Hljóðlátir rússneskir kafbátar ógna leiðum á N-Atlantshafi segir yfirmaður norska hersins

Haakon Bruun-Hanssen, yfirmaður norska heraflans.

Aðmíráll Haakon Bruun-Hanssen, yfirmaður norska hersins, flutti erindi í  Oslo Militære Samfund undir fyrirsögninni Forsvaret nå og i fremtide mánudaginn 30. janúar 2017. Í erindinu lýsti aðmírállinn mati sínu á stöðu öryggismála og sagði: „Íhlutun Rússa í Úkraínu (2014) og þátttaka þeirra í Sýrlandi (2015) sýnir að þar fer herveldi sem hefur að verulegu leyti tekist að framkvæma breytingar á skipulagi …

Lesa meira

GIUK-hliðið, öryggis- og varnarmál á borði íslenskra stjórnvalda

GIUK-hliðið.

Á Facebook-síðu Nexus, rannsóknarvettvangs fyrir öryggis og varnarmál, birtist mánudaginn 30. janúar grein á íslensku og ensku þar sem finna má stutt yfirlit yfir umræðurnar um GIUK-hliðið og íslensk öryggis- og varnarmál meðal annars í ljósi funda og ráðstefnanna sem Varðberg, Nexus og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir haustið 2016. …

Lesa meira

Tvö stærstu herskip Rússa á norðurleið í Noregshafi

Admiral Kuznetsov

Tvö stærstu herskip Rússa, flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov og orrustubeitiskipið Pyotr Velikíj, voru síðdegis mánudaginn 30. janúar á siglingu á Noregshafi, vestnorðvestur af Florø í Noregi segir á vefsíðunni BarentsObserver. Búist er við að þau leggist að bryggju í Svereomorsk á Kóla-skaga í Rússlandi miðvikudaginn 8. febrúar. Lýkur þá leiðangri þeirra …

Lesa meira

Fundur Trumps og Pútíns undirbúinn eftir símtal þeirra

Donald Trump ræðir í síma við Valdimír Pútín laugardaginn 28. janúar 2016. Aðrir á myndinni eru annar frá vinstri Reince Priebus, liðsstjóri Trumps, Mike Pence, varaforseti, Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi, Steve Bannon aðalráðgjafi og Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafa ákveði að hittast sagði í yfirlýsingu frá Kreml að kvöldi laugardags 28. janúar eftir að forsetarnir höfðu talað saman í síma í 50 mínútur. Í yfirlýsingunni stendur: „Pútín og Trump voru sammála um að gefa fyrirmæli um að leitað yrði að dagsetningu …

Lesa meira

Theresa May hvetur til endurnýjunar á sérstöku sambandi Breta og Bandaríkjamanna

Theresa May flytur ræðuna í Fíladelfíu.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti erindi á ráðstefnu og sameiginlegum fundi þingflokka repúblíkana í fulltríadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings sem haldin var í Fíladelfíu í Pennsylvainu-ríki í Bandaríkjunum fimmtudaginn 26. janúar 2016, daginn áður en hún hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Í ræðunni boðar hún endurnýjun á …

Lesa meira

Theresa May segir Trump „styðja NATO 100%“

Theresa May og Donald Trump á blaðamannafundi í Washington 27. janúar 2017.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hitti Donald Trump Bandaíkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington föstudaginn 27. janúar, fyrst þjóðarleiðtoga til að heimsækja Trump eftir að hann varð forseti. Þau ítrekuðu gildi séstaks sambands ríkja sinna og að þau mundu leggja rækt við það. Að loknum fundi sínum efndu þau til 18 …

Lesa meira

Rússneskt „skip smánar“ siglir norður með Noregi

Rússneska flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov og fylgdarskip við strönd Brelands.

    Rússneska flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov er nú á siglingu norður með strönd Noregs til heimahafnar á Kóla-skaga eftir að hafa verið um skeið á Miðjarðarhafi til þátttöku í hernaði Rússa í Sýrlandi. Með flugmóðurskipinu er orrustubeitiskipið Petr Velikíj og dráttarbátur. Þegar rússnesku herskipin fóru um Ermarsund  miðvikudaginn 25. janúar …

Lesa meira

Forseti Úkraínu segir samhug milli eigin þjóðar og Finna vegna reynslu á ytri ógn

Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, og Sauli Niinistö, forseti Finnlands.

Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, segir að samhugur sé milli stjórnvalda í Úkraínu og Finnlandi vegna sameiginlegrar reynslu þeirra, nefnir hann þar á meðal ytri ógn. Úkraínuforseti hitti Sauli Niinistö, forseta Finnlands, í Helsinki þriðjudaginn 24. janúar og ræddu þeir deilur Úkraínumanna og Rússa og framkvæmd Minsk-friðarsamkomulagsins auk þess sem fjallað …

Lesa meira

Yfirlit yfir ráðstefnur og haustfundi Varðbergs 2016

vardbergnotext

    Hér tekið saman á einn stað efni sem birst hefur hér á síðunni og snertir fundi og ráðstefnur á vegum Varðbergs haustið 2016 í tilefni þess að 10 ár voru liðin frá brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi.   Erindi Clives Johnstones flotaforingja 23. september 2016: http://vardberg.is/frettir/nato-og-giuk-hlidid-erindi-aedsta-flotaforingja-nato/ ráðstefna 6. …

Lesa meira

Mattis varnarmálaráðherra segir annað um NATO en Trump

James Mattis

James Mattis, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi mánudaginn 23. janúar, á fyrsta vinnudegi sínum í embætti, við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, í síma og lýsti annarri skoðun en Donald Trump Bandaríkjaforseti á þátttöku Bandaríkjamanna í NATO. Varnarmálaráðherrann áréttaði mikilvægi aðildarinnar að NATO fyrir Bandaríkin. Hann tók af skarið um að Bandaríkjamenn …

Lesa meira