Stjórnarkreppa á Ítalíu að frumkvæði Salvinis

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, boðar afsögn sína. Við hlið hans situr Matteo Salvini sem sprengdi stjórnarsamstarfið.

  Forsætisráðherra Ítalíu Giuseppe Conte sagði af sér þriðjudaginn 20. ágúst og ríkir stjórnarkreppa í landinu. Afsögn forsætisráðherrans, sem er utan flokka, má rekja til ágreinings milli uppnámsflokkanna sem myndað hafa meirihluta á ítalska þinginu, Fimm-stjörnu-hreyfingarinnar (til vinstri) og Bandalagsins (til hægri). Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, kallar forystumenn stjórnmálaflokka landsins …

Lesa meira

Grænland er ekki til sölu

Frá Nuuk á Grænlandi

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Síðustu daga hefur nokkuð verið rætt um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi lýst yfir því að réttast væri að Bandaríkin keyptu Grænland af Dönum. Fáir virðast velta því fyrir sér að Trump er ólíkindatól sem hleypur úr einu í annað og því er spurning hversu mikið fréttagildi …

Lesa meira

Rússnesk flotaæfing ögrar Norðmönnum

Haakon Bruun-Hansen

Flókin og umfangsmikil flotaæfing Rússa á Noregshafi hefur það markmið að loka aðgangi NATO að Eystrasalti, Norðursjó og Noregshafi segir Haakon Bruun-Hansen, yfirmaður norska hersins, við norska ríkisútvarpið, NRK. Alls taka 30 rússnesk herskip þátt í æfingunni, herskip, kafbátar og birgðaskip úr rússneska Norðurflotanum, Eystrasaltsflotanum og Svartahafsflotanum. Norski hershöfðinginn segir …

Lesa meira

Misheppnuð mosku-árás norsks öfgamanns

Philips Manshaus með verjanda fyrir rétti.

Öfgamaðurinn Philip Manshaus (21 árs) sem gerði árás á mosku í Bærum við Osló í Noregi laugardaginn 10. ágúst er sagður hafa verið virkur félagi í svonefndum chan-nethópi fyrir árásina. Hann virðist meðal annars hafa fengið hugmyndina að árásinni eftir að hafa fylgst með hryðjuverkinu í Christchurch á Nýja-Sjálandi í …

Lesa meira

Kasmír: umrót á umdeildu landsvæði

Pólitíska andrúmsloftið er allt annað í Kasmír en náttúrukyrrðin gefur til kynna.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Þegar minnst er á ríki kemur upp í huga flestra landsmanna stjórnsýslueining þar sem valdamiðstöðin er í höfuðborginni enda er málum þannig háttað hér á landi. Sum ríki búa hins vegar við annað skipulag. Taka má Bandaríkin sem dæmi. Fólki er tamt að hugsa um að …

Lesa meira

Tugir þúsunda mótmæla í Moskvu

Rússnesk óeirðalögregla tekur til hendi.

Tugir þúsunda mótmælenda tóku þátt í stærstu pólitísku andófsaðgerðum Rússa um langt árabil í Moskvu laugardaginn 10. ágúst. Krafist er frjálsra kosninga í höfupborginni sunnudaginn 8. september. Þetta er fjórða helgin í röð sem efnt er til mótmæla af þessu tagi í Moskvu. Yfirvöld láta kröfuna um að stjórnarandstæðingar fái …

Lesa meira

Rússar færa stýriflaugar nær Noregi

Kortið er frá Barents Observer og sýnir skotstöð stýriflauganna.

Upplýsingaþjónusta rússneska Norðurflotans tilkynnti að kvöldi miðvikudags 7. ágúst að ákveðið hefði verið að flytja skotpalla fyrir flaugar sem NATO kallar SSC-3 eða Styx frá fastri stöð þeirra út á Srendníj-skaga við strönd Barentshafs. Skaginn er ekki langt frá rússneska hafnarbænum Petsamó sem áður var finnsk hafnarborg. Thomas Nilsen, ritstjóri …

Lesa meira

Stoltenberg fer varnaðarorðum vegna Kínverja

Jens Stoltenberg flytur ræðu hjá Lowy Institute í Sydney, Ástralíu.

NATO verður að átta sig á áhrifum þess að Kínverjar láta meira að sér kveða um heim allan, þar á meðal á svæðum þar sem þeir kunna að ögra aðildarþjóðum NATO, sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, miðvikudaginn 7. ágúst á fundi hjá Lowy Institute í Sydney, Ástralíu. Hann sagði að …

Lesa meira

Frakkinn fljúgandi sigrar Ermarsundið

Franky Zapata á flugbrettinu á leið yfir Ermarsund.

Frakkanum fljúgandi, Franky Zapata, tókst sunndaginn 4. ágúst að fara á flugbretti sínu yfir Ermarsund, 35 km leið með millilendingu. Hann hóf sig á loft í Sangatte í Norður-Frakklandi kl. 08.15 að staðartíma (06.15 ísl. tími) á flugbrettinu sem hann kallar Flyboard. Þetta var önnur tilraun hans til að fljúga …

Lesa meira

Lögþingskosningar í Færeyjum 31. ágúst

Stjórnarbyggingar Færeyja eru á Þinganesi í Þórshöfn.

Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja úr Javnaðarflokknum, boðaði þingkosningar í Færeyjum laugardaginn 31. ágúst við setningu lögþingsins mánudaginn 29. júlí. Gengið skal til þingkosninga fjórða hvert ár í Færeyjum og síðast var kosið þar 1. september 2015. Lögþingið er jafnan sett á þjóðhátíðardegi Færeyinga, Olai. Aksel V. Johannesen boðaði til …

Lesa meira