Öryggisráðið veitir heimild til að beita öllum nauðsynlegum úrræðum gegn RÍ

Atkvæðagreiðsla í öryggisráði SÞ.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti einum rómi að kvöldi föstudags 20. nóvember, réttri viku eftir hryðjuverkaárásina í París, tillögu Frakka um  að ríki heims hefðu heimild til að „beita öllum nauðsynlegum úrræðum“ til að vinna sigur á Ríki íslams (RÍ). Formlega veitir ályktunin (nr. 2249) ekki heimild til þess að …

Lesa meira

Schengen-reglur verða hertar – eftirlit í krafti gagnagrunna aukið

Schengen-ráðherrafundur í Brussel.

Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Schengen-ríkjanna hittust á aukafundi í Brussel föstudaginn 20. nóvember og samþykktu að herða athuganir á ytri landamærum. Þá hefur verið rætt um sameiginlega njósnamiðstöð ESB en tillögur hafa ekki enn verið lagðar fram um það efni segir í frétt þýsku fréttastofunnar DW um fundinn. Ólöf Nordal innanríkisráðherra …

Lesa meira

Iceland, the United States, and North Atlantic and European Security

Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann var settur í embætti fyrir tveimur árum 8. janúar 2015 og hættir nú.

Robert C. Barber. sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, flutti erindi á hádegisfundi Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 19. nóvember. Fundarstjóri var Björn Bjarnason, formaður Varðbergs. Hér birtist erindið í heild:     Address by U.S. Ambassador to Iceland Robert C. Barber To Varðberg November 19, 2015 Thank you, Bjorn, for your …

Lesa meira

Svíar framlengja landamæraeftirlit af ótta við hryðjuverk

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía.

  Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að haldið verði uppi landamæraeftirliti í Svíþjóð að minnsta kosti til 11. desember. Eftirlitið var tekið upp fyrir nokkru til að ná stjórn á straumi farand- og flóttafólks til landsins. Nú er það framlengt af ótta við hryðjuverkamenn, sagði Stefan Lövfen, forsætisráðherra blaðamannafundi fimmtudaginn 19. …

Lesa meira

Forsætisráðherra Frakka varar við hættu á efna eða lífrænni árás

Unnið að rannsókn í húsarústum í St. Denis í Frakklandi,

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í ræðu á franska þinginu fimmtudaginn 19. nóvember, að hugsanlega myndu hryðjuverkamenn beita efna eða lífrænum vopnum í Frakklandi. Forsætisráðherrann sagði þetta þegar hann fylgdi úr hlaði frumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem henni er heimilað að lýsa yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu í stað 12 …

Lesa meira

Frakkar óska eftir hernaðaraðstoð ESB-ríkja vegna aðgerða utan Frakklands

Federica Mogherini

Ríkisstjórnir ESB-ríkjanna samþykktu þriðjudaginn 17. nóvember að veita Frökkum hernaðarlega aðstoð eftir hryðjuverkaárásina föstudaginn 13. nóvember. Er þetta í fyrsta sinn sem varnarmálaráðherrar ESB-ríkjanna standa að því að virkja ákvæði Lissabon-sáttmálans um sameiginlegar og gagnkvæmar varnir. Federica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, sagði á blaðamannafundi af þessu tilefni: „Frakkar hafa …

Lesa meira

Danir búa sig undir harðara stríð við Ríki íslams

Dönsk F-16 orrustuþota.

Innan stóru dönsku stjórnmálaflokkanna Jafnaðarmannaflokksins og Venstre-flokksins vilja menn herða baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Danir sendu fyrr á árinu F-16 orrustuþotur til þátttöku í aðgerðum gegn Ríki íslams (RÍ) í Írak. Stjórnvöld veittu ekki heimild til að þeim yrði beitt gegn skotmörkum í Sýrlandi. Í október var vélunum snúið …

Lesa meira

Frakklandsforseti vill þriggja mánaða neyðarástand vegna stríðsins við Ríki íslams

François Hollande kemur til þingfundar í Versala-höll

François Hollande Frakklandsforseti ávarpaði sameinað þing Frakklands á sérstökum fundi í Versala-höll mánudaginn 16. nóvember og lýsti að flutt yrði frumvarp til laga um þriggja mánaða neyðarástand í Frakklandi eftir hryðjuverkaárásina í París að kvöldi föstudags 13. nóvember. Frakklandsforseti sagði Frakka í stríði við vígamenn Daesh (Ríki íslams). Hann sagði …

Lesa meira

Tengsl Bandaríkjanna og Íslands: Brýn öryggismál á Norður-Atlantshafi

Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann var settur í embætti fyrir tveimur árum 8. janúar 2015 og hættir nú.

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 mun sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert C. Barber halda hádegisfyrirlestur í boði Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins klukkan 12:00-13:00. Sendiherrann mun ræða tengsl Bandaríkjanna og Íslands og mikilvægi öryggismála á Norður-Atlantshafi. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum tóku stakkaskiptum við brottför varnarliðsins haustið 2006. Er …

Lesa meira

Hryðjuverkin í París – leit beinist að vopnasölum í Belgíu

Hrinn hefur verið kallaður til öryggisgæslu í París

Franskir embættismenn hafa nafngreint fyrsta byssumanninn af þeim sem tóku þátt í árásinni í París. Sagt er að unnt hafi verið að greina hann vegna hluta af fingri sem fannst í Bataclan-tónleikahúsinu. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið bifreið sem notuð var við árásina. Athygli lögreglu beinist að tengslum …

Lesa meira