fbpx

Merkel vill setja Huawei afarkosti

Handelsblatt í Þýskalandi skýrði frá því miðvikudaginn 30. september að þýska ríkisstjórnin ætlaði að setja svo strangar reglur fyrir innleiðingu á 5G-farkerfinu að kínverska fyrirtækið Huawei yrði að líkindum útilokað frá þýska markaðnum. Bandarríska blaðið The Wall Street Journal birti leiðara af þessu tilefni laugardaginn 3. október. Þar sagði: „Trump-stjórninni …

Lesa meira

Uppnám eftir að Trump greinist með kórónuveiruna

„Jarðskjálfti“ og „hugsanlega hættulegasta augnablik nokkru sinni fyrir Bandaríkjastjórn,“ á þennan veg eru fyrstu viðbrögð í bandarískum og alþjóðlegum fjölmiðlum að morgni föstudags 2. október vegna fréttarinnar um að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania, eiginkona hans, hafi greinst með kórónuveiruna. Nú eru aðeins 32 dagar til kjördags 3. nóvember og …

Lesa meira

Framkvæmdastjórn ESB stofnar til málaferla gegn Bretum

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði fimmtudaginn 1. október að framkvæmdastjórnin hefði hafið málaferli gegn bresku ríkisstjórninni fyrir að hafa brotið gegn brexit-viðskilnaðarsamningnum. Breska stjórnin hefur nú einn mánuð til að svara formlegu kvörtunarbréfi framkvæmdastjórnarinnar. Er það fyrsta skref málsmeðferðar sem gæti leitt til þess að Bretum yrði …

Lesa meira

Bretar slá af í fiskveiðimálum gagnvart ESB

Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins í Bretlandi, sakar Boris Johnsons um að „gefa eftir“ í einu af höfðumálinu, réttinum til fiskveiða, sem hindrað hefur viðskiptasamning Breta og ESB vegna brexit. Á vefsíðunni The Telegraph segir miðvikudaginn 30. september að fyrr þann sama dag hafi komið í ljós að breska ríkisstjórnin bjóði …

Lesa meira

Tölvuárás á franskt risaskipafélag

Í tilkynningu franska risa-skipafélagsins CMA CGM mánudaginn 28. september sagði að það hefði orðið fyrir gíslatöku-tölvuárás. Félagið segir að gripið hafi verið gagnaðgerða strax og innbrotsins í tölvukerfi fyrirtækisins varð vart. Tekist hefði að hefta útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar fyrirtækisins og aðkeyptir hófu gagnsókn gegn tölvuþrjótunum. Loyd‘s List sagði að árásin …

Lesa meira

Estonia-slysið í nýtt ljós í heimildarmynd

  Mánudaginn 28. september 2020 þegar 26 ár eru liðin frá sjóslysinu mikla þegar farþegaferjan Estonia sökk birtast nýjar upplýsingar sem kunna að varpa algjörlega nýju ljósi á það sem gerðist. Að kvöldi 27. september 1994 sigldi ferjan Estonia frá Tallin, höfuðborg Eistlands, í átt til Värta-ferjuhafnarinnar í austurhluta Stokkhólms. …

Lesa meira

Svisslendingar vilja frjálsa för til ESB-landa

Mikill meirihluti Svisslendinga hafnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 27. september að setja verulegar skorður við frjálsri för fólks frá ESB-löndum til lands síns. Þá er meirihluti kjósenda einnig í fyrsta sinn hlynntur því að til sögunnar komi greiðslur fyrir fæðingarorlof. Útgönguspár sýndu að 63% kjósenda höfnuðu tillögu frá Svissneska lýðflokknum (SVP), …

Lesa meira

Tölvuþrjótar ráðast á heilbrigðiskerfi af auknum þunga

Ríkisstjórnir ýmissa landa hafa gripið til sérstakra ráðstafana til að verja heilbrigðisstofnanir gegn tölvuárásum nú á tímum heimsfaraldursins. Hörmulegar afleiðingar slíkra árása birtust meðal annars fyrir nokkru þegar kona andaðist eftir að henni var meinað að njóta lækninga á þýsku sjúkrahúsi sem glímdi við net-gíslatökumenn. Um þessa hættu er fjallað …

Lesa meira

Norðmenn, Svíar og Finnar auka hernaðarsamstarf á norðurslóðum

Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Finnlands rituðu miðvikudaginn 23. september undir samkomulag um að auka hernaðarlegt samstarf sitt á norðurslóðum. Sama dag mótmæltu Svíar því við rússneska stjórnarerindreka í Stokkhólmi að 14. september hefðu tvær korvettur rússneska herflotans farið inn í sænska landhelgi skammt frá Gautaborg. Varnarmálaráðherrarnir sátu utan dyra í …

Lesa meira

ESB-ríki taki á móti hælisleitendum eða hraði brottflutningi þeirra sem er hafnað

Fimm árum eftir að farand- og flóttafólk skapaði mikinn vanda innan Evrópusambandsins kynnti framkvæmdastjórn ESB nýja útlendingastefnu miðvikudaginn 23. september sem gerir ráð fyrir að ESB-ríkin hafi þann kost að taka við kvóta hælisleitenda eða taka að sér að flýta brottflutningi þeirra sem ekki fá hæli. Í New Pact on …

Lesa meira