Þing Eistlands samþykkir Magnitskíj-lög gegn mannréttindaníðingum

Bill Browder

Þing Eistlands samþykkti einum rómi fimmtudaginn 8. desember að banna útlendingum sem gerst hafa sekir um mannréttindabrot að koma til Eistlands. Lagafrumvarpið var samið að fordæmi laga sem Bandaríkjaþing samþykkti á sínum tíma og kennd eru við rússneska lögfræðinginn og endurskoðandann Sergei Magnitskíj og mál hans. Í nýju lögunum er …

Lesa meira

CIA segir Rússa hafa stutt Trump -Obama vill opinbera skýrslu um tölvuárásir Rússa fyrir 20. janúar

hybrid-war

Banadaríska blaðið The Washington Post birti frétt laugardaginn 10. desember þar sem því er slegið föstu af bandarísku leyniþjónustunni CIA að Rússar hafi markvisst lagt Donald Trump lið í forsetakosningabaráttunni fyrr á árinu. Í blaðinu er vitnað í embættismenn sem segja að þeir hafi fundið einstaklinga með tengsl við rússnesk …

Lesa meira

Bretland: Forstjóri MI6 varar við tölvuárásum og undirróðri Rússa

Vauxhall, höfuðstöðvar MI6 við Thames í London.

Tölvuárásir og tilraunir til að vega að lýðræðinu af þjóðum eins og Rússum eru grundvallarógn gegn bresku fullveldi sagði Alex Younger, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI6 eða Secret Intellegence Service (SIS), á fyrsta meiriháttar blaðamannafundi sínum fimmtudaginn 8. desember. Fundurinn var haldinn í Vauxhall, höfuðstöðvum leyniþjónustunnar við Thames í London. MI6 …

Lesa meira

Takmarkanir á ferðafrelsi rússneskra sendiráðsmanna í Bandaríkjum á lokastigi á þingi

us_congress_political

Í Bandaríkjaþingi er nú til afgreiðslu lagafrumvarp þar sem mælt er fyrir um að sendiráðsmenn Rússlands í Bandaríkjunum verði að fá samþykki alríkislögreglunnar, FBI, vilji þeir ferðast lengra en 40 km frá opinberri starfsstöð sinni í Bandaríkjunum. Í frumvarpinu er einnig mælt fyrir um að skipuð skuli ný opinber nefnd …

Lesa meira

NATO og ESB árétta samvinnu sína í öryggismálum

Federica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna hafa setið á fundum í Brussel dagana 6. og 7. desember. Þriðjudaginn 6. desember ræddu þeir samstarf ESB og NATO og að fundinum loknum gáfu forseti leiðtogaráðs ESB, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO út rúmlega 2000 orða yfirlýsingu um samstarf NATO og ESB. Lögð er áhersla á …

Lesa meira

Tugir tyrkneskra starfsmanna hjá NATO sakaðir um aðild að valdaráni

36117275_303

Nokkrir tugir tyrkneskra herforingja sem störfuðu í höfuðstöðvum NATO í Brussel eða hjá Evrópuherstjórn bandalagsins, SHAPE, í Mons í Belgíu eru meðal þeirra rúmlega 125.000 manns sem Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sakar um að hafa gert árangurslausa valdaránstilraun gegn sér í júlí 2016. Erdogan kallar þá „hryðjuverkahermenn“. Þýska fréttastofan Deutsche …

Lesa meira

Forsætisráðherra Frakka biðst lausnar vegna forsetaframboðs

Manuel Valls kynnir framboð sitt á fundi með stuðningsmönnum.

  Manuel Valls (54 ára) hættir sem forsætisráðherra Frakklands þriðjudaginn 6. desember eftir að hann tilkynnti 5. desember framboð sitt í prófkjöri sósíalista um forsetaframbjóðanda vegna kosninga vorið 2017. Prófkjörið verður í janúar 2017. „Já, ég er frambjóðandi til forseta lýðveldisins,“ sagði Valls á fundi með stuðningsmönnum sínum í bænum …

Lesa meira

Ítalía: Stjórnarkreppa eftir fall forsætisráðherrans í þjóðaratkvæðagreiðslu

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur boðað afsögn sína eftir að yfirgnæfandi meirihluti Ítala hafnaði tillögum hans um stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 4. desember. „Ríkisstjórn mín biðst lausnar í dag,“ sagði Renzi skömmu eftir miðnætti í sjónvarpsávarpi frá Palazzo Chigi. „Ég tek fulla ábyrgð á ósigrinum.“ Hann hvatti keppinauta sína til …

Lesa meira

Austurríki: Frambjóðandi græningja næsti forseti

Alexander Van der Bellen, nýr forseti Austurríkis.

Útgönguspár í forsetakosningunum í Austurríki benda til þess að Alexander Van der Bellen (72 ára), fyrrv. hagfræðiprófessor og leiðtogi græningja, hafi verið kjörinn forseti landsins í kosningum sunnudaginn 4. desember. Austurríska ríkissjónvarpið ORF sagði að allt benti til þess að Van der Bellen fengi 53,6%. Norbert Hofer (45 ára), verkfræðingi, …

Lesa meira

Ítalir greiða atkvæði – sigri nei-menn verður nýtt uppnám innan ESB

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram á Ítalíu sunnudaginn 4. desember. Um 50 milljónir manna greiða þá atkvæði um hvort breyta eigi stjórnskipun landsins með því að minnka vald öldungadeildar þingsins. Jafnaðarmaðurinn Matteo Renzi forsætisráðherra telur að breytingin sé nauðsynleg til að skapa forsendur fyrir markvissari stjórnarháttum. Baráttan fyrir atkvæðagreiðsluna snýst þó meira …

Lesa meira