fbpx

Taugaeitri beitt gegn rússnesku Skripal-feðginunum

  Taugaeitur er talið hafa verið notað gegn Sergei Skripal, fyrrv. rússneskum njósnara, og Juliu, dóttur hans, að mati bresku lögreglunnar. Þau fundust á bekk í almenningsgarði í Salisbury í Suður-Englandi og liggja nú  milli heims og helju í sjúkrahúsi. Eitrið er mjög sjaldgæft og ýtir það undir grunsemdir um …

Lesa meira

England: Grunur um hefndarárás rússneskra stjórnvalda í Salisbury

Sunnudaginn 4. mars fundust karl og kona meðvitundarlaus á bekk skammt frá verslunarmiðstöð í borginni Salisbury á Suður-Englandi. Nú hefur breska lögreglan skýrt frá því að um sé að ræða feðgin, Sergei Skripal (66 ára) og Juliu (33 ára) dóttur hans. Þau eru rússnesk og á sínum tíma njósnaði hann …

Lesa meira

Ítalía: Flokkar „gegn kerfinu“ sigra í kosningunum

  Leiðtogar tveggja flokka á Ítalíu sem börðust gegn ráðandi öflum fyrir kosningarnar sunnudaginn 4. mars gera hvor um sig kröfu til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Enginn einn flokkur hefur ótvíræðan stuðning til að mynda ríkisstjórn. Flokksleiðtogarnir eru annars vegar Luigi Di Maio (31 árs) frá Fimm-stjörnu-hreyfingunni og hins …

Lesa meira

Snúist gegn víðtækri tölvuárás á þýsk ráðuneyti

  Í eitt ár hafa ýmsar helstu stjórnarstofnanir Þýskaland orðið fyrir alvarlegum tölvuárásum, þar á meðal kanslaraskrifstofan og utanríkisráðuneytið. Talið er að nú hafi tekist að tryggja nægar varnir gegn árásunum. Háð er stríð í netheimum sem lítið er sagt frá opinberlega. Margt bendir til þess að sambærilegar árásir hafi …

Lesa meira

Þýskaland: Jafnaðarmenn samþykkja aðild að stjórn með Merkel

Félagar í þýska Jafnaðarmannaflokknum (SPD) samþykktu með 66% atkvæða gegn 34% að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu við kristilegu flokkana CDU og CSU. Angela Merkel Þýskalandskanslari (CDU) myndar því fjórða ráðuneyti sitt síðan 2005 innan tveggja vikna. Stjórnarkreppa hefur verið í rúma fimm mánuði í Þýskalandi eða síðan kosið var til …

Lesa meira

Fylgdarstúlka rússneskra auðmanna segist vita allt um Rússatengsl Trumps

Fylgdarstúlka, fyrrverandi ástkona auðmanns í Rússlandi, hefur boðist til að leggja fram upplýsingar um tengsl Donalds Trumps við Rússa gegn því að fá hæli sem flóttamaður í Bandaríkjunum. Frá þessu segir í Jyllands-Posten laugardaginn 3. mars. Í frásögninni segir að Anastasia Vashukevitj hafi snúið sér til bandaríska sendiráðsins í Bangkok, …

Lesa meira

Sérfræðingar segja hugsanlegt að Pútin beiti svikabrögðum

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafði í hótunum við Vesturlönd í stefnuræðu sinni fimmtudaginn 28. febrúar. Hann lýsti þar nýjum rússneskum vopnum, þar á meðal „ósigrandi“ langdrægri, kjarnorkuknúinni stýriflaug og kjarnorku-tundurskeyti sem gætu brotist í gegnum öll varnarkerfi Bandaríkjanna. Pútín sýndi meðal annars myndskeið til að lýsa hvernig eldflaug búin mörgum kjarnaoddum …

Lesa meira

Pútín boðar breytingar sem kalla á vígbúnaðarkapphlaup

  Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar hafi þróað og gert tilraunir með nýja tegund af langdrægum eldflaugum, neðansjávar dróna og önnur vopnakerfi sem geta flutt kjarnorkuvopn. Með þessari nýju gerð vopna geti þeir brotist í gegnum varnir Bandaríkjanna. Sérfræðingar segja að þetta bendi til að nýtt vígbúnaðarkapphlaup hefjist. Forsetinn …

Lesa meira

Kushner, tengdasonur Trumps, sviptur öryggisvottun

Jared Kushner, tengdasyni og aðalráðgjafa Donalds Trumps Bandsríkjaforseta, er bannaður aðgangur að algjörum trúnaðarskjölum innan forsetaembættisins. Þriðjudaginn 27. febrúar bárust fréttir um að öryggisvottun hans hefði verið lækkuð frá aðgangi að algjöru trúnaðarstigi í almennt trúnaðarstig. Ákvörðunini leiðir til þess að Kushner (37 ára) hefur ekki lengur aðgang (Top Secret/SCI-stig) …

Lesa meira

Mikillar endurýjunar þörf í þýska hernum

  Birt hefur verið efni úr skýrslu um þýska herinn, Bundeswehr, sem lögð verður fyrir þýska þingið miðvikudaginn 28. febrúar. Skýrslan sýnir að innan við 50% af mörgum helstu hergögnum í Þýskalandi eru nothæf, þau eru hvorki til reiðu við æfingar né í þágu herafla sem er sendur á vettvang. …

Lesa meira