fbpx

Frakkland: Nýtt tímabil hafið í stjórnmálum með sigri Macrons

Ný forystusveit tekur við í Frakklandi eftir síðari umferð þingkosninganna i Frakklandi sunnudaginn 18. júní. LERM um eins árs gamall flokki Emmanuels Macrons, nýkjörins forseta, fær hreinan meirihluta á þingi. Meirihluti kjósenda ákvað að sitja heima. Sumir líkja umskiptunum í stjórnmálum Frakklands nú við það sem gerðist 1958 þegar fimmta …

Lesa meira

Berlingske Tidende: Macron getur ekki (heldur) gengið á vatni

„Það er erfitt að sjá hvernig Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefði getað vegnað betur. Fyrir fáum mánuðum var hann næstum óþekktur utan heimalands síns. Honum tókst ekki aðeins að vinna sannfærandi sigur í forsetakosningunum heldur bendir nú allt til þess að eftir síðari umferð þingkosninganna nú á sunnudaginn ráði hann …

Lesa meira

Danska stjórnin kynnir nýja stefnu í utanríkis- og öryggismálum

  Danska ríkisstjórnin birti miðvikudaginn 14. júní meginstefmu sína í utanríkis- og öryggismálum fyrir 2017 – 2018. Stefnan er reist á rannsóknarvinnu sem gerð var grein fyrir árið 2016. Meginviðfangsefnið er að takast á við nýjar aðstæður við ótryggar aðstæður í heimsmálum. Í kaflanum sem fjallar um öryggi í nágrenni …

Lesa meira

Rússar ögra Dönum með sprengjuþotu á Eystrasalti

Rússneska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu síðdegis fimmtudaginn 15. júní um að langdræg sprengjuþota rússneska hersins hefði flogið á alþjóðaflugleið yfir Eystrasalti þann sama dag. Í för með þotunni voru eftirlitsflugvél og orrustuvél. Þarna var um Tupolev Tu-160 sprengjuvél að ræða. Hún er talin hraðfleygasta sprengjuþota heims, hámarkshraði hennar er …

Lesa meira

Washington: Þáttaskil í Rússa-rannsókninni beinist hún að Trump

    Donald Trump Bandaríkjaforseti er sjálfur til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum saksóknara, sem rannsakar hvort Rússar hafi hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum á árinu 2016. Frá þessu var fyrst skýrt í The Washington Post miðvikudaginn 14. júní. Fimmtudaginn 15. júní birtust fréttir um sama efni í The …

Lesa meira

Spillingarmál valda Evrópuráðinu vandræðum

  Evrópuráðsþingið sendi í október 2013 nefnd manna frá 20 löndum úr þingflokkum sínum í Strassborg til að sinna eftirliti með forsetakosningunum í Aserbajdsjan. Þeir fylgdust með því þegart Ihram Alijev, sitjandi forseti, hlaut endurkjör til fimm ára með 85% atkvæða. Ilham Alijev er sonur Heydars Alijevs, sem einnig var …

Lesa meira

Sessions dómsmálaráðherra segist ranglega sakaður um tengsl við Rússa

  Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mótmælti af þunga við upphaf vitnisburðar síns fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings,  þriðjudaginn 13. júní að hefði nokkru sinni rætt við Rússa um „nokkurs konar afskipta“ af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Að gefa til kynna að ég hefði tekið þátt í einhverju leynimakki … er ógeðfelld og …

Lesa meira

Kremlverjar láta handtaka leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar

Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar eins og þýska fréttastofan DW Alexei Navalníj var handtekinn mánudaginn 12. júní áður en boðaður mótmælafundur hófst gegn Kremlverjum í Moskvu. Frídagur var í Rússlandi og sagði kona Navalníjs frá handtöku hans í færslu á Twitter. Fréttir herma að um 200 manns hafi verið tekin höndum vegna …

Lesa meira

Stefnir í stórsigur forsetaflokksins í Frakklandi

Kosningaþátttaka í fyrri umferð frönsku þingkosninganna sunnudaginn 11. júní var aðeins 51,2% en spár sýna að í seinni umferðinni sunnudaginn 18. júní fái nýr stjórnmálaflokkur Emmanuels Macrons, nýkjörins Frakklandsforseta, yfirgnæfandi meirihluta  eða 415 til 455 þingsæti af 577. Forsetaflokkurinn heitir La Republique En Marche! (LREM) og vísar til nauðsynjar þess …

Lesa meira

Þýskir ráðamenn ræða enn um nauðsyn og verkefni ESB-hers

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, vill að nýr ESB-sjóður í þágu varnarmála verði notaður til að þróa dróna, betri flugvélar og til þjálfunar á herforingjum. Hún segir að Þjóðverjar og Frakkar hafi nú þegar ákveðin verkefni fyrir sjóðinn í huga. Forystumenn ESB segja sjóðinn marka þáttaskil í samstarfi ESB-ríkjanna. …

Lesa meira