Franska stjórnin lætur ryðja flóttamannabúðir í Calais

Úr búðunum í Calais.

Frönsk yfirvöld hafa fengið heimild dómara til að fjarlægja „frumskóginn“, flóttamannabúðir sem reistar hafa verið í óþökk bæjaryfirvalda í Calais af þeim sem vilja komast þaðan ólöglega yfir Ermarsund til Bretlands. Búðirnar hafa orðið einskonar tákn fyrir máttleysi franskra stjórnvalda gagnvart þeim sem laumast ólöglega til landsins. Vegna eyðingar búðanna …

Lesa meira

NATO: Rússar hafa æft kjarnorkuárás á Svíþjóð úr langdrægum sprengjuvélum

Langdrægar rússneskar sprengjuvélar

  .   Rússar æfðu kjarnorkuárás á Svíþjóð fyrir tæpum þremur árum, segir í nýlegri skýrslu frá Atlantshafsbandalaginu (NATO). Í rússneskri heræfingu árið 2013 sást hópur rússneskra flugvéla nálgast Svíþjóð yfir Finnska flóa frá St. Pétursborg. Þóttust áhafnir vélanna senda flaugar hlaðnar kjarnorkusprengjum í áttina að Svíþjóð. Er þetta ekki …

Lesa meira

Frontex – Landamærastofnun Evrópu – kynnt á fjölsóttum Varðbergsfundi

frontex_logo__europa.eu

  Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, flutti fyrirlestur á hádegisfundi Varðbergs fimmtudaginn 4. febrúar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Ræddi hann um Frontex og landamærastjórn. Hann ræddi straum farand- og flóttafólks til Scehengen-svæðisins og lýsti breytingum í því efni á árinu 2015 þegar fjöldi þessa fólks margfaldaðist, einkum þeirra sem leita …

Lesa meira

Póllandsforseti segir Schengen-samstarfið einn helsta ávinning ESB-aðildar

Andrzej Duda, forseti Póllands.

  Andrzej Duda, forseti Póllands, sagði í sjónvarpsviðtali þriðjudaginn 2. febrúar að frjáls för fólks og frelsi til viðskipta og þjónustu væru meðal mikilvægustu grundvallarþátta Evrópusambandsin og Schengen-samstarfið meðal þess mikilvægasta sem áunnist hefði með samstarfinu innan ESB. Rætt var við forsetann í tilefni af fréttum um drög að samkomulagi …

Lesa meira

Obama vill stóraukið fé til varna Evrópu – svar við yfirgangsstefnu Rússa

Hermenn frá Lettlandi skoða bandarískan brynvagn,

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur áform um að flytja umtalsvert fleiri þungavopn, brynvarin farartæki og annan búnað til NATO-landa í Mið- og Austur-Evrópu. Embættismenn segja að með þessu vilji forsetinn fæla Rússa frá frekari yfirgangi á svæðinu. Þannig hófst ein aðalfréttin í The New York Times (NYT) þriðjudaginn 2. febrúar. Segir …

Lesa meira

Holland: Ríkisstjórnin heldur sér til hlés í þjóðaratkvæðagreiðslu um samning við Ukraínu

Holland

Hollenska ríkisstjórnin ætlar ekki að skipa sér í fylkingarbrjóst þeirra sem berjast fyrir að meirihluti Hollendinga styðji nýsamþykkt lög um samstarfssamning milli ESB og Úkraínu. „Við ætlum ekki úti á stræti og torg með flögg og bjöllur,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, á blaðamannafundi föstudaginn 29. janúar. Hann svaraði á …

Lesa meira

Varðbergsfundur um landamæravörslu í Evrópu fimmtudaginn 4. febrúar

Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu,.

Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, verður ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs kl. 12.00 til 13.00 fimmtudaginn 4. febrúar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn nefnist: Frontex and the management of the borders Frontex og landamærastjórn   Hér er um að ræða brýnt viðfangsefni líðandi stundar í öllum ríkjum Evrópu, ekki síst Schengen-ríkjunum. …

Lesa meira

Hryðjuverk og óvissa um fyrirætlanir Rússa setja mestan svip á starf og stefnu NATO

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Hryðjuverk og óvissa um fyrirætlanir Rússa auk yfirgangs þeirra voru helstu áskoranir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á árinu 2015 að sögn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra bandalagsins, þegar hann kynnti ársskýrslu sína fimmtudaginn 28. janúar. Viðbrögð bandalagsins hafi falist í aukinni áherslu á sameiginlegan varnarmátt og hvatningu til evrópskra bandalagsríkja um að auka útgjöld sín …

Lesa meira

Skólaskróp varð að milliríkjamáli Þjóðverja og Rússa vegna lygasögu um nauðgun

Sunnudaginn 24. janúar efndu fulltrúar rússneska minnihlutans í Berlín til mótmæla við kanslarahöllina til stuðnings stúlkunni sem samdi lygasöguna.

  Lögregluyfirvöld í Berlín sögðu föstudaginn  29. janúar að brotthvarf ungrar rússneskrar stúlku sem skapað hefur spennu í samskiptum Þjóðverja og Rússa mætti rekja til skólakvíða hennar. Hún hefði ekki treyst sér að fara í skólann en spunnið sögu um að þrír arabar hefðu rænt sér og nauðgað. Lögreglan segir …

Lesa meira

Sænska ríkisstjórnin boðar endursendingu tugþúsunda hælisleitenda

Anders Ygeman, innanríkisráðherra Svía.

    Sænsk yfirvöld hafa ú hyggju að leigja flugvélar til að senda allt að 80.000 manns úr landi, þetta eru hælisleitendur sem hafnað hefur verið af sænskum yfirvöldum. Anders Ygeman innanríkisráðherra segir þetta „risavaxið viðfangsefni“. Í viðtali við blaðið Dagens Industri fimmtudaginn 28. janúar segir ráðherrann að hann telji …

Lesa meira