Misheppnað eldflaugaskot kemur sé illa fyrir Kim Jong-un

Langdræg eldflaug N-Kóreumanna.

Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug á loft að morgni sunnudags 16. apríl af palli nálægt kafbátalægi sínu við Sinpo á austurströnd lands síns. Eldflaugarskotið misheppnaðist eins og oft hefur gerst áður að sögn bandarískra herforingja í Suður-Kóreu. Að skotið misheppnaðist var verulegt áfalla fyrir Kim Jong-un, alræðisherra Norður-Kóreu. Álykta má að …

Lesa meira

Svíþjóð: Rætt um ökklabönd á brottvísaða

Fáni í hálfa stöng á sænska forsætisráðuneytinu.

Hryðjuverkið með flutningabílnum í helstu göngugötu Stokkhólms á dögunum hefur leitt til mikilla umræðna á sænskum stjórnmálavettvangi. Innan Miljöpartiets, Umhverfisflokksins, smáflokks í sænsku ríkisstjórninni með jafnaðarmönnum, hefur vaknað tillaga um að hælisleitendur sem bíða eftir brottvísun beri ökklabönd. Ekki eru allir á einu máli um þetta. Gustav Fridolin, annar tveggja …

Lesa meira

Skýrslur um glæpaverk Assad-stjórnarinnar vega mörg tonn – erfitt að leita réttlætis

Bashar al-Assad veifar til sýrlenskra þingmanna,

Í fórum einnar stofnunar í Evrópu er að finna þrjú tonn af opinberum sýrlenskum gögnum sem hafa að geyma hrollvekjandi og víðtækar upplýsingar um stríðsglæpi sýrlensku stjórnarinnar. Ljósmyndari sýrlensku lögreglunnar flýði með myndir af meira en 6.000 líkum fólks sem fallið hafði fyrir hendi ríkisvaldsins, mörg þeirra bera merki um …

Lesa meira

Víðtæk áhrif risasprengjunnar í Achin-héraði í Afganistan

38424298_403

Íbúar Achin-héraðs í Afganistan þar sem Bandaríkjamenn köstuðu risasprengjunni Massive Ordinance Air Blast eða MOAB – uppnefnd móðir allra sprengna – sögðu sprenginguna þá stærstu sem þeir hefðu nokkru sinni séð. Afganir eru vissulega engir nýgræðingar þegar sprengingar eru annars vegar, þeir hafa kynnst mörgum þeirra áratugum saman, þó einkum …

Lesa meira

Charles Krauthammer: Kúvendingin mikla – í bili.

Charles Krauthammer.

Charles Krauthammer er meðal virtustu álitsgjafa í bandarískum fjölmiðlum og fastur dálkahöfundur The Washington Post. Hér er meginefni dálks sem hann skrifaði um kúvendingu Donalds Trumps í utanríkismálum með árásinni á Sýrland. Eftir að risasprengjunni var kastað á greni hryðjuverkamanna í Afganistan sagði hann að hún væri skilaboð til ráðamanna …

Lesa meira

Bandaríkjamenn varpa risasprengju á hellakerfi Daesh í Afganistan

Bandaríska risasprengjan.

  Stærstu sprengju Bandaríkjamanna fyrir utan kjarnorkusprengju, GBU-43 sprengju sem einnig er nefnd MOAB (móðir allra sprengna) var í fyrsta sinn varpað á skotmark í orrustu fimmtudaginn 13. apríl. Skotmarkið voru hellar og göng sem liðsmenn Daesh (Ríkis íslams) nota í fjallahéraði í Afganistan. Adam Stump, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, staðfesti …

Lesa meira

Trump segir NATO ekki lengur úrelt – samþykkir aðild Svartfjallalands

Frá fundi Jens Stoltenberg með Donald Trump í Hvíta húsinu miðvikudaginn 12. apríl.

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti eindregnum stuðningi við NATO miðvikudaginn 12. apríl, Bandaríkjamenn mundu standa við skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu sem væri ekki lengur „úrelt“ eins og hann orðaði það í kosningabaráttunni í fyrra og á fyrstu vikum sínum í embætti. Í The Washington Post er fimmtudaginn 13. apríl rifjað upp …

Lesa meira

Tillerson segir Assad-fjölskylduna verða að víkja í Sýrlandi – samskiptin við Rússa séu í lægð

170412055515-02-tillerson-lavrov-0412-exlarge-169

Fundum Rex Tillersons, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Moskvu með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, og síðan Vladimír Pútín, forseta Rússlands lauk um 17.30 að íslenskum tíma miðvikudaginn 12. apríl. Tillerson átti tæplega tveggja stunda langan fund með Pútín. Að viðræðunum loknum efndu ráðherrarnir til blaðamannafundar þar sem þeir áréttuðu nauðsyn þess að …

Lesa meira

Tillerson í Moskvu – sannað að sarin var notað – 20% flughers Sýrlands eyðilögð

Rex Tillerson kemur til Moskvu.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Moskvu síðdegis þriðjudaginn 11. apríl. Fréttaskýrendur segja að þar bíði hans erfiðasta verkefni hans sem utanríkisráðherra þegar hann tekur sér fyrir hendur að sannfæra rússneska ráðamenn um að þeir eigi að láta af stuðningi við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Tillerson kom til Moskvu frá Ítalíu …

Lesa meira

Vástig hækkað í Noregi vegna hættu á hryðjuverkum – almenn lögregla vopnuð

3640177

Norska öryggislögreglan, PST, hækkaði vástig í Noregi sunnudaginn 9. apríl, næstu tvo mánuði verður það miðað við að líkur séu á hryðjuverki, terror sannsynlig. Var vástigið hækkað frá því að hryðjuverk var talið hugsanlegt, mulig. Þrjár meginástæður eru fyrir þessari ákvörðun: (1) Óljós tengsl 17 ára rússnesks hælisleitanda sem grunaður er um að hafa …

Lesa meira