Aldrei meiri siglingar um Norðurleiðina en árið 2020

Rússneskur ísbrjótur aðsoðar skip á Norðurleiðinni.

Kjell Stokvik, forstjóri Center for High North Logistics, í Kirkenes, nyrst í Noregi segir að aldrei hafi siglingar um Norðurleiðina, það er á siglingaleiðinni frá Atlantshafi til Kyrrahafs fyrir norðan Rússland, verið eins miklar og í ár 2020. Alls var um 62 ferðir skipa eftir leiðinni að ræða. „Þetta er …

Lesa meira

Navalníj gabbaði FSB-útsendara sem staðfesti eiturárásina

Konstantin Kudrjavtsev

Alexei Navalníj, kunnasti opinberi andstæðingur Vladimirs Pútins, sem varð fyrir eituráras í Síberíu í ágúst 2020 segir að sér hafi tekist að leika á rússneskan öryggislögreglumann og fengið hann til að viðurkenna að rússneskir njósnarar hefðu reynt að drepa sig með eitri. Navalníj dvelst nú í Þýskalandi en lífi hans …

Lesa meira

Tölvuárásin: Trump beinir athygli að Kínverjum

53477093_303

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Kínverja hugsanlega standa að baki meiriháttar tölvuárás á netkerfi bandarískra ráðuneyta og ríkisstofnana auk netkerfa víða um heim. Þessi ummæli stangast á við það sem Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir en hann telur „næsta augljóst“ að Rússar séu að baki árásinni. Pompeo lét þessi orð falla …

Lesa meira

Bandarikin: Eðli risa-tölvuárásarinnar skýrist – Rússar grunaðir

Viðskiptavinir SolarWinds eru illa settir vegna tölvuárásarinnar.

Tölvuþrjótum tókst að laumast um glufu inn fyrir varnarvegg netöryggisfyrirtækis sem veitir sérhæfða þjónustu til að tryggja öryggi annarra. Viðskiptavinir netöryggisfyrirtækisins, þar á meðal á annan tug bandarískra ráðuneyta og þúsundir einkafyrirtækja glíma nú við alvarlegan netöryggisvanda af þessum sökum. Á vefsíðunni Politico segir að meðal annars hafi verið vegið …

Lesa meira

Rússar boða Kinzhal-skotflaugar í Norðurflotanum – gjörbreyting fyrir nágrannaþjóðir

Stefnumarkandi ákvörðun hefur verið tekin um að rússneski Norðurflotinn vígbúist með ofurhljóðfráum Kinzhal-skotflaugum. Þjálfun vegna flauganna og mannvirkjagerð hefst á árinu 2021.

Þetta segir fulltrúi rússneska varnarmálaráðuneytisins við blaðið Izvestiu. Ekki kemur fram hvenær gert er ráð fyrir að eldflaugin verði orðin hluti vopnabúnaðar Norðurflotans.

Atle Staalesen segir á norsku vefsíðunni Barents Observer miðvikudaginn 16. desember að frá því í desember 2019 hafi verið rætt um að skotflaugarnar yrðu í Norðurflotanum. Þá hitti Valeríj Gerasimov, yfirmaður rússneska herráðsins, 150 hermálafulltrúa erlendra sendiráða og sagði þeim að verið væri að leggja net flugvalla sem gerði kleift að stækka afnotasvæði þessara flauga. Vísaði hann þar til afnota af nýjum flugvöllum á norðurslóðum.

Rússar vinna nú að flugvallargerð á að minnsta kosti fimm stöðum lengst í norðri, það er Rogatsjevo á Novaja Zemlja, Nagurskoje á Franz Josef Land, Srednij á Severnaja Zemlja, Kotelnij á Nýju-Síberíueyjum og Wrangeleyju.

MiG-31-orrustuþotur bera Kinzhal-flaugarnar og eru slíkar þotur nú í stöð við

Montsjegorsk á Kólaskaga. Þær má nota undir flaugarnar segir Izvestia. Jafnframt er rætt um að opna nýja flugherstöð á þessu svæði.

Vladimir Pútin Rússlandsforseti varð fyrstur til að kynna Kinzhal-eldflaugina á opinberum vettvangi í mars 2018.

Nýja eldflaugakerfinu má lýsa sem fljúgandi útgáfu af Iskander, skammdrægu landeldflauginni. Með því að setja slíka flaug um borð í flugvél magnast hættan af henni.

