Norðmenn sluppu með olíuvinnslu-skrekkinn á ESB-þinginu

ESB-þingið að störfum.

Norðmenn hafa látið verulega að sér kveða gagnvart ESB-þingmönnum undanfarna daga vegna atkvæðagreiðslu sem fór fram á ESB-þinginu í Strassborg fimmtudaginn 16. mars um norðurslóðastefnu ESB. Að henni lokinni önduðu Norðmenn léttar því að tvö ákvæði um bann við olíuborunum í norðurhöfum voru felld. ESB-þingið samþykkti hins vegar að halda inni ákvæði …

Lesa meira

Björgunarþyrlu saknað við vesturströnd Írlands

Björgunarþyrla írsku strandgæslunnar af Sikorsky S-92 gerð.

Björgunarþyrlu á vegum írsku strandgæslunnar hefur verið leitað síðan þriðjudaginn 14. mars. Konu úr áhöfn hennar var bjargað úr hafinu undan vesturströnd Írlands en þriggja karla er saknað. Þyrlan af gerðinni Sikorsky S-92 hafði nýlega tekið eldsneyti við vita hjá Blacksod í Mayo-héraði á Írlandi þegar samband við hana slitnaði. Michael D Higgins, forseti Írlands, hefur sagt …

Lesa meira

Norðmenn og Bandaríkjamenn undirbúa olíuvinnslu á heimskautasvæðum – ESB-þingið á öndverðum meiði

Olíuvinnsla á norðurslóðum.

Norska ríkisstjórnin tilkynnti mánudaginn 13. mars að markmið hennar sé að veita heimild til olíuleitar á 93 svæðum í Barentshafi þegar hún gefur 24. leyfi sitt síðar á árinu. Norsk yfirvöld hafa aldrei áður veitt svo víðtæka heimild til olíuvinnslu á norðurslóðum. Tilkynning og upplýsingar um þetta hafa nú verið sendar til …

Lesa meira

Kínaforseti vill hraðari nútímavæðingu hersins

Kínverskar skotflaugar á Torgi hins himneska friðar í Peking.

Her Kína á að verða sneggri, með meiri slagkraft og nútímalegri. Þetta er krafa sem Xi Jinping, forseti Kína, setti fram í ræðu yfir fulltrúum á þingi Kína. Áður hafði þingið samþykkt hæstu útgjöld til hermála í sögu landsins. Flokkleiðtoginn og forsetinn Xi Jinping hvatti til þess að nútímavæðingu kínverska …

Lesa meira

Europol: Skipulögðum hátækniglæpum fjölgar í Evrópu

Höfuðstöðvar Europol í Haag, Hollandi.

Í nýjustu skýrslu Europol (Evrópulögreglunna) um skipulagða glæpastarfsemi sem birtist fyrir skömmu segir að um 5.000 virkir, skipulagðir glæpahópar hafi verið greindir í Evrópu. Fjölgunin hafi orðið mest meðal nýrra hópa sem reisi starfsemi sína nær eingöngu á hátæknilegum aðferðum. Rob Wainwright, forstjóri Europol, sagði að skipulögðum glæpahópum í skýrslu …

Lesa meira

Barentshaf: Rússar æfa hæfni við að finna torséða kafbáta og granda þeim

Um borð í rússneskum langdrægum eldflaugakafbáti

Á sama tíma og hermenn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum eru að æfingum á Finnmörk í Norður-Noregi hafa Rússar látið reyna á hæfni sína til að leynast neðansjávar með því að senda kafbáta til æfinga. Þannig hefst frásögn eftir Thomas Nilsen, ritstjóra Barents Observer laugardaginn 11. mars. Nilsen hefur verið settur á rússneskan bannlista og fær ekki lengur að ferðast …

Lesa meira

Sigmar Gabriel varar við vígbúnaðarkapphlaupi og rússneskri kjarnorkuógn í Evrópu

Vladimir Pútín og Sigmar Gabriel

Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur varað Rússa við hættunni á nýju vígbúnaðarkapphlaupi vegna árekstranna í austurhluta Úkraínu og hvatt til fækkunar venjulegra vopna. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hafa gagnrýnt Rússa fyrir að setja upp nýjar eldflaugar á þann hátt að þær ógni ríkjum NATO og Evrópu. Eftir fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu fimmtudaginn 9. mars sagði …

Lesa meira

Urmas Paet frá Eistlandi segir ESB-þingið nú í fyrsta sinn fjalla um hermál í skýrslu um norðurslóðir

Þessa mynd tók Eggert ljósmyndari Morgunblaðsins af Urmas Paet á fundinum í Safnahúsinu.

Urmas Paet, ESB-þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra Eistlands, var ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs í Safnahúsinu fimmtudaginn 9. mars. Hann ræddi um stöðuna innan Evrópusambandsins á óvissutímum. Í upphafi máls síns nefndi hann nokkur atriði sem hann sagði móta umræður um málefni Evrópu um þessar mundir. Fyrstu þrjú voru: Innra öryggi, þetta væri …

Lesa meira

Varðbergsfundur 9. mars um samtíð og framtíð í Evrópu óvissunnar

Urmas Paet

  Urmas Paet, þingmaður á ESB-þinginu, fyrrverandi utanríkisráðherra Eistlands, ræðir um samtíð og framtíð í Evrópu óvissunnar á hádegisfundi Varðbergs í Safnahúsini fimmtudaginn 9. mars kl. 12.00 til 13.00 Urmas Paet hefur setið á ESB-þinginu síðan í nóvember 2014. Hann helgar sig utanríkis- og öryggismálum og situr í utanríkismálanefnd þingsins. …

Lesa meira

Vara-framkvæmdastjóri NATO segir forgangsatriði að endurmeta stöðu öryggismála á N-Atlantshafi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Rose Gottemoeller, varaframkvæmdastjóri NATO, í Ráðherrabústaðnum.

  Rose Gottemoeller, vara-framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), var hér á landi miðvikudaginn 8. mars og ávarpaði ráðstefnu, sem haldin var á Grand Hotel í Reykjavík á vegum NATO. Ráðstefnuna sem snerist um fjármögnun verkefna á vegum NATO sóttu um 150 manns frá aðildarríkjum NATO og stofnunum bandalagsins. Rose Gottemoeller átti einnig átti tvíhliða fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra …

Lesa meira