Tíu áhrifamestu ræðumennirnir í hópi þjóðarleiðtoga

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.

Sérfræðingar frá Development Academy í Bretlandi vörðu 12 mánuðum til að rannsaka hæfileika þjóðarleiðtoga til að ná til fólks með ræðuflutningi og framkomu sinni. Þeir kynntu sér meira en 100 klst. af efni frá blaðamannafundum, ræðuflutningi og opinberum athöfnum. Á grunni þessara rannsókna drógu sérfræðingarnir saman lista yfir 10 áhrifamestu …

Lesa meira

Bandaríski norðurslóðastjórinn boðar lágspennu með árvekni

James DeHart, norðurslóðastjóri Bandaríkjanna.

James DeHart, nýskipaður norðurslóðastjóri innan bandaríska stjórnarráðsins, sagði miðvikudaginn 5. ágúst að markmið Bandaríkjamanna væri að lágspenna ríkti á norðurslóðum (e. Arctic) á sama tíma og loftslagsbreytingar og ólíkir geopólitískir hagsmunir kynnu að leiða til vaxandi stórveldakeppni. „Markmið okkar fyrir svæðið er að það verði friðsælt og lágspennusvæði og að …

Lesa meira

Bandarískum landgönguliðum fækkar í Noregi

Bandarískir landgönguliðar í Noregi.

  Frá árinu 2017 hafa 700 bandarískir landgönguliðar dvalist í Noregi. Hefur hver hópur þeirra dvalist sex mánuði í senn í landinu. Í vetrarbyrjun 2020 verður þessari tilhögun hætt, aðeins um 20 bandarískir landgönguliðar verða síðan til skiptis í Noregi en fleiri sendir til landsins í tengslum við heræfingar. Á …

Lesa meira

Tilraunagámur með lest og bíl frá Kína til Narvíkur

Leið gámsins.

Gámur var settur í járnbrautarlest um miðjan júlí í kínversku borginni Hefei. Innan við tveimur vikum síðar hafði hann verið fluttur um Kazakhastan og Rússland alla leið til Finnlands. Frá Helsinki var gámurinn sendur með bíl í norður og síðan í vestur til Noregs. Þriðjudaginn 4. ágúst var gáminum fagnað …

Lesa meira

Grunur á rússneskum tölvuþrjótum vegna innbrots í ráðherratölvu

Liam Fox

  Fyrir þingkosningarnar í Bretlandi í desember 2019 var viðkvæmum skjölum um viðskiptamál lekið í því skyni að hafa áhrif á kjósendur.  Nú kemur í ljós að tölvuþrjótar stálu skjölunum úr tölvu fyrrverandi viðskiptaráðherra Breta, Liam Fox. Komust þeir nokkrum sinnum inn í tölvu hans frá um miðjum júlí til …

Lesa meira

Yfirnjósnari Dana varar við kínverskum hátæknifyrirtækjum

Lars Findsen, forstjóri njósnastofnunar danska hersins.

Lars Findsen, yfirmaður njósnadeildar danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste (FE), segir í forsíðuviðtali við Jyllands-Posten mánudaginn 3. águst, að full ástæða sé til að vara við því að kínversk yfirvöld kunni að koma fyrir eftirlitsbúnaði þannig að þau geti um „bakdyrnar“ fylgst með þeim sem nýta sér kínverskan tæknibúnað. Þannig miðli …

Lesa meira

Mótmælin í Khabarovsk hafa staðið í þrjár vikur – Pútin aðhefst ekkert

Það er varla unnt að komast austar í Rússlandi en til Khabarovsk.

Mótmælin í borginni í Khabarovsk í austasta hluta Rússlands hafa nú staðið í þrjár vikur. Þau hófust þegar Vladimir Pútin Rússlandsforseti lét handtaka vinsælan héraðsstjóra, Sergej Furgal, fimmtudaginn 9. júlí og flytja hann til Moskvu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútin og menn hans setja héraðsstjóra til hliðar …

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Rússneskir málaliðar trufla forsetakosningabaráttu

Svetlana Tikhanovskaja (fyrir miðju) eini frambjóðandinn gegn forseta Hvíta-Rússlands.

  Samskipti stjórnvalda í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi versnuðu miðvikudaginn 29. júlí þegar 33 rússneskir karlmenn voru handteknir við Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Mennirnir eru opinberlega sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk og segja yfirvöld í Minsk að þeir séu í Wagner-hópnum, einkarekinni vopnaðri sveit sem tengist Kremlverjum, valdhöfum …

Lesa meira

Trump sveiflast milli kosningafrestunar og kosningasvindls

static-politico-com

  Á bandarísku vefsíðunni Politico segir föstudaginn 31. júlí að hugmynd Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að fresta forsetakosningunum sem fram eiga að fara í nóvember 2020 eða þá að hann neiti ef til vill að samþykkja úrslit kosninganna ryðji hratt öðrum málum til hliðar í kosningabaráttunni, á lokastigi baráttunnar verði …

Lesa meira

Kynnir áætlun um fækkun bandarískra hermanna í Þýskalandi

image

Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti miðvikudaginn 29. júlí að tæplega 12.000 bandarískir hermenn yrðu fluttir frá herstöðvum í Þýskalandi til stöðva annars staðar í Evrópu eða heim til Bandaríkjanna. „Mikilvægt er að hafa í huga að í 71 árs sögu NATO hefur stærð, samsetning og staðsetning bandarísks herafla í Evrópu …

Lesa meira