Stoltenberg boðar öflugan viðbragðsher, hraðari boðleiðir og nýja birgða- og flutningastjórn

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, efndi til blaðamannafundar í Brussel mánudaginn 22. júní og kynnti viðfansgefni fundar varnarmálaráðherra bandalagsins sem verður í höfuðstöðvunum í Brussel 24. og 25. júní. Meginefni fundarins snýst um viðbrögð NATO við breyttum og brýnum verkefnum á sviði öryggismála. Þar er glímt við flóknari og erfiðari verkefni …

Lesa meira

Rússar vígbúast í Kaliningrad

Hér má sjá Kaliningrad við Eystrasalt milli Litháens og Póllands.

  Rússar hafa sent svo mikið af herliði og vopnum – þar á meðal eldflaugar sem geta borið kjarnorkusprengjur – inn á landskika sinn við Eystrasalt milli Litháens og Póllands, Kaliningrad (Königsberg) að varla finnst meiri vígbúnaður á einum stað í Evrópu um þessar mundir, segir Tony Wesolowsky í grein …

Lesa meira

Le Monde: Hið viðkvæma verkefni Bandaríkjamanna til varnar Evrópu

Sylvie Kauffmann

    „Fæling: „varnarstefna, einkum reist á kjarnorkuvopnum. Eftir síðari heimsstyrjöldina kom fæling í veg fyrir átök milli fylkinganna tveggja.“ Larousse [franska orðabókin] bendir á ítarefni um fælingu í sagnfræðibókum. Orðið er dálítið úrelt en blómatími þess var í kalda stríðinu, Kúbudeilunni og á tíma meðaldrægu eldflauganna í Evrópu,“ með …

Lesa meira

Rússar ætla sjálfir að smíða eigin þyrlumóðurskip

Á myndinni sést þegar bryndrekum er ekið um borð í franskt Mistral-skip.

Endanlega hefur verið hætt við afhendingu á tveimur þyrlumóðurskipum af Mistral-gerð frá Frökkum til Rússa og viðskiptum fyrir 1,5 milljarð evra hefur verið rift. Á rússnesku vefsíðunni Sputnik segir föstudaginn 19. júní að í stað frönsku skipanna ætli Rússar að hanna og smíða eigin þyrlumóðurskip Í fréttinni segir að í …

Lesa meira

Pútín leikur sér að kjarnorkuvopnum

Þessi keisaralega brjóstmynd af Vladimír Pútín er í nágrenni St. Pétursborgar - hún birtist með greininni í Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Umræður um hernaðarstefnu Rússlands og stöðu NATO vaxa í réttu hlutfalli við vaxandi spennu vegna árekstranna í Úkraínu og innlimunnar Krímskaga í Rússland í mars 2014. Hér var fimmtudaginn 18. júní birt endursögn á grein eftir Magnus Nordenman, öryggismálasérfræðing í Bandaríkjunum, um það hvernig staða öryggismála á Eystrasalti hefur öðlast …

Lesa meira

Aukin spenna einkennir flotaæfingu17 ríkja á Eystrasalti

Hér má skip  á leið til flotaæfinga 17 ríkja á Eystrasalti.

Um þessar mundir taka 49 skip, 69 flugvélar og kafbátar frá 17 löndum þátt í hinni árlegu flotaæfingu BALTOPS á Eystrasalti. Herskip frá Bandaríkjunum og Bretlandi taka þátt í æfingunni sem hefur undanfarin ár einkum snúist um hvernig virkja eigi herskip utan Eystrasalts í björgunaraðgerðum komi til stórslysa eða sjóráns. …

Lesa meira

Stoltenberg sakar Pútín um hættulegt kjarnorkuvopnaglamur

Rússneskar eldflaugar á hersýningu.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar muni setja upp rúmlega 40 nýjar langdrægar kjarnorkueldflaugar á þessu ári að sögn BBC. Þar var einnig vitnað þriðjudaginn 16. júní í Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, sem sagði að í boðskap forsetans fælist „kjarnorkuvopnaglamur“ sem væri „óréttmætt“ og „hættulegt“. Pútín segir þetta lið í …

Lesa meira

Rússar ætla að svara í sömu mynt komi bandarísk þungavopn í nágrenni þeirra

Heræfingar undir merkjum NATO hafa fraið fram æi Eystrasaltsríkjunum undanfarna daga - hér sést æfð landganga,

    Rússneska utanríkisráðuneytið varar NATO við að auka umsvif sín í löndum sem eiga sameiginleg landamæri með Rússlandi. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að það geti haft „hættulegar afleiðingar“. „Við vonum að skynsemin sigri og að ástandið í Evrópu þróist ekki í hernaðarlega árekstra sem geta haft hættulegar afleiðingar,“ …

Lesa meira

Breskir herforingjar líkja herstyrk Breta við það sem var á fjórða áratugnum

Hér tölvumynd af nýju flugmóðurskipi Breta sem kemur til sögunnar 2020 - þangað til eiga þeir ekkert slíkt skip.

    „Það er óþægilega margt líkt með því sem við þjóð okkar blasir nú og gerði fyrir 90 árum. Seint á þriðja áratugnum og snemma á þeim fjórða voru Bretar að jafna sig á hryllingi fyrri heimsstyrjaldarinnar, þeir voru á barmi gjaldþrots vegna hennar og börðust við að ná …

Lesa meira

Tillaga um bandarískar hergagnageymslur í Eystrasaltsríkjunum

MILITARY1-master675

  Bandaríska varnarmálaráðuneytið býr sig undir að flytja skriðdreka, bryndreka til landhernaðar og önnur þungavopn fyrir allt að 5.000 bandaríska hermenn í Eystrasaltsríkjunum og öðrum löndum í austurhluta Evrópu. Frá þessu er skýrt í The New York Times (NYT) sunnudaginn 14. júní. Segir blaðið að með tillögunni búi Bandaríkjamenn og …

Lesa meira