Stoltenberg segir samskipti NATO við Rússa verri en nokkru sinni síðan í kalda stríðinu

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að samskipti NATO og Rússa séu erfiðari núna en nokkru sinni frá því að kalda stríðinu lauk. „Segja má réttilega að samskipti NATO við Rússa séu erfiðari núna en þau hafa nokkru sinni verið síðan í lok kalda stríðsins,“ sagði Stoltenberg við CNN-sjónvarpsstöðina fimmtudaginn 3. …

Lesa meira

Óvinsældir Macrons Frakklandsforseta aukast áfram

Hér ganga þeir saman fyrir miðju Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Edouard Philippe forsætisráðherra.

Rúmum tveimur mánuðum eftir að hafa verið kjörinn forseti Frakklands hafa vinsældir Emmanuels Macrons minnkað á við það sem verst hefur orðið áður í V. lýðveldinu sem kom til sögunnar 1958. Árið 1995 mældust vinsældir Jacques Chiracs aðeins 39% í júlí, Macron mælist nú með 36%, François Hollande mældist með …

Lesa meira

Rússar slá ekkert af í flotamálum á norðurslóðum

admiralkuznetsov-kolabay-gov-murman

Vladimir Pútin Rússlandsforseti ritaði fimmtudaginn 20. júlí undir stefnuskjal þar sem finna má háleit markmið fyrir rússneska herflotann. „Rússland mun ekki líða neinu öðru ríki að standa sér umtalsvert framar varðandi herflota og lögð verður áhersla á að styrkja stöðu landsins sem annars mesta flotaveldis heims,“ segir í stefnunni. Atle …

Lesa meira

Kínverjar opna fyrstu herflotastöðina fjarri heimalandinu

Kínverkst herskip leggst að bryggju í Djibouti.

Kínverjar opnuðu fyrstu herstöð sína erlendis þriðjudaginn 1. ágúst við hátíðlega athöfn í Djibouti, landi á austurströnd Afríku á skaga sem teygir sig út á milli Rauðahafs og Adenflóa. Fögnuðu kínversk stjórnvöld 90 ára afmæli alþýðuhers Kína á þennan hátt. Lega Djibouti við norðvestur enda Indlandshafs og herstöð þar vekur …

Lesa meira

Varaforseti Bandaríkjanna heitir stuðningi við NATO-aðild Georgíu

Giorgi Kvirikashvili, forsætisráðherra Georgíu, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, lyfta glasi í Tbilisi.

  Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, áréttaði þriðjudaginn 1. ágúst stuðning Bandaríkjastjórnar við fullveldi Georgíu og landsyfirráðarétt. Varaforsetinn var í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, og fordæmdi „árás“ Rússa og „hernám“ þeirra á landi Georgíu. „Bandaríkin standa með Georgíu,“ sagði Pence á sameiginlegum blaðamannafundi með Giorgi Kvirikashvili, forsætisráðherra Georgíu. Varaforsetinn sagði við fjölmiðlamennina: „Nú …

Lesa meira