NYT telur mörgum spurningum ósvarað vegna tengsla Trump-manna og Rússa

tms116_crop

  Bandaríska blaðið The New York Times er andvígt Donald Trump Bandaríkjaforseta, stjórn hans og repúblíkanaflokknum. Í blaðinu miðvikudaginn 15. febrúar 2017, birtist leiðari vegna afsagnar þjóðaröryggisráðgjafa Trumps. Í leiðaranum er brugðið ljósi á málið sem gefur til kynna hvert umræður þróast í Bandaríkjunum þar sem flokkadrættir eru miklir og magnast. …

Lesa meira

Svartfjallaland: Þinghelgi aflétt af grunuðum samsærismönnum

um að hafa átt aðild að misheppnaðri byltingartilraun í október 2016.
Dusko Markovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Þing Svartfjallalands samþykkti miðvikudaginn 15. febrúar að aflétta þinghelgi af tveimur stjórnarandstöðuþingmönnum vinveittum Rússum. Þeir eru sakaðir um að hafa átt aðild að misheppnaðri byltingartilraun í október 2016. Dusko Markovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, hefur sagt Rússum og bandamönnum þeirra í Svartfjallalandi að hætta að grafa undan stöðugleika í landinu með andstöðu við aðild landsins að NATO. Hún komi …

Lesa meira

Ísland virkur þátttakandi í starfi NATO

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

  Utanríkisráðuneytið sendi frá sér neðangreinda fréttatilkynningu miðvikudaginn 15. febrúar 2017: Þróun öryggismála í Evrópu og tengslin vestur um haf vorum meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem fram fór í tengslum við fund varnarmálaráðherra bandalagsins, sem haldinn er í Brussel í dag …

Lesa meira

Villti um fyrir varaforsetanum, sagði af sér sem öryggisráðgjafi

Michael Flyn

Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, tilkynnti afsögn sína mánudaginn 13. febrúar, aðeins 24 dögum eftir að hann tók formlega við embættinu. Hann baðst afsökunar á að hafa sagt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og öðrum embættismönnum rangt frá efni símtala sinna við sendiherra Rússa í Washington áður en hann tók formlega við embætti sínu. Sean Spicer, blaðafulltrúi Donalds Trumps …

Lesa meira

Allt getur sprungið í Donbass í A-Úkraínu segir fulltrúi ÖSE

Alexander Hug

  Franska blaðið Le Figaro birti mánudaginn 13. febrúar viðtal við Alexander Hug, yfirmann eftirlitsstarfs á vegum ÖSE, Öryggissamvinnustofnunar Evrópu, í austurhéraði Úkraínu, Donbass, þar sem aðskilnaðarsinnar berjast með stuðningi Rússa við hermenn stjórnar Úkraínu. Viðtalið birtist hér í lauslegri þýðingu. LE FIGARO: – Hvað hefur gerst frá 29. janúar milli [bæjanna] Donetsk og Avdijka? Alexander Hug: – …

Lesa meira

Schäuble líkir Martin Schulz við Donald Trump

Wolfgang Schäuble.

Kristilegi demókratinn Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, olli nokkru fjaðrafoki föstudaginn 10. febrúar þegar hann líkti Martin Schulz, nýju kanslaraefni jafnaðarmanna (SPD), og málflutningi hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Jafnaðarmenn hafa brugðist illa við og sagt þetta sýna örvæntingu og hve fjármálaráðherrann sé fjarlægur kjósendum. CDU-forystumaðurinn Schäuble, náinn samstarfsmaður Angelu Merkel …

Lesa meira

Símtal Trumps við Xi Kínaforseta léttir andrúmsloftið

Xi Jinping, forseti Kína. (Source: Reuters)

  Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Xi Jinping Kínaforseta í símtali föstudaginn 10. febrúar að Bandaríkjastjórn mundi virða stefnuna sem kennd er við „eitt Kína“. Í henni felst að Tævan sé í raun hluti Kína þótt eyríkið lúti eigin stjórn. Litið var á yfirlýsingu Trumps sem mikilvægt fyrsta skref til að …

Lesa meira

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir Bjarna hafa rétt kúrsinn gagnvart Trump á Varðbergsfundi

Morgunblaðið birti þessa mynd frá fundi Varðbergs.

  Varðbergsfundurinn með Bjarna Benediktssyni varð frétta- og leiðaraefni í Morgunblaðinu eins og sjá má hér fyrir neðan. Frétt á mbl.is fimmtudaginn 9. febrúar: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, í Norræna húsinu í hádeginu að Ísland stæði á þeim tímamótum að í fyrsta sinn í …

Lesa meira

Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Bandaríkjanna staðfesta náið samstarf innan NATO

Ursula von der Leyen og Jim Mattis.

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hitti Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í Washington föstudaginn 10. febrúar. Á fundi sínum staðfestu ráðherrarnir nána samvinnu ríkjanna á sviði hermála og innan NATO. Þýski varnarmálaráðherrann sagði að fundinum loknum að Mattis hefði lýst afdráttarlausum stuðningi við NATO og hún sagði að það væri „sanngjörn krafa“ af hálfu Bandaríkjamanna að bandamenn þeirra innan NATO ykju hlut sinn …

Lesa meira

ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐ – NÝ VIÐHORF Í UTANRÍKISMÁLUM Erindi Bjarna Benediktssonar í heild

Bjarni Benediktsson

  Forsætisráðuneytið hefur birt erindi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á fundi Varðbergs í Norræna húsinu 9. febrúar 2017 í heild og má lesa það hér:   ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐ – NÝ VIÐHORF Í UTANRÍKISMÁLUM Fundarstjóri, fundargestir, Ég þakka fyrir að vera boðið að vera hér með ykkur í dag. Það er ánægjulegt að …

Lesa meira