Hreinsanir í Kreml: Pútín raðar hlýðnum þjónum í kringum sig

Sergei B. Ivanov (t.v) Vladimir Pútín og Anton E. Vaino,

Valdimir Pútín Rússlandsforseti rak óvænt vin sinn til langs tíma úr starfi stjórnanda forsetaskrifstofunnar föstudaginn 12. ágúst. Brottreksturinn er sagður liður í breytingum á æðstu stjórn Rússlands innan Kremlar. Pútín hefur losað sig við gamalreynda samstarfsmenn sína og ráðið yngri menn í stað þeirra, menn sem fara möglunarlaust að fyrirmælum …

Lesa meira

Aukin harka í samskiptum Úkraínumanna og Rússa við Krímskaga – rússneski flotinn á æfingu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyllir rússneska flotann í St. Pétursborg.

Meiri harka færist stig af stigi í orðaskipti ráðamanna í Moskvu og Kænugarði vegna deilna um Krím. Her Úkraínu hefur verið skipað að búa sig undir átök. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kallaði þjóðaröryggisráð sitt saman til fundar fimmtudaginn 11. ágúst. Rússar hafa boðað flotaæfingar á Svartahafi en bækistöð hans er á Krím-skaga. Miðvikudaginn 10. ágúst sakaði Pútín Úkraínustjórn um …

Lesa meira

Þýskaland: Hertar aðgerðir boðaðar gegn útlendingum – ekki bann við búrkum

Kona í búrku,

  Miklar umræður hafa verið í Þýskalandi um hertar aðgerðir yfirvalda gegn múslímum eftir að sagt var frá því í blaðinu Tagesspiegel miðvikudaginn 10. ágúst innanríkisráðherrar í sambandslöndum undir stjórn kristilegra stjórnmálamanna hefðu rætt tillögur sem fela meðal annars í sér að konum verði bannað að klæðast búrkum, það er hylja sig frá toppi …

Lesa meira

Erdogan og Pútín ætla að styrkja vináttu- og viðskiptabönd – greinir á um Sýrland

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti í St. Pétursborg 9. ágúst 2016.

Forsetar Rússlands og Tyrklands hafa lýst vilja til að hefja náið samstarf á nýjum grunni eftir næstum sjö mánaða kulda í samskiptum sínum eftir að Tyrkir skutu niður rússneska orrustuþotu í nóvember 2015. Forsetarnir hittust í St. Pétursborg þriðjudaginn 9. ágúst. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta að Tyrkir væru að hefja „allt annars konar tímabil“ í samskiptunum …

Lesa meira

Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar úr hópi repúblíkana segja Donald Trump óhæfan til að verða forseti

Donald Trump

  Fimmtíu úr hópi helstu sérfræðinga repúblíkana um þjóðaröryggismál, þar af margir sem voru meðal aðalráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa skrifað undir bréf þar sem segir að Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblíkana, „skorti skapgerð, gildismat og reynslu“ til að verða forseti og hann „mundi kalla hættu yfir öryggi þjóðar okkar og velferð“. Þeir telja jafnframt að Trump yrði „ófyrirleitnasti forsetinn …

Lesa meira

Spenna á landamærum Ítalíu og Frakklands – No Borders-menn hvetja til ofbeldis

Ólöglegir aðkomumenn í fjörunni við Menton í Frakklandi.

Spenna ríkir í franska Miðjarðarhafsbænum Menton við landamæri Ítalíu vegna þess að föstudaginn 5. ágúst tókst um 200 farandmönnum að brjóta sér ólöglega leið þangað frá Ítalíu með aðstoð félaga í No Border-samtökunum. Ráðamenn í bænum krefjast þess að landamæravarsla verði stóraukin til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Af þeim 200 …

Lesa meira

Líkja valdaránstilrauninni í Tyrklandi við þinghúsbrunann í Berlín árið 1933

Heinz-Christian Strache

  Heinz-Christian Strache, formaður Freiheitlichen Partei Österreichs (FPÖ), hefur líkt valdaránstilrauninni í Tyrklandi við þinghúsbrunann, Reichstag-brunann, í Berlín á tímum nazista. Árið 1933 notuðu Hitler brunann til að réttlæta aðför sína að borgaralegum réttindum. Erdogan Tyrklandsforseti hefur hafnað nokkurri aðild að valdaránstilrauninni. Strache sagði í viðtali sem birtist laugardaginn 6. ágúst í Die Presse: „Maður fékk næstum á tilfinninguna að um fjarstýrt valdarán væri að …

Lesa meira

Fyrrverandi yfirmaður CIA varar við kjöri á Trump – hann sé „grandalaus útsendari“ Pútíns

Michael J. Morrel

  Fyrrverandi settur forstjóri CIA segir að Donald Trump sé „grandalaus útsendari“ Rússa. Michael Morell sem var settur forstjóri og varaforstjóri CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, 2010 til 2013 segir að Vladimir Pútín hafi „nýtt sér“ Trump. Morell segir í grein í The New York Times föstudaginn 5. ágúst að Pútín búi að kunnáttu sinni sem þjálfaður foringi í sovésku leyniþjónustunni KGB og spili með forsetaframbjóðanda repúblíkana úr fjarlægð og fái hann þannig til að flytja …

Lesa meira

Þýskaland: Vinsældir Merkel minnka en Seehofers aukast

Angela Merkel og Horst Seehofer

  Stuðningur við Angelu Merkel Þýskalandskanslara hefur minnkað um 12 stig eftir röð ódæðisverka sem hafa skekið Þýskaland. Þetta sýnir ný könnun DeutschlandTrend. Stuðningur við Merkel er nú 47% en var 59% í byrjun júlí. Frá niðurstöðum könnunarinnar er sagt á vefsíðu dw.de föstudaginn 5. ágúst. Merkel hefur ekki hvikað …

Lesa meira

CSIS-skýrslan: Reglulegt kafbátaleitarflug ekki ný herstöð í Keflavík

Poseidon 8 kafbátaleitarvél

  Hér var mánudaginn 1. ágúst sagt frá skýrslu sem Center for Strategic & International Studies (CSIS), rannsóknarstofnun og hugveita í Washington, sendi frá sér undir lok júlí 2016 og ber heitið: Undersea Warfare in Northern Europe. Fréttin hér á síðunni hefur vakið athygli og umræður í öðrum fjölmiðlum og hefur hún af sumum verið túlkuð á þann veg að í henni sé …

Lesa meira