Skipaumferð um Norðurleiðina eykst vegna Jamal-gassins – Snjódrekinn í nágrenni Íslands

Þetta kort er úr grein eftir Malte Humpert. Annars vegar sést leið gasflutningaskips frá Noregi til S-Kóreu (blá leið) og hins vegar rauð leið kínverska ísbrjótsins Snjódrekans.

Siglt er um Norðurleiðina, það er leiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs fyrir norðan Rússland, frá síðari hluta júní fram í nóvember ár hvert. Blaðamaðurinn Malte Humpert hjá High North News segir miðvikudaginn 23. ágúst á vefsíðunni Arctic Now að í ár hafi rúmlega 550 skip fengið heimild frá rússneskum yfirvöldum …

Lesa meira

Heræfingar Rússa eru margfalt fleiri NATO-ríkjanna

Rússneski herinn á æfingu.

  Athugun á vegum FAZ.NET eða netútgáfu þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung leiðir í ljós að frá árinu 2015 hafa Rússar efnt til mun fleiri heræfinga en NATO og aðildarríki þess í Evrópu. Sérfræðingar blaðsins segja þetta áhyggjuefni fyrir Vesturlönd. Í úttektinni kemur fram að Rússar æfi sig greinilega oftar. …

Lesa meira

Minningardagur fórnarlamba pólitískra ofsókna – 23. ágúst

unnamed

Fyrir stuttu spratt upp mikil umræða um öfgastefnur í stjórnmálum í kjölfar þess að fylgismenn „alt-right“ stóðu fyrir fundi í Charlottesville í Bandaríkjunum.  Hann var haldinn til að mótmæla því að taka átti niður styttu af  Robert E. Lee hershöfðingja sem barðist fyrir Suðurríkin í borgarastríðinu þar í landi (1861-1865) …

Lesa meira

Trump fjölgar hermönnum í Afganistan

Donald Trump boðar framhald hernaðar í Afganistan.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi til þjóðarinnar mánudaginn 21. ágúst að Bandaríkjamenn væru orðnir þreyttir á að ekki hefði unnist sigur í lengsta stríði sem her þeirra hefur háð (16 ár) en boðaði þó framhald hernaðar í Afganistan og kynnti áform stjórnar sinnar í Suður-Asíu. Trump sagði að Bandaríkjamenn …

Lesa meira

Gerhard Schröder, gamall, vestrænn stjórnarleiðtogi í rússnesku feni

Valdimír Pútin og Gerhard Schröder.

Á vefsíðu danska blaðsins Jyllands-Posten birtist sunnudaginn 20. ágúst harðorður leiðari um Gerhard Schröder, fyrrv. Þýskalandskanslara. Þar sem segir að tvær ástæður séu fyrir því að hann valdi hneyksli með setu í rússneskum fyrirtækjastjórnum. Hér birtist leiðarinn í lauslegri þýðingu: Gerhard Schröder var kanslari Þýskalands um aldamótin. Hans er ekki …

Lesa meira

Grunur um að fyrsta hryðjuverk í sögu Finnlands hafi verið framið

Paula Riskko innanríkisráðherra og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands á blaðamannafundi.

Ráðist var á átta konur og tvo karlmenn á markaðstorgi í finnsku borginni Turku föstudaginn 18. ágúst. Árásarmaðurinn var vopnaður hnífi og virtist hending ráða vali hans á fórnarlömbum. Tvær konur týndu lífi vegna árásarinnar. Sár nokkurra voru alvarleg. Sunnudaginn 20. ágúst voru fjórir enn á háskólasjúkrahúsinu í Turku, þrír …

Lesa meira

Norska strandgæslan tók skip og áhöfn Greenpeace við mótmæli gegn Statoil í Barentshafi

Arctic Sunrise - skip Greenpeace.

Norska strandgæslan tók skipi Greenpeace og 35 manna áhöfn þess í Barentshafi fimmtudaginn 17. ágúst eftir að stofnað hafði verið til mótmælaaðgerða innan öryggissvæðis umhverfis Statoil-borpall. Borpallurinn er á svonefndu Korpfjell-svæði sem er nyrsta svæðið í Barents-hafi þar sem leit að olíu og gasi hefur hafist. Pallurinn er á 74° …

Lesa meira

Heimkomnir vígamenn vinna hryðjuverk í borgum Evrópu

Vígamenn Daesh sjást hér á æfingu á þessari áróðursmynd samtakanna.

  Hryðjuverkið í Barcelóna fimmtudaginn 17. ágúst hefur enn orðið til þess að beina athygli manna að ógninni sem steðjar af Daesh (Ríki íslams) sem nú er í dauðateygjunum í Írak og Sýrlandi. Liðsmenn þess hafa hótað að leita hefnda í Evrópu og taka nú á sig ábyrgð á blóðbaðinu …

Lesa meira

Mikil aukafjárveiting til sænska hersins vegna framgöngu Rússa á Eystrasalti

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, um borð í skriðdreka.

Sænski herinn fær aukafjárveitingu fram til ársins 2020 sem nemur 8,1 milljarði sænskra króna (um 110 milljörðum ISK). Með þriggja ára fjárveitingunni er ætlunin að styrkja herinn vegna aukinnar spennu í samskiptum við Rússa á Eystrasalti. Minnihlutastjórn mið-vinstrimanna kynnti þessa ákvörðun miðvikudaginn 16. ágúst. Samkomulag náðist um aukafjárveitinguna milli stjórnarflokkanna, …

Lesa meira

Kanadíski flugherinn með öflugustu eftirlitsvélarnar í GIUK-hliðinu

Kanadísk eftirlitsvél af CP-140 Aurora-gerð.

  Sydney J. Freedberg jr., blaðamaður við vefsíðuna Breaking Defense, birti þriðjudaginn 15. ágúst viðtal við Michael Hood hershöfðingja, yfirmann kanadíska flughersins. Samtal þeirra snerist um hlut Kanadamanna við varnir hafsvæðanna fyrir norðaustan Norður-Ameríku, það er svæðið í átt að Grænlandi og Íslandi, einkum með vísan til kafbátaleitar og varna …

Lesa meira