Svíar og Frakkar staðfesta eiturárásina á Navalníj í Síberíu

Atkvæði greidd í héraðs- og bæjarstjórnakosningum í Rússlamdi 13.september.

Sjálfstæðar athuganir í rannsóknarstofum í Frakklandi og Svíþjóð staðfesta að rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalníj varð fyrir árás með rússneska taugaeitrinu novichok. Þessar niðurstöður falla að því sem þýskir sérfræðingar sögðu áður. Navalníj hefur verið til lækninga í Charité-sjúkrahúsinu í Berlín frá 22. ágúst. Þegar Steffen Seibert, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, ræddi …

Lesa meira

Mótmælt í Hvíta-Íslandi – kosið í Rússlandi

Lögregla tekur á mótmælendum í Minsk.

Reuters-fréttastofan segir sunnudaginn 13. september að minnst 100.000 mótmælendur hafi verið á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands þann dag. Rússneska fréttastofan Interfax vitnar í heimildarmenn í hvítrússneska innanríkisráðuneytinu sem segja að um 250 hafi verið handteknir. Til mótmælanna var stofnað þegar dregur að viðræðum milli Alexanders Lukasjenko, einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, og …

Lesa meira

Formlegar viðræður hafnar um frið í Afganistan

Sendinefnd Talibana á fundinum í Doha 12. september 2020.

Föstudaginn 11. september var þess minnst að 19 ár voru liðin frá árásinni New York og Washington. Vegna hennar hófu Bandaríkjamenn á hendur Afganistan sem talið var skjól hryðjuverkamannanna sem réðust á Bandaríkin. Frá þeim tíma hafa tugir þúsunda manna fallið í valinn. Formlegar viðræður um frið í Aganistan hófust …

Lesa meira

Sænski forsætisráðherrann staðfestir tengsl glæpa og innflytjenda

Mats Löfving, aðstoðar-ríkislögreglustjóri Svíþjóðar.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía, virðist hafa breytt um afstöðu til tengsla milli innflytjenda og afbrota. Jafnaðarmaðurinn Stefan Löfven sat miðvikudaginn 9. september fyrir svörum í Aktuellt-þættinum í sænska ríkissjónvarpinu SVT. Þar var hann spurður hvort mikill straumur innflytjenda ýtti undir fjölgun afbrota. „Sé innflytjendamálum þannig háttað að aðlögun nýbúa er …

Lesa meira

Fjögurra NATO-ríkja flotaæfingar á Barentshafi

Myndin er tekin 5. september 2020 á Noregshafi þegar bandaríski tundurspillirinn USS Ross tekur eldsneyti á hafi úti úr breska aðstoðarskipinu RFA Tidespring. Í bakgrunni er breska freigátan HMS Sutherland.

Skip úr breska herflotanum stjórna um þessar mundir fjölþjóðlegum aðgerðum fyrir norðan Noreg. Freigatan KNM Thor Heyerdahl frá Noregi, freigátan HMS Sutherland og aðstoðarskipið RFA Tidespring frá Bretlandi auk tundurspillisins USS Ross frá Bandaríkjunum taka þátt í æfingunni. Skipin hittust fyrir utan Lófóten í Noregi og héldu þaðan í áttina …

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Baráttukona hafnar brottvísun – Lukasjenko segir Rússland næst

Maria Kolesnikova, stjórnarandstæðingur í Hvíta-Rússlandi.

Maria Kolesnikova, stjórnarandstæðingur í Hvíta-Rússlandi, reif vegabréf sitt við landamæri Úkraínu til að hindra nauðungarflutning úr landi. Þetta fullyrða Anton Rodnenkov og Ivan Kravtsov sem segja hvítrússnesku öryggislögregluna hafa rekið sig úr landi. Þeir eru báðir félagar í hreyfingu stjórnarandstæðinga. Samkvæmt frásögn þeirra var Kolesnikovu þröngvað inn í aftursæti á …

Lesa meira

Navalníj-eiturárásin truflar Nord Stream 2 áformin

162076_582x327

Talsmaður Angelu Merkel Þýskaklandskanslara segir að hún telji „rangt að útiloka eitthvað“ þegar lagt er mat á neitun stjórnvalda í Moskvu að viðurkenna niðurstöður þýskra sérfræðinga um að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalníj, stjórnarandstæðingi í Rússlandi. Navalníj var 22. ágúst fluttur í sjúkraflugvél frá Omsk í Síberíu til Berlínar …

Lesa meira

Tugir þúsunda takast á við lögreglu í Minsk

Mótmæli í Minsk 6. september 2020.

Tugir þúsunda manna komu saman til mótmæla í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, sunnudaginn 6. september þrátt fyrir viðvaranir um að yfirvöld mundu beita hörku. Rúmlega hundrað mótmælendur voru handteknir og lögregla lokaði götum og beitti þungum ökutækjum til að þeir kæmust inn á Sjálfstæðistorgið. Mótmælendur báru rauð-hvítan fána Hvíta-Rússlands og hrópuðu …

Lesa meira

Rússar nota fyrirslátt til að loka á Barents Observer

Atle Staalesen (t.v,) og Thomas Nilsen á ritstjórnarskrifstofu Barents Observer í Kirkenes.

Hér á vardberg.is er oft vitnað í það sem birtist á norsku fréttasíðunni Barents Observer. Fimmtudaginn 3. september sagði Andrew Rettman, blaðamaður á vefsíðunni EUobserver í Brussel, frá baráttu útgefanda norsku síðunnar, Atle Staalsens, við rússnesk yfirvöld sem lokuðu fyrir dreifingu á Barents Observer rússnesku í Rússlandi fyrir ári. Ástæðan …

Lesa meira

NATO til varnar Navalníj – Lukasjenko til varnar Pútin

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

NATO hvetur rússnesk stjórnvöld til að skýra alþjóðlegum eftirlitsaðilum frá meðferð sinni á novichok taugaeitrinu sem notað var gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalníj. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði föstudaginn 4. september að aðildarríkin 30 stæðu einhuga að baki fordæmingu á þessu „hræðilega“ ódæði. Hann sagði fullsannað að taugaeitrinu hefði verið beitt …

Lesa meira