Aukin geislavirkni mælist á Eystrasaltssvæðinu

Aukin geislavirkni hefur mælst á gullitaða svæðinu.

Finnska geisla- og kjarnorkuöryggisstofnunin (STUK) segist hafa fundið dálítið magn af geislavirkum kóbalt, rúten og sesíum ísótópum í loftsýnum sem tekin voru í Helsinki 16. og 17. júní. Geislamælingar í Svíþjóð og Noregi gefa svipaða niðurstöðu segja stofnanir þar. Pia Vesterbacka, stjórnandi umhverfis-geislamælinum í STUK, segir við finnska ríkisútvarpið YLE, …

Lesa meira

John Bolton: Alvara að baki kauptilboðinu um Grænland

Trump birti þesa mynd á Twitter en lofaði að reisa ekki svona hús á Grænlandi.

John Bolton, fyrrv. þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, segir ekki mikið um Grænland og hugmynd Trumps um að kaupa landið í bók sinni The Room Where It Happened: A White House Memoir sem kom út þriðjudaginn 23. júní. Þessi hugmynd forsetans vakti mikla athygli í ágúst í fyrra og varð tilefni …

Lesa meira

Kannanir sýna sveiflu frá Trump

p08bnnzg

  The New York Times birti miðvikudaginn 24. júní niðurstöður skoðanakönnunar sem Siena College gerði á fylgi við Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, annars vegar og við Donald Trump Bandaríkjaforseta hins vegar. Könnunin sýnir að Biden hefur 14 stiga forskot á Trump (50-36). Bent er að óvarlegt sé að leggja of …

Lesa meira

Pútín afbakar hlut Pólverja við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar

Frá hersýningu í Moskvu 24. maí 2020.

  Pólska ríkisstjórnin sakar Vladimir Pútin Rússlandsforseta um að afbaka sögu síðari heimsstyrjaldarinnar í því skyni að hvítþvo Sovétmenn af glæpum þeirra. Með þessu taki hann þátt í „upplýsingastríði“ gegn vestrinu. Í fyrri viku birtist löng grein eftir Pútin í bandaríska tímaritinu National Interest undir fyrirsögninni: Það sem 75 ára …

Lesa meira

Unnið að því að kortleggja allan hafsbotn jarðar

pacific_bathy_image

Unnið er að framkvæmd áforma um að kortleggja allan hafsbotn jarðar fyrir árið 2030 þrátt fyrir tafir vegna COVID-19-faraldursins. Nú hefur um fimmtungur botnsins verið mældur og skráður. Vísindamenn segja að minna sé vitað um staðfræði á hafsbotni en á yfirborði Mars, Merkúríuss eða Venus. Með því að mæla dýpi …

Lesa meira

Macron vill rannsókn á ákærumeðferð gegn helsta andstæðingi sínum

François Fillon

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur mælst til rannsóknar á fullyrðingu saksóknara um að beitt hafi verið þrýstingi um hraða afgreiðslu á fjársvikakæru gegn François Fillon, fyrrv. forsætisráðherra, og helsta keppinaut Macrons í forsetakosningunum vorið 2017. Margir töldu Fillon öruggan sigurvegara kosninganna þar til blað birti frásögn þar sem fullyrt var …

Lesa meira

Peking-stjórnin herðir tökin á Hong Kong

Í Peking óttast menn mátt mótmælenda í Hong Kong.

Kínversk stjórnvöld ætla að opna „þjóðaröryggisskrifstofu“ í Hong Kong til að framfylgja nýsettum lögum gegn mótmælum í borginni. Ríkismiðlar greindu frá þessu laugardaginn 20. júní.  Í framkvæmd hafa nýju lögin forgang gagnvart öllum öðrum lögum í Hong Kong sem fjalla um svipað efni segir Xinhua-fréttastofan. Öryggisskrifstofan í Hong Kong lýtur …

Lesa meira

Bandarískar sprengjuvélar langt fyrir norðan Ísland

Myndin er tekin 18. júní 2020 þegar B-2-vél tekur eldsneyti á lofti á leið sinni norður fyrir heimskautsbasug.

Fimmtudaginn 18. júní flugu tvær langdrægar, torséðar, bandarískar B-2 Spirit-sprengjuvélar frá flugstöð í Missouri yfir Norður-Atlantshaf  í háloftin yfir nyrsta hluta Noregshafs. Bandaríska Evrópuherstjórnin staðfesti að vélarnar væru frá 508 sprengjuflugdeildinni. Þegar þær nálguðust norska lofthelgi flugu tvær norskar F-35-orrustuþotur til móts við þær. Á norsku vefsíðunni Barents Observer segir …

Lesa meira

Bandaríkjamenn vilja öfluga, eigin ísbrjóta í Norður-Íshafi

Tölvulíkan af væntanlegum ísbrjóti bandarísku strandgæslunnar.

  Eðli málsins samkvæmt er mikilvægt fyrir þjóðir sem eiga hagsmuna að gæta í Íshafinu og á nálægum slóðum að eiga ísbrjóta.  Þeir nýtast við björgunar- og rannsóknarstörf og við að ryðja skipaleiðir í gegnum ís.  Margir telja líka að með því að eiga flota ísbrjóta styrki ríki stöðu sína …

Lesa meira

Kínversk yfirvöld segja kórónuveiruna í Peking ekki úr norskum laxi

Frá kínverskum matarmarkaði.

Kínversk yfirvöld  samþykkja að ekki sé unnt að rekja nýtt upphaf COVID-19-faraldurs í Peking til norsks lax. Samþykkið skiptir norsk fyrirtæki miklu því að á mörgum veitingastöðum og í smásöluverslunum vildu menn ekki bjóða innflutta laxinn. Að kvöldi þriðjudags 16. janúar efndi Shi Guoqing, aðstoðarforstjóri sóttvarnamiðstöðvar Kína, til blaðamannafundar og …

Lesa meira