Anis Amri leitað um alla Evrópu vegna gruns um aðild að hryðjuverkinu í Berlín

Anis Amri

  Þýska lögreglan telur fullsannað að Túnisinn Anis Amri hafi verið í flutningabílnum sem ekið var inn í jólamarkað við minningarkirkjuna  í Berlín að kvöldi mánudags 19. desember, 12 manns týndu lífi og um 50 særðust, sumir lífshættulega. Lögreglan leitaði fyrst að manni að fenginni ábendingu vegfaranda og handtók Pakistana sem fljótlega var látinn laus. Lögreglan …

Lesa meira

Danir standa frammi fyrir algjörlega nýrri ógn frá Rússum segir njósnastofnun hersins

Lars Findsen, forstjóri njósnastofnunar danska hersins.

Danir standa frammi fyrir algjörlega nýrri ógn frá Rússum og öðrum erlendum þjóðum sem með markvissum tölvuárásum og miðlun blekkinga munu reyna að hafa áhrif í Danmörku og setja svip sinn á opinberar umræður um mikilvæg samfélagsmál. Þessa viðvörun er að finna í nýju áhættumati sem Lars Findsen, forstjóri eftirgrennslanaþjónustu danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste (FE), kynnti þriðjudaginn 20. …

Lesa meira

Daesh segist hafa staðið að hryðjuverki í Berlín – grunuðum Pakistana sleppt- morðingjans leitað

Hér sést yfir svæðið í Berlín þar sem hryðjuverkið var framið mánudaginn 19. desember.

Daesh-samtökin (Ríki íslams) hafa gefið til kynna að hryðjuverkið í Berlín að kvöldi mánudags 19. desember hafi verið á þeirra ábyrgð. Þá var stórum flutningabíl ekið inn í jólamarkað skammt frá brautarstöðinni Zoologischer Garten í miðborg Berlínar. Sagði í tilkynningu hryðjuverkasamtakanna sem Amaq-fréttastofan birti að kvöldi þriðjudags 20. desember að …

Lesa meira

Washington: Þingmenn á varðbergi vegna tengsla Tillersons við Rússa

Fremst til vinstri er Igor Setsjín, forstjóri Rosneft, Valdimír Pútín og Rex Tillerson. Myndin er tekin í Rússlandi í júní 2012.
I

Öldungadeild Bandaríkjaþings verður að samþykkja að Rex Tillerson, forstjóri olíurisans Exxons, verði næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sætir gagnrýni þingmanna repúblíkana fyrir að standa of nærri Rússum og Vladimír Pútín, forseta þeirra. Gagnrýnisaugum er einnig beint að því að hann hafi nýtt sér Bahama-eyjar til að vernda sig gegn bandarískum sköttum …

Lesa meira

Danska leyniþjónustan hefur vaxandi áhyggjur af gervifréttamennsku á netinu

Þessar síður eru frá USA Daily News sem skráðar eru í Veles í Makedóníu. Þarna er til dæmis gervifrétt um að lögreglan í New York ætli að handtaka Hillary Clinton og önnur um að Michelle Obama ætli að gefa móður sinni eftirlaun sín.

  Sérfræðingar telja að ungt fólk hafi vaxandi hagnað af því að framleiða gervi- eða falskar fréttir, segir í Jyllands-Posten. Jafnframt segir PET, danska leyniþjónustan eða eftirgrennslanastofnun dönsku lögreglunnar, að hún hafi nú auga með gervifréttamennsku. Fimmtudaginn 15. desember var tilkynnt að Facebook mundi grípa til ráðstafana í því skyni að stöðva miðlun gervifrétta á samfélagsmiðlinum. Málið …

Lesa meira

Áform um að fjölga skipum bandaríska flotans í 355

Á myndinni sést nýjasta herskip Bandaríkjanna, Zumwalt.

Ray Mabus, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, sagði föstudaginn 16. desember að bandaríski flotinn þyrfti að ráða yfir 355 skipum til að verja Bandaríkin og hagsmuni þeirra um heim allan. Ráðherrann gaf yfirlýsinguna þegar birt var skýrsla sem unnin hefur verið á þessu ári um skipulag bandaríska flotans og þarfir hans til langs …

Lesa meira

Obama boðar tölvustríð við Rússa – Svíar efast ekki um íhlutun Rússa í netheimum

Gunnar Karlson, yfirmaður leyniþjónustu sænska hersins.

Barack Obama Bandaríkjaforseti boðaði í útvarpsviðtali fimmtudaginn 15. desember að Bandaríkjastjórn mundi ekki átölulaust láta það líðast að erlend ríki gerðu árás á lýðræðisleg grunngildi ríkisins með íhlutun í forsetakosningabaráttuna. „Ég held að enginn þurfi að efast um að við verðum að grípa til aðgerða þegar einhver erlend ríkisstjórn reynir …

Lesa meira

Rússneski Norðurflotinn opnar nýja íshafsstöð

Nýja flotastöðin á Kotelníj-eyju.

Rússneski Norðurflotinn hefur komið sér fyrir í nýrri stöð á Kotelníj sem hluti af Nýju Síberíu-eyjunum. Á næstunni verða fleiri rússneskar herstöðvar opnaðar við Norður-Íshaf. Fyrsti búnaður vegna herstöðvarinnar var fluttur til Kotelníj-eyju í september 2013. Þar voru á ferð þrjú skip úr Norðurflotanum, sjö stuðningsskip og fjórir kjarnorkuknúnir ísbrjótar …

Lesa meira

Tilkynning um 3. aðalfund Varðbergs

vardbergfull

Þriðji aðalfundur Varðbergs var haldinn í Safnahúsinu fimmtudaginn 15. desember klukkan 16.00. Birgir Ármannsson alþingismaður var fundarstjóri og Bjarni Markússon ráðgjafi var ritari. Á fundinum var kjörin stjórn: Björn Bjarnason, fyrrv. ráðherra formaður, Margrét Cela, verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir, ritari, Kristinn Valdimarsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, gjaldkeri, Tryggvi Hjaltason, öryggis- og …

Lesa meira