Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt skeið af köldu stríði hafið

Dmitríj Medvedev, forsætisráðherra Rússlands.

Dmitríj Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, sagði á öryggisráðstefnunni í München laugardaginn 13. febrúar að heimurinn hefði „runnið inn í nýtt skeið af köldu stríði“ vegna vaxandi ágreinings milli ráðamanna á Vesturlöndum og í Rússlandi vegna Sýrlands og Úkraínu. „Það líður varla sá dagur að við séum ekki sakaðir um nýjar, hryllilegar …

Lesa meira

Ólík forgangsröð Frakka og Þjóðverja varðandi Sýrland

Urslula van der Leyen

  Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Frakklands settu svip á umræðurnar á fyrsta degi hinnar árlegu öryggisráðstefnu í München sem hófst föstudaginn 12. febrúar. Báðir báru þeir lof á samstöðu ríkja sinna, segir fréttaritari þýsku DW­-fréttastofunnar, en lýstu hins vegar ólíkri forgangsröð. Ráðstefnan hófst daginn eftir að NATO-ríkin urðu við óskum Þjóðverja, …

Lesa meira

NATO-floti sendur í Eyjahaf vegna flóttamannavandans

Athafnasvæði NATO-flotadeilkdarinnar

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði fimmtudaginn 11. febrúar að NATO yrði „tafarlaust“ við tilmælum Þjóðverja, Grikkja og Tyrkja um að senda flotasveit til Eyjahafs. Á þennan hátt brást bandalagið við tilmælum sem Angela Merkel Þýskalandskanslari kynnti formlega miðvikudaginn 10. febrúar. Í fréttum segir að tilmælin hafi komið á óvart og …

Lesa meira

NATO-ráðherrar ákveða að efla heraflann í A-Evrópu

Jems Stoltenberg á blaðamannafundi í Brussel.

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna ákváðu á fundi sínum í Brussel miðvikudaginn 10. febrúar að auka enn hernaðarlegan viðbúnað og umsvif undir merkjum bandalagsins í austurhluta Evrópu. Markmiðið er að sýna Rússum að yfirgangsstefnu þeirra verði svarað af festu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, skýrði frá þessari niðurstöðu ráðherranna í lok fyrri dags tveggja …

Lesa meira

Bandaríski sjóherinn vill endurnýja flugskýli fyrir kafbátaleitarvélar

Poseidon 8 kafbátaleitarvél

Þeim sem fylgst hafa með framvindu öryggismála í Evrópu og aukinni kröfu ríkja á norðurvæng NATO um aukið framlag Bandaríkjamanna á svæðinu kemur ekki á óvart að bandaríska varnarmálaráðuneytið fari fram á fjárveitingu til að búa í haginn fyrir sjóher og flugher á Keflavíkurflugvelli. Það er jafnframt í fullu samræmi …

Lesa meira

Stjórnir Þýskalands og Tyrklands vilja meiri aðild NATO til að leysa flóttamannavandann

Angela Merkel og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands,

Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, sagði mánudaginn 8. febrúar eftir fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Ankara að stjórnir Tyrklands og Þýskalands mundu „taka höndum saman“ í því skyni að knýja fram meiri þátttöku NATO við stjórn á flóttamannastraumnum frá Sýrlandi. Leitað yrði eftir meira eftirliti af hálfu NATO á landamærum …

Lesa meira

Merkel og Hollande stilla saman strengi um flóttamenn og Brexit

Angela Merkel og François Hollande í Strassborg.

Martin Schulz, forseti ESB-þingsins, bauð Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta til óformlegs kvöldverðar sunnudaginn 7. febrúar í Strassborg. Eftir kvöldverðinn var sagt að forsetinn og kanslarinn væru sammála um öll meginmál. Þau hefðu sama viðhorf til flóttamannavandans í Evrópu og til þess hvernig ætti að taka á Brexit, …

Lesa meira

Stuðningur við upptöku eigna hælisleitenda víða mikill

Landamæravarsla Dana.

Í Jyllands-Posten segir sunnudaginn 7. febrúar að það sem blaðið kallar umdeildu dönsku smykkeloven, það er lögin um upptöku skartgripa hælisleitenda, hafi tekið gildi föstudaginn 5. febrúar. Þau hafi orðið til að þess að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hafi verið teiknaður sem nazisti, litla hafmeyjan hafi fengið töng með skínandi …

Lesa meira

Enn tapar Merkel fylgi – leitar ESB-lausna á flóttamannavandanum

Drengur á flótta veifar þýskum fána við hlið landamæravarða.

  Þýska sjónvarpsstöðin ARD birti föstudaginn 5. febrúar niðurstöður skoðanakönnunar sem sýna að 80% Þjóðverja telja ríkisstjórnina ekki hafa tök á vandanum sem skapast hefur vegna hins gífurlega fjölda farand- og flóttafólks í landinu. Ábyrgðinni á því er varpað á herðar Angelu Merkel. Vinsældir kanslarans hafa fallið um 12 stig …

Lesa meira

Franska stjórnin lætur ryðja flóttamannabúðir í Calais

Úr búðunum í Calais.

Frönsk yfirvöld hafa fengið heimild dómara til að fjarlægja „frumskóginn“, flóttamannabúðir sem reistar hafa verið í óþökk bæjaryfirvalda í Calais af þeim sem vilja komast þaðan ólöglega yfir Ermarsund til Bretlands. Búðirnar hafa orðið einskonar tákn fyrir máttleysi franskra stjórnvalda gagnvart þeim sem laumast ólöglega til landsins. Vegna eyðingar búðanna …

Lesa meira