Spenna magnast milli Rússa og Bandaríkjamanna vegna Sýrlands – Pútín slítur samningi um kjarnorkuúrgang

Sýrlendingar flýja heimabæ sinn undan borgarastríðinu.

Bandaríkjamenn slitu mánudaginn 3. október viðræðum við Rússa um vopnahlé í Sýrlandi. Þeir sökuðu Kremlverja um að standa með flugher Sýrlands að ófyrirleitnum sprengjuárásum á umsetnu borgina Aleppo. Eftir að hafa búið sig undir slit viðræðnanna vegna endurtekinna viðvarana bandarískra embættismanna ákvað Vladimir Pútín Rússlandsforseti að svara viðræðuslitunum með því að segja sig frá tímamótasamningi um afvopnunarmál við Bandaríkjamenn …

Lesa meira

Brottför varnarliðsins – þróun varnarmála – ráðstefna fimmtudag 6. október

Keflavíkurstöðin árið 1982

Utanríkisráðherra Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í fyrlestrarsal Þjóðminjasafnsins kl. 14.00 fimmtudaginn 6. október. Er þetta fyrsta ráðstefnan af þremur sem Varðberg, Nexus og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands halda vegna þess að 10 ár eru nú liðin frá brottför bandaríska varnarliðsins úr Keflavíkurstöðinni. Tveir erlendir …

Lesa meira

Ungverjaland: Orban fer sínu fram gegn ESB-kvótum í umboði þjóðarinnar

Viktor Orban greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Ungverska ríkisstjórnin ætlar að hafna stefnu ESB sem skylda ESB-ríki til að taka á móti ákveðnum fjölda hælisleitenda þótt niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í Ungverjalandi sunnudaginn 2. október sé ekki bindandi vegna dræmrar þátttöku í henni. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði lýðræðislegu niðurstöðuna ótvíræða og eftir henni yrði farið. Þar sem ekki tóku …

Lesa meira

Ungverjar segja hryðjuverk hafa komist til Evrópu í skjóli flótta- og farandfólks

93246912_FILES_This_file_combination_of_pictures_created_on_December_10_2015_in_Paris_shows_the-large_trans++tpNBvFUgcvE5fyx8nasqTHCsvTI4zaD1P2WJmbBNLYY

Meirihluti öfgamannanna sem stóðu að hryðjuverkunum í París 13. nóvember 2015 komst til Evrópu í skjóli farandfólks er haft eftir ungverskum öryggislögreglumönnum á vefsíðunni Telegraph sunnudaginn 2. október. Sjö árásarmannanna sem drápu 130 manns og særðu fleiri en 360 laumuðu sér sem farandmenn yfir ungversku landamærin. Talið er að alls …

Lesa meira

Upptaka frá Varðbergsfundi með Clive Johnstone flotaforingja

Hér má sjá upptöku frá Varðbergsfundinum með Clive Johnstone flotaforingja, yfirmanni flotamála hjá NATO. Fundurinn var í hádeginu föstudaginn 23. september í Safnahúsinu við Hverfisgötu. MARCOM lecture – September 2016 from Kristinn Valdimarsson on Vimeo.

Lesa meira

Hælisleitendum stórfækkar á milli ára í Þýskalandi

A151

Thomas de Maiziére, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði í Berlín föstudaginn 30. september að fjöldi hælisleitenda í Þýskalandi hefði verið 890.000 árið 2015 það er að þeir hefðu verið töluvert færri en áður var talið, það er 1,1 milljón. Ráðherrann sagði hærri töluna mega rekja til þess að hælisleitendur væru oft skráðir á fleiri en einum stað. Margir hefðu …

Lesa meira

Pútín lætur að sér kveða á gráa svæðinu, Obama heldur að sér höndum

Valdimir Pútín og Barack Obama hittust nýlega á fundi í Kína.

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði eftir að hafa hitt Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fundi í Kína fyrir skömmu að hugsanlega vildi Pútín búa við ástand sem einkenndist af „stöðugum lágstemmdum átökum“. Vísaði Obama þar til ástandsins í Úkraínu. Bent er á að skilgreina megi sprengjuárásir Rússa í Sýrlandi á þennan hátt og einnig háþróaðar tölvuárásir þeirra á Bandaríkjamenn í því …

Lesa meira

Rússar reiðir Lettum vegna niðurrifs á sovésku minnismerki

Unnið að niðurrifi sovéska minnismerkisins í Limbazi.

Ríkisstjórn Lettlands hefur séð til þess að leifar af minnismerki til heiðurs sovéskum sjómönnum hafa verið fjarlægðar með vísan til almannaöryggis. Rússar hafa mótmælt niðurrifi minnismerkisins. Til minningar um dauða 26 sovéskra sjómanna í Norður-Lettlandi í síðari heimsstyrjöldinni var reist minnismerki um þá í borginni Limbazi árið 1974 þegar Lettland var enn …

Lesa meira

Djúpt á samkomulagi um ESB-her, spurning um einstök samstarfsverkefni

A soldier patrols outside a fanzone ahead of the UEFA 2016 European Championship in Nice

Varnarmálaráðherrar ESB-ríkjanna komu saman til óformlegs fundar í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, þriðjudaginn 27. september og ræddu meðal annars hugmyndir um sameiginlega herstjórn ESB. Andrew Rettman, blaðamaður vefsíðunnar EUobserver segir að eftir fundinn sé ljóst að langur tími líði áður en slíkri herstjórn verði komið á fót. Hann segir að boðað hafi verið til fundarins eftir …

Lesa meira

Svíar búa sig undir að taka upp herskyldu að nýju

Sænskir hermenn á æfingu.

Í nýrri sænskri stjórnarskýrslu er lagt til að herskylda verði að nýju tekin upp í Svíþjóð. Skráningarlistar með spurningum til ungs fólks verði lagðir fyrir það eftir 1. júlí 2017 og skráningin sjálf á grundvelli svaranna í þeim hefjist 1. janúar 2018. Í fyrsta hópnum sem kvaddir verða í herinn …

Lesa meira