Rússar auka sóknarmátt herafla síns við vestur-landamærin

Rússneskir hermenn.

    Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur ákveðið að efla 20. sameinaða heraflann á Vestur-herstjórnarsvæði Rússlands. Heimildarmenn TASS-fréttastofunnar í rússneska herforingjaráðinu segja að unnið sé að því að endurskipuleggja landherinn á svæðinu og auka þar mannafla með flutningi hermanna frá öðrum herstjórnarsvæðum. Heimildarmaður TASS segir í frétt sem birtist fimmtudaginn 13. ágúst …

Lesa meira

Rússneskur lögamaður segir Pútín fyrst hafa logið sem forseti vegna Kursk-slyssins fyrir 15 árum

Safnmynd af Kursk

    Um þessar mundir eru 15 ár frá því að rússneski kjarnorkukafbáturinn Kursk fórst með 118 manna áhöfn. Þetta gerðist í ágúst árið 2000 og segir lögfræðingurinn Boris Kuznetsov að harmleikurinn marki þáttaskil í nútímasögu Rússlands. Hann segir að vegna slyssins og þess sem síðan gerðist hafi Vladimír Pútín …

Lesa meira

Bresk hugveita: Rússar og NATO búa sig undir stríð

Rússneskir hermenn æfa sig fyrir þátttöku í hersýningu.

  „Með stríðið í Úkraínu í bakgrunni hafa samskiptin milli stjórnvalda í Rússlandi og á Vesturlöndum versnað verulega síðustu 18 mánuði. Einn þáttur þessa uppgjörs undanfarna 15 mánuði […] birtist í því þegar Rússar fara fram á ystu nöf og stofna þannig oft til mikils návígis milli herafla Rússa og …

Lesa meira

Forseti rússneska þingsins sakar Bandaríkjastjórn um ögranir og aðför að efnahag Rússlands

sergei-naryshkin-US

  Sergei Narjíshkin, forseti neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, birti mánudaginn 10. ágúst grein í blaðinu Rossiiskaja Gazeta þar sem hann sakar Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um „ögranir“ í garð Rússa og tilraunir til að gera landið gjaldþrota. Þingforsetinn ræðst á Bandaríkin fyrir tillögu um að koma á …

Lesa meira

Matvælastríðið veldur Pútín erfiðleikum – hundruð þúsunda mótmæla á netinu

Jarðýta eyðir bannfærðum matvælum.

  Rússnesk stjórnvöld hafa tekið til við að eyðileggja matvæli eins og um „venjulega lögregluaðgerð“ sé að ræða segir í The Moscow Times sunnudaginn 9. ágúst. Blaðið bætir við að hér sé þó ekki um neina „venjulega aðgerð“ að ræða. Þvert á móti sé þetta „augljós barbarismi, móðgun við samfélagið …

Lesa meira

Rússneski herinn í vanda vegna skorts á íhlutum frá Úkraínu

Rússneskur vígdreki

  Rússneski herinn á mikið undir að fá íhluti frá Úkraínu. Á Sovéttímanum voru hergagnasmiðjur Sovétríkjanna að mestu í Úkraínu. Eftir að ófriður varð milli landanna á síðasta ári hefur smíði og viðhald rússneskra hergagna raskast og vopnasmiðjur í Úkraínu glíma við rekstrarvanda segir í grein eftir Katrine Bjerre Toft …

Lesa meira

Ferðir rússneskra hervéla yfir Evrópu margfaldast

Bresk Typhoon-þota eltir rússneskar herþotur yfir Eystrasalti 25. júlí 2015.

  Í breska blaðinu The Guardian birtist mánudaginn 3. ágúst grein þar sem tekið er saman yfirlit yfir atvik í Evrópu og Asíu þar sem herþotur eru sendar í veg fyrir ókunnar flugvélar. Telja höfundar greinarinnar að mikil fjölgun þessara atvika sýni aukna geópólitíska spennu í Evrópu og Asíu. Flugvélar …

Lesa meira

Úkraínustjórn reisir landamæragirðingu og grefur skriðdrekaskurði gagnvart Rússlandi

Landamæragirðing Úkraínumanna gagnvart Rússlandi

Ríkisstjórn Úkraínu hóf undir lok ársins 2014 að reisa landamæragirðingu á milli Úkraínu og Rússlands auk þess að gera hindranir við landamæri til að tefja eða jafnvel hindra að skriðdrekar komist yfir landamærin. Girðingin mælist mjög illa fyrir meðal rússneskra ráðamanna. Formaður utanríkismálanefndar rússneska þingsins segir að um „smánarmúr“ sé …

Lesa meira

Pútín skammast í garð Tyrkja – Erdoğan segir Pútín gefa eftir vegna Sýrlands

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.

Í The Moscow Times birtist mánudaginn 3. ágúst frétt um að Vladmir Pútín Rússlandsforseti hefði farið á svig við hefðbundnar diplómatískar reglur og kallað sjálfur á Ümit Yardim, sendiherra Tyrklands í Moskvu, á sinn fund og tilkynnt honum að rússneska ríkisstjórnin kynni tafarlaust að slíta stjórnmálasambandi við Tyrkland nema Recep …

Lesa meira

Forsetar Frakklands og Rússlands semja um uppgjör vegna þyrlumóðurskipa

Mistral-þyrlumóðurskip.

Frakkar og Rússar hafa samið um hvernig staðið skuli að uppgjöri vegna ákvörðunar Frakka um að standa ekki við samning sinni við Rússa um smíði tveggja þyrlumóðurskipa af Mistral-gerð. Deilur um uppgjörið hafa spillt samskiptum ríkjanna í nokkra mánuði. François Hollande Frakklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti sömdu um uppgjörið. Að …

Lesa meira