. febrúar. Hann birtist hér í lauslegri þýðingu: „Ástæðan er ekki sú að undanfarið hafi skort krísur í Evrópu en eitthvað virðist þó augljóslega hafa vantað að …

Lesa meira