Pútín reiður vegna bandarísks lista – Trump heldur að sér höndum

Valdimír Pútín og Donald Trump.

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur birt lista með nöfnum 210 rússneskra embættismanna og milljarðamæringa sem litið er á sem elítuna í valdakerfi Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Þeir sem eru á listanum sæta sérstöku eftirliti af hálfu bandarískra yfirvalda og kunna að sæta refsiaðgerðum sem Pútín hefur kallað „óvinabragð“.  Listinn var birtur skömmu …

Lesa meira

The Economist birtir greinaflokk um næsta stríð

20180127_cuk400

Höfundur: Kristinn Valdimarsson  Í nýjasta hefti vikuritsins The Economist er greinasafn um framtíð stríðsrekstrar í heiminum.  Frásögnin hefst á þeim góðu fréttum að stríð á milli ríkja hafa verið mjög fátíð síðustu hálfa öldina og stríð milli stórvelda heyra nánast sögunni til.  Borgarastyrjaldir hafa hins vegar verið frekar algengar.  Slík …

Lesa meira

Danir auka útgjöld til varnarmála í fyrsta sinn í aldarfjórðung

Danskir hermenn á æfingu,

  Í Danmörku leggja stjórnmálamenn áherslu á að samið sé um útgjöld til varnarmála án tillits til þess hvort flokkar séu saman í ríkisstjórn eða ekki. Sunnudaginn 28. janúar var kynnt nýtt samkomulag um varnir Danmerkur sem nær til ársins 2023 eða næstu sex ár.  Samkomulagið felur í sér stefnubreytingu. …

Lesa meira

Vinur Rússa og Kínverja endurkjörinn forseti Tékklands

Milos Zeman, forseti Tékklands.

  Milos Zeman (73 ára), forseti Tékklands, náði endurkjöri í embætti sitt í síðari umferð forsetakosninga sem lauk laugardaginn 27. janúar. Zeman hlaut 51,4% atkvæða en Jiri Drahos, keppinautur hans, 48,5%.  Kjörstöðum var lokað klukkan 13.00 að íslenskum tíma laugardaginn 27. janúar, seinni dag, annarrar umferðar kosninganna. Ekki liðu nema …

Lesa meira

Danskur þingmaður segir „katastrófu“ blasa við Grænlendingum

Grænland

Søren Espersen, formaður utanríkismálanefndar danska þingsins, segir í grein á vefsíðunni altinget.dk föstudaginn 26. janúar að „katastrófa“ blasi við Grænlendingum hætti stjórnmálamenn þar ekki að lifa í draumaheimi um sjálfstæði og snúi sér frekar að lausn eigin mála.  Í upphafi greinarinnar segir Espersen, þingmaður Danska þjóðarflokksins, að Grænland sé á …

Lesa meira

Rússneskir tölvuþrjótar nota Katalóníu-deiluna til að grafa undan Spáni og NATO

Maria Dolores Cospedal, varnarmálaráðherra Spánar.

  Rússneskir tölvuþrjótar halda áfram að styðja sjálfstæðissinna í Katalóníu og starfsemi þeirra kann að færast í aukana segir í nýrri skýrslu frá hugveitu á vegum spænska hersins: CESEDEN. Í skýrslunni segir að fyrir Rússum vaki að skapa sundrung og óstöðugleika innan Spánar með vaxandi spennu milli spænskra stjórnvalda og …

Lesa meira

Fyrrverandi forseti Georgíu helsti stjórnarandstæðingurinn í Úkraínu

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu.

Mikheil Saakashvili, fyrrv. forseti Georgíu og stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar í Úkraínu segist vilja bjarga Úkraínu. Tim Sebastian ræddi nýlega við Saakashvili fyrir þýsku fréttastofuna DW. Hér verður vitnað í samtalið sem birtist miðvikudaginn 24. janúar.  „Þjóðin glímir við mikinn vanda. Úkraína kann að splundrast og ég hef miklar áhyggjur …

Lesa meira

Spenna innan NATO vegna hernaðar Tyrkja gegn Kúrdum

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heilsar heiðursverði hermanna.

Sókn tyrkneska hersins gegn hersveitum Kúrda í Afrin-héraði í norðurhluta Sýrlands skapar vanda innan NATO. Bandaríkjastjórn er hliðholl Kúrdum. Líkur eru á að spenna magnist milli aðildarríkja NATO vegna málsins.  Rose Gottemoeller, vara-framkvæmdastjóri NATO, var í Ankara, höfuðborg Tyrklands, mánudaginn 22. janúar. Heimsókn hennar var ákveðin með löngum fyrirvara án …

Lesa meira

Vilji til að efla samstarf Frakka og Þjóðverja enn frekar

Konrad Adenauer Þýskalandskanslari og Charles de Gaulle Frakklandsforseti rituðu undir Elysée-sáttmálann 22. janúar 1963.

Efnt var til samtímis funda í franska og þýska þinginu að morgni mánudags 22. janúar til að minnast 55 ára afmælis Elysée-sáttmálans sem miðar að því að efla samstarf Frakka og Þjóðverja.  Í tilefni afmælisins samþykkti þýska þingið ályktun um að enn skyldu tengslin við Frakkland dýpkuð með gerð nýs …

Lesa meira

Stórfundur þýskra Jafnaðarmanna samþykkir að gengið verði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Kristilega

Skipting sæta á þýska þinginu.

Samþykkt var á fundi þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í Bonn sunnudaginn 21. janúar að ganga til lokaviðræðna við Kristilega demókrata (CDU/CSU) um myndun samsteypustjórnar. Flokkarnir lögðu fram drög að stjórnarsáttmála 12. janúar sl. og samþykktu Jafnaðarmenn að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum á grundvelli hans. Alls voru 642 fulltrúar frá öllum sambandslöndum Þýskalands …

Lesa meira