Tyrkir segja enga ástæðu til að biðjast afsökunar – nær væri að það kæmi hlut Rússa

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands,.

  Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakaði ráðamenn í Moskvu um dylgjur eftir að Rússar héldu því fram að Tyrkir keyptu olíu af Ríki íslams. Rússar handtóku hóp tyrkneskra kaup- og fésýslumanna fimmtudaginn 26. nóvember. Talið er að þeim verði vísað úr landi. Orðahnippingar og deilur magnast enn milli Rússa …

Lesa meira

Ólík afstaða forsætisráðherra og innanríkisráðherra til Schengen-samstarfsins

Schengen

  Munur er á afstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Ólafar Nordal innanríkisráðherra til Schengen-samstarfsins. Forsætisráðherra hefur horn í síðu samstarfsins af tilfinningaástæðum. Innanríkisráðherra vill að litið sé til staðreynda og tekið mið af þeim við ákvarðanir. Hér verður litið til Schengen og leitast við að skýra afstöðu ráðherranna. Ólöf …

Lesa meira

Reiði Rússa í garð Tyrkja leiðir ekki til átaka

Rúður voru brotnar í sendiráði Rússa í Moskvu.

Rússnesk stjórnvöld virðast ekki ætla að hefja hernað gegn Tyrkjum þótt tyrkneskar orrustuþotur hafi skotið niður rússneska herþotu við landamæri Tyrklands og Sýrlands þriðjudaginn 24. nóvember. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gaf þessa ákvörðun til kynna á blaðamannafundi í Moskvu miðvikudaginn 25. nóvember. Ráðherrann sagði að um „skipulagða ögrun“ af hálfu …

Lesa meira

Tyrkir granda rússneskri orrustuþotu – njóta stuðnings NATO

Su-24 þota á flugvelli í Sýrlandi.

Tvær tyrkneskar F-16 þotur skutu niður Su-24 orrustuþotu Rússa þriðjudaginn 24. nóvember. Tyrkir segja að rússneska vélin hafi farið inn í lofthelgi Tyrklands. Rússar segja að vélin hafi verið yfir Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar hafi fengið „stungu í bakið“.  Afleiðingarnar verði „alvarlegar“. NATO lýsir stuðningi við Tyrki. …

Lesa meira

Breski flugherinn kallar á aðstoð vegna kafbátaleitar

Breska freigátan Sutherland er nú við kafbátaleit undan strönd Skotlands.

Breski flugherinn hefur undanfarna 10 daga leitað að kafbáti sem talinn er hafa haldið sig undan strönd Skotlands. Vandi flughersins er að hann á ekki neinar viðundandi kafbátaleitarvélar eftir að Bretar lögðu Nimrod-þotum sínum árið 2010. Hafa Bretar leitað til Frakka og Kanadamanna og beðið þá um að senda vélar …

Lesa meira

Danmörk: 80% Dana telja líkur á hryðjuverkaárás á árinu 2016

Danska lögreglan í hryðjuverkaátökum.

Átta af hverjum 10 Dönum telja líklegt að á næsta ári verði gerð hryðjuverkaárás í Danmörku. Berlingske Tidende birti niðurstöðu Gallup-könnunar laugardaginn 21. nóvember sem sýnir þetta. Níu af hverjum 10 Dönum láta þetta ekki aftra sér frá að fara á kaffihús eða með lest eins og þeir hafa gert. …

Lesa meira

Öryggisráðið veitir heimild til að beita öllum nauðsynlegum úrræðum gegn RÍ

Atkvæðagreiðsla í öryggisráði SÞ.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti einum rómi að kvöldi föstudags 20. nóvember, réttri viku eftir hryðjuverkaárásina í París, tillögu Frakka um  að ríki heims hefðu heimild til að „beita öllum nauðsynlegum úrræðum“ til að vinna sigur á Ríki íslams (RÍ). Formlega veitir ályktunin (nr. 2249) ekki heimild til þess að …

Lesa meira

Schengen-reglur verða hertar – eftirlit í krafti gagnagrunna aukið

Schengen-ráðherrafundur í Brussel.

Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Schengen-ríkjanna hittust á aukafundi í Brussel föstudaginn 20. nóvember og samþykktu að herða athuganir á ytri landamærum. Þá hefur verið rætt um sameiginlega njósnamiðstöð ESB en tillögur hafa ekki enn verið lagðar fram um það efni segir í frétt þýsku fréttastofunnar DW um fundinn. Ólöf Nordal innanríkisráðherra …

Lesa meira

Iceland, the United States, and North Atlantic and European Security

Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann var settur í embætti fyrir tveimur árum 8. janúar 2015 og hættir nú.

Robert C. Barber. sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, flutti erindi á hádegisfundi Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 19. nóvember. Fundarstjóri var Björn Bjarnason, formaður Varðbergs. Hér birtist erindið í heild:     Address by U.S. Ambassador to Iceland Robert C. Barber To Varðberg November 19, 2015 Thank you, Bjorn, for your …

Lesa meira

Svíar framlengja landamæraeftirlit af ótta við hryðjuverk

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía.

  Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að haldið verði uppi landamæraeftirliti í Svíþjóð að minnsta kosti til 11. desember. Eftirlitið var tekið upp fyrir nokkru til að ná stjórn á straumi farand- og flóttafólks til landsins. Nú er það framlengt af ótta við hryðjuverkamenn, sagði Stefan Lövfen, forsætisráðherra blaðamannafundi fimmtudaginn 19. …

Lesa meira