Bandaríkin: Hitnar enn undir Sessions dómsmálaráðherra

Jeff Sessions

  Rússneski sendiherrann í Washington sagði yfirmönnum sínum í Moskvu að hann hefði rætt um málefni tengd bandarísku forsetakosningabaráttunni, þar á meðal stefnumál sem snertu stjórnvöld í Moskvu, við Jeff Sessions, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Sessions hefur haldið öðru fram opinberlega. Frétt um þetta birtist á vefsíðu The Washington Post (WP) …

Lesa meira

Frakkland: Macron í glímu við yfirstjórn hersins

Emmanuel Macron og François Lecointre hershöfðingi, nýi yfirmaður franska heraflans.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti heimsótti flugherstöð að morgni fimmtudags 20. júlí í von um að geta áunnið sér traust hersins að nýju eftir að hafa sætt gagnrýni vegna skyndilegrar afsagnar æðsta yfirmanns franska hersins miðvikudaginn 19. júlí. Forsetinn flutti ræðu í flugherstöðinni í bænum Istres í suðvestur Frakklandi. Fyrstu ræðu yfir …

Lesa meira

Danskir hermenn þjálfaðir gegn upplýsingafölsunum Rússa

Danskir hermenn á æfingu.

  Danskir hermenn fá nú þjálfun til að átta sig á þeim ógnum sem felast í upplýsingafölsunum Rússa og falsfréttum þeirra. Einkum er lögð áhersla á að fræða 200 hermenn sem verða um áramótin sendir til starfa í Eistlandi undir merkjum NATO. Flemming Splidsboel Hansen, sérfæðingur við Dansk Institut for …

Lesa meira

Rússar heimta að fá aftur sveitasetur í Bandaríkjunum

Sveitasetur rússneskra sendiráðsmanna í Maryland í Bandaríkjunum.

Rússar krefjast þess að Bandaríkjastjórn heimili sendiráðsstarfsmönnum sínum aðgang að tveimur sveitasetrum sem lokað var undir lok árs 2016. Háttsettir bandarískir og rússneskir embættismenn ræddu málið í Washington þriðjudaginn 18. júlí. Fulltrúi Rússa sagði eftir þriggja tíma fund að deilan væri „næstum“ leyst. Dmitríj Peskvov, talsmaður Rússlandsforseta, segir að ekki …

Lesa meira

Sáttatilraunir hafnar að nýju um nafnið á lýðveldinu Makedóníu

Kortið sýnir Vestur-Balkanlöndin. Neðst í horninu hægra megin er Makedónía við grísku landamærin en sunnan þeirra er héraðið Makedónía í Grikklandi. Margir Grikkir vilja líta á alla Makedóníu, norður og suður, sem hluta af landi sínu.

Eftir að Svartfjallaland gerðist aðili að NATO þrátt fyrir harða andstöðu rússneskra stjórnvalda og tilraunir skjólstæðinga þeirra í Serbiu til að hlutast til um kosningar í Svartfjallalandi með tilraun til ódæðisverka hefur athygli verið vakin á rússneskum undirróðri víðar í Vestur-Balkanlöndunum eins og svæðið sem áður var Júgóslavía er gjarnan …

Lesa meira

VADM Clive Johnstone: MARITIME 360 – SEIZING THE INITIATIVE

Clive Johnstone flotaforingi flytur ræðu sína.

  Varðberg og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands efndu 23. júní 2017 til ráðstefnu í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins undir heitinu: Vaxandi vægi Atlantshafsins innan NATO.  Yfirmaður flotastjórnar NATO, Clive Johnstone, var meðal ræðumanna. Hér fer texti ræðu hans. Flutning ræðunnar í heild má sjá hér: https://vimeo.com/223682550 Remarks to the Atlantic Council of Iceland by …

Lesa meira

Fimmti maður sat einnig fundinn með Trump jr. – grunaður um sovéskar njósnir

Rinat Akhmetshin er þarna í bakgrunni.

Maður sem á sínum tíma var grunaður um að vera sovéskur njósnari segist hafa setið fundinn sem Donald Trump jr. átti með rússneskum lögfræðingi. Sumir segja að tilgangur fundarins hafi verið að bjóða fram krafta Kremlverja til stuðnings föður Trumps yngri í kosningabaráttunni. Rússnesk-bandaríski hagsmunamiðlarinn Rinat Akhmetshin sagði AP-fréttastofunni föstudaginn …

Lesa meira

Þjóðverjar skilgreina hvaða vinstrimennska er refsiverð vegna G20-mótmælanna

Rote Flora leikhúsið í Hamborg - griðastaður vinstrisinna.

Í Þýskalandi er rætt um hvar eigi að draga mörkin milli þess sem er refsivert við mótmælaaðgerðirnar í Hamborg vegna G20-fundarins þar 6. og 7. júlí. Í blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung birtist fimmtudaginn 13. júlí viðtal við Thomas Noetzel prófessor í stjórnmálakenningum og hugmyndasögu síðan árið 2002 við Philipps-Universität Marburg …

Lesa meira

Áróðursmeistarar Pútíns ganga fram af sjálfum sér

Þarna situr sjálfur Pútin í miðjunni.

  Evrópusambandið heldur úti sérstakri greiningardeild til að athuga upplýsingamiðlun og falsfréttamennsku undir handarjaðri Rússa. Þar birtist vikulega úttekt á umræðum í fjölmiðlum og á netinu. Fimmtudaginn 13. júlí birti greiningardeild ESB úttekt þar sem segir að fólk geti orðið svo heltekið af því að dreifa upplýsingafölsunum að það sendi …

Lesa meira

Rússneskur stjörnulögfræðingur hitti Trump jr. vegna upplýsinga um Hillary

Natalia Veselnitskaja.

  Allt er á öðrum endanum í Hvíta húsinu, Washington og miklu víðar vegna frásagnar Donalds Trumps yngra, elsta sonar Bandaríkjaforseta, af fundi sem hann átti snemma í júní árið 2016 með rússneskum lögfræðingi eftir að hafa fengið boð um millilið um að lögfræðingurinn byggi yfir upplýsingum sem gætu gagnast …

Lesa meira