Rússar smíða risakafbát til rannsókna og njósna

Skrokkur af Oscar-II rússneskum kafbáti í skipasmíðastöð á Kóla-skaga.

Rússar vinna nú að smíði risakafbátar sem ætlað er hlutverk á norðurslóðum og á Norður-Atlantshafi. Verður þetta stærsti kafbátur Rússa en grunnhönnun hans er að finna í kafbátum af Oscar-II gerð sem hafið var að smíða á Kóla-skaga árið 1992 án þess að smíðinni yrði lokið. Oscar-II bátar svipar til …

Lesa meira

Dómsmálaráðherra á Varðbergsfundi: Áhlaup hælisleitenda frá Albaníu og Makedóiníu

Frá Varðbergsfundinum með dómsmálaráðherra fimmtudaginn 4. maí 2017.

  Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra flutti erindi um borgaralega öryggisgæslu á fundi Varðbergs fimmtudaginn 4. maí aðeins þremur dögum eftir að dómsmálaráðuneytið var endurreisn með uppbroti innanríkisráðuneytisins milli þess og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í upphafi máls síns gat ráðherrann þess að fjölmiðlamaður hefði haft samband við sig til að spyrja …

Lesa meira

Við frostmark á fundi Merkel og Pútíns í Sotsjí

Angela Merkel og Vladimír Pútín í Sotsjí,

Angela Merkel Þýskalandskanslari og Vladimir Pútín Rússlandsforseti sögðu eftir fund sinn í Sotsjí í Rússlandi þriðjudaginn 2. maí að fyrirliggjandi friðarsamkomulag frá Minsk væri eina leiðin til friðar í Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra í Rússlandi síðan árið 2015 en Merkel fer nú um og hittir leiðtoga G20-ríkjanna fyrir …

Lesa meira

Vandræði innan þýska hersins vegna öfgamennsku gegn farandfólki

Urslua von der Leyen varnarmálaráðherra,

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur aflýst för til Bandaríkjanna vegna hryðjuverka-rannsóknar gegn liðsmanni í þýska hernum, Bundeswehr, sagði í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins þriðjudaginn 2. maí. Þýski ríkissaksóknarinn hefur tekið að sér rannsóknina vegna málsins gegn yfirlautinanti Franco A. vegna ásakana um að hann aðhyllist hægri öfgastefnu og undirbúi hryðjuverk. …

Lesa meira

Danir yfirgefa Europol – halda aðgangi að gagnagrunnum

Höfuðstöðvar Europol í Haag, Hollandi.

Danir yfirgáfu Europol, Evrópulögregluna, mánudaginn 1. maí en rétt fyrir brottförina náðist samkomulag um aðgang þeirra að gagnagrunnum lögreglunnar. Ákvörðunina um að slíta samstarfinu við Europol má rekja til niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Dana í desember 2015 þegar þeir ákváðu að halda fast í fyrirvara sinn gagnvart samstarfi ESB-ríkjanna á sviði …

Lesa meira

Tony Blair aftur í stjórnmálabaráttuna en ekki í framboð

Tony Blair

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði mánudaginn 1. maí að hann ætlaði að hefja stjórnmálaafskipti að nýju á heimavelli til að berjast gegn úrsögn Breta úr ESB, Brexit. Blair leiddi Verkamannaflokkinn frá 1994 til 2007. Hann sagðist ekki ætla að gefa kost á sér í þingkosningunum 8. …

Lesa meira

Upplýsingafalsanir Rússa vegna efnavopnaárásar í Sýrlandi

Hugað að fórnarlömbum árásarinnar.

Þrátt fyrir að alþjóðastofnunin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons (OPCW) sem fylgist með að banni við efnavopnun sé framfylgt fullyrði með vísan til óumdeildrar niðurstöðu sérfræðinga að sarín-eiturgasi hafi verið beitt á Khan Sheikhun svæðinu í Sýrlandi halda miðlar hlynntir Kremlverjum áfram að þyrla upp moldviðri til að …

Lesa meira

Þing Svartfjallalands fullgildir NATO-aðild

Þing Svartfjallalands samþykkir NATO-aðild.

Þing Svartfjallalands hefur fullgilt aðild landsins að NATO. Í fullgildingunni felst söguleg ákvörðun um að tengja landið Vesturlöndum þrátt fyrir mótmæli þeirra sem vilja að þjóðin eigi samstöðu með Rússum og þrátt fyrir mótmæli rússneskra stjórnvalda. Þingmenn komu saman í  Cetinje föstudaginn 28. apríl og samþykktu með 46:0 að fullgilda …

Lesa meira

Rússar kunna að senda hermenn til dvalar í Hvíta-Rússlandi

Margus Tsahkna, varnarmálaráðherra Eistlands.

Varnarmálaráðherra Eistlands segir að Rússar kunni að nota miklar heræfingar til að flytja þúsundir hermanna til fastrar viðveru í Hvíta-Rússlandi síðar á þessu ári til að ögra NATO. Herir Rússa og Hvít-Rússa efna til sameiginlegra heræfinga í september 2017. Innan NATO hefur þeirri skoðun verið hreyft að meira en 100.000 …

Lesa meira

Tillerson segir Bandaríkjastjórn vilja ræða beint við N-Kóreumenn um upprætingu kjarnorkuheraflans

Rex Tillerson

Bandaríkjastjórn er fús til að ræða milliliðalaust við stjórnvöld Norður-Kóreu um að þau bindi enda á uppbyggingu eigin kjarnorkuherafla. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þetta fimmtudaginn 27. apríl. Með þessu vilja Bandaríkjamenn efla alþjóðlega samstöðu gegn vígbúnaði N-Kóreumanna sem þeir telja sífellt hættulegri. „Auðvitað viljum við reyna að leysa málið …

Lesa meira