Afmælisferð rússnesks ísbrjóts á Norðurpólinn

Ísbrjóturinn Arktika sem fór á pólinn 1977.

Þess er minnst í þessari viku að 40 ár eru liðin frá því að Jurí Kutsjev skipherra stjórnaði ferð rússneska ísbrjótsins Arktika á Norðurpólinn. Skipið var þar 17. ágúst 1977. Ferðarinnar minnast Rússar nú með því að senda ísbrjótinn 50 Let Pobedíj á pólinn. Júrí Kutsjev lagði úr höfn frá …

Lesa meira

Fjarar undan Theresu May – íhaldsráðherrar árétta samstöðu sína um ESB-úrsögn

May-hjónin á skemmtigöngu í sumarleyfi á Ítalíu.

Breska blaðið The Independent segir mánudaginn 14. ágúst að könnun sem gerð var sérstaklega fyrir það sýni að Theresa May, forsætisráðherra Breta, eigi að búa sig undir að yfirgefa embætti sitt eftir að hún snýr til baka úr sumarleyfi og tekur að berjast fyrir pólitísku lífi sínu. Í könnuninni kemur …

Lesa meira

Ítök Schröders fyrrv. kanslara aukast enn í rússnesku viðskiptalífi

Valdimír Pútin og Gerhard Schröder.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hóf formlega baráttu fyrir sambandsþingkosningarnar eftir sex vikur í Dortmund laugardaginn 12. ágúst. Merkel hefur setið í kanslaraembættinu síðan 2005 þegar hún sigraði Gerhard Schröder, kanslara jafnaðarmanna (SPD). Síðan hefur Schröder starfað fyrir Rússa og Vladimír Pútin Rússlandsforseta og varð nýlega stjórnarmaður í rússneska risaorkufyrirtækinu Rosneft. …

Lesa meira

Forseti Kína vill minni spennu – Japanir setja upp eldflaugavarnarflaugar

Patriot eldflaugavarnarflaugar settar upp í Japan.

Xi Jinping, forseti Kína, sagði í símtali við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, laugardaginn 12. ágúst að Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn ættu að minnka spennuna vegna ágreinings um kjarnorkuáætlun N-Kóreumanna. „Viðkomandi aðilar verða að halda aftur af sér og forðast orð og gerðir sem kunna að kynda undir spennu á Kóreuskaga,“ var …

Lesa meira

Trump segir N-Kóreumönnum að byssurnar séu hlaðnar

Eldflaug skotið á loft í Norður-Kóreu.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði Norður-Kóreumönnum enn á ný föstudaginn 11. ágúst þegar hann sagði hernaðarlegar lausnir gagnvart þeim „læstar og hlaðnar“. Ráðamenn í Pjongjang, höfuðborg N-Kóreu, saka forsetann um að ýta Kóreuskaga á barm kjarnorkuátaka. Leiðtogar annarra landa lýsa áhyggjum vegna ástandsins. Í frétt Reuters-fréttastofunnar föstudaginn 11. ágúst segir …

Lesa meira

Rússneski Norðurflotinn hefur æfingar

Hluti rússneska Norðurflotans í heimahöfn á Kóla-skaga.

Innan rússneska Norðurflotans, öflugasta af fimm herflotum Rússa, búa menn sig nú undir sérstakar æfingar sem ná til helstu þátta hans. Yfirmaður rússneska flotans, Vladimir Koroljev, stjórnar æfingunum sem munu standa í „nokkra daga“. Frá þessu er skýrt er Barents Observer miðvikudaginn 9. ágúst þar sem vitnað er í samtal …

Lesa meira

Tillerson segir Bandaríkjamönnum að sofa rólegum þrátt fyrir hótanir N-Kóreumanna

Flotastöð Bandaríkjamanna á Guam.

Bandaríkjamenn ættu að „sofa rólegir“ og ekki hafa áhyggjur af hótunum Norður-Kóreumanna um árás á Guam segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Skömmu eftir að hann lét þessi orð falla fór Donald Trump Bandaríkjaforseti lofsamlegum orðum um kjarnorkumátt Bandaríkjanna á Twitter. Flugvél Tillersons hafði hefðbundna viðkomu á bandarísku Kyrrahafseyjunni Guam miðvikudaginn …

Lesa meira

Norskar geislavarnir dreifa joð-töflum af ótta við kjarnorkuslys

Myndina tók. .... þegar rússneski risakafbáturinn fór undir dönsku Stórabeltisbrúna.

Um þessar mundir er stærsti kjarnorkukafbátur heims, rússneski kafbáturinn Dmitri Donskoj, á siglingu norður með strönd Noregs eftir að hafa tekið þátt í flotasýningu í St. Pétursborg. Kafbáturinn er 172 metra langur og getur borið allt að 200 kjarnaodda. Hann er knúinn af tveimur gömlum kjarnakljúfum og siglir ofansjávar. Í …

Lesa meira

Grænlensk stjórnarskrárnefnd hittir forseta Íslands

Forseti Íslands með grænlensku stjórnarskrárnefndinni á Bessastöðum fimmtudaginn 3. ágúst 2017.

  Stjórnarskrárnefnd Grænlendinga er um þessar mundir í heimsókn á Íslandi segir í frétt grænlenska útvarpsins, KNR, mánudaginn 7. ágúst. Tilgangurinn er að fræðast um vinnu við stjórnarskrármál hér á landi. Frá Íslandi heldur nefndin miðvikudaginn 9. ágúst. Grænlenska stjórnarskrárnefndin var skipuð í apríl 2017. Í henni sitja sjö nefndarmenn …

Lesa meira

Lavrov segir Tillerson áfram fúsan til að ræða við sig

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, og Rex Tillerson, utanríkisráherra Bandaríkjanna.

  Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði sunnudaginn 6. ágúst að hann teldi Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fúsan til að ræða áfram við Rússa um flókin málefni þrátt fyrir spennu í tvíhliða samskiptum ríkjanna og þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði nýlega samþykkt hertar refsiaðgerðir gegn Rússneskum stjórnvöldum. „Við urðum þess varir …

Lesa meira