Ungverjar segja hryðjuverk hafa komist til Evrópu í skjóli flótta- og farandfólks

93246912_FILES_This_file_combination_of_pictures_created_on_December_10_2015_in_Paris_shows_the-large_trans++tpNBvFUgcvE5fyx8nasqTHCsvTI4zaD1P2WJmbBNLYY

Meirihluti öfgamannanna sem stóðu að hryðjuverkunum í París 13. nóvember 2015 komst til Evrópu í skjóli farandfólks er haft eftir ungverskum öryggislögreglumönnum á vefsíðunni Telegraph sunnudaginn 2. október. Sjö árásarmannanna sem drápu 130 manns og særðu fleiri en 360 laumuðu sér sem farandmenn yfir ungversku landamærin. Talið er að alls …

Lesa meira

Upptaka frá Varðbergsfundi með Clive Johnstone flotaforingja

Hér má sjá upptöku frá Varðbergsfundinum með Clive Johnstone flotaforingja, yfirmanni flotamála hjá NATO. Fundurinn var í hádeginu föstudaginn 23. september í Safnahúsinu við Hverfisgötu. MARCOM lecture – September 2016 from Kristinn Valdimarsson on Vimeo.

Lesa meira

Hælisleitendum stórfækkar á milli ára í Þýskalandi

A151

Thomas de Maiziére, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði í Berlín föstudaginn 30. september að fjöldi hælisleitenda í Þýskalandi hefði verið 890.000 árið 2015 það er að þeir hefðu verið töluvert færri en áður var talið, það er 1,1 milljón. Ráðherrann sagði hærri töluna mega rekja til þess að hælisleitendur væru oft skráðir á fleiri en einum stað. Margir hefðu …

Lesa meira

Pútín lætur að sér kveða á gráa svæðinu, Obama heldur að sér höndum

Valdimir Pútín og Barack Obama hittust nýlega á fundi í Kína.

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði eftir að hafa hitt Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fundi í Kína fyrir skömmu að hugsanlega vildi Pútín búa við ástand sem einkenndist af „stöðugum lágstemmdum átökum“. Vísaði Obama þar til ástandsins í Úkraínu. Bent er á að skilgreina megi sprengjuárásir Rússa í Sýrlandi á þennan hátt og einnig háþróaðar tölvuárásir þeirra á Bandaríkjamenn í því …

Lesa meira

Rússar reiðir Lettum vegna niðurrifs á sovésku minnismerki

Unnið að niðurrifi sovéska minnismerkisins í Limbazi.

Ríkisstjórn Lettlands hefur séð til þess að leifar af minnismerki til heiðurs sovéskum sjómönnum hafa verið fjarlægðar með vísan til almannaöryggis. Rússar hafa mótmælt niðurrifi minnismerkisins. Til minningar um dauða 26 sovéskra sjómanna í Norður-Lettlandi í síðari heimsstyrjöldinni var reist minnismerki um þá í borginni Limbazi árið 1974 þegar Lettland var enn …

Lesa meira

Djúpt á samkomulagi um ESB-her, spurning um einstök samstarfsverkefni

A soldier patrols outside a fanzone ahead of the UEFA 2016 European Championship in Nice

Varnarmálaráðherrar ESB-ríkjanna komu saman til óformlegs fundar í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, þriðjudaginn 27. september og ræddu meðal annars hugmyndir um sameiginlega herstjórn ESB. Andrew Rettman, blaðamaður vefsíðunnar EUobserver segir að eftir fundinn sé ljóst að langur tími líði áður en slíkri herstjórn verði komið á fót. Hann segir að boðað hafi verið til fundarins eftir …

Lesa meira

Svíar búa sig undir að taka upp herskyldu að nýju

Sænskir hermenn á æfingu.

Í nýrri sænskri stjórnarskýrslu er lagt til að herskylda verði að nýju tekin upp í Svíþjóð. Skráningarlistar með spurningum til ungs fólks verði lagðir fyrir það eftir 1. júlí 2017 og skráningin sjálf á grundvelli svaranna í þeim hefjist 1. janúar 2018. Í fyrsta hópnum sem kvaddir verða í herinn …

Lesa meira

Varnarmálaráðherra ætlar að beita sér gegn áformum um ESB-her

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta.

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, segir að bresk stjórnvöld muni beita neitunarvaldi gegn öllum áformum innan ESB um að auka hernaðarsamvinnu ESB-ríkjanna á þann veg að það trufli starfsemi NATO. Ráðherrann sagði þetta á fundi í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, þriðjudaginn 26. september. Orð ráðherrans ber að skoða í ljósi þess sem …

Lesa meira

NATO kæmi Finnum til aðstoðar á hættustundu

Alexander Vershbow, vara-framkvæmdastjóri NATO, ræðir við fréttamann.

Alexander Vershbow, vara-framkvæmdastjóri NATO, sagði í samtali við finnsk blöð í eigu Lännen-fyrirtækisins laugardaginn 24. september að bæði Finnar og Svíar gætu tekið þátt í gagnaðgerðum herja undir forystu NATO á hættutímum og þeir mundu einnig njóta aðstoðar frá bandalaginu. „Hættuástand á Eystrasaltssvæðinu gæti auðveldlega bæði snert aðildarríki NATO og Finnland,“ sagði Vershbow. „NATO gæti ákveðið að bregðast …

Lesa meira

Ögrandi flug rússneskra hervéla á flugleið íslenskra farþegavéla

Tu 160S Balckjack sprengjuþotur.

  Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í eldhúsdagsumræðum að kvöldi mánudags 26. september atvikið fimmtudaginn 22. september þegar rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland í öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi …

Lesa meira