Merkel ósammála hörðum dómi Macrons um NATO

Jens Stoltenberg og Angela Merkel í Berlín 7. nóvember 2019.

Skömmu eftir að neikvæð ummæli Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um NATO og „heiladauða“ bandalagsins birtust fimmtudaginn 7. nóvember sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Berlín með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að Macron hefði kveðið „fast að orði“. „Frakklandsforseti hefur kveðið fast að orði. Þetta er ekki afstaða mín til samstarfsins …

Lesa meira

Macron Frakklandsforseti segir NATO glíma við „heiladauða“

Emmanuel Macron á heræfingu.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir í samtali við vikuritið The Economist fimmtudaginn 7. nóvember að Evrópuríki geti ekki lengur treyst því að Bandaríkjamenn komi bandamönnum sínum innan NATO til varnar. ESB sé þess vegna á „barmi hengiflugs“. „Við stöndum núna frammi fyrir heiladauða NATO,“ segir Macron í samtalinu. Þegar hann er …

Lesa meira

Lykilvitni breytir framburði Trump í óhag

Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB.

  Lykilvitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á því hvort ákæra beri Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur breytt framburði sínum forsetanum í óhag. Um er að ræða Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB. Hann viðurkenndi fyrir rannsakendum málsins að hann hefði sagt háttsettum embættismanni í Úkraínu að stjórnvöld þar fengju ekki hernaðaraðstoð …

Lesa meira

Hegðun Kremlverja eykur mikilvægi GIUK-hliðsins að nýju

3-arctic-1100x437

Dr. Andrew Foxall, forstjóri Russia and Eurasia Studies Centre hjá alþjóðlegu hugveitunni Henry Jackson Society, birti grein í breska blaðinu The Daily Telegraph þriðjudaginn 5. nóvember undir fyrirsögninni: Putin is making a power grab for the Arctic. The West needs to wise up – and prepare itself for conflict – …

Lesa meira

Rússar fá nýja stýriflauga-korvettu

Nýja rússneska korvettan Gremjastjii.

Ný rússnesk korvetta, 104 m á lengd, siglir frá rússnesku hólmlendunni Kaliningrad fyrir botni Eystrasalts þriðjudaginn 5. nóvember norður með strönd Noregs í Barentshaf. Vladimir Pútin Rússlandsforseti heimsótti skipasmiðjuna í fyrri viku. Korvetta er minna herskip en freígáta. Um borð í korvettunni Gremjastjii verða stýriflaugar af Kalibr-gerð. Á norsku vefsíðunni …

Lesa meira

Ekki allt sem sýnist hjá Pútín

Vladimir Pútín Rússlandsforseti  og Xi Jinping Kínaforseti.

    Höfundur: Kristinn Valdimarsson Eftir að kalda stríðinu lauk vonuðu stjórnendur vestrænna ríki að samskiptin við Rússland yrðu góð og þjóðin hluti af evrópsku fjölskyldunni. Um tíma leit út fyrir að svo yrði en er kom fram á 21. öldina seig á ógæfuhlið í samskiptum ríkja Atlantshafsbandalagsins og Rússlands. …

Lesa meira

Hart sótt að Boris frá hægri og vinstri

Nigel Farage (.v. og Boris Johnson.

  Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki minnsta áhuga á að mynda kosningabandalag með Brexit-flokknum og Nigel Farage fyrir þingkosningarnar 12. desember 2019. Johnson tók af skarið um þetta í samtali við BBC föstudaginn 1. nóvember. Fyrr sama sag hafði Farage gert Johnson skilyrt tilboð í þessa veru. Í útvarpsviðtali …

Lesa meira

Pútin ræðst gegn internetinu

39903641_401

Umdeild ný lög sem tóku gildi föstudaginn 1. nóvember í Rússlandi heimila yfirvöldum þar að rjúfa samband netnotenda við alþjóðlega internetið. Samtökin Fréttamenn án landamæra segja þetta „hættulegt skref“ að sögn þýsku fréttastofunnar Deutsche Welle. Með þessu fari „netritskoðun á nýtt stig“ í Rússlandi. Fræðilega heimila nýju lögin rússneskum yfirvöldum …

Lesa meira

ESB veldur uppnámi á Balkanskaga – Rússar nýta sér það

Frá Skopje í Norður-Makedóní

  Nú í vikunni lauk sameiginlegri heræfingu NATO-samstarfsríkisins Serbíu og Rússlands. Hæst bar æfingin á svæðinu Pasuljanske-Levade nokkur hundruð kílómetra fyrir suðaustan Belgrad. „Við skotæfingar eyðilögðu þeir sem stjórnuðu loftvarnaflaugum og vopnakerfinu Patnsir tvö skotmörk á jörðu og tvö á flugi sem áttu að vera fjandsamleg,“ segir í tilkynningu rússneska …

Lesa meira

Rússneskir kafbátar í GIUK-hliðið – Bretar fá P-8A kafbátaleitarvél

Kafbátur af Borei-gerð

Mesta kafbátaæfing Rússa á Norður-Atlantshafi í rúm 30 ár fer nú fram og teygir sig suður um GIUK-hliðið, það er hafsvæðið frá Grænlandi um Íslands til Skotlands. Norska ríkisútvarpið, NRK, flutti fyrstu fréttir um æfinguna þriðjudaginn 29. október og sagði að ætlun Rússa væri að komast óséðir eins langt í …

Lesa meira