Hertar aðgerðir að nýju gegn COVID-19 í Evrópu

54310912_354

Um alla Evrópu eru boðaðar hertar aðgerðir til að bregðast við auknum þunga COVID-19-faraldursins. Mánudaginn 27. júlí fór fjöldi smitaðra yfir 300.000 í Bretlandi og í Þýskalandi bárust þau boð frá kanslaraskrifstofunni að stemma yrði stigu við faraldrinum með því snúast til varnar og minnka daglega fjölgun smita sem nú …

Lesa meira

ERASMUS+ undir niðurskurðarhníf ESB

42015795075_0007b251ac_b

Líklegt er talið að þrír milljarðar evra verði skornir af ERASMUS+ skiptinemaverkefni ESB sem nær einnig til íslenskra nemenda. Niðurskurðurinn er rakinn til samkomulagsins sem leiðtogar ESB-ríkjanna 27 náðu 21. júlí eftir fimm daga samningaviðræður. Minna fé verður til ráðstöfunar fyrir verkefnið á árinu 2021. Þingmenn á ESB-þinginu gagnrýna samkomulag …

Lesa meira

Föstudagsbænir múslima að nýju í Ægisif

54305042_401

Þrír múslimaklerkar hafa verið skipaðir til að þjóna í Ægisif eftir að húsinu var breytt í mosku að nýju eftir 86 ára afhelgun. Fyrstu föstudagsbænir fóru þar fram að nýju 24. júlí 2020. Eftir afhelgunina var Ægisif safn og voru gestir þar í fyrra rúmlega 3,7 milljónir manna. Byggingin er …

Lesa meira

Bandaríski flugherinn kynnir fyrstu norðurslóðastefnu sína

Frá bandarísku Thule-herstöðinni á Grænlandi.

Bandaríski flugherinn birti í fyrsta sinn í sögu sinni sérstaka norðurslóðastefnu [Arctic strategy] þriðjudaginn 21. júlí. Barbara Barrett, flughermálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við birtingu stefnuskjalsins að norðurslóðir væru „úrslitasvæði“ fyrir varnir Bandaríkjanna og hagsmuna þeirra. Þegar litið er til viðveru á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins á norðurslóðum eru 79% hennar undir handarjaðri …

Lesa meira

Pompeo áréttar nána vináttu Dana og Bandaríkjamanna

Jeppe Kofod utanríkisráðherra og Mike Pompeo utanríkisráðherra 22. júlí 2020.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti tvö nágrannaríki Íslands, Bretland og Danmörku, þriðjudag 21. júlí og miðvikudag 22. júlí. Hann hitti forsætisráðherra og utanríkisráðherra landanna. Á fundi Pompeos með Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Dana, voru einnig utanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands, Jenis av Rana og Steen Lynge. Eftir fund utanríkisráðherranna fjögurra hittust Pompeo …

Lesa meira

Bretland: Hugsanleg afskipti Rússa af brexit-atkvæðagreiðslunni ekki rannsökuð

Þingmenn kynna Rússa-skýrsluna 21. júlí 2020.

Breska ríkisstjórnin „forðaðist markvisst“ að láta kanna hvort Rússar hefðu afskipti af brexit-atkvæðagreiðslunni árið 2016 segir í skýrslu breskra þingmanna sem lengi hefur verið beðið um rússnesk áhrif í bresku stjórnmálalífi. Fulltrúar úr leyniþjónustu og öryggismálanefnd, Intelligence and Security Committee (ISC), breska þingsins kynntu efni skýrslunnar á blaðamannafundi þriðjudaginn 21. …

Lesa meira

Fjarar undan Trump meðal forystumanna repúblikana

Chris Wallace ræðir við Donald Trump á Fox-sjónvarpsstöðinni 19. júlí 2020.

Vandræði magnast innan flokks repúblikana í Bandaríkjunum, flokks Donalds Trumps forseta, vegna þess að forsetinn skorast undan því að taka af skarið hvað stefnu skuli fylgt í baráttunni gegn COVID-19-faraldrinum. Margir forystumenn flokksins hafa sannfærst um að forsetinn ætli í raun ekkert að leggja af mörkum í þessu efni og …

Lesa meira

Fjöldamótmæli gegn Pútín í austri

Frá mótmælunum í austasta hluta Rússlands.

Fjöldamótmæli gegn Valdimir Pútin Rússlandsforseta og stjórnarháttum hans voru enn á ný ú borginni Khabarovsk í austasta hluta Rússlands laugardaginn 18. júlí. Tugir þúsunda gengu um götur borgarinnar og lýstu vanþóknun sinni á að héraðsstjórinn hefði verið handtekinn og fluttur til Moskvu, sakaður um aðild að nokkrum morðum. Mótmælendur höfðu …

Lesa meira

Tvö bandarísk flugmóðurskip mótmæla Kínverjum á Suður-Kínahafi

Kínverskur herflugvöllur á manngerðri eyju í Suður-Kínahafi.

  Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands senda flugmóðurskip til Suður-Kínahafs til að sýna Kínverjum að þeir fari þar ekki með yfirráð og til að mótmæla ólögmætum kínverskum tilraunum til að sölsa hafið undir sig. Þar sem áður voru stakar eyjar í klasa sem kallast Spratly hafa Kínverjar gert herstöð með uppfyllingum. …

Lesa meira

Kínverski Snædrekinn 2 siglir í norður

Xue Long 2 - Snædrekinn 2.

Nýr ísbrjótur Kínverja, Xue Long 2, Snædrekinn 2, hélt úr heimahöfn sinni júlí Shanghai miðvikudaginn 15. júlí og tók stefnu norður með strönd Kína í átt að Norður-Íshafi. Þetta er fyrsta ferð skipsins á norðurslóðir. Skipið var tekið í notkun á árinu 2019. Fyrr á þessu ári fór skipið í …

Lesa meira