Trump og Pútín ræddu kosningaafskipti og vopnahlé í Sýrlandi á löngum fundi í Hamborg

Vladimír Pútin og Donald Trump ræðast við í Hamborg 7. júlí 2017.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti ræddu saman í tvær klukkustundir og sextán mínútur í Hamborg, Þýskalandi, föstudaginn 7. júlí til hliðar við leiðtogafund G20-ríkjanna sem haldinn er um helgina í borginni. Forsetarnir höfðu áður rætt saman í síma en þetta var í fyrsta sinn sem þeir hittust augliti …

Lesa meira

Donald Trump hvetur vestrænar þjóðir til dáða að fordæmi Pólverja

Donald Trump flytur ræðu sína í Varsjá.

Donald Trump Bandaríkjaforseti var í Varsjá höfuðborg Póllands fimmtudaginn 6. júlí á leið sinni á fund leiðtoga 20 helstu iðnríkja heims sem verður um helgina í Hamborg, Þýskalandi. Forsetinn flutti Pólverjum ræðu á Krasiński-torgi í Varsjá. Ræðunni var vel fagnað af mannfjölda sem kom saman á torginu. Oftar en einu …

Lesa meira

Donald Trump ráðalaus gagnvart ögrunum N-Kóreumanna

Kim Jong-un harðstjóri fylgist með eldflaugarskoti sínu.

Í Bandaríkjunum rifja menn nú upp að Donald Trump sagði á Twitter snemma í janúar 2017, eftir að hann var kjörinn forseti, að Norður-Kóreumenn mundu ekki gera tilraun með langdræga eldflaug sem næði frá landi þeirra til Bandaríkjanna. Jafnframt er sagt að þá hafi hann hvorki vitað hve litlu munaði …

Lesa meira

Norður-Kóreumenn skapa nýja ógn með eldflaugaskoti

Kim Jong-un harðstjóri og hershöfðingjar hans fagna eldflaugaskotinu.

Norður-Kóreumenn segja að þeim hafi tekist að senda langdræga eldflaug á loft of hafi hún flogið í 39 mínútur. Frétt um eldflaugaskotið var kynnt í sjónvarpi Norður-Kóreu þriðjudaginn 4. júlí með þeim orðum að „þáttaskil“ hefðu orðið með vel heppnaðri tilraun með Hwasong-14 eldflauginni og hefði leiðtogi þjóðarinnar, Kim Jong-un …

Lesa meira

Noregur: Varar við rússnesku hernámi í Finnmörk

Norskir hermenn við strandvarnir.

„Ástæða er til að óttast að það sama kunni að gerast og í austurhluta Úkraínu. Að maður sjá að hluta einkennalausa hermenn taka þátt í því sem ég kalla lágspennuátök,“ sagði Bjørn Domaas Josefsen, ritstjóri tímaritsins MilitærTeknikk við norska ríkisútvarpið NRK sunnudaginn 2. júlí. Hér hafnar Domaas Josefsen sviðsmynd átaka …

Lesa meira

Eistneska ríkisstjórnin stofnar gagna-sendiráð í Lúxemborg

Les salles de serveurs d'un centre de données fonctionnant 100% à l'hydroélectricité

Eistneska ríkisstjórnin hefur ákveðið að velja Lúxemborg sem geymsluland fyrir öryggisafrit af gögnum eistneska ríkisins, þar séu innviðir bestir til þess. Þetta sagði Juri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, föstudaginn 30. júní. Forsætisráðherrann nefndi engin nöfn í samtali við fréttamann EUobserver á blaðamannafundi í Tallinn en sagði „ýmis lönd hafa komið til …

Lesa meira

Tímabært fyrir NATO að líta til norðurs

36117275_303-2

Grein þessi eftir JULIANNE SMITH JULIANNE SMITH JULIANNE SMITH og RACHEL RIZZO birtist á vefsíðunni Defense One 28. júní 2017. Nú þegar Donald Trump forseti hefur loksins lýst blessun yfir 5. gr. Atlantshafssáttmálans og dregið úr hugarangri manna beggja vegna Atlantshafs er tímabært að bandalagið láti hendur standa fram úr ermum. …

Lesa meira

Rússar hafa í hótunum vegna nýja flugmóðurskips Breta

telemmglpict000133112696-large_trans_nvbqzqnjv4bqaeggvneelgbuwbbj5zciuu40ney2sweshrpnb0wni74

Rússar hafa svarað háðsyrðum Breta um gamla rússneska flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov með því að lýsa nýju flaggskipi breska flotans, flugmóðurskipinu Queen Elizabeth, sem „stóru þægilegu skotmarki“. Admiral Kuznetsov beri mikið af eldflaugum og Queen Elizabeth skuli halda sér í hæfilegri fjarlægð. Metingur hófst eftir að Sir Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, …

Lesa meira

Þjóðaröryggisráðgjafinn áréttar hollustuna við 5. gr. NATO-sáttmálans

H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sagði miðvikudaginn 28. júní að gagnrýni á forsetann fyrir að hafa ekki minnst á skuldbindingar Bandaríkjanna samkvæmt 5. gr. Atlantshafssáttmálans í ræðu hjá NATO í maí væri „tilbúin deila“. „Forsetinn stendur heilshugar að sáttmála okkar,“ sagði McMaster á ársfundi hugveitunnar Center for a New …

Lesa meira

Kissinger bindur vonir við jákvæð áhrif Breta utan ESB á Atlantshafssamstarfið

Henry Kissinger

  Henry Kissinger (94 ára), fyrrv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna og þjóðaröryggisráðgjafi, segir að úrsögn Breta úr ESB (Brexit) veiti Bretum tækifæri til að endurnýja Atlantshafssamstarfið, grundvöll Atlantshafsbandalagsins, en það yrðu mistök ef Bretar segðu alveg skilið við Evrópu. Kissinger flutti ræðu á ráðstefnu í London þriðjudaginn 27. júní og sagðist hafa …

Lesa meira