Liilja fundar með Stoltenberg í Brussel

Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Utanríkisráðuneytið birti eftirfarandi tilkynningu föstudaginn 20. maí: „Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundaði með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í gærkvöldi, milli dagskrárliða á utanríkisráðherrafundi sem nú stendur yfir í Brussel. Þau ræddu þátttöku Íslands í störfum bandalagsins auk þess sem ráðherra greindi frá þróun mála á Íslandi. Ráðherra upplýsti um þjóðaröryggisstefnu fyrir …

Lesa meira

Hvatt til aukinnar kafbátaleitar á höfunum umhverfis Ísland

P-8 eftirlitsvél bandaríska flotans á flugi.

Magnus Nordenman, vara-forstöðumaður Brent Scowcroft alþjóðamálastofnunarinnar hjá Atlantic Council í Washington, segir nauðsynlegt að ríki við Norður-Atlantshaf taki höndum saman við kafbátaleit úr lofti til að bregðast við sívaxandi umsvifum rússneskra kafbáta á hafsvæðunum umhverfis Ísland. Í grein sem hann birti 15. maí bendir hann á að ekki sé aðeins …

Lesa meira

Fyrrverandi NATO-hershöfðingi spáir innrás Rússa og stríði á árinu 2017

Sir Alexander Richard Shirreff

  , fyrrverandi breskur hershöfðingi, sem á sínum tíma var annar æðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO, segir í nýrri bók, 2017 War With Russia, sem kom út miðvikudaginn 18. maí að allt bendi til þess að til styrjaldar komi milli herja Rússa og Vesturlanda. Hann segir að það sem gerðist á …

Lesa meira

Vill Kór rauða hersins í söngvakeppni Evrópu

Kór rauða hersins. nú Alexandrov-samkórinn

  Listrænn stjórnandi hins opinbera Kórs rauða hersins sem var stofnaður í tíð Sovétríkjanna hefur lýst áhuga á að kórinn verði fulltrúi Rússa í Eurovison, söngvakeppni Evrópu, í Úkraínu árið 2017. Yfirlýsinguna ber að skoða í ljósi reiðinnar sem braust út í Rússlandi að kvöldi laugardags 14. maí þegar Jamala, …

Lesa meira

Boris Johnson talinn trúverðugri um ESB en David Cameron

Boris Johnson flytur ræðu gegn ESB-aðild

Breski íhaldsþingmaðurinn Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri London, berst fyrir úrsögn Bretlands úr ESB. Hann er eindreginn í andstöðu sinni og sætir gagnrýni fyrir að hafa sagt í samtali við The Sunday Telegraph  15. maí: „Sannleikurinn er sá að undanfarin tvö þúsund ár hafa ýmsir einstaklingar og stofnanir reynt að endurheimta …

Lesa meira

Víðtækar heræfingar Finna með Bandaríkjamönnum og NATO

Viro ilmavalvonta

  Finnar munu taka þátt í miklum heræfingum í Póllandi 7. til 17. júní ásamt samstarfsaðilum sínum í NATO. Rúmlega 25.000 hermenn verða í Póllandi við æfingar skömmu áður en leiðtogafundur NATO verður haldinn í Varsjá í júlí. Á vefsíðu herstjórnar Bandaríkjanna í Evrópu er æfingunni, sem kallast Anakonda 2016, …

Lesa meira

Barack Obama: Norðurlöndin í hópi traustustu, virkustu og mikilvægustu samstarfsaðila okkar

Kvöldverður í Hvíta húsinu: Sindre Finnes, Erna Solberg, Ingibjörg Elva Ingjaldsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Maichelle Obama, Barack Obama.

    Barack Obama Bandaríkjaforseti bauð forseta Finnlands og forsætisráðherrum Danmerkur, Íslands, Noregs og Svíþjóðar í opinbera heimsókn föstudaginn 13. maí. Við upphaf fundar þeirra í Washington flutti forsetinn ávarp og sagði meðal annars: „Nánustu bandamenn Bandaríkjanna um heim allan eru lýðræðisríki. Við þurfum ekki annað en líta til norrænna …

Lesa meira

Danska ríkisstjórnin vill kaupa 27 F-35 orrustuþotur fyrir 380 milljarða ísl. kr.

Peter Christensen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra  Dana.

  Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að festa kaup á 27 bandarískum F-35 Joint Strike Fighter- orrustuþotum fyrir 20 milljarða d.kr., 380 milljarða ísl. kr. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi fimmtudaginn 12. maí. Hún verður nú lögð fyrir þing til samþykktar. Bandaríska fyrirtækið Lockheed Martin smíðar vélarnar en …

Lesa meira

NATO: Landstöð eldflaugavarnarkerfis opnuð í Rúmeníu

Frá gagneldflaugastöðinni í Rúmeníu.

Bandarískt gagneldflaugastöð, Aegis Ashore, var formlega opnuð við bæinn Deveselu í suðurhluta Rúmeníu fimmtudaginn 12. maí. Þessi hluti kerfisins fellur inn í stærra gagneldflaugakerfi NATO sem styðst við stöðvar bæði á landi og um borð í skipum. Tilgangur kerfisins er að verja NATO-ríkin gegn hugsanlegri árás með langdrægum eldflaugum. Rússar …

Lesa meira

Ítalska lögreglan afhjúpar hryðjuverkahóp og smyglara á fólki

Canary Warf í London meðal hugsanlegra skotmarka hryðjuverkamanna.

  Hópur hryðjuverkamanna í tengslum við Ríki íslams (RÍ) hefur nýtt sér leiðir farandfólks inn í Evrópu til að undirbúa hryðjuverkaárásir í Bretlandi segir í The Daily Telegraph (DT) miðvikudaginn 11. maí. Blaðið vitnar í heimildir innan lögreglunnar og segir að Theresa May innanríkisráðherra hafi gefið fyrirmæli um að herða …

Lesa meira