Í danska blaðinu Jyllands-Posten birtist sunnudaginn 5. júlí leiðari undir fyrirsögn þar sem segir að viðvörunarbjöllur hefðu átt að hringja í Kaupmannahafnarháskóla en þar hefði hið gagnstæða gerst. Er þar vísað til samstarfs danskra vísindamanna við „kúgunarvél“ Kínastjórnar. Í stuttu máli er sagan þess: Rannsakendur við Kaupmannahafnarháskóla hafa rannsakað …
Lesa meiraBrotist inn netafkima glæpagengja
Breska lögreglan hefur undanfarna þrjá mánuði handtekið meira en 700 manns fyrir meðferð skotvopna, fíkniefnasölu, peningaþvætti auk annarra afbrota. Lögreglunni hefur tekist að brjóta upp skipulagða glæpahópa sem lengi hafa staðið utan seilingar réttvísinnar. Til þessara aðgerða var unnt að grípa vegna upplýsinga frá lögregluyfirvöldum í Frakklandi og Hollandi. Þeim …
Lesa meiraFrakkland: Fyrrverandi forsætisráðherra til rannsóknar vegna COVID-19-vanrækslu
Edouard Philippe baðst lausnar sem forsætisráðherra Frakklands að morgni föstudags 3. júlí. Nokkrum klukkustundum síðar skipaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti þrautreyndan franskan embættismann, Jean Castex, forsætisráðherra og er ráðgert að ný ríkisstjórn setjist að völdum í Frakklandi miðvikudaginn 8. júlí. Castex er bæjarstjóri í smábæ í Pýreneafjöllum þar sem hann nýtur …
Lesa meiraPútin hæðist að bandaríska sendiráðinu vegna regnbogafánans
Vladimir Pútin Rússlandsforseti hæddist föstudaginn 3. júlí að starfsfólki bandaríska sendiráðsins í Moskvu fyrir að hafa dregið regnbogafána að húni til að halda LGBT-réttindum á loft. Pútin gaf til kynna að framtak sendiráðsins væri til marks um kynhneigð starfsfólks þess. Orð rússneska leiðtogans féllu eftir talningu atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu þar …
Lesa meiraNATO-kafbátaeftirlitsæfing við Ísland
Kafbátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose 2020 er haldin hér við land dagana 29. júní til 10. júlí á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Auk Íslands taka sex ríki Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kanada, Noregur og Þýskaland. Þau leggja til fimm kafbáta, fimm herskip og fimm kafbátaleitarflugvélar. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins um æfinguna …
Lesa meiraLars Løkke Rasmussen segir Grænland of stórt fyrir „fullt sjálfstæði“
Lars Løkke Rasmussen, fyrrv. forsætisráðherra Danmerkur, sagði sunnudaginn 28. júní í samtali við danska blaðið Politiken að Grænlendingar gætu gleymt öllum hugmyndum um sjálfstæði ætli Bandaríkjastjórn að beita áhrifum sínum í landinu. Forsætisráðherrann fyrrverandi telur að Grænlendingar yrðu háðir Bandaríkjamönnum í stað þess að verða sjálfstæðir. Danir eigi að láta …
Lesa meiraEvrópuríki huga að auknum flotastyrk
Sjóherir Evrópuríkja hafa tekið breytingum á undanförnum árum. Fjallað er um þær í grein á vefsíðunni Defense News þann 22. júní síðastliðinn. Hún hefst á tilvísun í fyrrverandi yfirmann í bandaríska flotanum. Sá sagði er hann kom fyrir þingnefnd nýlega að flotar Evrópuríkja væru veikburða sem væri áhyggjuefni fyrir …
Lesa meiraPrinceton-háskóli snýr baki við Woodrow Wilsonm
Princeton-háskóli í Bandaríkjunum er í hópi virtustu háskóla landsins. Yfirstjórn hans hefur nú ákveðið að afmá allt tengt nafni skólans sem minnir á Woodrow Wilson. Woodrow Wilson (1856-1924), var 28. forseti Bandaríkjanna frá 1913 til 1921. Hann var lögfræðingur og demókrati sem hafði verið forseti Princeton-háskóla og 34. ríkisstjóri í …
Lesa meiraAukin geislavirkni mælist á Eystrasaltssvæðinu
Finnska geisla- og kjarnorkuöryggisstofnunin (STUK) segist hafa fundið dálítið magn af geislavirkum kóbalt, rúten og sesíum ísótópum í loftsýnum sem tekin voru í Helsinki 16. og 17. júní. Geislamælingar í Svíþjóð og Noregi gefa svipaða niðurstöðu segja stofnanir þar. Pia Vesterbacka, stjórnandi umhverfis-geislamælinum í STUK, segir við finnska ríkisútvarpið YLE, …
Lesa meiraJohn Bolton: Alvara að baki kauptilboðinu um Grænland
John Bolton, fyrrv. þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, segir ekki mikið um Grænland og hugmynd Trumps um að kaupa landið í bók sinni The Room Where It Happened: A White House Memoir sem kom út þriðjudaginn 23. júní. Þessi hugmynd forsetans vakti mikla athygli í ágúst í fyrra og varð tilefni …
Lesa meira