Breski flotinn vill efla norðurslóðavarnir vegna Kínverja

Breskur sóknarfloti á Norðursjó.

Fullskipaður sóknarfloti Breta í kringum flugmóðurskipið HMS Prince of Wales kom saman í fyrsta sinn á Norðursjó nú í vikunni. Næstu daga taka skipin sem koma frá nokkrum löndum þátt í erfiðari æfingu, Joint Warrior. Yfirmaður breska flotans segir að Kínverjar muni færa sér í nyt nýjar siglingaleiðir til Atlantshafs …

Lesa meira

Boðflenna á trúnaðarfundi danskrar þingnefndar

Nefndarherbergi í danska þinginu.

Einstaklingur sem þóttist vera Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi, tók þátt í algjörum trúnaðarfundi sem utanríkispólitíska nefnd danska þingsins hélt, segir í tilkynningu þingsins. Fundurinn var þriðjudaginn 6. október. „Á fundinum var rætt um stjórnmálaástandið í Hvíta-Rússlandi um þessar mundir. Þá var einnig rætt hvernig styðja mætti Hvít-Rússa í …

Lesa meira

Neikvæðni í garð Kína eykst um heim allan

Donald Trump og Xi Jinping.

Könnun sem bandaríska rannsóknarmiðstöðin Pew gerði í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og 11 öðrum löndum sýnir neikvæðara viðhorf í garð stjórnvalda í Peking en nokkru sinni fyrr. Könnunin var gerð frá júní til ágúst í ár og birtust niðurstöður hennar þriðjudaginn 6. október. Meirihluti í hverju og einu landi þar sem …

Lesa meira

Nýr rússneskur ísbrjótur á Norðurpólnum

arktika-at-north-pole

Nýr ísbrjótur Rússa, Arktika, sigldi á Norðurpólinn í fyrstu reynslusiglingu sinni um ísinn á Norður-Íshafi. Skipið er öflugasti ísbrjótur heims og flaggskip fimm skipa af þessari gerð sem Rússar ætla að eignast. Arktika hélt frá St. Pétursborg við Eystrasalt 22. september. Um borð eru fulltrúar frá Baltic-skipasmíðastöðinni þar sem ísbrjóturinn …

Lesa meira

Neikvætt orkuverð í evrópskum vindorkulöndum

94ad41c3d4878455886fef1202f0b057-800x

Vegna þess að COVID-19-faraldurinn hefur leitt til offramboðs á rafmagni í Evrópu hefur orkuverð í álfunni sums staðar verið neikvætt. Þetta hefur einkum áhrif á vindorkumörkuðum segir í skýrslu sem birtist í fyrri viku og sagt er frá á vefsíðunni EUobserver í Brussel mánudaginn 5. október. EnAppSys-fyrirtækið birtir upplýsingar um …

Lesa meira

Biden styrkir stöðu sína eftir að Trump veikist

136b95d0-44a6-49b7-a8f7-7d3798239d8d

Ný könnun á vegum Reuters/Ipsos sýnir að veikindi Donalds Trumps og sjúkrahúsinnlögn vegna kórónuveirunnar hefur ekki aukið fylgi hans meðal kjósenda. Könnun sýnir 51% stuðning við Joe Biden en 41% við Trump. Þetta er mesta forskot demókrata í könnunum sé litið yfir einn mánuð. Kjördagur er 3. nóvember. Könnunin var …

Lesa meira

Merkel vill setja Huawei afarkosti

im-240260

Handelsblatt í Þýskalandi skýrði frá því miðvikudaginn 30. september að þýska ríkisstjórnin ætlaði að setja svo strangar reglur fyrir innleiðingu á 5G-farkerfinu að kínverska fyrirtækið Huawei yrði að líkindum útilokað frá þýska markaðnum. Bandarríska blaðið The Wall Street Journal birti leiðara af þessu tilefni laugardaginn 3. október. Þar sagði: „Trump-stjórninni …

Lesa meira

Uppnám eftir að Trump greinist með kórónuveiruna

Donald Trump

„Jarðskjálfti“ og „hugsanlega hættulegasta augnablik nokkru sinni fyrir Bandaríkjastjórn,“ á þennan veg eru fyrstu viðbrögð í bandarískum og alþjóðlegum fjölmiðlum að morgni föstudags 2. október vegna fréttarinnar um að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania, eiginkona hans, hafi greinst með kórónuveiruna. Nú eru aðeins 32 dagar til kjördags 3. nóvember og …

Lesa meira

Framkvæmdastjórn ESB stofnar til málaferla gegn Bretum

Urusula von der Leyen

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði fimmtudaginn 1. október að framkvæmdastjórnin hefði hafið málaferli gegn bresku ríkisstjórninni fyrir að hafa brotið gegn brexit-viðskilnaðarsamningnum. Breska stjórnin hefur nú einn mánuð til að svara formlegu kvörtunarbréfi framkvæmdastjórnarinnar. Er það fyrsta skref málsmeðferðar sem gæti leitt til þess að Bretum yrði …

Lesa meira

Bretar slá af í fiskveiðimálum gagnvart ESB

Bresk fiskiskip

Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins í Bretlandi, sakar Boris Johnsons um að „gefa eftir“ í einu af höfðumálinu, réttinum til fiskveiða, sem hindrað hefur viðskiptasamning Breta og ESB vegna brexit. Á vefsíðunni The Telegraph segir miðvikudaginn 30. september að fyrr þann sama dag hafi komið í ljós að breska ríkisstjórnin bjóði …

Lesa meira