Þrír bandarískir tundurspillar og bresk freigáta á Barentshafi

Breska freigátan HSM Kent við hlið bandaríska birgðaskipsins USNS Supply.

Þrír bandarískir tundurspillar og birgðaskip auk breskrar freigátu voru mánudaginn 4. maí við æfingar í Barentshafi fyrir norðan Noreg og Rússland. Bandarísk herskip hafa ekki verið á þessum slóðum síðan um miðjan níunda áratuginn. „Á þessum krefjandi tímum er mikilvægara en nokkru sinni að því látum stöðugt að okkur kveða …

Lesa meira

Bandaríkjaher endurskipuleggur sig í geimnum

us_space_force_by_ynot1989_d644tee-pre

Herafli Bandaríkjanna var til skamms tíma samsettur úr sex einingum.  Þrjár einingar rekja upphaf sitt til Frelsisstríðs Bandaríkjanna (1775 – 1783) þ.e. landherinn, sjóherinn og landgönguliðið. Strandgæslan var stofnuð árið 1790 og árið 1947 var flugherinn klofinn frá hernum og gerður að sjálfstæðri einingu. Þá ber að nefna þjóðvarðliðið meðal þessara …

Lesa meira

Tvíhliða flotaæfing Bandaríkjamanna og Breta á Noregshafi

Myndin er tekin frá bandaríska tundurspillinum USS Donald Cook og sýnir  USS Porter við hliðina á  bandarískta birgðaskipinu USNS Supply

Herskip úr 6. flota Bandaríkjanna, Miðjarðarhafsflotanum, og breska flotanum efndu til tvíhliða kafbátaleitaræfingar fyrir norðan heimskautsbaug undan strönd Noregs föstudaginn 1. maí segir í frétt á norsku vefsíðunni BarentsObserver. Þar segir einnig að undanfarin tvö ár hafi rússneski flotinn stofnað til æfinga sem kenndar eru við brjóstvörn (e. bastion defense) …

Lesa meira

Jyllands-Posten: Kína á enga sanna vini

Lyft vináttuglösum.

  Kína á enga sanna vini, er fyrirsögn á leiðara Jyllands-Posten föstudaginn 1. maí. Þar er þess krafist að frjáls lýðræðisríki haldi fast í kröfuna um sjálfstæða, alþjóðlega rannsókn á kórónafaraldrinum, sérstaklega upphafi hans. Þetta vilja Kínverjar alls ekki. Hvers vegna? Hér birtist leiðarinn í heild: „Þetta er veira sem …

Lesa meira

Rússneski flotinn athafnasamur í kafi og lofti í nágrenni Íslands

Rússnesk eftirlits- og kafbátaleitarvél á flugi fyrir austan Ísland.

Tvær rússneskar Tu-142 eftirlits- og kafbátaleitarvélar flugu miðvikudaginn 29. apríl yfir Barentshaf, Noregshaf og Norðursjó, það er milli Íslands og Noregs. Í samræmi við áætlun NATO um skjót viðbrögð, Quick Reaction Alert (QRA), sendu Norðmenn tvær F-16 þotur frá Bodø-flugvelli í veg fyrir vélarnar fyrir norðan heimskautsbaug. Þegar sunnar dró …

Lesa meira

Berlín-Brandenburg-flugvöllur verður opnaður 31. október 2020

Unnið að frágangi á nýja flugvellinum.

Nú hefur verið tilkynnt að nýr alþjóðaflugvöllur í Berlín verði loks opnaður 31. október 2020. Ætlunin var að opna Berlín-Brandenburg-flugvöllinn í mars 2011 en þetta hefur tafist í næstum áratug vegn alls kyns vandræða og hneyksla. Yfirvöld hafa nú veitt heimild til að hefja rekstur flugvallarins 14 árum eftir að …

Lesa meira

Prag: Grunur um að Rússar undirbúi launmorð með eitri

Ondrej Kolar, hverfisborgarstjóri í 6. hverfi í Prag, er undir lögregluvernd.

Rússar segja það róg sem birst hefur í tékkneskum fjölmiðli, að rússneskur launmorðingi hafi átt að eitra fyrir embættismönnum í Prag, þeirra á meðal borgarstjóranum. Tékkneska gagnnjósnastofnunin vill ekkert um málið segja. Í tékkneska vikublaðinu Respekt var sagt frá því sunnudaginn 26. apríl að Rússi, grunaður um að vera njósnari, …

Lesa meira

Færeyjar: Símtal beint frá bandaríska sendiherranum vegna COVID-19

Tinganes, stjórnarsetur Færeyinga í Þórshöfn.

Danska fréttasíðan Altinget.dk sneri sér til Jeppe Kofods, utanríkisráðherra Dana, og spurði hvort hann hefði eitthvað við það að athuga að Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn hefði undanfarna mánuði haft beint samband við nokkra færeyska ráherra án þess að láta utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn vita um samskiptin. „Allir sendiherrar í …

Lesa meira

Sædrónar: Ný vídd í vörnum ríkja Atlantshafsbandalagsins

34348

Líkt og þeir sem fylgjast með fréttum á Vardberg.is vita þá hefur öryggisumhverfið á Norður – Atlantshafi tekið stakkaskiptum á undanförnum árum.  Hafsvæðið er gríðarlega mikilvægt fyrir Atlantshafs­bandalagið (NATO) enda tengir það aðildarríki bandalagsins í Norður – Ameríku við þau sem eru í Evrópu.  Því þarf ekki að koma á óvart …

Lesa meira

Rússar sakaðir um tölvuárás á Tékka – reiði vegna brotinnar styttu sovésks marskálks

Styttan af Ivan Konev bíður brottflutnings.

Fyrr í þessum mánuði sögðu tékkneskir embættismenn að upplýsingatækni-kerfi (UT-kerfi) á alþjóðaflugvellinum við Prag, nokkrum sjúkrahúsum og heilbrigðisráðuneytinu hefðu orðið fyrir árás. Olli þetta mikilli reiði stjórnvalda í Prag – og einnig í Washington. Tékkneska innanríkisráðuneytið sagði 22. apríl að einnig hefði verið ráðist á UT-kerfi sín. Tekist hefði að …

Lesa meira