Tekist á um netfrelsi á ESB-þinginu

Mótmæli í  Berlín.

  Tugir þúsunda Þjóðverja mótmæltu laugardaginn 23. mars áformum ESB um breytingar á höfundarrétti sem þeir telja að ógni miðlun á netinu. Hópar fólks komu saman í Berlín (15.000 manns), München (40.000 manns) og öðrum borgum undir slagorðum eins og þessu: Save the Internet – Bjargið internetinu. Greidd verða atkvæði …

Lesa meira

Ítalir semja um milljarða fjárfestingar við Kínverja

Xi Jinping Kínaforseti og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.

  Xi Jinping, forseti Kína, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, rituðu laugardaginn 23. mars undir samkomulag sem tengir Ítalíu inn í kínversku áætlunina sem kennd er við belti og braut. Hún er reist á fjárfestingaráformum Kínverja sem nema allt að 1 trilljón dollara. Ítalir eru fyrsta þjóðin í svonefndum G7-hópi …

Lesa meira

Brexit-spjótin beinast að breska þinginu

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.

  Theresa May, forsætisráðherra Breta, fór til Brussel fimmtudaginn 21. mars til að tala fyrir þeirri ósk sinni í leiðtogaráði ESB að úrsögn Breta úr sambandinu frestaðist frá 29. mars til 30. maí. Niðurstaðan í ráðinu var að samþykki neðri deild breska þingsins í næstu viku skilnaðar-samkomulag May frestist úrsögnin …

Lesa meira

Ítalía: Kveikti í skólabíl með 51 nemanda um borð

Flak skólabílsins.

Karlmaður rændi skólabíl með 51 nemanda úr efri bekkjum grunnskóla í bænum San Donato Milanese á Norður-Ítalíu miðvikudaginn 20. mars áður en hann kveikti í bílnum til að mótmæla afstöðu ítalskra yfirvalda til farandfólks og flóttamanna. Allir nemendurnir komust heilu og höldnu út úr bílnum áður en eldurinn varð honum …

Lesa meira

NATO við góða heilsu 70 ára

BRUSSELS, BELGIUM - DECEMBER 04: Flags of the NATO member states stands in the NATO headquarters on December 04, 2018 in Brussels, Belgium. (Photo by Thomas Trutschel/Photothek via Getty Images)

Fjórða apríl verður þess minnst víða, þar á meðal á hátíðarfundi Varðbergs í Veröld, húsi Vigdísar, að 70 ár verða liðin frá stofnun NATO. Á vefsíðu bandarískra tímaritsins Foreign Affairs birtist miðvikudaginn 20. mars grein eftir Charles A. Kupchan, prófessor í alþjóðastjórnmálum, við Georgetown-háskóla í Washington undir fyrirsögninni: NATO vegnar …

Lesa meira

Pompeo í Norðurskautsráðinu til fylgjast með Kínverjum

Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson á blaðamannafundi Hörpu.

  Íslendingar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu á fundi í Rovaniemi í Finnlandi 6. til 7. maí. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stefnir að því að sitja fundinn til að staðfesta vaxandi áhuga Bandaríkjastjórnar á að fylgjast með hagsmunagæslu Kínverja á norðurslóðum, sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins föstudaginn 15. mars. Átta ríki …

Lesa meira

Norðmenn saka Rússa um GPS-truflanir

Viðræður Norðmanna og Rússa í Osló.

  „Við viðurkennum rétt Rússa til æfinga og þjálfunar, við getum hins vegar ekki samþykkt að þar með sé vegið að öryggi í norskri lofthelgi,“ sagði norska varnarmálaráðuneytið í svari til vefsíðunnar Barents Observer sem birtist mánudaginn 18. mars. Ráðuneytið staðfestir að truflun Rússa á GPS-sendingum í landamærahéruðum beggja ríkja …

Lesa meira

Bandaríkjamenn huga að keppni við Kínverja á norðurslóðum

Herstöð Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi.

Stjórn Trumps vinnur að gerð nýrrar varnarstefnu fyrir norðurskautssvæðið þar sem ríkt tillit er tekið til keppninnar við Kínverja. Háttsettir bandarískir embættismenn fylgjast æ betur með því sem Kínverjar taka sér fyrir hendur um heima allan. Þannig hefst frétt í The Washington Post föstudaginn 15. mars. Í skjalinu verður dregið …

Lesa meira

May ætlar að gera þriðju atlögu að Brexit-niðurstöðu

_106040532_hi052935247

Háttsettir aðstoðarmenn Theresu May segja í einkasamtölum að þeir telji hana „búna að vera“ og hún kunni að neyðast til að birta dagsetningar um afsögn sína ætli hún að fá meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi um efnislega Brexit-tillögu sína. Þetta segir í breska íhaldsblaðinu The Daily Telegraph laugardaginn 16. mars …

Lesa meira

Nýja-Sjáland: Blóðbað meðal múslima í Christchurch

47936145_401

Sorg og ótti ríkti meðal múslima á Nýja-Sjálandi föstudaginn 15. mars eftir að minnsta kosti einn öfgamaður hafði skotið á tvær moskur í borginni Christchurch. Fréttir af árásinni vöktu reiði og sorg um heim allan. Að minnsta kosti 49 féllu í árásunum og tugir annarra særðust. Fólkið var við bænagjörð …

Lesa meira