Fylgst með 10 rússneskum hervélum yfir Eystrasalti

Rússnesk Sukoi-orrustuþota

  Flugmenn Typhoon-orrustuþotna breska flughersins sem sinnt hafa loftrýmisgæslu frá Eistlandi flugu í síðustu viku í veg fyrir 10 rússneskar hervélar í einum leiðangri segir í frétt frá breska varnarmálaráðuneytinu fimmtudaginn 30. júlí. Bresku þoturnar voru sendar á loft eftir að rússnesku vélarnar sáust í ratsjám NATO. Þær voru þá …

Lesa meira

Eindregin samstaða með Tyrkjum í NATO

Fundur varnarmálaráðherra NATO 24. júní 2015.

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu þriðjudaginn 28. júlí: „Atlantshafsráðið kom saman í dag að ósk Tyrkja til að ræða saman á grundvelli 4.gr. Norður-Atlantshafssáttmálans þar sem segir: „ríkin munu bera saman bækur sínar hverju sinni þegar eitthvert þeirra telur að landsyfirráðum, stjórnmálalegu sjálfstæði eða öryggi einhvers þeirra sé ógnað“. …

Lesa meira

Bandaríkin: Tilraun með neðansjávar-dróna heppnast

Remus 600 neðansjávar-dróni

Áhöfn bandaríska kjarnorkuknúna árásar-kafbátarins North Dakota af Virginu-gerð sendi frá sér og náði aftur um borð neðansjávar-dróna segir í frétt AP-fréttastofunnar föstudaginn 24. júlí. Frétt um þetta birtist skömmu eftir að kafbáturinn sneri að nýju til Bandaríkjanna eftir næstum tveggja mánaða úthald í Miðjarðarhafi. Áhöfn kafbátsins hafði það sérstaka hlutverk …

Lesa meira

Pútín samþykkir nýja flotastefnu – þung áhersla á Atlantshaf

Vladimír Pútín fylgist með flotasýningu á Eystrasalti.

Í tilefni dags rússneska flotans, sunnudaginn 26. júlí, samþykkti Vladimír Pútín Rússlandsforseti nýja flotastefnu þar sem lögð er áhersla á öflugt úthald herskipa á Atlantshafi. Stefnan nær til herskipa, flutningaskipa og hafrannsóknarskipa. Hún nær nú í fyrsta sinn til suðurskautsins. Í stefnunni segir að NATO framkvæmi nú „óviðunandi“ áætlanir um …

Lesa meira

Danmörk: Flugherinn hefur fullt eftirlit með rússneskum hervélum

Úr eftirlits- og vaktstöð danska flughersins í Karup

Í Berlingske Tidende birtist nú greinarflokkur um hvernig danski herinn sem minnkað hefur jafnt og þétt undanfarin ár er búinn undir aukið áreiti af hálfu Rússa. Þar hefur ekki síst reynt á flugherinn en laugardaginn 25. júlí birti blaðið úttekt að varnarviðbúnaði hans. „Með tölvuskjái sem skjöld og með aðstoð …

Lesa meira

Rússland: Tíð slys sýna að flugherinn er á þolmörkum

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa, hefur gefið fyrirmæli um rannsókn á orsökum sjö flugslysa í rússneska flughernum frá því í júníbyrjun. Þau hafa öll orðið við venjulegar æfingar. Þetta segir í frétt RIA Novosti fréttastofunnar frá föstudeginum 24. júlí. Talið er að flugslysin séu til marks um að aukin umsvif rússneska …

Lesa meira

Enn varar bandarískur hershöfðingi þingnefnd við Rússum

Robert B. Neller

Robert Neller hershöfðingi sem hefur verið tilnefndur af Bandaríkjastjórn til að verða yfirmaður landgönguliðs flotans sagði fyrir varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fimmtudaginn 23. júlí að „mesta hugsanlega ógn“ við Bandaríkin kæmi frá Rússlandi en bandarískum almenningi væri mest ógnað af „öfgahyggjumönnum“. „Ég held ekki að þeir vilji berjast við okkur. Ég …

Lesa meira

Bandarískir herforingjar árétta ógn af Rússum

Mark Milley

Bandarískir herforingjar sitja nú fyrir svörum í hermálanefnd öldungadeildar Banadríkjaþings vegna mannabreytinga í yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Joseph Dunford, hersföfðingi og yfirmaður landgönguliðsins, verður formaður herráðs Bandaríkjanna og Mark Milley hershöfðingi verður yfirmaður landhersins. Í þingnefndinni hafa þeir báðir bent á Rússland þegar rætt er um það ríki sem ógni helst …

Lesa meira

Hættuleg dróna-atvik við breska flugvelli

Dróni

Breska flugmálastjórnin Civil Aviation Authority (CAA) hefur gefið út „dróna-reglur“ eftir að hættuleg atvik hafa orðið við breska flugvelli. Í reglunum kemur fram að það getur kostað dróna-stjórnendur fangelsisrefsingu skapi þeir hættu með ábyrgðarleysi við stjórn dróna á flugi. Reglurnar eru birtar vegna þess að sífellt fleiri fyrirtæki og einstaklingar …

Lesa meira

Hollendingar og Pólverjar snúast gegn lygamiðlun Rússa

Rússneskur áróður - rússneski björninn sparkar Bandaríkjaþjóni úr Úkraínu

  Hollendingar og Pólverjar ætla að taka höndum saman um að koma á fót fréttastofu á rússnesku í því skyni að snúast gegn áróðri Rússa. Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, sagði á fundi með blaðamönnum í Brussel mánudaginn 20. júlí að markmiðið væri að miðla hlutlægum upplýsingum á rússnesku sem síðar …

Lesa meira