Endurbætur á kínverska heraflanum

foreign201706231528000584202303203

Höfundur Kristinn Valdimarssson Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld eytt háum fjárhæðum í að endurskipuleggja herafla landsins.  Leiðtogi Kína, Xi Jinping, á sér þann draum að árið 2035 verði heraflinn í fremstu röð í heiminum og geti þá unnið Bandaríkjaher í átökum. Að sögn breska vikuritsins The Economist hafa endurbætur …

Lesa meira

Mótmælendur lögðu þinghúsið í Hong Kong undir sig

Mótmælendur í þinghúsinu í Hong Kong.

Mótmælendur lögðu þinghúsið í Hong Kong undir sig síðdegis mánudaginn 1. júlí og dvöldust innan dyra í þrjár klukkustundir áður en þeir hurfu á braut. Eftir miðnætti á staðartíma (kl. 16.00 að íslenskum tíma) lögðu hundruð lögreglumanna bygginguna undir sig eftir að hafa sagt mótmælendunum að hverfa á brott. Tugir …

Lesa meira

Nord Stream 2 úr danskri lögsögu

283687

Stjórnendur verkefnisins Nord Stream 2 hafa dregið til baka umsókn til danskra stjórnvalda um leyfi til að leggja leiðslu undir þessu nafni sem flytja á gas frá Rússlandi til Þýskalands um danskt yfirráðasvæði á hafsbotni Eystrasalts fyrir sunnan Borgundarhólm. Umsóknin hefur verið til meðferðar í meira en tvö ár. Matthias …

Lesa meira

Pútin ræðst á frjálslynd grunngildi

Vladimir Pútin

Vladimir Pútin Rússlandsforseti fer hörðum orðum um stjórnmálaleg grunngildi sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar í viðtali við The Financial Times sem birtist föstudaginn 28. júní. Forsetinn segir að grunngildi eins og þau sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafi gengið sér …

Lesa meira

Leyniþjónustur búast til netátaka

cyber terrorism concept computer bomb in electronic environment, 3d illustration

Í Noregi hefur í ákveðnum tilvikum reynst nauðsynlegt að grípa til öflugra net- og tölvuvarna. Nú hefur Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs, sagt blaðinu VG að leyniþjónusta hersins ráði yfir búnaði til að gera tölvu- og netárásir á aðrar þjóðir. Blaðið spurði varnarmálaráðherrann hvort norsk stjórnvöld hefðu tök á að grípa …

Lesa meira

NATO-varnarmálaráðherrar funda í Brussel

aaa

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna komu saman miðvikudaginn 26. júní til tveggja daga fundar í Brussel. Á dagskrá þeirra er að ræða skiptingu útgjalda innan bandalagsins, verkefni þess í Afganistan og afleiðingar brota Rússa á samningnum um takmörkun meðaldrægra kjarnavopna. Þá beinist athygli ráðherranna einnig að vaxandi spennu milli stjórnvalda í Washington og …

Lesa meira

Teng­ist „vax­andi hernaðar­um­svif­um Rússa“ segir formaður utanríkismálanefndar við mbl.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ljósm. Hari mbl.is

Snorri Más­son, blaðamaður á mbl.is, birti mánudaginn 24. júní neðangreint viðtal við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vegna umræðna um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. „Um­hverfið er breytt í ör­ygg­is­mál­um á norðan­verðu Atlants­hafi. Staðan þar er til dæm­is breytt í þeim skiln­ingi að fylgst er bet­ur með þróun ör­ygg­is­mála á norður­slóðum. Þar eru auðvitað …

Lesa meira

Hér verður ekki her­seta á nýj­an leik, segir forsætisráðherra við mbl.is

Eggert Jóhannesson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók þessa mynd í Ráðherrabústaðnum 11. júní 2019 þegar Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hitti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þar.

Vegna þriggja frétta sem ríkisútvarpið birti föstudaginn 21. júní og laugardaginn 22. júní um fjárveitingar Bandaríkjaþings til endurbóta á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli (sjá fréttirnar hér á vefsíðunn) ræddi Snorri Másson, blaðamaður mbl.is við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Viðtalið birtist mánudaginn 24. júní og er endurbirt hér í heild: „Þetta hef­ur legið …

Lesa meira

Erdogan tapar Istanbúl í annað skipti

Ekrem Imamoglu. sigurvegari kosninganna í Istanbúl.

Stjórnmálaskýrendur segja að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi ekki beðið verri hnekki á 25 ára göngu sinni sem stjórnmálamaður en þann sem hann varð fyrir í Istanbúl sunnudaginn 23. júní þegar flokkur hans varð undir í borgarstjórnarkosningum þar. Efnt var til kosninganna að kröfu Erdogans og flokks hans af …

Lesa meira

Ríkisútvarpið segir frá endurbótum í þágu varnarliðs á Keflavíkurflugvelli

Frá öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem eru undir daglegri stjórn Landhelgisgæslu Íslands í umboði utanríkisráðuneytisins.

Á vefsíðu ríkisútvarpsins ruv.is má laugardaginn 22. júní sjá þrjár fréttir vegna fyrirhugaðra framkvæmda Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Höfundur fréttanna er Alma Ómarsdóttir fréttakona en þær snúast allar um sama stefið þótt útfærslan sé nokkuð mismunandi. Það sem fréttakonan kallar „færanlega herstöð“ er áætlun bandaríska flughersins um að búa þannig um …

Lesa meira