Finnsk stjórnvöld rannsaka GPS-truflanir í lofthelgi sinni

Timo Soini utanríkisráðherra.

  Timo Soini, utanríkisráðherra Finna, lofar að leggja skýrslu fyrir utanríkismálanefnd þingsins vegna ótta um að Rússar hafi truflað GPS-tæki flugvéla yfir Lapplandi. Finnsk flugmálayfirvöld hafa sent frá sér viðvörun og telja að rannsaka beri atvikin. Það var Matti Vanhanen, fyrrv. forsætisráðherra en núv. formaður utanríkismálanefndar finnska þingsins, sem hvatti …

Lesa meira

Þjóðverjar hafa fyrirvara á evrópsku varnarfrumkvæði Macrons

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.

  Frakkar hafa tekið forystu meðal 10 aðildarþjóða ESB sem vinna að mótun samstarfs í varnarmálum til að takast á við „nýjar ógnir“ utan þess skipulags á samstarfi í varnarmálum sem mótað hefur verið innan ESB og NATO. Þjóðverjar hafa fyrirvara á hve langt skuli farið á þessari braut af …

Lesa meira

Bandaríkin: Sessions rekinn sem dósmálaráðherra – hvað með Mueller?

Jeff Sessions

Donald Trump Bandaríkjaforseti veitti Jeff Sessions dómsmálaráðherra lausn frá embætti miðvikudaginn 7. nóvember daginn eftir þingkosningar í Bandaríkjunum. Sessions varð fyrstur öldungadeildarþingmanna á sínum tíma til að lýsa yfir stuðningi við Trump þegar hann fór í prófkjör. Donald Trump reiddist Sessions mjög eftir að hann tók við ráðherraembætti og lýsti …

Lesa meira

Bandaríkin: Klofningur milli flokka eykst í kosningum

Fíllinn er merki repúblíkana en asninn demókrata.

Á bandarísku vefsíðunni Axios er úrslitum kosninganna í Bandaríkjunum þriðjudaginn 6. nóvember lýst á þennan hátt: Eftir kosningarnar endurspeglar klofningur á þingi sundrung Bandaríkjanna, hann eykst og bendir til þess eitraðs andrúmslofts á komandi árum. Tveir flokkar sem sækja stuðning til tveggja gjörólíkra hópa og hugsjóna fjarlægjast sífellt hvor annan …

Lesa meira

Njósnahæðin Teufelsberg friðlýst í Berlín

Frá Teufelsberg í Berlín.

Fyrrverandi njósnastöð Vesturveldanna í Berlín í kalda stríðinu hefur verið friðlýst af borgaryfirvöldum. Hér er um að ræða Terufelsberg-stöðina á hæð sem varð til þegar leifum af rústum úr seinni heimsstyrjöldinni var safnað á einn stað í norðurjaðri Grünewald, skógar í vesturhluta Berlínar. Bandamenn notuðu stöðina til að hlera fjarskipti …

Lesa meira

Þýskaland: Fyrrverandi njósnaforinginn rekinn úr ráðuneytinu

Hans-Georg Maaßen og Horst Seehofer

  Hans-Georg Maaßen, fyrrverandi forstjóri njósna- og öryggislögreglu Þýskalands, hefur verið vikið tímabundið frá störfum af innanríkisráðherranum vegna ýmissa atvika sem þykja ekki hæfa manni sem hefur gegnt svo háu embætti. Horst Seehofer innanríkisráðherra sagði mánudaginn 5. nóvember að hann hefði vikið Maaßen úr embætti vegna „óviðurkvæmilegra ummæla“ í kveðjuræðu …

Lesa meira

Rússland: Þjóðeiningardagur kallar fram mótmæli

Rússneskir lögreglumenn handtaka mótmælendur.

  Rússneska lögreglan handtók að minnsta kosti fjóra mótmælendur úr hópi þjóðernissinna í Moskvu sunnudaginn 4. nóvember. Efnt var til mótmæla gegn stjórnvöldum. Mótmælin tengjast þjóðeiningardegi Rússlands, föðurlandsdegi sem kom til sögunnar árið 2005. Þrír skipuleggjendur mótmælaaðgerða þjóðernissinna í Ljublino-hverfinu, í suðaustur jaðri Moskvu, voru einnig handteknir að sögn OVD-Info, …

Lesa meira

Trump berst til síðasta dags

Donald Trump á kosningafundi,

  Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þriðjudaginn 6. nóvember, þá verða einnig kjörnir 35 af 100 öldungadeildarþingmönnum auk fjölmargra ríkisstjóra og annarra embættismanna. Donald Trump forseti leggur hart að sér síðustu daga fyrir kjördag, hann notar sömu aðferð og fyrir forsetakosningarnar að draga athygli fjölmiðla að sér. Nú fyrir kosningarnar …

Lesa meira

Þjóðaröryggisráð: Sérþekking Íslendinga verði nýtt í þágu NATO

Myndin er tekin af vefsíðu LHG og sýnir ratstjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli, á norðausturhorni landsins.

Skýrsla þjóðaröryggisráðs um framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland var birt í fyrsta skipti fimmtudaginn 1. nóvember 2018. Skýrslan var unnin í samvinnu við þau ráðuneyti sem bera ábyrgð á framkvæmd stefnunnar hvert á sínu málefnasviði og er reist á greinargerðum ráðuneytanna. Gerð er grein fyrir því hvernig unnið hafi verið að …

Lesa meira

Danska stjórnin gegn launráðum Írana

Habib Jabor, forystumaður aðskilnaðarsamtaka í Íran, er búsettur í Danmörku. Myndin er tekin í skrifstofu hans í Ringsted í Danmörku,

Danska ríkisstjórnin sagði miðvikudaginn 31. október að hún ætlaði að ræða við bandamenn sína um hvort grípa ætti til sérstakra refsiaðgerða gegn Írönum eftir að hún sakaði stjórnvöld í Teheran um að leggja á ráðin um að myrða íranska andófsmenn sem búa í landinu. „Næstu daga ætlum að ræða við …

Lesa meira