Hvíta-Rússland: Svetlana Tsikhanouskaja biðlar til leiðtogaráðs ESB

Svetlana Tsikhanouskaja, baráttukona gegn Alexander Lukasjenko, forseta Hvíta-Rússlands.

Svetlana Tsikhanouskaja, baráttukona gegn Alexander Lukasjenko, forseta Hvíta-Rússlands, hvetur leiðtoga ESB-ríkjanna til að „styðja vakninguna“ í landi sínu og virða vilja Hvít-Rússa og reiði þeirra eftir forsetakosningarnar 9. ágúst þar sem hún tapaði fyrir Lukaskjenko. Forsetinn og stjórn hans eru sökuð um kosningasvindl í daglegum mótmælaaðgerðum frá kjördegi. Tsikhanouskaja flutti …

Lesa meira

Lukasjenko virkjar herinn og ræðir við Pútin

Afmælissöngur og blöðrur við fangelsismúra í Minsk.

Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, tilkynnti síðdegis þriðjudaginn 18. ágúst að hann hefði sent herlið að vestur landamærunum, gagnvart Póllandi og Litháen. Ríkisfréttastofan Belta skýrði frá þessu og jafnframt orrustuþotur gættu lofthelgi landsins. Forsetinn gagnrýndi að andstæðingar hans hefðu komið á fót samræmingarráði og sagði að gripið yrði til gagnaðgerða gegn …

Lesa meira

Verkföll gegn Lukasjenko – baulað á hann

Starfsmenn í Beraluskali-áburðarverksmiðjunni lögðu niður störf og settu fram svipaðar kröfur um afsögn Lukhasjenkosþ

  Andstæðingar Alexanders Lukasjenkos, forseta Hvíta-Rússlands, hvöttu til allsherjarverkfalls mánudaginn 17. ágúst. Víða urðu launþegar við þeirri hvatningu. Starfsmenn hvítrússneska ríkisútvarpsins lögðu niður störf til stuðnings mótmælendum. Um 5.000 starfsmenn Minsk-dráttarvélasmiðjanna (MZKT) yfirgáfu vinnustað sinn og efndu til mótmælagöngu á götum höfuðborgarinnar. Þeir kröfðust afsagnar Lukasjenkos og hann fæli Svetlönu …

Lesa meira

Lukasjenko segir NATO vígvæðast við landamæri Hvíta-Rússlands

Mikill fjöldi fólks tók þátt í frelsisgöngu í Minsk sunnudaginn 16. ágúst.

Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, efndi til útifundar með stuðningsmönnum sínum sunnudaginn 16. ágúst og sakaði NATO um að senda skriðdreka og flugvélar að vestur landamærum Hvíta-Rússlands. Hann hafnaði kröfum um að forsetakosningar yrðu endurteknar og hvatti þjóðina til að verja land sitt. „Ég boðaði ykkur ekki hingað til að verja …

Lesa meira

Lukasjenko ræðir við Pútin um hættuna af friðsömum mótmælendum

Minnst fallins mótælanda í Minsk.

Þúsundir manna streyma út á götur Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, laugardaginn 15. ágúst tæpri viku eftir að Alexander Lukasjenko var sagður sigurvegari forsetakosninga í sjötta sinn frá árinu 1994. Mótmælendur telja brögð í tafli og Lukasjenko hafi alls ekki fengið 80% atkvæða eins og segir í yfirlýsingu yfirkjörstjórnar. Það er talið …

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Nóbelshöfundur óttast blóðbað nema Lukasjenko hverfi

Svetlana Alexievitsj, rithöfundur í Hvíta-Rússlandi sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015.

Svetlana Alexievitsj, rithöfundur í Hvíta-Rússlandi sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015, gagnrýnir hörku lögreglunnar gegn mótmælendum í landinu harðlega og segir að stjórnvöld hafi „lýst stríði á hendur þjóð sinni“, Alexander Lukasjenko forseti eigi að segja af sér vilji hann hindra blóðbað. Svetlana Alexievitsj er í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, en …

Lesa meira

Frekar Mólotoff-kokkteill en bóluefni

_113910642_gettyimages-1228010229

Um allan heim er keppst við að framleiða COVID-19-bóluefni. Vladimir Pútin Rússlandsforseti tilkynnti þriðjudaginn 11. ágúst að Rússar stæðu skrefi framar en aðrir. Rússar segjast hafa framleitt til heimabrúks bóluefni sem standist reglur þeirra og kunni að verða til almennrar sölu á næstu mánuðum. Pútin segir að bóluefnið hafi gengið …

Lesa meira

Fær skjól í Litháen fyrir áreiti stjórnar Hvíta-Rússlands

Svetlana Tikhanouskaja.

Svetlana Tikhanouskaja, 37 ára fyrrverandi enskukennari, sem bauð sig fram til forseta í Hvíta-Rússlandi og tapaði er nú í Litháen. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, skýrði frá þessu á Twitter þriðjudaginn 11. ágúst. Síðar sagði utanríkisráðherrann að Tikhanouskaja hefði verið sjö klukkustundir í haldi eftir að hún gekk á fund yfirkjörstjórnar og …

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Úrslitum forsetakosninga hafnað með mótmælum

Mótmæli að kvöldi kjördags í Minsk.

Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands segir að sitjandi forseti landsins, Alexander Lukasjenko, hafi verið endurkjörinn með 80% atkvæða í kosningum sunnudaginn 9. ágúst. Helsti mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanouskaja, 37 ára fyrrverandi enskukennari, fékk 9,9% atkvæða. Þrír aðrir frambjóðendur fengu innan við 2% hver. Kjörsókn var 84%. Svetlana Tikhanouskaja efndi til blaðamannafundar mánudaginn 10. …

Lesa meira

Noregur: Rússar tortryggnir vegna brottflutnings bandarískra landgönguliða

Vara-forstjóri upplýsingadeildar rússneska utanríkisráðuneytisis, Alexeij Zaitsev

Í grein sem Thomas Nilsen, ritstjóri norsku vefsíðunnar Barents Observer, skrifar á síðuna laugardaginn 8. ágúst segir hann að rússnesk yfirvöld lýsi efasemdum um að brottflutningur 700 bandarískra landgönguliða frá Noregi leiði til minnkandi umsvifa Bandaríkjahers í Norður-Noregi, þau kunni þvert á móti að aukast. „Þrátt fyrir að kynnt sé …

Lesa meira