Litháar bjóða Kínverjum byrginn

Þinghúsið í Vilnius, höfuðborg Litháens.

Árið 2012 stofnuðu Kínverjar til samstarfs við 17 ríki í mið- og austurhluta Evrópu, á Balkanskaga og við Eystrasalt. Í þeim hópi er Litháen en Konstantin Eggert, fréttaskýrandi Deutsche Welle (DW), segir að stjórn Litháens hafi nú ákveðið að eiga ekki viðskipti við Kína heldur snúa sér til Tævan. Litháir …

Lesa meira

Bretar beita sérsveitum gegn ágangi Rússa

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta.

Breskar sérsveitir eiga að leggja sig fram um að leita uppi rússneska njósnara og útsendara úr rússenska hernum um heim allan bæði með opnum og leynilegum aðferðum. Meðal sérgreindra aðgerða Breta vegna nýrra ógna er smíði sérhannaðs njósnaskips sem væntanlega verður við störf á Atlantshafi árið 2024. Áhöfn skipsins verður …

Lesa meira

Finnar kynna ís-gámaskip fyrir Norðurleiðina

Teikning af ís-gámaskipinu frá Aker Arctic

Frá því að 224.000 lesta gámaskipið Ever Given strandaði í Súez-skurði þriðjudaginn 23. mars hafa hundruð skipa safnast saman við norðurenda skurðarins í Miðjarðarhafi og suðurendann í Rauðahafi. Sigli skip suður fyrir Afríku í stað þess að fara um skipaskurðinn lengjast ferðir þeirra að minnsta kosti um tvær vikur og …

Lesa meira

Rússneskir eldlaugabátar brjóta heimskautsísinn

Vladimir Pútin ræðir við yfirmann rússneska flotans.

  Þrír rússneskir kafbátar búnir langdrægum eldflaugum brutust samtímis upp um ísinn á Norður-Íshafi við æfingar föstudaginn 26. mars. Nikolai Jevmenov, yfirmaður rússneska herflotans, tilkynnti Vladimir Pútin Rússlandsforseta þetta með fjarfundabúnaði. Jevmenov sagði forsetanum að að í sögu Rússlandsflota hefði aldrei áður verið stofnað jafnflókinnar æfingar með kafbátum. Innan 300 …

Lesa meira

CDU tapar illilega vegna bólusetningarvanda

816

Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, varð fyrir áfall í tvennum sambandslands-kosningum sunnudaginn 14. mars. Talið er að tapið megi reka til óánægju yfir viðbrögðum sambandsstjórnar Merkel vegna COVID-19-faraldursins. Kosið verður til sambandsþingsins í Berlín í september 2021. Þá verður Merkel ekki í kjöri en hún hefur verið kanslari …

Lesa meira

Bresk herskip að nýju í Barentshaf

Breska freigátan HMS Sutherland

Breska blaðið The Times birti um það frétt á dögunum að bresk herskip verði send í leiðangur í norðurhöf á vormánuðum sem mótvægi við hernaðarlegt forskot Rússa þar þegar siglingaleiðir opnast vegna þess að ís hopar. Freigáta úr breska flotanum verður í fjölþjóðlegri flotadeild sem send verður í Barentshaf til …

Lesa meira

Bandarísk B-1-sprengjuþota á Bodø-flugvelli í fyrsta sinn

B1-sprengjuþota á Bodø-flugvelli.

  Bodø-flugherstöðin er rétt fyrir norðan heimskautsbaug í Noregi. Þar er heimavöllur flota norskra F-16-orrustuþotna. Þær mynda nyrstu flugsveit viðvörunarkerfis NATO í norðri og eru sendar í veg fyrir rússneskar hervélar þegar þeim er flogið á norðurslóðum frá Kólaskaganum við norðaustur landamæri Noregs. Hljóðfráar, bandarískar B-1-sprengjuþotur eru í nokkrar vikur …

Lesa meira

Kínverjar vildu flugvöll í Lapplandi

Frá flugvellinum í Kemijärvi.

Kemijärvi-flugvöllur í austurhluta Lapplands er vejulega mannlaus og þangað er ekkert áætlunarflug. Það eru einkum áhugamenn um flug sem nota 1.400 m langa brautina og stundum koma þangað sérfræðingar sem gera tilraunir með dróna. Kínversk sendinefnd kom í heimsókn til sveitarstjórnarinnar í Kemijärvi í janúar 2018. Í forystu hennar voru …

Lesa meira

Navalníj fluttur til langdvalar í fanganýlendu

Alexei Navalníj

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalníj hefur verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann afplánar rúmlega tveggja ára refsivist sagði fangelsismálastjóri Rússlands föstudaginn 26. febrúar. Refsinguna hlýtur hann fyrir að hafa brotið gegn skilorði á meðan hann náði sér eftir eiturárás – var lífi hans bjargað með lækningu í Þýskalandi. „Hann hefur …

Lesa meira

Rússar boða æfingar í Barentshafi vegna komu bandarískra sprengjuvéla

Þarna sést hættusvæðið vegna flugskeytaæfinga Rússa. Milli Knöskanes og Bjarnareyja.

„Áhrifasvæði rússneskra flugskeyta“ segir í stuttri tilkynningu til flugmanna (NOTAM) um hættusvæði fyrir norðan Noreg (sjá kort). Viðvörunin gildir fyrir tímann frá 18. til 24. febrúar. Á vefsíðunni Barents Observer segir 17. febrúar 2021 að tímasetningin sé engin tilviljun. Á næstu dögum verða bandarískar, langdrægar B-1-sprengjuvélar í fyrsta sinn í …

Lesa meira