Lögreglumaður skotinn í París – forsetaframbjóðendur vilja taka harðar á öfgamönnum íslamista

Lögregla lokaði Champs Elysees næturlangt.

Franska lögreglan rannsakar morð á lögreglumanni að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl á breiðgötunni Champs-Elysees í hjarta Parísar sem hryðjuverk. Þrír særðust í árásinni, tveir lögreglumenn og þýsk ferðakona áður en ódæðismaðurinn var felldur. Forsætisráðherra Frakklands hryðjuverkinu sem árás á Evrópu. Öll umferð var stöðvuð um Champs-Elysees þar til snemma morguns …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn greiðir úr fréttaflækju vegna flugmóðurskips

Flugmóðurskipið Carl Wilson við Indónesíu.

Stjórnvöld í Washington höfnuðu því miðvikudaginn 19. apríl að þau hefðu gefið villandi upplýsingar um ferðir bandarískrar flotadeildar undir forystu flugmóðurskips á leið að Kóreuskaga. Þau sögðust aldrei hafa nefnt neina dagsetningu vegna komu skipanna að skaganum, þau væru nú á leiðinni þangað. Snemma í fyrri viku lét Donald Trump …

Lesa meira

Rússar ögra Bandaríkjamönnum með sprengjuvélum við Alaska

Rússnesk sprengjuvél sem kölluð er Björninn á Vesturlöndum.

Tvær bandarískar orrustuþotur flugu mánudaginn 17. apríl í veg fyrir tvær rússneskar sprengjuvélar af gerðinni TU-95 úti fyrir strönd Alaska. Á Vesturlöndum kallast rússnesku vélarnar Birnir. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest þetta við CNN-sjónvarpsstöðina. Bandarísku þoturnar fylgdu rússnesku vélunum í 12 mínútur áður en þær breyttu um stefnu og héldu til …

Lesa meira

Frakkland: Hert öryggisgæsla um François Fillon á lokadögum baráttunnar

François Fillon umkringdur öryggisvörðum.

Nú eru aðeins þrír dagar þar til Frakkar ganga að kjörborðinu í fyrri umferð forsetakosninganna. Með vísan til þess sem gerðist í Madrid 11. mars 2011, rétt fyrir þingkosningar þar, þegar efnt var til hryðjuverks sem leiddi til þess að 191 féll við nokkrar sprengingar í járnbrautarlestum, hefur franska lögreglan …

Lesa meira

Engir bandarískir sendiherrar í 57 löndum

Kortið sýnir, lituðu löndin, þar sem ekki er sendiherra frá Bandaríkjunum.

Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rak alla sendiherra sem Barack Obama hafði skipað á flokkspólitískum forsendum hefur öldungadeild Bandaríkjaþings aðeins staðfest skipun hans á tveimur sendiherrum: Nikki Haley hjá Sameinuðu þjóðunum og David Friedman í Ísrael. Nú er málum þannig háttað að enginn bandarískur sendiherra er í 57 löndum …

Lesa meira

Rússnesk herstöð opnuð á 80° norður

Nagurskoje-herstöðin, nyrsta hernaðarmannvirki Rússa, stolt Pútins.

    Fjórtán þúsund fermetra Nagurskoje-herstöð Rússa á Aleksandra-eyju við Franz Josef Land er fullsmíðuð og tilbúin til notkunar. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndir af herstöðinni en mannvirkin þar eru sögð þau stærstu sem reist hafa verið svo norðarlega á hnettinum og er þá litið allt í kringum pólinn. Stöðin …

Lesa meira

Vopnaðir rússneskir landamæraverðir á Norðurpólnum

Rússneskir landamæraverðir á Norðurpólnum.

Rússneskir landamæraverðir af Kóla-skaganum fyrir austan Noreg lögðu nýlega land undir fót og fóru alvopnaðir alla leið á Norðurpólinn til að sýna mátt og megin Rússlands. Venjulega láta þeir sér nægja að sinna vörslu á landamærum Rússlands gagnvart Noregi og Finnlandi. Frá þessu var sagt á vefsíðunni Barents Observer fimmtudaginn …

Lesa meira

Erdogan vængstýfður þrátt fyrir sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu

Erdogan í kjörklefanum.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti yfir sigri stefnu sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 16. apríl. Stjórnarskrá Tyrklands verður breytt með því að stórauka vald forsetans. Mjótt var á munum í atkvæðagreiðslunni og krefjast andstæðingar Erdogans endurtalningar. Kjörstjórn lýsti yfir sigri já-manna síðla kvölds sunnudaginn 16. apríl. Ríkisfréttastofan Anadolu sagði að …

Lesa meira

Misheppnað eldflaugaskot kemur sé illa fyrir Kim Jong-un

Langdræg eldflaug N-Kóreumanna.

Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug á loft að morgni sunnudags 16. apríl af palli nálægt kafbátalægi sínu við Sinpo á austurströnd lands síns. Eldflaugarskotið misheppnaðist eins og oft hefur gerst áður að sögn bandarískra herforingja í Suður-Kóreu. Að skotið misheppnaðist var verulegt áfalla fyrir Kim Jong-un, alræðisherra Norður-Kóreu. Álykta má að …

Lesa meira

Svíþjóð: Rætt um ökklabönd á brottvísaða

Fáni í hálfa stöng á sænska forsætisráðuneytinu.

Hryðjuverkið með flutningabílnum í helstu göngugötu Stokkhólms á dögunum hefur leitt til mikilla umræðna á sænskum stjórnmálavettvangi. Innan Miljöpartiets, Umhverfisflokksins, smáflokks í sænsku ríkisstjórninni með jafnaðarmönnum, hefur vaknað tillaga um að hælisleitendur sem bíða eftir brottvísun beri ökklabönd. Ekki eru allir á einu máli um þetta. Gustav Fridolin, annar tveggja …

Lesa meira