Hvatt til samstarfs Norður-Íshafsstrandríkja gegn Rússum

Teikningin er af vefsíðu Jyllasnds-Posten.

Peter Viggo Jakobsen lektor, við danska Forsvarsakademiet og prófessor við Center for War Studies við Syddansk Universitet (SDU) birtir grein á vefsíðu Jyllands-Posten laugardaginn 1. júní þar sem hann segir að að þörf sé á nýjum samningi um öryggismál á norðurskautssvæðinu. Hann segir að vaxandi umsvif Kínverja á svæðinu ógni …

Lesa meira

Neyð í Norður-Kóreu

Hungursneyð er landlæg í Norður-Kóreu.

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Af og til berast fréttir frá Norður – Kóreu. Þær fjalla oftast nær um samskipti ríkisins við umheiminn. Ráðamenn í Pyongyang hafa lengi stefnt að því að koma sér upp öflugum eldflaugaflota sem að hluta til er búinn kjarnorkusprengjum. Þegar þeir skjóta eldflaugum á loft í tilraunaskyni …

Lesa meira

Ísrael: Stjórnarmyndun mistekst – kosið að nýju

Kosningaspjöldin dregin fram að nýju.

  Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur mistekist stjórnarmyndun að loknum þingkosningunum fyrir sex vikum. Þing Ísraels, Knesset, samþykkti þess vegna miðvikudaginn 29. maí að boðað skyldi til kosninga að nýju í september 2019. Atkvæði féllu 74-45 með því að þing yrði rofið og kosið að nýju 17. september. Síðast var …

Lesa meira

Merkel og Macron deila um forystu ESB

Leiðtogaráð ESB fundar þriðjudaginn 28. maí 2019.

  Leiðtogaráð ESB-ríkjanna kom saman í Brussel þriðjudaginn 28. maí til að ákveða hvernig staðið yrði að vali manna í æðstu embætti Evrópusambandsins nú að loknum þingkosningunum þar. Fimm embætti eru talin skipta mestu: forseti framkvæmdastjórnar ESB, forseti leiðtogaráðs ESB, forseti ESB-þingsins, forseti bankaráðs seðlabanka evrunnar og utanríkismálastjóri ESB. Ágreiningur …

Lesa meira

Deilt um aðferð við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB

Ska Keller, Manfred Weber, Margrethe Vestager, Frans Timmermans.

Að loknum kosningum til ESB-þingsins sunnudaginn 26. maí vaknar spurningin um hver taki við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB af Jean-Claude Juncker. Valdajafnvægið innan þingsins raskaðist frá því sem verið hefur frá upphafi þar sem hefðbundinn mið-hægri flokkur og mið-vinstri flokkur hafa skipt kökunni á milli sín. Þriðjudaginn 28. maí koma …

Lesa meira

Bretar vilja halda í Indlandshafseyjar sínar

ga69z7eugvha1msie1ty80-2a5o8fxvjxq-pqr6bdew

Höfundur Kristinn Valdimarsson Í suðvestanverðu Indlandshafi liggur eyjaklasinn Máritaníus.  Hann samanstendur af eyjunni Máritaníu og nokkrum öðrum eyjum.  Arabískir sjómenn fundu eyjarnar á miðöldum en settust þar ekki að.  Þær voru því mannlausar þegar portúgalskir sæfarar komu þangað árið 1507 og komu sér upp bækistöð.  Eyjaklasinn var undir hollenskri stjórn …

Lesa meira

Kosið til ESB-þingsins í 21 landi sunnudaginn 26. maí

48872779_303

Kjósendur í Tékklandi, Slóvakíu, Möltu og Lettlandi kusu þingmenn á ESB-þingið laugardaginn 25. maí. Bretar og Hollendingar gengu til kosninga á ESB-þingið fimmtudaginn 23. maí og Írar föstudaginn 24. maí. Kosið var í Tékklandi bæði á föstudag og laugardag. Sunnudaginn 26. maí ganga kjósendur í 21 ESB-ríki að kjörborðinu. Er …

Lesa meira

Theresa May segir af sér sem forsætisráðherra

May sagði af sér með ræðu í Downing stræti. Rödd hennar brast áður en hún sneri aftur inn í forsætisráðherrabústaðinn.

  Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti að morgni föstudags 24. maí að hún mundi segja af sér sem forsætisráðherra 7. júní en sitja áfram sem starfandi ráðherra þar til Íhaldsflokkurinn hefði valið eftirmann hennar. Kannanir nú sýna Boris Johnson, fyrrv. utanríkisráðherra og borgarstjóra London, sigurstranglegastan. May sat tæp þrjú ár …

Lesa meira

Hitnar í kolunum í samskiptum Trumps og þingleiðtoga demókrata

Nancy Pelosi og Donald Trump heilsast við innsetningu hans í forsetaembættið, janúar 2017.

  Til harðra deilna kom milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og þingleiðtoga Demókrata, Nancy Pelosi úr fulltrúadeildinni og Chuck Schumer úr öldungadeildinni, miðvikudaginn 22. maí. Snúast deilurnar öðrum þræði um hvort stefna eigi forsetanum fyrir ríkisrétt. Trump batt á skjótan hátt enda á fund sem hann hafði boðið Pelosi og Schumer …

Lesa meira

Theresa May sögð „búin að vera“ sem forsætisráðherra

Thresa May

Fréttaskýrendur í London segja að Theresu May forsætisráðherra hafi tekist að halda embætti sínu miðvikudaginn 22. maí. Það kostaði hana einn mikilvægan ráðherrann enn. Að þessu sinni Andreu Leadsom sem kemur fram fyrir hönd Íhaldsflokksins og ríkisstjórnarinnar gagnvart forseta þingsins. May situr fund föstudaginn 24. maí þar sem henni kann …

Lesa meira