Tvö bandarísk flugmóðurskip mótmæla Kínverjum á Suður-Kínahafi

Kínverskur herflugvöllur á manngerðri eyju í Suður-Kínahafi.

  Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands senda flugmóðurskip til Suður-Kínahafs til að sýna Kínverjum að þeir fari þar ekki með yfirráð og til að mótmæla ólögmætum kínverskum tilraunum til að sölsa hafið undir sig. Þar sem áður voru stakar eyjar í klasa sem kallast Spratly hafa Kínverjar gert herstöð með uppfyllingum. …

Lesa meira

Kínverski Snædrekinn 2 siglir í norður

Xue Long 2 - Snædrekinn 2.

Nýr ísbrjótur Kínverja, Xue Long 2, Snædrekinn 2, hélt úr heimahöfn sinni júlí Shanghai miðvikudaginn 15. júlí og tók stefnu norður með strönd Kína í átt að Norður-Íshafi. Þetta er fyrsta ferð skipsins á norðurslóðir. Skipið var tekið í notkun á árinu 2019. Fyrr á þessu ári fór skipið í …

Lesa meira

Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot og fjölþátta árás

can-you-hire-a-hacker-ods

Dmitríj Peskov, talsmaður Vladimirs Pútins Rússlandsforseta, hafnaði fimmtudaginn 16. júlí ásökunum Breta um að „rússneskir gerendur“ hefðu reynt að hafa áhrif á úrslit bresku þingkosninganna í desember 2019 og líklegast sé að rússneskir leyniþjónustumenn hafi með tölvuinnbroti reynt að stela upplýsingum um gerð bóluefnis gegn COVID-19. Peskov sagði við TASS-fréttastofuna: …

Lesa meira

COVID-19: Hraðhlaup í bóluefnarannsóknum

55d3-8e39-5acc-a32a-bf907ed4b3a6-4817648

Bóluefni gegn COVID-19 er komið á loka-tilraunastig og vinna við það lofar góðu segir Dr. Anthony Fauci, smitsjúkdómafræðingur Bandaríkjastjórnar. „Hvernig sem málið er skoðað, eru þetta góðar fréttir,“ sagði hann. Bandaríska heilbrigðisstofnunin National Institutes of Health og fyrirtækið Moderna Inc. hafa unnið að þróun efnisins og hefst lykiltilraun í kringum …

Lesa meira

Suður-Kínahaf: Bandaríkjastjórn áréttar andstöðu við ásælni Kínastjórnar

Þetta er gömul útstöð Kínverja sem vikið hefur fyrir manngerðum flugherstöðvum og herskipahöfnum.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áréttaði enn mánudaginn 13. júlí að Bandaríkjastjórn andmælti eindregið framgöngu Kínverja á Suður-Kínahafi. Kínverjar krefjast þar ráða yfir risastóru svæði og hafa á undanförnum árum reynt að helga sér þau með því að reisa herstöðvar á litlum og óbyggilegum klettaeyjum auk þess að áreita skip og …

Lesa meira

Huawei: Bretar kúvenda – áfall fyrir Kínverja

_113358378_huawei1

Bresk stjórnvöld munu útiloka kínverska tæknirisafyrirtækið Huawei frá framtíðarhlut í 5G-farkerfinu í Bretlandi. Oliver Dowden menningarmálaráðherra, sem fer með stafræn málefni, kynnti þessa ákvörðun í neðri deild breska þingsins þriðjudaginn 14. júlí. Árið 2027 ber símafyrirtækjum að hafa lokið við að fjarlægja Huawei-tæknibúnað úr kerfum sínum og í lok þessa …

Lesa meira

COVID-19 veldur útgerðum skemmtiferðaskipa gífurlegum vanda

2020-03-18t193633z_1802233960_rc2jmf9my7fl_rtrmadp_3_health-coronavirus-usa

Frá því um miðjan mars hefur farþegum aðeins verið hleypt um borð í fáein af um 400 skipum í skemmtiferðaskiptaflota heims. Í frétt á mbl.is segir mánudaginn 13. júlí: „Fyrstu farþegaskip sumarsins komu til Reykjavíkur um helgina. Það fyrsta var franskt, Le Boreal, sem er tæplega 11 þúsund brúttótonn. Skipið …

Lesa meira

Andrzej Duda fagnar sigri í pólsku forsetakosningunum..

Andrzej Duda fagnar sigri í pólsku forsetakosningunum..

  Andrzej Duda var endurkjörinn forseti Póllands til næstu fimm ára í síðari umferð kosninga sunnudaginn 12. júlí. Hann sigraði andstæðing sinn, Rafal Trzaskowski, borgarstjóra í Varsjá, naumlega með 51,2% atkvæða. Kjörsókn var meiri en nokkru sinni síðan frjálsar forsetakosningar hófust í Póllandi eftir fall kommúnistastjórnarinnar þar árið 1989. Alls …

Lesa meira

Ægisif verður helgistaður múslima eins og árið 1453

Múslimar á bæn við Ægisif

Mustafa Kemal Atatürk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, ákvað 24. nóvember 1934 að breyta moskunni Ægisif í samastað allra manna og hún yrði safn. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ákvað 86 árum síðar, 10. júlí 2020, að þetta djásn Istanbúl yrði helgistaður múslima. Hann gladdi með þessu mestu trúmenn í hópi stuðningsmanna sinna …

Lesa meira

Óbreytt útlit á endurreistri Notre Dame segir menningarmálaráðherrann

Fyrir brunann setti turnspíran sterkan svip á kirkjuna - svipmótið á ekki að breytast.

Roselyne Bachelot, nýr menningarmálaráðherra Frakka, sagði í útvarpsviðtali fimmtudaginn 9. júlí að Notre Dame-dómkirkjan sem varð eldi að bráð í apríl 2019 yrði endurreist með „sama“ útliti og fyrir brunann. Ýmsir höfðu gert sér í hugarlund að útlitinu yrði breytt með því að turnspírann (sjá mynd) sem brann yrði „nútímalegri“ …

Lesa meira