Danir hætta að líta norrænt varnarsamstarf hornauga

Bandarísk sprengjuvél af B-52-gerð er í forystu oddaflugs með orrustuþotum frá Svíþjóð, Póllandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Vélarnar eru á eftirlitsflugi yfir Eystrasalti. Myndin er frá bandaríska flughernum.

      Í Jyllands Posten segir miðvikudaginn 1. mars að vegna ágengni Rússa á Eystrasalti og vaxandi þrýstings um aukin útgjöld til varnarmála frá Bandaríkjastjórn kunni Danir að neyðast til að efla hernaðarsamvinnu sína við Norðmenn, Svía og Finna. Þetta sé mat margra danskra og norskra herfræðinga. Vitnað er í Haakon Lunde Saxi frá Institut fra Forsvarsstudier, Varnarrannsóknarstofnun, Noregs …

Lesa meira

Donald Trump boðar þjóðarsamstöðu í stefnuræðu – 69% telja stefnu hans rétta

Donald Trump flytur fyrstu stefnuræðu sína

Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti fyrstu stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þriðjudaginn 27. febrúar. Fjölmiðlar segja að boðskapur hans hafi verið á þann veg að hann vildi sameina þjóðina og í fyrsta sinn hafi hann verið „forsetalegur“ í framkomu sinni. Ræðan þótti óvenjulega löng og tók um ein klukkustund í flutningi. Könnun á vegum CNN sýnir …

Lesa meira

Heimshöfin verða að nýju viðfangsefni herfræðinga

Flugmóðurskip Kínverja.

Höfin verða nú að nýju þungamiðja í geostrategíu eða þar sem stjórnmál og landafræði tengjast á þann hátt að snertir lífshagsmuni heimsvelda. Nú er staðan sú eftir nokkurt hlé og í fyrsta sinn frá lokum kalda stríðsins að höfin eru að nýju orðin vettvangur þar sem reynir á samskipti voldugra …

Lesa meira

Þjóðverjar innleiða nýtt vegabréf til að berjast gegn fölsurum og hryðjuverkamönnum

Úr nýja þýska vegabréfinu.

Frá og með 1. mars kemur nýtt vegabréf til sögunnar í Þýskalandi. Það er minna en eldra vegabréf, kápan er sveigjanlegri og fleiri litir en áður eru notaðir við gerð þess. Mikilvægastar eru breytingarnar sem augað skynjar ekki við fyrstu sýn. Þar er um að ræða hátæknilegar viðbætur sem greina …

Lesa meira

Bandaríkin: Trump sagður vilja 10% aukningu á útgjöldum til hermála

Donald Trump

Heimildarmaður innan Hvíta hússins í Washington segir stefnt að því að auka útgjöld Bandaríkjanna til varnarmála um 54 milljarða dollara. Jafnframt verði dregið úr fjárhagslegri aðstoð erlendis og greiðslur minnkaðar til ýmissa verkefna á heimavelli. Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti mánudaginn 27. febrúar ræðu á fundi með ríkisstjórum í Hvíta húsinu. …

Lesa meira

Merkel vill auka útgjöld til varnarmála en Gabriel er á móti því

Angela Merkel í Sraslund

Þjóðverjar „verða“ að standa við skuldbindingar sínar og auka framlag sitt til NATO sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á kosningafundi í Straslund laugardaginn 25. febrúar. Varakanslarinn, jafnaðarmaðurinn Sigmar Gabriel, er annarrar skoðunar. Angela Merkel flutti ræðuna í kjördæmi sínu í Norðaustur-Þýskalandi í upphafi baráttu sinnar vegna kosninganna til þýska sambandsþingsins í september 2017. Hún sagði …

Lesa meira

Trump segist ætla að efla herstyrk Bandaríkjanna á við það sem mest hefur áður orðið

trump_1920x1076-1024x574

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að efla Bandaríkjaher á við það sem mest hefur verið áður gert í sögu Bandaríkjanna. Þetta verði gert á þann hátt að í framtíðinni muni enginn nokkru sinni leggja til atlögu við Bandaríkjamenn. „Enginn mun framvegis dirfast að efast um hernaðarmátt okkar,“ sagði Trump í …

Lesa meira

Marine Le Pen gagnrýnir ESB og NATO en ber lof á Rússa og Trump

Marine Le Pen

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, kynnti stefnu sína í utanríkismálum á fundi með fulltrúum erlendra ríkja og fjölmiðla í París fimmtudaginn 23. febrúar. Hún mælti eindregið gegn yfirþjóðlegu fjölþjóðavaldi og bar lof á Donald Trump og stjórn hans í Bandaríkjunum. Þá taldi hún nauðsynlegt að móta nýja stefnu …

Lesa meira

Rússneska orrustubeitiskipið Pétur mikli siglir á Eystrasalti í sumar – æfði við Ísland árið 2004

Rússneska orrustubeitiskipið Pétur mikli.

Eina kjarnorkuknúna orrustubeitiskipi í rússneska Norðurflotanum, Pjotr Velikíj, Pétri mikla, verður í sumar ásamt kjarnorkukafbátum siglt inn á Eystrasalt til að taka 30. júlí þátt í árlegri flotasýningu við Kronstad-eyju skammt fyrir utan St. Pétursborg. Þetta segir á vefsíðu International Barents Observer (IBO) og er haft eftir rússneska blaðinu Nezavisimaja …

Lesa meira

Sænski utanríkisráðherrann reynir að draga úr spennu á fundi í Moskvu

Margot Wallström, utanríkisráðherra Svía, á fundi með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, á fundi í Moskvu.

Margot Wallström, utanríkisráðherra Svía, sat fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu þriðjudaginn 21. febrúar. Segir í fréttum að tilgangur fundarins hafi verið að draga úr spennunni í samskiptum sænskra og rússneskra stjórnvalda. Á blaðamannafundi sagði Lavrov að hernaðarlegt hlutleysi Svía og Finna skipti höfuðmáli fyrir öryggi á Eystrasaltssvæðinu. …

Lesa meira