Rússar telja birtingu Panama-skjalanna aðför að Pútín – vitna í Kristin Hrafnsson sér til trausts

RUSSIA-UKRAINE-BRITAIN-NETHERLANDS-ENERGY-OIL-CRISIS-SANCTIONS-E

Rússneska fréttastofan RT birti miðvikudaginn 6. apríl frétt þess efnis að stjórnvöld í Washington stæðu að baki birtingu Panama-skjalanna og vitnuðu í Kristin Hrafnsson, upplýsingafulltrúa WikiLeaks máli sínu til stuðnings. Til árásarinnar væri „gripið“ til að vega að Rússlandi og Pútín forseta. Segir í fréttinni að miðvikudaginn 6. apríl hafi …

Lesa meira

Hollendingar ræða samning við Úkraínu – framkvæmdastjórn ESB framkvæmir samninginn

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.

Andstaða Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu við viðskipta- og samstarfssamning ESB og Úkraínu getur orðið til þess að langan tíma taki að ræða breytingar á samningnum segir Matt Rutte, forsætisráðherra Hollands. Framkvæmdastjórn ESB stefnir hins vegar að því að hefja framkvæmd samnings í apríl með afnámi áritunarskyldu í vegabréf Úkraínumanna sem vilja …

Lesa meira

Af mótmælavaktinni í ræðupúlt Varðbergs

nato

Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður fjallar um jarðveg byltinga Hungur og uppskerubrestur oft upphaf átaka Austurvöllur „Hér er ekki jarðvegur til óeirða og byltinga,“ segir Gísli Jökull Gíslason, hér á mótmælavakt. Sigurður Bogi Sævarsson (sbs@mbl.is) blaðamaður á Morgunblaðinu birtir mánudaginn 11. apríl samtal við Gísla Jökul Gíslason lögreglumann sem er ræðumaður …

Lesa meira

Ætluðu að ráðast á Frakkland enduðu í Brussel

Mohamed Abrani

  Ríkissaksóknari Belgíu skýrði frá því að morgni sunnudags 10. apríl að hópurinn sem stóð að hryðjuverkunum í Brussel 22. mars hefði ætlað að vinna hryðjuverk að nýju í Frakklandi en horfið frá því vegna þess hvernig miðaði við rannsókn hryðjuverkanna sem hópurinn vann í París 13. nóvember 2015. Ríkissaksóknarinn …

Lesa meira

Belgía: Enn einn handtekinn vegna hryðjuverksins í París

Mohamed Abrini - er hann maðurinn með hattinn?

Belgíska lögreglan handtók Mohamed Abrini (31 árs) síðdegis föstudaginn 8. apríl. Hann játaði laugardaginn 9. apríl aðild að  hryðjuverkunum í París 13. nóvember 2015. Þá segist hann einnig vera maðurinn með hattinn sem sást á Brussel-flugvelli 22. mars þegar hryðjuverk var framið þar. Hans hefur verið leitað í fimm mánuði og …

Lesa meira

Pútín herðir tökin með nýju þjóðvarðliði

_89101166_89101165

  Vladimír Pútín Rússlandsforseti kynnti þriðjudaginn 5. apríl róttækar breytingar á gæslu innri öryggismála Rússlands. Forsetinn hefur ákveðið að koma á fót þjóðvarðliði. Nýjum liðsafla sem stendur á milli hefðbundinnar lögreglu og hersins er paramilitary eins og sagt er á ensku. Markmiðið er það þessum liðsafla verði beitt gegn hryðjuverkum …

Lesa meira

Wilders segir Hollendinga boða upphaf endaloka ESB

Geert Wilders þingmaður

  Þátttakan í atkvæðagreiðslunni í Hollandi miðvikudaginn 6. apríl um hvort Hollendingar vildu að ríkisstjórnin fullgilti samvinnu- og viðskiptasamning ESB og Úkraínu var 32%. Þar með er niðurstaða atkvæðagreiðslunnar gild en þó ekki sjálfkrafa bindandi fyrir ríkisstjórnina. Alls hafnaði 61,1% kjósenda samningnum en 38,1% vildi fullgildingu samningsins. Mark Rutte, forsætisráðherra …

Lesa meira

Bandaríkjaforseti: NATO er hornsteinn öryggisstefnu Bandaríkjanna

Jens Stoltenberg og Barack Obama í Hvíta húsinu.

Þess var minnst mánudaginn 4. apríl að 67 ár voru liðin frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins (NATO) var undirritaður í Washington. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta af þessu tilefni í Hvíta húsinu. Í ávarpi sem forsetinn flutti að fundinum loknum sagði hann NATO „hornstein“ stefnu Bandaríkjanna í …

Lesa meira

Hollendingar greiða atkvæði um samning ESB og Úkraínu

Andstæðingar samnings ESB við Úkraínu í Hollandi.

  Í júlí 2015 tóku gildi ný lög í Hollandi sem gera almennum borgurum kleift að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ný lög með fáeinum undantekningum, að lögin snerti ekki konungsfjölskylduna, að ekki sé um breytingar á stjórnarskrá að ræða eða fjárlög ríkisins og svipuð málefni. Þennan rétt geta borgararnir nýtt sér …

Lesa meira

Kjarnaoddum fjölgar hjá Rússum á Kóla-skaga

Eldflaugakafbátnum Vladimír Monomakh lagt við bryggju íGadzhievo-stöð rússneska norðurflotans á Kólaskaga.

Kjarnaoddum eldflauga um borð í rússneskum kafbátum hefur fjölgað um 87 síðan í september 2015. Þetta þýðir að Rússar eiga nú 185 langdræga kjarnaodda umfram það sem heimilt er samkvæmt nýja START-samkomulaginu. Talan jafngildir nærri fjölda kjarnaodda um borð í tveimur kafbátum af Borei-gerð í rússneska norðurflotanum. Borei-kafbátarnir Júrí Dolgorukíj …

Lesa meira