Donald J. Trump 45. forseti Bandaríkjanna segist ætla að flytja vald frá Washington til þjóðarinnar

Donald J. Trump sver embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna eiginkona hans Melina heldur á Biblíunni.

Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn við þinghúsið í Washington föstudaginn 20. janúar. Forsetinn dró upp dökka mynd af stöðu þjóðarinnar. Hún væri sundruð og ráðvillt, arðrænd og gleymd af elítunni í Washington og lítillækkuð um heim allan. Hann lofaði að þetta væri allr úr sögunni. …

Lesa meira

Lars Løkke Rasmussen segir Trump engu breyta um traust sitt í garð Bandaríkjanna

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, sagði í fyrirspurnatíma í danska þinginu þriðjudaginn 17. janúar að embættistaka Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna föstudaginn 20. janúar breytti engu um að Danir mundu áfram sækja yfir Atlantshafið til að njóta geópólitísks trausts og öryggis. „Að mínu mati verða Bandaríkin áfram traustasta bandalagsríki Evrópu …

Lesa meira

Sergei Lavrov segir engan nýjan Reykjavíkurfund á döfinni

Sergei Lavrov

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, efndi til árlegs blaðamannafundar síns í Moskvu mánudaginn 16. janúar. Þar sagði hann afdráttarlaust að ekki hefði verið rætt um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti mundi hitta Donald Trump á Íslandi fljótlega eftir að Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta 20. janúar 2017. „Ekkert slíkt hefur verið rætt. Það er ekki rétt,“ sagði utanríkisráðherrann daginn eftir að breska blaðið The Sunday Times hafði …

Lesa meira

Bandarískir landgönguliðar koma til dvalar í Noregi

Bandarísku landgönguliðarnir á leið til búða sinna.

  Ráðgert er að allt að 330 bandarískir landgönguliðar verði við þjálfun og æfingar í Noregi. Meirihluti þeirra kom til herstöðvarinnar Værnes í Mið-Noregi með flugvél bandaríska hersins mánudaginn 16. janúar. Rússar gagnrýna þessa nýju tilhögun sem reist er á tvíhliða samningi Norðmanna og Bandaríkjanna. Í frétt The New York …

Lesa meira

Bandarískum hermönnum fagnað í Póllandi

Bandarískir hermenn sýna fána sinn við komuna til Póllands.

Beata Szydlo, forsætiráðherra Póllands, og Antoni Macierewicz varnarmálaraðherra tóku þátt í hátíðlegri athöfn laugardaginn 14. janúar til að fagna komu nokkur þúsunda bandarískra hermanna til landsins. „Sérhver pólsk fjölskylda verður að njóta öryggis. Það er skylda pólska ríkisins, ríkisstjórnarinnar að skapa öryggi. Í dag höfum við stigið stórt skref í …

Lesa meira

Trump veldur undrun og uppnámi með yfirlýsingum um NATO, ESB og Merkel

Donald Trump með viðmælendum frá Bild og The Times.

  Donald Trump, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta föstudaginn 20. janúar, sagðí viðtali við þýska blaðið Bild og breska blaðið The Times sem birt var sunnudaginn 15. janúar að NATO væri sér „mjög mikils virði“ en bandalagið væri hins vegar „úrelt“ vegna þess að það hefði komið til sögunnar „fyrir …

Lesa meira

Evrópuríki óttast tölvuárásir Rússa vegna kosninga

cyber-war

Öryggis- og leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa birt skýrslu um árásir rússneskra tölvuþrjóta á stjórn Demókrataflokksins og fleiri í tengslum við forsetakosningarnar í fyrra. Franski varnarmálaráðherrann, Jean-Yves Le Drian, segir við blaðið Le Journal du Dimanche: „Ekki er unnt að útiloka að að aðgerðum á borð við þær sem við höfum séð í Bandaríkjunum verði beitt til að trufla frönsku forsetakosningarnar.“ Þær …

Lesa meira

Norðmenn auka útgjöld til hermála meira en nokkru sinni fyrr

Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra .

    Í upphafi hvers árs flytur varnarmálaráðherra Noregs ræðu í Oslo Militære Samfund (OMS). Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra flutti ræðuna mánudaginn 9. janúar og lagði áherslu á að norska stórþingið hefði í nóvember 2016 samþykkt langtímaáætlun um varnir Noregs næstu 20 ár. Þar er gert ráð fyrir meiri hækkun …

Lesa meira

Rússar fjölga herflugvöllum á norðurslóðum

airfield-temp-mil-ru_

Rússar leggja nú höfuðáherslu á að nýja flugvelli á norðurslóðum, sagði Pavel Kurastjenko, næstráðandi í flugher Rússlands nýlega í viðtali við blaðamann. Til ársloka 2021 verður unnið að gerð flugvalla í Vorkuta, Tiksi, Anadyr og Alykel. Ekki verður látið þar við sitja. Að auki er unnið áfram að framkvæmdum við …

Lesa meira

Danmörk: Varnarmálaráðherrann segir Rússa ógna með eldflaugum og tölvuþrjótum

Claus Hjort Frederiksen, varnarmálaráðherra Dana.

      Claus Hjort Frederiksen (69 ára) varð varnarmálaráðherra Danmerkur fyrir um það bil sex vikum. Fyrsta blaðaviðtal við hann í þessu ráðherraembætti birtist í Berlingske Tidende föstudaginn 13. janúar. Ráðherrann hefur undanfarið fengið kynningu á stöðu mála hjá yfirstjórn danska hersins, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og sendiherrum erlendra ríkja í …

Lesa meira