Pútin ræðst gegn internetinu

39903641_401

Umdeild ný lög sem tóku gildi föstudaginn 1. nóvember í Rússlandi heimila yfirvöldum þar að rjúfa samband netnotenda við alþjóðlega internetið. Samtökin Fréttamenn án landamæra segja þetta „hættulegt skref“ að sögn þýsku fréttastofunnar Deutsche Welle. Með þessu fari „netritskoðun á nýtt stig“ í Rússlandi. Fræðilega heimila nýju lögin rússneskum yfirvöldum …

Lesa meira

ESB veldur uppnámi á Balkanskaga – Rússar nýta sér það

Frá Skopje í Norður-Makedóní

  Nú í vikunni lauk sameiginlegri heræfingu NATO-samstarfsríkisins Serbíu og Rússlands. Hæst bar æfingin á svæðinu Pasuljanske-Levade nokkur hundruð kílómetra fyrir suðaustan Belgrad. „Við skotæfingar eyðilögðu þeir sem stjórnuðu loftvarnaflaugum og vopnakerfinu Patnsir tvö skotmörk á jörðu og tvö á flugi sem áttu að vera fjandsamleg,“ segir í tilkynningu rússneska …

Lesa meira

Rússneskir kafbátar í GIUK-hliðið – Bretar fá P-8A kafbátaleitarvél

Kafbátur af Borei-gerð

Mesta kafbátaæfing Rússa á Norður-Atlantshafi í rúm 30 ár fer nú fram og teygir sig suður um GIUK-hliðið, það er hafsvæðið frá Grænlandi um Íslands til Skotlands. Norska ríkisútvarpið, NRK, flutti fyrstu fréttir um æfinguna þriðjudaginn 29. október og sagði að ætlun Rússa væri að komast óséðir eins langt í …

Lesa meira

Rússar hefja kafbátaæfingu sem teygir sig í GIUK-hliðið

Kjarnorkukafbáturinn Severodvinsk af Jasen-gerð. Nýjasti og fullkomnasti kafbátur rússneska Norðurflotans. Kafbáturinn er nú við æfingar í nágrenni Íslands. Hann var tekinn í notkun árið 2013.

  Í fyrri viku létu að minnsta kosti átta kjarnorkuknúnir rússneskir kafbátar úr heimahöfnum sínum á Kóla-skaga við austurlandamæri Noregs. Þetta kemur fram í frásögn leyniþjónustu norska hersins sem birtist í NRK, norska ríkisútvarpinu. Norska leyniþjónustan segir við NRK að með þessari aðgerð vilji Rússar sýna Bandaríkjamönnum að þeir geti …

Lesa meira

Rúmeni nýr aðstoðarframkvæmndastjóri NATO

Mircea Geoana

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Innan NATO er  lykilembættum úthlutað til margra ríkja til að styrkja samstöðu innan bandalagsins..  Þar má nefna embætti yfirmanns herafla bandalagsins í Evrópu (e. Supreme Allied Commander Europe) og framkvæmdastjóra NATO. Fyrra embættið fellur ávallt í skaut Bandaríkjamanns enda er bandaríski herinn langöflugasti heraflinn í NATO. …

Lesa meira

AfD vinnur stórsigur í Thüringen – stórtap CDU

Björn Höcke, leiðogi AfD í Thüringen, fagnar kosningasigrninum. Til vinstri er Alexander Gauland, leiðtogi AfD í Berlín.

AfD-flokkurinn (Alternative für Deutschland) sem skipar sér lengst til hægri í Þýskalandi vann góðan sigur í Thüringen í austurhluta Þýskalands í kosningum til sambandslandsþingsins þar sunnudaginn 27. október. Sigurvegari var Die Linke, flokkurinn lengst til vinstri, arftaki kommúnistaflokksins sem réð lögum og lofum í Thüringen og annars staðar í Austur-Þýskalandi …

Lesa meira

Bandaríkjamenn fella foringa Ríkis íslams sem „vælandi hugleysingja“ að sögn Trumps

Eina skiptið sem Baghdadi kom fram opinberlega og náðist af honum mynd var í Mósul árið 2014 þegar hann stofnaði „kalífatið“.

Bandaríkjaher braust inn í búðir leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams (IS) í norðvestur hluta Sýrlands að kvöldi laugardags 26. október og felldi hann. Donald Trump Bandaríkjaforseti skýrði frá þessu á blaðamannafundi klukkan rúmlega 13.00 (09.00 í Washington) sunnudaginn 27. október. Trump sagði að hryðjuverkaforinginn, Abu Bakr al-Baghdadi, hefði fallið sem „vælandi …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn vill ganga í augun á Grænlendingum

Flugvöllurinn í Kangerlussuaq (Syðri Straumfyrði).

Í þessari viku var fjölmenn bandarísk sendinefnd í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Meðal nefndarmanna var háttsettur embættismaður sem fylgir eftir stefnumörkun Bandaríkjastjórnar. Þá voru starfsmenn þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna einnig í sendinefndinni. Bandaríkjamennirnir voru í grænlensku höfuðborginni nákvæmlega á sama tíma og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, var þar til að ræða við Ane …

Lesa meira

ESB-þingið heiðrar málsvara Uighura í Kína

Ilham Tohti

  ESB-þingið veitti fimmtudaginn 24. október Sakharov-verðlaunin til Ilhams Tohtis. Hann situr í fangelsi í Kína fyrir baráttu í þágu Uighur-minnihlutans. Þegar David Sassoli þingforseti tilkynnti verðlaunaveitinguna hvatti hann kínversk yfirvöld til að láta Tohti „tafarlaust“ lausan. Tohti afplánar nú lífstíðardóm fyrir að stuðla að sundrung innan Kína. Líklegt er …

Lesa meira

Franco fluttur í nýja gröf

Dalur hinna föllnu er hvílustaður tug þúsunda fallinna hermanna. Sósíalistum þótti ekki við hæfi að gröf Francos væri þar.

Líkamsleifar Franciscos Francos, fyrrv. einræðisherra á Spáni, voru fimmtudaginn 24. október fluttar úr grafhýsi sem hann lét reisa í Dal hinna föllnu fyrir utan Madrid í kirkjugarð nær borginni þar sem hann hvílir við hlið konu sinnar. Það var kosningaloforð ríkisstjórnar sósíalista að flytja kistu Francos á brott úr Dal …

Lesa meira