Ofurhljóðfráum hraða nær eldflaugin af því að henni er skotið á braut um geiminn í átt að skotmarki sínu, skilur það á milli hennar og stýriflauga sem er stjórnað í gufuhvolfinu.

Tilraunaskot voru með Kinzhal-flaugar yfir Barentshafi í nóvember 2019. Þá var sagt að flauginni hefði verið skotið á tíföldum hljóðhraða, 10 Mach. Flaugina má nota til að flytja venjulega sprengjuodda eða kjarnorkuodda. Talið er að flauginni megi skjóta á skotmark í allt að 2.000 km fjarlægð. Með flauginni skapast algjörlega ný hernaðarleg staða fyrir nágrannaþjóðir Rússa á norðurslóðum.

 

MiG-31-orrustuþota Kinzhal-skotflaug.

Stefnumarkandi ákvörðun hefur verið tekin um að rússneski Norðurflotinn vígbúist með ofurhljóðfráum Kinzhal-skotflaugum. Þjálfun vegna flauganna og mannvirkjagerð hefst á árinu 2021. Þetta segir fulltrúi rússneska varnarmálaráðuneytisins við blaðið Izvestiu. Ekki kemur fram hvenær gert er ráð fyrir að eldflaugin verði orðin hluti vopnabúnaðar Norðurflotans. Atle Staalesen segir á norsku …

Lesa meira

Rússneskir öryggislögreglumenn eitruðu fyrir Navalníj

Alexei Navalníj

  Rússneska öryggislögreglan (FSB) er sökuð um að hafa eitrað fyrir Alexei Navalníj, helsta stjórnarandstæðingi í Rússlandi. Þetta segir í skýrslu sem birt var mánudaginn 14. desember. Eitrað var fyrir Navalníj með taugaeitrinu Novitsjok í ágúst. Hann hefur sakað Vladimir Pútin Rússlandsforseta um að hafa gefið fyrirmæli um árásina en …

Lesa meira

ESB: Sjö ára fjárlög afgreidd – samið við Ungverja og Pólverja

Leiðtogar ESB funda 10. desember 2020.

  Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði föstudaginn 11. desember að það væri „mikill léttir“ að leiðtogaráð ESB hefði samþykkt fjárlög sambandsins til næstu sjö ára og neyðarsjóð vegna COVID-19-farsóttarinnar. Samkomulag tókst um fjárlögin og sjóðinn að kvöldi fimmtudags 10. desember eftir að Pólverjar og Ungverjar féllu frá beitingu neitunarvalds við afgreiðslu …

Lesa meira

Danir snúast gegn netógninni sem varnarmálaráðherrann segir stríð

Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Dana.

Leyniþjónusta danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste (FE), birti fimmtudaginn 10. desember árlegt hættumat sitt. Í tilefni af því sagði danski varnarmálaráðherrann. Trine Bramsen, að netógnin gegn Danmörku af hálfu erlendra ríkja væri svo alvarleg að það ætti að kalla hana „stríð“. Tölvuárásir á Danmörku verða sífellt háþróaðri og fagmannlegri segir varnarmálaráðherrann. …

Lesa meira

Tölvuárás á FireEye – öflugt netöryggisfyrirtæki

im-270228

Bandaríska fyrirtækið FireEye Inc. eitt stærsta netöryggisfyrirtæki heims varð fyrir tölvuárás sem að sögn talsmanna þess var gerð með háþróaðri tækni á valdi erlendrar ríkisstjórnar. Í árásinni tókst að ná tökum á forritum sem eru notuð til að prófa varnir viðskiptavina FireEye en þeir skipta þúsundum. Fyrirtækið segir að sá …

Lesa meira

Norska öryggislögreglan segir Rússa að baki tölvuárás á stórþingið

1200px-pst_emblem

Tölvuárás var gerð á norska stórþingið í ágúst 2020. Norska öryggislögreglan, PST, birti þriðjudaginn 8. desember skýrslu um rannsókn sína á árásinni. PST telur að hópur tölvuþrjóta sem starfar á vegum njósnastofnunar rússneska hersins hafi gert árásina. Eftir að hafa kannað gögn frá stórþinginu, norsku þjóðaröryggisstofnuninni og leyniþjónustu hersins er …

Lesa meira