Kremlverjar láta handtaka leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar

Alexei Navalníj

Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar eins og þýska fréttastofan DW Alexei Navalníj var handtekinn mánudaginn 12. júní áður en boðaður mótmælafundur hófst gegn Kremlverjum í Moskvu. Frídagur var í Rússlandi og sagði kona Navalníjs frá handtöku hans í færslu á Twitter. Fréttir herma að um 200 manns hafi verið tekin höndum vegna …

Lesa meira

Stefnir í stórsigur forsetaflokksins í Frakklandi

une_nl_20170612

Kosningaþátttaka í fyrri umferð frönsku þingkosninganna sunnudaginn 11. júní var aðeins 51,2% en spár sýna að í seinni umferðinni sunnudaginn 18. júní fái nýr stjórnmálaflokkur Emmanuels Macrons, nýkjörins Frakklandsforseta, yfirgnæfandi meirihluta  eða 415 til 455 þingsæti af 577. Forsetaflokkurinn heitir La Republique En Marche! (LREM) og vísar til nauðsynjar þess …

Lesa meira

Þýskir ráðamenn ræða enn um nauðsyn og verkefni ESB-hers

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands.

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, vill að nýr ESB-sjóður í þágu varnarmála verði notaður til að þróa dróna, betri flugvélar og til þjálfunar á herforingjum. Hún segir að Þjóðverjar og Frakkar hafi nú þegar ákveðin verkefni fyrir sjóðinn í huga. Forystumenn ESB segja sjóðinn marka þáttaskil í samstarfi ESB-ríkjanna. …

Lesa meira

Gasleiðslan frá Rússlandi til Þýskalands veldur vanda innan ESB – Danir bíða átekta

onlnynorthstream-gasledning-02

Leiðslunni frá Narvaflóanum skammt frá St. Pétursborg í Rússlandi um Eystrasalt og danskt landgrunn við Borgundarhólm til Þýskalands er ætlað að auka gassölu Rússa til Evrópumanna. Danska orkustofnunin hefur ekki tekið afstöðu til þess hluta leiðslunnar sem fellur undir eftirlitssvið hennar. Mary Warlick, sérlegur sendimaður frá orkudeild bandaríska utanríkisráðuneytisins, hefur …

Lesa meira

Comey sakar Trump og stjórn hans um lygar um sig og FBI

James Comey fer með eiðstafinn fyrir þingnefndinni.

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, sat fyrir svörum í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fimmtudaginn 8. júní. Fyrst ræddi hann við nefndarmenn í beinni útsendingu í tæplega þrjár klukkustundar og síðan fyrir luktum dyrum þar sem rætt var um ríkisleyndarmál. Donald Trump Bandaríkjaforseti rak Comey úr FBI-forstjóraembættinu. Comey telur að …

Lesa meira

Framkvæmdastjórn ESB kynnir fyrstu tillögur sínar um ESB-her

800x-1

  Í fyrsta sinn í sögunni kynnti framkvæmdastjórn ESB miðvikudaginn 7. júní tillögur um sameiginlegan Evrópuher og samhæfingu vopna- og hergagnaframleiðslu í álfunni. Tillögurnar eru í samræmi við frumkvæði Frakka og Þjóðverja til að styrkja stöðu og öryggi ESB-ríkjanna og stuðla að hagkvæmni. Frederica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, segir …

Lesa meira

Svartfjallaland orðið 29. aðildarríki NATO

montenegro_06

Svartfjallaland varð 29. aðildarríki NATO mánudaginn 5. júní þegar fulltrúar þess lögðu aðildarskjöl því til staðfestingar fram í bandaríska utanríkisráðuneytinu, gæsluaðila Norður-Atlantshafsáttmálans sem ritað var undir í Washington 4. apríl 1949. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði við athöfnina að aðild Svartfjallands að bandalaginu stuðlaði að alþjóðlegum friði og öryggi og …

Lesa meira

Danir stofna embætti sendiherra gagnvart hnattrænum risunum í Kísildal

Casper Klynge sendiherra.

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að Casper Klynge (43 ára) sem nú er sendiherra í Indónesíu verði fyrsti danski sendiherrann í Kísildal (Silicon Valley) í Kaliforníu og komi fram fyrir Danmörku gagnvart alþjóðafyrirtækjum sem þar starfa á borð við Facebook, Google, Apple. Í upphafi árs tilkynnti Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Dana, að …

Lesa meira

Pútin spurði Bill Clinton hvort Rússar gætu gengið í NATO

Bill Clinton og Vladimir Pútin.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir hann hafi einu sinni spurt Bill Clinton, þáv. Bandaríkjaforseta, hvort Rússar gætu gengið í NATO og Clinton hefði svarað að hann hefði „ekkert á móti því“. Pútín lét þessi orð falla í röð samtala við bandaríska kvikmyndaleikstjórann Oliver Stone sem sýnd verða síðar í þessum mánuði …

Lesa meira

Theresa May boðar upprætingu á öfgahyggju íslamista

Theresa May ávarpar þjóðina eftir hryðjuverkin í London.

  Hryðjuverk var framið í London að kvöldi laugardags 3. júní, ekið var á fótgangandi vegfarendur á London Bridge og síðan óku illvirkjanir áfram að Borough Market þar sem þrír hryðjuverkamenn stigu úr bílnum og réðust á almenna borgara með sveðjum og hnífum. Þeir voru klæddir gervi-sprengjuvestum til að hræða …

Lesa meira