Forsetar Frakklands og Rússlands semja um uppgjör vegna þyrlumóðurskipa

Mistral-þyrlumóðurskip.

Frakkar og Rússar hafa samið um hvernig staðið skuli að uppgjöri vegna ákvörðunar Frakka um að standa ekki við samning sinni við Rússa um smíði tveggja þyrlumóðurskipa af Mistral-gerð. Deilur um uppgjörið hafa spillt samskiptum ríkjanna í nokkra mánuði. François Hollande Frakklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti sömdu um uppgjörið. Að …

Lesa meira

Rússar árétta kröfu um eignarhald á norðurpólnum

Norður Íshaf

  Það vekur enga sérstaka undrun að Rússar geri nú kröfu um að landgrunnið á norðurpólnum sé viðurkennt sem eign þeirra og vekur ekki heldur uppnám að Danir og Kanadamenn hafa einnig krafist eignarhalds á hluta hafsbotnsins á þessu svæði, segir Sarah Kott í úttekt á vefsíðu Jyllands-Posten þriðjudaginn 4. …

Lesa meira

Forseti Úkraínu útilokar ekki árás Rússa á Finna og Eystrasaltsþjóðirnar

Petro

  Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, sagði AFP-fréttastofunni mánudaginn 3. ágúst að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði áform um að ráðast „inn í alla Evrópu“ og taldi hann að Eystrasaltsríkin og Finnland yrðu hugsanlega næstu fórnarlömb hans. „Pútín ætlar að ganga eins langt og við leyfum honum,“ sagði Porosjenkó í samtali við …

Lesa meira

Þingmaður í Montenegro telur hagstætt að vera besti vinur Rússlands, andmælir viðskiptaþvingunum

Vinur Rússa á ESB-þinginu

Evrópusambandið ákvað hinn 22. júlí að framlengja refisaðgerðir gegn Rússum vegna yfirgangs þeirra í Úkraínu til 23. júní 2016. Miðvikudaginn 30. júlí var tilkynnt að sjö ríki utan ESB hefðu ákveðið að slást í hóp með ESB-ríkjunum: Albanía, Georgia (að hluta), Ísland, Liechtenstein, Montenegro (Svartfjallaland), Noregur og Úkraína. Á vefsíðunni …

Lesa meira

Rússneskar áróðurssíður fagna stuðningi vestrænna þingmanna

Nadine Morano

Á áróðurssíðum rússneskra stjórnvalda er hampað mjög þingmönnum í einstökum ESB- og NATO-löndum sem rísa gegn ákvörðunum um viðskiptaþvinganir á Rússa. Á vefsíðunni sputniknews.com mátti laugardaginn 1. ágúst sjá vitnað af velþóknun til gagnrýni sem Nadine Morano, fyrrv. ráðherra og núv. ESB-þingmaður UMP-mið-hægriflokksins lét falla á fésbókarsíðu sinni föstudaginn 31. …

Lesa meira

Sameiginlegar flota- og flugheræfingar Kínverja og Rússa

For

    Kínverjar og Rússar munu á næstunni efna til sameiginlegra heræfinga á sjó og í lofti á Japanshafi til að efla enn frekar samstarf sitt á sviði her- og varnarmála. Yang Yujun, talsmaður kínverska varnarmálaráðuneytisins, skýrði frá þessu á blaðamannafundi í Peking fimmtudaginn 30. júlí. Æfingarnar munu standa í …

Lesa meira

Fylgst með 10 rússneskum hervélum yfir Eystrasalti

Rússnesk Sukoi-orrustuþota

  Flugmenn Typhoon-orrustuþotna breska flughersins sem sinnt hafa loftrýmisgæslu frá Eistlandi flugu í síðustu viku í veg fyrir 10 rússneskar hervélar í einum leiðangri segir í frétt frá breska varnarmálaráðuneytinu fimmtudaginn 30. júlí. Bresku þoturnar voru sendar á loft eftir að rússnesku vélarnar sáust í ratsjám NATO. Þær voru þá …

Lesa meira

Eindregin samstaða með Tyrkjum í NATO

Fundur varnarmálaráðherra NATO 24. júní 2015.

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu þriðjudaginn 28. júlí: „Atlantshafsráðið kom saman í dag að ósk Tyrkja til að ræða saman á grundvelli 4.gr. Norður-Atlantshafssáttmálans þar sem segir: „ríkin munu bera saman bækur sínar hverju sinni þegar eitthvert þeirra telur að landsyfirráðum, stjórnmálalegu sjálfstæði eða öryggi einhvers þeirra sé ógnað“. …

Lesa meira

Bandaríkin: Tilraun með neðansjávar-dróna heppnast

Remus 600 neðansjávar-dróni

Áhöfn bandaríska kjarnorkuknúna árásar-kafbátarins North Dakota af Virginu-gerð sendi frá sér og náði aftur um borð neðansjávar-dróna segir í frétt AP-fréttastofunnar föstudaginn 24. júlí. Frétt um þetta birtist skömmu eftir að kafbáturinn sneri að nýju til Bandaríkjanna eftir næstum tveggja mánaða úthald í Miðjarðarhafi. Áhöfn kafbátsins hafði það sérstaka hlutverk …

Lesa meira

Pútín samþykkir nýja flotastefnu – þung áhersla á Atlantshaf

Vladimír Pútín fylgist með flotasýningu á Eystrasalti.

Í tilefni dags rússneska flotans, sunnudaginn 26. júlí, samþykkti Vladimír Pútín Rússlandsforseti nýja flotastefnu þar sem lögð er áhersla á öflugt úthald herskipa á Atlantshafi. Stefnan nær til herskipa, flutningaskipa og hafrannsóknarskipa. Hún nær nú í fyrsta sinn til suðurskautsins. Í stefnunni segir að NATO framkvæmi nú „óviðunandi“ áætlanir um …

Lesa meira