Sjóræningjar valda uppnámi á Singapúr-sundi

Frá Singapúr-sundi

Sjóræningjar réðust á fimm skip á fjórum dögum á Singapúr-sundi dagana fyrir jól. Á fáum siglingaleiðum heims eru fleiri skip á ferð en á Singapúr-sundi. Aðfaranótt Þorláksmessu, mánudags 23. desember, var annars vegar ráðist á 105.000 lesta olíuskipið Bamzi og búlkafarmskipið Trust Star. Bamzi tók farm sinn í Basrah í …

Lesa meira

Stefnt að áætlunarsiglingum milli Tasiilaq á A-Grænlandi og Reykjavíkur

Gámaskip Royal Arctic Line

Fulltrúi Royal Arctic Line á Grænlandi skrifaði föstudaginn 20. desember 2019 undir kaupsamning um nýtt gámaskip til siglinga við austurströnd Grænlands og til Íslands. Um er að ræða skip sem getur flutt 108 TEU, það er 108 tuttugu feta gáma. Þess er vænst að skipið verði afhent kaupandanum í apríl. …

Lesa meira

Nord Stream 2 í uppnámi vegna bandarískra refsiaðgerða

Hlé hefur verið gert á vinnu um borð í gasleiðsluskipinu.

Hlé hefur verið gert á lagningu rússnesku Nord Stream 2 gasleiðslunnar á lokametrum tengingar í Eystrasalti vegna refsiaðgerða af hálfu Bandaríkjastjórnar. ESB lýsir áhyggjum vegna afskipta Bandaríkjamanna og Rússar hóta gagnaðgerðum. Svissneska skipafélagið Allseas á skipið Pioneering Spirit sem notað er við að leggja gasleiðsluna í danskri lögsögu. Félagið gaf …

Lesa meira

Boris heimsækir hermenn í Eistlandi og ber lof á NATO

Boris Johnson skammtar breskum hermönnum í Eistlandi jólamatinn.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. fór til Eistlands laugardaginn 21. desember og hitti 850 breska hermenn sem eru þar við störf undir merkjum NATO. Í samtali við ERR-fréttastofuna í Eistlandi sagði hann að árangurinn af starfi NATO sýndi að ekkert jafnaðist á við bandalagið undanfarin 500 ár og framtíð þess væri …

Lesa meira

Minsk: Mótmæli gegn frekari samruna við Rússland

Frá mótmælafundi í Minsk.

  Efnt var til útifundar annan daginn í röð í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, laugardaginn 21. desember. Mótmælt var að auka samruna Hvíta-Rússlands og Rússlands. Talið er að um 1.500 manns hafi komið saman í Minsk föstudaginn 20. desember til að vara við frekari samruna ríkjanna. Þann sama dag hittust Vladimir …

Lesa meira

Ný rússnesk ofurhraða flaug ógnar hernaðarstöðu á norðurslóðum

Kortið sýnir hvert unnt er skjóta Kinzhal-flaugunum sé mið við 1.000 km drægni.

  Rússneskar MiG-31K orrustuþotur búnar nýjum langdrægum Kinzhal-flaugum í flugherstöðvum á Kólaskaga, Franz Josef landi og Novaja Zemlija skapa ógn sem í raun er ekki unnt að verjast á evrópska norðurskautssvæðinu, í Norður-Skandinavíu og á Norður-Atlantshafi segir í grein sem Thomas Nilsen, ritstjóri norsku vefsíðunnar Barents Observer birti fimmtudaginn 19. …

Lesa meira

Grænland: Bandarísk ræðisskrifstofa – hafna Huawei

Sendiherra Bandaríkjanna Carla Sanders og Sung Choi, fyrsti ritari í sendiráði hennar.

Danska ríkisstjórnin hefur samþykkt tilmæli Bandaríkjastjórnar um að fá að halda úti ræðisskrifstofu í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Tilmælunum var fyrst hreyft af bandaríska utanríkisráðuneytinu í maí 2019, skömmu eftir að bandaríski utanríkisráðherrann, Mike Pompeo, flutti harða gagnrýnisræðu á Rússa og Kínverja í tengslum við ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi. …

Lesa meira

Heimasmíðað kínverskt flugmóðurskip tekið í notkun

Þessi gervitunglamynd sýnir fyrsta flugmóðurskipið sem Kínverjar smíða.

Nýtt kínverskt flugmóðurskip, Shandong, var formlega afhent Xi Jinping Kínaforseta við hátíðlega athöfn í Hainan-héraði þriðjudaginn 17. desember og er nú tilbúið til aðgerða að sögn ríkisfréttastofunar CCTV. Fyrsta flugmóðurskip sitt, um 30 ára gamla 66.000 lesta skipið Liaoning, keyptu Kínverjar af Rússum. Því var umbreytt af Kínverjum og tekið …

Lesa meira

Vínarborg: Hryðjuverkamönnum bægt frá jólamarkaði

Á jólamarkaði fyrir framan ráðhús Vínarborgar.

Austurrísk yfirvöld hafa komið í veg fyrir áform hryðjuverkamanna um árásir meðal annars á einn af jólamörkuðum Vínarborgar. Sagt var frá þessi í fjölmiðlum í borginni mánudaginn 16. desember. Um er að ræða þrjá menn en foringi þeirra, 24 ára, er undir áhrifum af hugmyndafræði samtakanna Ríki íslams að sögn …

Lesa meira

Undirbúa flutning 20.000 bandarískra landhermanna til æfinga í Evrópu

Bandarískir skriðdrekar af Abrams-gerð við æfingar í Eystrasaltslöndunum.

Landherstjórn Bandaríkjanna undirbýr nú mesta flutning á liðsafla til Evrópu ín 25 ár. Ætlunin er að 37.000 hermenn taki þátt í mikilli æfingu á árinu 2020 þar sem látið verður reyna á flutningsgetu landherstjórna NATO. Æfingin ber heitið DEFENDER-Europe 20. Flytja á um 20.000 landhermenn tilbúna til átaka frá Bandaríkjunum …

Lesa meira