Austurríki: Jafnaðarmenn óttast að tapa fylgi og völdum

Jafnaðarmaðurinn (SPÖ) Christian Kern, kanslari Austurríkis, á kosningafundi.

Jafnaðarmaðurinn (SPÖ) Christian Kern, kanslari Austurríkis, flutti hörð varnaðarorð gegn hægri bylgjunni meðal kjósenda í lokaræðu sinn í kosningabaráttunni laugardaginn 14. október. Hann varaði við því að mynduð yrði stjórn mið-hægrimanna og þeirra sem eru til hægri við þá eftir kosningarnar sunnudaginn 15. október. „Áratugum saman hafa Austurríkismenn ekki staðið …

Lesa meira

Donald Trump gerir atlögu að kjarnorkusamningnum við Írani

Donald Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti föstudaginn 13. október að hann mundi ekki gera neitt til að tryggja framtíð samningsins sem gerður var við Írana í forsetatíð Baracks Obama og ætlað er að koma í veg fyrir að Íranir eignist kjarnorkuvopn. Forsetinn rifti ekki samningnum fyrir sitt leyti en fór þess á …

Lesa meira

UNESCO: Fyrrverandi menningarmálaráðherra Frakka sigraði í forstjórakjöri

Audrey Azoulay.

UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér tilkynningu föstudaginn 13. október um að Audrey Azoulay (45 ára), fyrrverandi menningarmálaráðherra Frakklands, hefði verið kjörin næsti forstjóri stofnunarinnar á fundi framkvæmdaráðs hennar. Tillaga ráðsins verður lögð fyrir allsherjarþing UNESCO í París í næsta mánuði. Azoulay var í ein af þremur á lokalista …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn segir sig í UNESCO – Ísraelar sigla í kjölfarið

das-hauptquartier-der-unesco

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja Bandaríkin úr UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ) með höfuðstöðvar í París. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti þetta fimmtudaginn 12. október. Í yfirlýsingu ráðuneytisins sagði að það hefði ekki verið létt verk að komast að þessari niðurstöðu.  Hún hefði þó verið óhjákvæmileg vegna þess að ekki reyndist …

Lesa meira

Danska ríkisstjórnin vill stórauka útgjöld til varnarmála

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra (t.h.) og Claus Hjort Frederiksen varnarmálaráðherra

Danska ríkisstjórnin leggur til að útgjöld til varnarmála hækki um 12,8 milljarða danskra króna aukalega á næstu sex árum. Tillagan var kynnt af Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Claus Hjort Frederiksen varnarmálaráðherra miðvikudaginn 11. október. Hún verður grundvöllur viðræðna við aðra flokka um það sem kallað er forsvarsforlig á dönsku, …

Lesa meira

Trump sagður gantast með að hann og Tillerson fari í gáfnapróf

Rex Tillerson og Donald Trump.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði til að hann og Rex Tillerson, utanríkisráðherra hans, tækju „gáfnapróf“ eftir að fréttir bárust um að ráðherrann hefði kallað forsetann „hálfvita“ og gert lítið úr þekkingu hans á utanríkismálum. Í samtali sem birtist við Trump í Forbes-tímaritinu þriðjudaginn 10. október skaut forsetinn á Tillerson vegna …

Lesa meira

Katalónía: Frestað að framkvæma heimild til sjálfstæðis

Carles Puigdemont flytur sjálfstæðisræðu í héraðsþinginu í Barcelona.

Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, sagði á þingi Katalóníu þriðjudaginn 10. október að hann vildi umboð þingsins til að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu eins og samþykkt hafi verið í atkvæðagreiðslu íbúa héraðsins en framkvæmd sjálfstæðisyfirlýsingarinnar yrði frestað til að auðvelda viðræður við stjórnvöld í Madrid. Carles Puigdemont sagði í ræðunni: …

Lesa meira

Mikil flugheræfing í Finnlandi

Hornet-orrustuþota.

  Finnski flugherinn efnir til mestu árlegu heræfingar sinnar, Ruska 17, í þessari viku, frá mánudegi 9. október til föstudags 13. október. Sænski flugherinn er nú í fyrsta sinn þátttakandi í æfingunni. Sænskir hermenn taka þátt bæði sem bandamenn og óvinir segir finnski flugherinn. Alls taka rúmlega 60 flugvélar og …

Lesa meira

Þýskaland: Afnám refsiaðgerða gegn Rússum í stjórnarmyndunarviðræðum

eu-sanctions

Útflutningur ESB-ríkja til Rússlands hefur dregist saman um 30 milljarða evrur síðan þau gripu til refsiaðgerða gegn Rússum. Þyngst leggst byrðin á Þýskaland. Rússar standa hins vegar betur að vígi efnahagslega en í langan tíma. Á þessum orðum hefst frétt á vefsíðu þýska blaðsins Die Welt mánudaginn 9. október. Blaðið …

Lesa meira

Schäuble kveður evru-hópinn eftir átta ára forystu í gegnum þykkt og þunnt

Wolfgang Schäuble

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, tekur í síðasta sinn þátt í fundi fjármálaráðherra evru-ríkjanna mánudaginn 9. október. Hann verður næsti forseti þýska þingsins 75 ára að aldri. Schäuble hefur fylgt fram aðhaldsstefnu á evru-svæðinu í árin átta sem hann hefur verið fjármálaráðherra Þýskalands. Vegna stefnufestu sinnar hefur hann eignast ýmsa óvildarmenn …

Lesa meira