Hvíta-Rússland: Nóbelshöfundur óttast blóðbað nema Lukasjenko hverfi

Svetlana Alexievitsj, rithöfundur í Hvíta-Rússlandi sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015.

Svetlana Alexievitsj, rithöfundur í Hvíta-Rússlandi sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015, gagnrýnir hörku lögreglunnar gegn mótmælendum í landinu harðlega og segir að stjórnvöld hafi „lýst stríði á hendur þjóð sinni“, Alexander Lukasjenko forseti eigi að segja af sér vilji hann hindra blóðbað. Svetlana Alexievitsj er í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, en …

Lesa meira

Frekar Mólotoff-kokkteill en bóluefni

_113910642_gettyimages-1228010229

Um allan heim er keppst við að framleiða COVID-19-bóluefni. Vladimir Pútin Rússlandsforseti tilkynnti þriðjudaginn 11. ágúst að Rússar stæðu skrefi framar en aðrir. Rússar segjast hafa framleitt til heimabrúks bóluefni sem standist reglur þeirra og kunni að verða til almennrar sölu á næstu mánuðum. Pútin segir að bóluefnið hafi gengið …

Lesa meira

Fær skjól í Litháen fyrir áreiti stjórnar Hvíta-Rússlands

Svetlana Tikhanouskaja.

Svetlana Tikhanouskaja, 37 ára fyrrverandi enskukennari, sem bauð sig fram til forseta í Hvíta-Rússlandi og tapaði er nú í Litháen. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, skýrði frá þessu á Twitter þriðjudaginn 11. ágúst. Síðar sagði utanríkisráðherrann að Tikhanouskaja hefði verið sjö klukkustundir í haldi eftir að hún gekk á fund yfirkjörstjórnar og …

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Úrslitum forsetakosninga hafnað með mótmælum

Mótmæli að kvöldi kjördags í Minsk.

Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands segir að sitjandi forseti landsins, Alexander Lukasjenko, hafi verið endurkjörinn með 80% atkvæða í kosningum sunnudaginn 9. ágúst. Helsti mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanouskaja, 37 ára fyrrverandi enskukennari, fékk 9,9% atkvæða. Þrír aðrir frambjóðendur fengu innan við 2% hver. Kjörsókn var 84%. Svetlana Tikhanouskaja efndi til blaðamannafundar mánudaginn 10. …

Lesa meira

Noregur: Rússar tortryggnir vegna brottflutnings bandarískra landgönguliða

Vara-forstjóri upplýsingadeildar rússneska utanríkisráðuneytisis, Alexeij Zaitsev

Í grein sem Thomas Nilsen, ritstjóri norsku vefsíðunnar Barents Observer, skrifar á síðuna laugardaginn 8. ágúst segir hann að rússnesk yfirvöld lýsi efasemdum um að brottflutningur 700 bandarískra landgönguliða frá Noregi leiði til minnkandi umsvifa Bandaríkjahers í Norður-Noregi, þau kunni þvert á móti að aukast. „Þrátt fyrir að kynnt sé …

Lesa meira

Tíu áhrifamestu ræðumennirnir í hópi þjóðarleiðtoga

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.

Sérfræðingar frá Development Academy í Bretlandi vörðu 12 mánuðum til að rannsaka hæfileika þjóðarleiðtoga til að ná til fólks með ræðuflutningi og framkomu sinni. Þeir kynntu sér meira en 100 klst. af efni frá blaðamannafundum, ræðuflutningi og opinberum athöfnum. Á grunni þessara rannsókna drógu sérfræðingarnir saman lista yfir 10 áhrifamestu …

Lesa meira

Bandaríski norðurslóðastjórinn boðar lágspennu með árvekni

James DeHart, norðurslóðastjóri Bandaríkjanna.

James DeHart, nýskipaður norðurslóðastjóri innan bandaríska stjórnarráðsins, sagði miðvikudaginn 5. ágúst að markmið Bandaríkjamanna væri að lágspenna ríkti á norðurslóðum (e. Arctic) á sama tíma og loftslagsbreytingar og ólíkir geopólitískir hagsmunir kynnu að leiða til vaxandi stórveldakeppni. „Markmið okkar fyrir svæðið er að það verði friðsælt og lágspennusvæði og að …

Lesa meira

Bandarískum landgönguliðum fækkar í Noregi

Bandarískir landgönguliðar í Noregi.

  Frá árinu 2017 hafa 700 bandarískir landgönguliðar dvalist í Noregi. Hefur hver hópur þeirra dvalist sex mánuði í senn í landinu. Í vetrarbyrjun 2020 verður þessari tilhögun hætt, aðeins um 20 bandarískir landgönguliðar verða síðan til skiptis í Noregi en fleiri sendir til landsins í tengslum við heræfingar. Á …

Lesa meira

Tilraunagámur með lest og bíl frá Kína til Narvíkur

Leið gámsins.

Gámur var settur í járnbrautarlest um miðjan júlí í kínversku borginni Hefei. Innan við tveimur vikum síðar hafði hann verið fluttur um Kazakhastan og Rússland alla leið til Finnlands. Frá Helsinki var gámurinn sendur með bíl í norður og síðan í vestur til Noregs. Þriðjudaginn 4. ágúst var gáminum fagnað …

Lesa meira

Grunur á rússneskum tölvuþrjótum vegna innbrots í ráðherratölvu

Liam Fox

  Fyrir þingkosningarnar í Bretlandi í desember 2019 var viðkvæmum skjölum um viðskiptamál lekið í því skyni að hafa áhrif á kjósendur.  Nú kemur í ljós að tölvuþrjótar stálu skjölunum úr tölvu fyrrverandi viðskiptaráðherra Breta, Liam Fox. Komust þeir nokkrum sinnum inn í tölvu hans frá um miðjum júlí til …

Lesa meira