Obama harðorðari en áður í garð Pútíns – segir hann haldinn ranghugmyndum um rússneskt stórveldi

Barack Obama ræðir við blaðamenn eftir leiðtogafund G7-ríkjanna.

  Barack Obama Bandaríkjaforseti herti mánudaginn 8. júní á gagnrýni sinni í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta vegna framgöngu hans gagnvart Úkraínu. Hann sakaði Pútín um að stofna efnahag Rússlands í hættu með misheppnaðri tilraun til að endurvekja sovéska stórveldið. Obama lét orð um þetta falla á fundi leiðtoga G7-ríkjanna í …

Lesa meira

Breski utanríkisráðherrann segir framgöngu Rússa kannski kalla á stýriflaugar

Philip Hammond

  Meiri og vaxandi ógn frá Rússum kann að knýja bresk stjórnvöld til að óska eftir að Bandaríkjamenn setji upp skotpalla fyrir stýriflaugar sínar í Bretlandi. Philip Hammond, utanríkisráðherra Breta, sagði í samtali við Andrew Marr í BBC  sunnudaginn 7. júní að það væru ýmsar „dökkar vísbendingar“ um aukna hættu …

Lesa meira

Frans páfi vekur enn máls á þriðju heimsstyrjöldinni í ræðu í Sarajevo

Frans páf

Frans páfi var í Sarajevo í Bosíu-Herzegóvínu laugardaginn 6. júní. Í ræðu sinni þar vakti hann enn á ný máls á að „þriðja heimsstyrjöldin“ væri nú háð „í bútum“ eins og hann orðaði það. Hann hvatti af meiri þunga en áður til „samtals“ milli manna af ólíku þjóðerni, frá ólíkum …

Lesa meira

Þjóðverjar leggja nýja rækt við smáríki innan NATO

Urslua von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, í opinberri heimsókn í Prag.

Athygli vekur að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur verið í opinberum heimsóknum Rúmeníu og Tékklandi undanfarna daga. Er meira en áratugur frá því að þýskur varnarmálaráðherra sótti löndin síðast heim. Nú dregur för ráðherrans fram áhyggjur ríkisstjórna landanna af þróun mála í Úkraínu. Í frétt þýsku fréttastofunnar DW …

Lesa meira

Bretar og Frakkar stilla saman strengi í varnarmálum

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta.

  Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, var í París miðvikudaginn 3. júní og hitti Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands. Blaðamaður Le Monde ræddi við Fallon sem sagði að Bretar mundu áfram láta að sér kveða hernaðarlega um heim allan enda væru útgjöld þeirra til varnarmála hin fimmtu hæstu í heimi og …

Lesa meira

Úkraína: Átök að nýju milli útsendara Rússa og stjórnarhermanna

Rússneskur skriðdrekastjóri á hersýningu í Moskvu 9. maí 2015.

Aðskilnaðarsinnar hollir Rússum í austurhluta Úkraínu hófu miðvikudaginn 3. júní, að sögn stjórnvalda í Kænugarði, „meiriháttar sókn“ gegn stöðvum stjórnvalda. Vekur þetta ótta um að ný átakahrina sé að hefjast í landinu á sama tíma og fréttir berast frá Rússlandi um að aðskilnaðarsinnar hafi orðið fyrir auknu áreiti. Aðskilnaðarsinnar segjast …

Lesa meira

Svartahaf: Rússneskar orrustuþotur í lágflugi við bandarískan tundurspilli

Bandaríski tundurspillirinn Ross og freigáta frá Úkraínu á Svartahafi

    Nokkrar rússneskar orrustuþotur af Su-24 gerð flugu lágt við bandaríska tundurspillirinn Ross þegar hann sigldi um Svartahaf dagana 29. maí til 2. júní. Tvær Su-24 þotur steyptu sér átta sinnum niður að bandaríska herskipinu 29. maí og hinn 30. maí var leikurinn endurtekinn fjórum sinnum. Frá þessu er …

Lesa meira

Valdimír Pútín felur sannleikann  

Vladimír Pútín

  Hér hefur verið sagt frá nýlegum fyrirmælum frá Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að farið skuli með örlög hermanna sem taka þátt í sérstökum aðgerðum á friðartímum sem ríkisleyndarmál. Leiðari í The New York Times þriðjudaginn 2. júní 2015 fjallar um þessa ákvörðun og afleiðingar hennar. Hann birtist hér í …

Lesa meira

Kínverjar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi vegna Suður-Kínahafs

Bandaríski flotinn birti þessa mynd og sýnir hún kínversk skip við dælingu og landfyllingu á Spratly-eyjum.

Kínverjar hafa harðlega mótmælt gagnrýni Bandaríkjamanna á kröfur þeirra um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínverski flotaforinginn, Sun Jianguo, sagði sunnudaginn 31. maí á öryggisráðstefnu í Singapúr að landakröfur, landfyllingar og framkvæmdir Kínverja á kóraleyjum í hafinu, Spratly-eyjum, væru „réttlátar, lögmætar og skynsamlegar“ og þær væru „í alþjóðaþágu“. Um er að ræða …

Lesa meira

Stefnir í stórpólitíska deilu Kínverja og Bandaríkjamanna vegna yfirráða á S-Kínahafi

Flotaforingjar Rússlands og Kína

Stórpólitískur ágreiningur milli Kínverja og Bandaríkjamanna skerpist eftir að her Kína hefur aukið umsvif sín á umdeildum smáeyjum í Suður-Kínahafi, Spratleyjum. Í augum Kínverja er álíka fráleitt að Bandaríkjamenn skipti sér af því sem gerist á Suður-Kínahafi og Kínverjar láti að sér kveða á Mexíkóflóa segir Martin Jacques, sérfræðingur í …

Lesa meira