Uffe Ellemann: Kremlverjar í franskri kosningabaráttu

Uffe Ellemann-Jensen

Uffe Ellemann, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, skrifar reglulega dálk á vefsíðu Berlingske Tidende (b.dk). Mánudaginn 3. apríl fjallaði hann um hættu á íhlutun Rússa í kosningar í Frakklandi og Þýskalandi í ár. Ellemann segir að um síðustu helgi hafi sá óvenjulegi atburður gerst að frönsk eftirlitsnefnd með starfi fyrirtækja sem stunda …

Lesa meira

Vopnaglamur í Bretlandi til verndar Gíbraltar gegn ESB og Spánverjum

Frá Gíbraltar

Úrsögn Breta úr ESB hefur leitt af sér meiri hörku en áður í deilu þeirra við Spánverja um ráð yfir Gíbraltar, klettahöfða við Njörvasund sem tengir Miðjarðarhaf og Atlantshaf. Deilan við Spánverja vekur upp 35 ára gamlar minningar um Falklandseyjastríðið hjá Bretum en þá vörðu þeir ráð sín yfir Suður-Atlantshafseyjunum …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Póllands: Við erum svo sannarlega lýðræðissinnar og höfnum allri þjóðrembu

Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands.

Hætta er á að Pólland verði fórnarlamb „blöndu menningar og kynþátta“ og hluti af „heimi hjólreiðamanna og grasætna“. Ummæli af þessu tagi eru eignuð utanríkisráðherra Póllands Witold Waszczykowski (59 ára) og endurtekin honum til háðungar. Hann hefur ekki breytt neitt um stíl eftir að hann varð utanríkisráðherra í þjóðernissinuðu íhaldsstjórninni …

Lesa meira

Rússar hefja flutning á jarðgasi með skipum frá Jamal-skaga við Norður-Íshaf

Nýja gasflutningaskipið Christophe de Margerie.

Rússar leggja nú mikla áherslu á að nýta norðurleiðina svonefndu, siglingaleiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs fyrir norðan Rússlands. Bloomberg fréttastofan birti nýlega fréttaskýringu þar sem sagði að á árinu 2016 hefði flutningur á milli hafanna verið innan við 3% af þeim varningi sem fluttur var sjóleiðis eftir norðurleiðinni en hann …

Lesa meira

Guðni Th. og Pútín ræða sögu samskipta Íslendinga og Rússa

Guðni Th. Jóhannesson og Vladimír Pútín.

  Vladimir Pútin Rússlandsforseti hitti Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á fundum í Arkhangelsk í Norður-Rússlandi fimmtudaginn 30. mars. Voru forsetar Finnlands og Íslands þátttakendur í árlegri norðurslóðaráðstefnu Rússa. Af fréttum frá Rússlandi má ráða að það sem helst hafi vakið athygli í ræðum erlendu …

Lesa meira

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna ræða kostnaðarskiptingu, hryðjuverkabaráttu og afstöðu til Rússa

Fjölskyldumynd af ráðherrafundi NATO 31. mars 2017.

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna hittust á fundi í Brussel föstudaginn 31. mars og ræddu meðal annars um sanngjarnari skiptingu kostnaðar innan bandalagsins, viðbrögð NATO við hryðjuverkum og sameiginlega afstöðu til Rússa. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, gerði fréttamönnum grein fyrir fundinum að honum loknum og sagði meðal annars að útgjöld evrópskra aðildarríkja og …

Lesa meira

Guðlaugur Þór: Mikilvægt að ræða við Rússa þrátt fyrir ágreining um Úkraínu og Sýrland

Frá Arkhangelsk

Við höfum ekki orðið vitni að öðru eins síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014: Utanríkisráðherrar Noregs, Danmerkur og Íslands ræða um frið og samvinnu í heimsókn til Rússlands – veikindi urðu til þess að sænski ráðherrann er ekki einnig með í för, á þessum orðum hefst frásögn eftir Martin Breum á vefsíðunni EUobserver fimmtudaginn …

Lesa meira

Norrænir ráðherrar hitta Sergei Lavrov í Arkhangelsk

Frá norðurslóðaráðstefnunni í Arkhangelsk.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs og Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, hittu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í kvöldverði í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu í Arkhangelsk í Rússlandi miðvikudaginn 29. mars. Ætlunin var að ráðherrarnir ræddu samskiptin við Rússland, samvinnu á norðurslóðum, öryggismál og helstu álitamál á alþjóðavettvangi að …

Lesa meira

Danir á báðum áttum vegna Nord Stream 2 frá Rússlandi til Þýskalands

Fyrirhuguð leið Nord Stream 2.

  Danir eiga að hafna ósk Rússa um að leggja gasleiðslu á dönsku yfirráðasvæði, segir sérfræðingur í rússneskum málefnum á dönsku vefsíðunni Altinget.dk þriðjudaginn 28. mars. Fara eigi að ráðum Anders Foghs Rasmussens, fyrrv. forsætisráðherra og fyrrv. framkvæmdastjóra NATO, sem hefur sagt við flokksbróður sinn úr Venstre-flokknum, Lars Løkke Rasmussen, …

Lesa meira

Rússnesk yfirvöld snúast af hörku gegn víðtækum mótmælum gegn spillingu

Sjálfa af Aleksei Navalníj

Bandaríkjastjórn og framkvæmdastjórn ESB gagrýndu ráðamenn í Moskvu mánudaginn 27. mars fyrir að hafa handtekið hundruð mótmælenda fyrir að taka þátt í aðgerðum gegn spillingu sunnudaginn 26. mars. Aleksei Navalníj, leiðtogi mótmælenda, var handtekinn og dómari sektaði hann fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli. Rússneska lögreglan handtók aðgerðasinnan Navalníj (40 ára) …

Lesa meira