Trump gortaði af því við Rússa að hafa rekið forstjóra FBI til að losna undan þrýstingi

Rússneska Tass-fréttastofan sendi ein myndir af fundi Donalds Trumps með Seigeij Lavrov og rússneka sendiherranum í Hvíta húsinu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði rússneskum embættismönnum í skrifstofu sinni miðvikudaginn 10. maí að brottrekstur James Comey, forstjóra FBI, hefði létt „miklum þrýstingi“  af sér, segir í frásögn af fundinum. Frá þessu var skýrt á vefsíðu The New York Times (NYT) föstudaginn 19. maí. „Ég var rétt í þessu að reka …

Lesa meira

Trump segist sæta nornaveiðum og telur að sér vegið með skipun sérstaks saksóknara

Robert Mueller

Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI, hefur verið tilnefndur til að stjórna alríkisrannsókn á réttmæti þess að Rússar hafi skipt sér af bandarísku forsetakosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að morgni fimmtudags 18. maí að hann sætti meiri „nornaveiðum“ en nokkur annar stjórnmálamaður í sögu Bandaríkjanna. Rod Rosenstein, vara-dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, …

Lesa meira

Pútín gerir grín að fundi Trumps með Lavrov

Vladimir Pútín

  Vlaidimir Pútín Rússlandsforseti segist fús til að birta opinberlega frásögn af fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Sergeijs Lavrovs, utanríkisráðherra Rússa, í Washington miðvikudaginn 10. maí. Pútín sagði í Sotsjí miðvikudaginn 17. maí að hann mundi afhenda Bandaríkjaþingi hljóðupptökur af fundi forsetans og utanríkisráðherrans í Washington ef stjórn Trumps samþykkti …

Lesa meira

Trump segist hafa „ótvíræðan rétt“ til að ræða baráttu gegn hryðjuverkamönnum við Rússa

Donald Trump

  Í frétt í The Washington Post (WP) mánudaginn 15. maí er vitnað í núverandi og fyrrverandi bandaríska embættismenn sem segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi látið Sergeij Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergeij Kisljak, sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, í té leynilegar upplýsingar þegar hann hitti þá á fundi í Hvíta …

Lesa meira

Kínversk stjórnvöld boða sókn um heim allan undir merkjum silkileiðarinnar

38637698_401

Xi Jinping, forseti Kína, hvetur til nánari samvinnu ríkja í Asíu og Evrópu jafnt í baráttunni gegn hryðjuverkum sem á sviði fjármála. Þetta kom fram í ræðu forsetans sunnudaginn 14. maí á ráðstefnu forystumanna 29 ríkja í Peking. Kínversk boðuðu til tveggja ráðstefnunnar til að kynna átak sitt sem miðar …

Lesa meira

Frakklandsforseti sækir inn í raðir mið-hægrimanna með nýjum forsætisráðherra

Edouard Philippe

  Nýr forsætisráðherra hefur tekið við embætti, Edouard Philippe, 46 ára borgarstjóri fyrir Lýðveldisflokkinn (mið-hægri) í Le Havre. Nýr Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, tilnefndi forsætisráðherrann mánudaginn 15. maí. Edouard Philippe gekk í École nationale de l’administration, stjórnsýsluháskólann, eins og nær allir ráðamenn í frönskum stjórnmálum. Hann hóf stjórnmálaþátttöku í Sósíalistaflokkum á …

Lesa meira

Forstjóri Europol varar við meiri tölvuárásum

Rob Wainwright, forstjóri Europol.

Forstjóri Europol, Evrópulögreglunnar, varar við því að áhrif tölvuárásarinnar sem lamaði tölvukerfi víða um heim föstudaginn 12. maí verði enn magnaðri þegar fólk snýr til vinnu mánudaginn 15. maí. Frá föstudeginum hafa rúmlega 200.000 í 150 löndum orðið fyrir barðinu á ránsforritinu sem kallast Wanna Decryptor eða WannaCry. Rob Wainwright, …

Lesa meira

Emmanuel Macron tekur við embætti Frakklandsforseta

Frá innsetningunni í Elysée-höll. Laurent Fabius setur Emmanuel Macron í embætti.

Emmanuel Macron tók við embætti Frakklandsforseta að morgni sunndags 14. maí við hátíðlega athöfn í Elysée-höl. Eftir að François Hollande hafði kvatt Macron fyrir framan höllina var athöfn í hátíðarsal hallarinnar þar sem Laurent Fabius, fyrrv. utanríkisráðherra, forseti stjórnlagaráðsins lýsti Emmanuel Macron forseta Frakklands frá og með þeirri stundu. Forsetinn …

Lesa meira

Bandarískt netöryggisfyrirtæki telur líkur á að Rússar hafi tengsl við tölvuþrjótanna gegn Macron

Þannig sagði CNN frá tölvuárásinni á Macron.

Bandarískt netöryggisfyrirtæki hefur birt nýjar upplýsingar sem það telur sýna að hópur í tengslum við Kremlverja hafi staðið að nýlegum tölvuárásum á Emmanuel Macron sem tekur við embætti forseta Frakklands af Francois Hollande. Bandaríska fyrirtækið Flashpoint sagði föstudaginn 12. maí að 38 tölvubréf sem lekið var úr pósthólfi Macrons föstudaginn …

Lesa meira

Ránsforrit notað til tölvuárása í um 70 löndum

19430461_303

Gerð var víðtæk árás með ránsforriti á tölvur í um 70 Evrópu- og Asíulöndum föstudaginn 12. maí. Beitt var spilliforriti sem breytir gögnum á þann veg að þau loka aðgangi notandans að tölvunni. Ekki er unnt að opna tölvukerfin að nýju án þess að greiða tölvuþrjótunum „lausnargjald“. Öryggissérfræðingar segja að tölvuþrjótarnir …

Lesa meira