Moldóva: Tekist á um samstarfs við Rússa eða ESB

Igor Dodon, forseti Morldóvu. og Vladimir Pútin, forseti Rússlands.

    Þingkosningar fóru fram í Moldóvu sunnudaginn 24. febrúar. Úrslitin kunn að leiða til þess að gert verði út um hvort fátæka austur-evrópska smáríkið hallar sér meira að Rússum eða Evrópusambandinu. Sé tekið mið af skoðanakönnunum er líklegt að flest atkvæði falli Sósíalistaflokknum í skaut. Igor Dodon var leiðtogi …

Lesa meira

Brottvísunum fjölgar frá Þýskalandi

Hælisleitendur fluttir úr landi.

  Þýsk yfirvöld brottvísa sífellt fleiri hælisleitendum og senda þá til Túnis, Marokkó og Alsír segir í frétt sem birt var í vikunni. Vilja yfirvöldin líta á löndin sem „örugg lönd“ og hraða með því afgreiðslu hælismálanna og framkvæmd brottvísunarinnar. Dagblaðið Rheinische Post birti föstudaginn 22. febrúar frétt reista á …

Lesa meira

Maduro lokar Venesúela fyrir matvælum og lyfjum

Juan Gauidó, leiðtogi stjótnrandstöðunnar, reynir að koma matvælum og lyfjum til hungaðra í Venesúela.

Tveir vöruflutningabílar með matvæli og lyf voru stöðvaðir við landamæri Brasílíu og Venesúela af hermönnum Maduro-stjórnarinnar að sögn AP-fréttastofunnar laugardaginn 23. febrúar. Fréttin stangast á við fyrri upplýsingar frá talsmönnum andstæðinga Maduros um að bílarnir hefðu farið yfir landamærin. AP segir að Maduro hafi slitið stjórnmálasambandi við Kólumbiu laugardaginn 23. …

Lesa meira

Púðurtunna á landamærum Kólumbíu og Venesúela

Landamærum Venesúela og Kólumbíu hefur verið lokað.

Það er púðurtunna á landamærum Venesúela og Kólombíu. Spurning er hvort hún springur laugardaginn 23. febrúar. Þá ætlar Juan Guaidó, forseti þings Venesúela, að kveikja á sprengjuþræðinum með stuðningi Bandaríkjamanna og fleiri þjóða. Andstæðingar Nicolás Maduros, forseta Venesúela, hófu föstudaginn 22. febrúar ferð að landamærum Venesúela í bílalest sem flytur …

Lesa meira

Macron boðar hertar aðgerðir gegn gyðingahatri

Grafreitur gyðinga í Alsace var svívirtur.

Gyðingahatur virðist nú hafa náð hæstu hæðum frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Þennan boðskap flutti Emmanuel Macron Frakklandsforseti í ræðu sem hann flutti í árlegum kvöldverði leiðtoga franskra gyðinga miðvikudaginn 20. febrúar. Daginn áður höfðu þúsundir manna mótmælt hatursglæpum víða um Frakkland. Samfélag gyðinga í Frakklandi er fjölmennast slíkra samfélaga …

Lesa meira

Rússar loka á norska norðurslóða-vefsíðu

barentsobserver-nevalyashka-as

Hér á síðunni er oft vitnað til norsku vefsíðunnar Barents Observer sem fylgist náið með því sem gerist á norðurslóðum og ekki síst í Rússlandi. Síðan er traust og mikils metin heimild þeirra sem hafa til dæmis áhuga á her- og flotavæðingu Rússa á Kóla-skaga eða á siglingum um Norðurleiðina, …

Lesa meira

Pelosi sendir Trump tóninn vegna NATO og ESB

Nancy Pelosi og Jean-Claude Juncker.

  Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, efndi til blaðamannafundar í Brussel þriðjudaginn 19. febrúar með öðrum bandarískum fulltrúadeildarþingmönnum að loknum fundi NATO-þingsins og eftir heimsókn til höfuðstöðva Evrópusambandsins. Þetta var stærsta bandaríska þingnefndin sem hefur nokkru sinni heimsótt Evrópusambandið. Að loknum fundunum í Brussel var sameiginleg niðurstaða þingmannanna skýr: Bandaríkjamenn …

Lesa meira

Spánn: Uppnámsflokkurinn Vox kann að ráða úrslitum

1545042040_890053_1545043098_noticia_normal_recorte1

  Gengið verður til þingkosninga á Spáni 28. apríl eftir að ríkisstjórninni mistókst að fá fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 samþykkt. Höfuðástæða þess er ágreiningur í baklandi minnihlutastjórnar sósíalista vegna hörku hennar í garð aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Í spænska blaðinu El País segir mánudaginn 18. febrúar að Evrópusambandið og fjármálamarkaðir óttist …

Lesa meira

Frakkland: Gyðingahatur setur svip á gulvestunga

Alain Finkielkraut í París laugardaginn 16. febrúar.

Þátttakendur í mótmælum gulvestunga í Frakklandi sæta þungri gagnrýni fyrir gyðingahatur eftir að þeir gerðu hróp að heimspekingnum og rithöfundinum Alain Finkielkraut laugardaginn 16. febrúar. Lögregla varð að verja hann fyrir árásum mótmælenda í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýsti vanþóknun á framkomu mótmælendanna. Hann sagði á Twitter: „And-gyðinglegu svívirðingarnar sem …

Lesa meira

Merkel vel fagnað í München

Angela Merkel flytur ræðu sína í München.

  Þriggja daga árleg öryggisráðstefnan í München hófst föstudaginn 15. febrúar. Angela Merkel Þýskalandskanslari flutti ræðu á ráðstefnunni laugardaginn 16. febrúar og sagði meðal annars: „Við þörfnumst NATO, það er akkeri stöðugleika í ólgusjó. Við þörfnumst þess sem samfélags um sameiginleg gildi. Við ættum aldrei að gleyma að NATO var …

Lesa meira