Noregur: Varað við njósnum og undirróðri Rússa

Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra og Morten Haga Lunde hershöfðingi.

Eftirgrennslanaþjónusta norska hersins, njósnastofnun Norðmanna utan eigin landamæra (NIS), birti hættumat ársins 2017 mánudaginn 6. febrúar. Þar er varað við víðtækum njósnum og undirróðri Rússa gagnvart Noregi. „Ógnirnar í starfræna heiminum gegn pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum skotmörkum aukast. Við teljum að njósnastarfsemin eigi eftir að verða víðtækar á þessu ári,“ segir …

Lesa meira

Varðbergsfundur með forsætisráðherra á netinu – útdráttur á ensku

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu um nýstofnað þjóðaröryggisráð í boði Varðbergs í Norræna húsinu þann 9. febrúar síðastliðinn.  Hann hóf ræðu sína á því að ræða stöðu alþjóðamála og kvað ýmislegt áhugavert vera að gerast á þeim vettvangi en jafnframt væru óvissutímar framundan.  Benti Bjarni á fjóra þætti sem hefðu …

Lesa meira

Eistlendingar og Finnar sameinast um kaup á þungavopnum frá Suður-Kóreu

K9 Thunder sprengivörpudreki.

Eistlendingar búa sig undir að taka höndum saman við Finna við kaup á þungavopnum frá Suður-Kóreu. Talið er að hlutur Finna í viðskiptunum nemi að minnsta kosti 100 milljónum evra að sögn finnska ríkisútvarpsins, YLE þriðjudaginn 7. febrúar. Um nokkurra ára skeið hefur finnski herinn kannað hagkvæmni þess að kaupa …

Lesa meira

Fillon dregur sig ekki í hlé – Macron hafnar sögusögnum um samkynhneigð – SPD með meira fylgi en CDU/CSU

Brigitte Trogneux með eiginmanni sínum Emmanuel Macron.

Hér var látið að því liggja á dögunum að François Fillon yrði ekki forsetaframbjóðandi franska Lýðveldisflokksins. Hann mundi neyðast til að draga sig í hlé vegna ásakana um misnotkun opinbers fjár í eigin þágu og konu sinnar. Mánudaginn 6. febrúar efndi Fillon til blaðamannafundar þar sem hann snerist til varnar …

Lesa meira

Varðbergsfundur með forsætisráðherra í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. febrúar 12.00 til 13.00

Bjarni Benediktsson

  Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur ræðu og svarar fyrirspurnum á fundi Varðbergs í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12.00 til 13.00. Efni fundarins er: Þjóðaröryggisráð – ný viðhorf í utanríkismálum   Unnið er að því að setja á laggirnar þjóðaröryggisráð undir formennsku forsætisráðherra í samræmi við lög sem samþykkt …

Lesa meira

Morgunblaðið birtir leiðara um Ísland og GIUK-hliðið

Map-Iceland-GIUK-Gap-300x278

  Lesendur vardberg.is hafa fylgst með því hér á síðunni í nokkur misseri að áhugi hernaðarfræðinga á þróun mála á Norður-Atlantshafi hefur aukist jafnt og þétt vegna umsvifa Rússa í sjó og á lofti. Mánudaginn 6. febrúar. birtir Morgunblaðið leiðara um áhrif þessara breytinga á öryggismál Íslands. Birtist hann hér …

Lesa meira

Ný stjarna í frönskum stjórnmálum stefnir í forsetastólinn

Emmanuel Macron

Emmanuel Macron er 39 ára fyrrverandi bankastarfsmaður sem gæti orðið næsti forseti Frakklands. Macron sagði af sér sem efnahagsmálaráðherra Frakklands í ágúst 2016 til að helga sig stjórnmálum á eigin forsendum og í eigin flokki En Marche! – Áfram!. Hann tilkynnti í nóvember 2016 að hann byði sig fram sem …

Lesa meira

Átök í austurhluta Úkraínu harðna – stórskotahríð veldur mann- og eignatjóni

Úkraínustjórn hefur 22.000 manna bæinn Avdijvka á valdi sínu. Íbúar hafa orðið að setjast að í tjöldum vegna eyðileggingar af völdum átakanna.

  Alþjóðlegir eftirlitsmenn í Úkraínu birtu föstudaginn 3. febrúar viðvörun um „ótrúlegan fjölda vopnahlésbrota“ beggja aðila sex dögum eftir að átök tóku að magnast milli hermanna stjórnvalda í Kænugarði og aðskilnaðarsinna með stuðningi Rússa. Viðvörunin er birt þegar nýjar fréttir berast af meiri stórskotahríð en áður á íbúahverfi og nágrenni …

Lesa meira

Miklar sviptingar í þýskum stjórnmálum – Gabriel í Washington

Angela Merkel og Martin Schulz.

Miklar sviptingar eru í þýskum stjórnmálum um þessar mundir ef marka má skoðanakannanir. Föstudaginn 27. janúar ákvað Sigmar Gabriel, formaður Jafnaðarmannaflokksins (SPD) að víkja sæti sem flokksleiðtogi fyrir Martin Schulz, fyrrverandi forseta ESB-þingsins, auk þess sem Gabriel tók við embætti utanríkisráðherra í stað Frank-Walters Steinmeiers sem verður næsti forseti Þýskalands. …

Lesa meira

Rússar neita tveimur norskum þingmönnum um vegabréfsáritun

Trine Skei Grande, leiðtogi miðjuflokksins Venstre, og Bård Vegar Solhjell úr Sósíalíska vinstriflokknum.

Rússar neituðu að veita tveimur norskum þingmönnum um vegabréfsáritun þegar þeir ætluðu að heimsækja nágrannaríki Noregs með öðrum í utanríkismálanefnd stórþingsins. Nefndarformaðurinn Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum aflýsti Rússlandsferðinni Norska utanríkisráðuneytið segir að neitun Rússa sé rökstudd með vísan til aðildar Norðmanna að þvingunum ESB sem þeir láta einnig ná til Svalbarða. Hægrimaðurinn Børge Brende utanríkisráðherra segir …

Lesa meira