Fimm nýjar korvettur í þýska flotann

Þýsk korvetta.

Áform um að smíða fimm korvettur fyrir þýska flotann fyrir 1,5 milljarð evra. Kemur þetta fram í skýrslu sem lögð var fyrir varnrmálarnefnd þýska þingsins mánudaginn 7. nóvember. Tillaga þýska varnarmálaráðuneytisins kemur á óvart, í skýrslu frá því í mars á þessu ári minnist ráðuneytið ekki á nein slík áform. …

Lesa meira

Bandaríkjamenn senda 6.000 landhermenn til Evrópu í upphafi árs 2017

Bandarískir bryndrekar.

  Um 6.000 liðsmenn úr landher Bandaríkjanna verða sendir til Evrópu á næsta ári segir í tilkynningu yfirstjórnar landhersins fimmtudaginn 3. nóvember. Er  þetta liður í aðgerðum undir merkjum NATO til að treysta hernaðarlega stöðu gagvart Rússum. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur fengið 3,4 milljarða dollara fjárveitingu á fjárlagaárinu 2017 til að …

Lesa meira

Bretar hafa áhyggjur af nýjum rússneskum skriðdreka

Armata-skriðdrekar á hersýningu í Moskvu.

  Njósnastofnun breska hersins hefur birt varað við því að nýr skriðdreki Rússa valdi þáttaskilum og skapi herjum Vesturlanda vanda. Þetta kemur fram í skjali sem hefur verið lekið og blaðamenn The Sunday Telegraph hafa séð. Í skjalinu birtast efasemdir breska varnarmálaráðuneytisins um að breski herinn geti staðist ógnina af nýja Armata-skriðdreka Rússa. Þar …

Lesa meira

Taka verður aukin umsvif rússneska herflotans á norðurslóðum alvarlega

GIUK-hliðið.

  Erindið sem Clive Johnstone, yfirmaður flotastjórnar NATO, flutti á fundi Varðbergs 23. september sl. hefur verið birt hér á síðunni í heild á ensku. Hér er hins vegar birtur kafli úr því sem snýr sérstaklega að mikilvægi GIUK-hliðsins fyrir varnir NATO. Ísland er í hliðinu miðju og þess vegna …

Lesa meira

Rússar saka finnsk yfirvöld um Rússafóbíu

  Maria Zakharova, yfirmaður upplýsingadeildar rússneska utanríkisráðuneytisins, sakar finnsku öryggis- og leyniþjónustuna Supo um að þjást af Rússafóbíu eftir að hún birti skýrslu þar sem bent er á Rússar kunni að stunda landakaup í Finnlandi í hernaðarlegum tilgangi. Frá því var greint fyrir nokkrum dögum að í skýrslu frá Supo …

Lesa meira

Moskva: Yfirbókavörður sakaður um ólögmæta dreifingu á efni frá Úkraínu

Natalia Sharina, yfirbókavörður Safns úkraínskra bókmennta í Moskvu.

    Natalia Sharina, yfirbókavörður Safns úkraínskra bókmennta í Moskvu, hefur verið ákærð fyrir að hvetja til óvildar í garð Rússa. Hún hefur setið í stofufangelsi í meira en eitt ár en mál hennar er nú komið fyrir dómstóla. Í ákærunni er Sharina sökuð um að hafa dreift bókmenntum sem skilgreindar …

Lesa meira

Rússar hóta Norðmönnum með kjarnavopnum

Vladimir Pútín Rússlandsforseti sæmir Frants Klintsevitsj heiðursmerki.

  Frants Klintsevitsj, áhrifamikill varaformaður varnar- og öryggismálanefndar þings Rússlands, sagði við norsku sjónvarpsstöðina TV2 mánudaginn 31. október að viðvera bandarískra landgönguliða í Værnes í Noregi væri hluti af liðsafnaði Bandaríkjamanna til að gera „hnattræna leiftursókn“ og boðaði að fyrir bragðið kynni Noregur að verða kjarnorku-skotmark Rússa. Ákveðið hefur verið …

Lesa meira

NATO og GIUK-hliðið – erindi æðsta flotaforingja NATO

Clive Johnstone

Hér fyrir neðan birtist erindi sem Clive Johnstone flotaforingi, æðsti yfirmaður flotamála hjá NATO, flutti erindi á fundi Varðbergs í Safnahúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 23. september. Erindið hefur verið birt hér á síðunni í myndupptöku. Nú birtist texti þess hér í heild.   Vice Admiral Clive Johnstone CB CBE Royal …

Lesa meira

Forstjóri bresku leyniþjónustunnar varar við vaxandi ágengni og áróðri Rússa, einkum í netheimum

Andrew Parker

  Í fyrsta sinn í 107 ára sögu bresku leyniþjónustunnar MI5 hefur forstjóri hennar veitt blaðamanni viðtal. Rætt er við forstjórann, Andrew Parker, í blaðinu The Guardian og birtist viðtalið þriðjudaginn 1. nóvember. Meginboðskapur hans er að ekki sé unnt að líta fram hjá tilraunum Rússa til að grafa undan …

Lesa meira

Eistland: Herbúðir stækkaðar vegna NATO-hers

Bandarísk þungavopn á leið til Tapa-herstöðvarinnar í Eistlandi.

Unnið er að framkvæmdum í herstöðinni Tapa í Eistlandi til að þar megi hýsa um eitt þúsund viðbótar hermenn undir merkjum NATO sem koma til Eistlands árið 2017. Í dagblaðinu Postimees segir mánudginn 31. október að brýna nauðsyn beri til að fjölga herbúðum og matsölum svo að unnt sé að …

Lesa meira