Trump segir að Comey sé „montrass“ – Lavrov í Washington í skugga brottrekstrar FBI-forstjórans

Rússneska Tass-fréttastofan sendi ein myndir af fundi Donalds Trumps með Seigeij Lavrov og rússneka sendiherranum í Hvíta húsinu.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, fyrirvaralaust þriðjudaginn 9. maí. Gagnrýnendur forsetans segja að hann hafi gripið til þessa óvenjulega ráðs vegna áhuga Comeys á að rannsaka grunsemdir um tengsl Rússa við áhrifamenn í kosningabaráttu Trumps við Hillary Clinton í fyrra. Forsetinn hafi talið meiru …

Lesa meira

Mesta flughersæfing í Evrópu að hefjast á norðurslóðum

Bandarísk B-52 sprengjuvél með sprengjum og skotfærum. Fullhlaðin vegur vélin 220 tonn. Vænghafið er 56,4 m. Mynd: U.S. Air Force photo/Tech. Sgt. Robert Horstman.

Í næstu viku hefst mesta flughersæfing í Evrópu í ár. Hún fer fram yfir Norður-Noregi, Norður-Svíþjóð og Finnlandi. Um 1.000 manns og rúmlega 100 herflugvélar taka þátt í æfingunni Arctic Challenge Exercise dagana 22. maí til 2. júní. Auk orrustuvéla, flutningavéla, eldsneytisvéla, véla til rafeindahernaðar, flutninga- og björgunarþyrlna verða einnig …

Lesa meira

Atvinnu-talsmaður tilnefndur ESB-sendiherra á Íslandi

Michael Mann

Fyrir fáeinum dögum voru kynntar tilnefningar á nýjum sendiherrum Evrópusambandsins um heim allan. Af því tilefni sagði á vefsíðunni Politico sem sérhæfir sig í ESB-fréttum miðvikudaginn 9. maí: „Bresk stöðuhækkun: Ef til vill vekur það mesta undrun (hjá þeim sem líta á fánann en ekki hæfileikana) að meðal þeirra sem …

Lesa meira

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna áréttar stuðning við Eystrasaltsríkin

Jim Mattis varnarmálaráðherra tekur  í hönd þýsks hermanns í Vilníus.

Bandaríkjaher ætlar að auka eftirlit sitt með herflutningum Rússa skammt frá Eystrasaltsríkjunum þegar Rússar efna þar til æfinga næsta sumar segja embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins við The Washington Post (WP) miðvikudaginn 10. maí. Áform Bandaríkjamanna er að fjölga skipum sínum á Eystrasalti og taka að sér loftrýmisgæslu á vegum NATO á …

Lesa meira

Miklar flotaæfingar í norðurhöfum í maí

Herskip úr rússneska Norðurflotanum.

Rússneska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um hádegisbil þriðjudaginn 9. maí að síðdegis þann sama dag mundi 20 skipa flotadeild, herskip og kafbátar, sigla frá Kóla-skaga út á Barentshaf til æfinga. Verða skipin við æfingarnar fram til loka maí. Þá taka flugvélar og þyrlur frá Norðurflotanum og rússneska flughernum þátt …

Lesa meira

Niðurstöður varðandi fjölgun kjarnavopna á Kóla-skaga sagðar „ógnvekjandi“

Kortið af Kóla-skaganum birtist á Barents Observer og sýnir fjögur kjarnorkuvopnabúr Rússa skammt frá norska bænum Kirkenes.

Thomas Nilsen, ritstjóri vefsíðunnar Independent Barents Observer, birtir mánudaginn 8. maí langa grein á síðunni með gervihnattarmyndum þar sem hann sýnir að kjarnorkuvopnum fækki síður en svo á norðurslóðum. Þróunin á Kóla-skaga sé í andstöðu við allar hugmyndir um fækkun kjarnorkuvopna. Minnt er á að í í nýja START-samningnum sé …

Lesa meira

Emmanuel Macron kjörinn Frakklandsforseti – vill vinna gegn sundurlyndi

Emmanuel Macron flytur fyrsta ávarps sitt sem kjörinn forseti.

Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands sunnudaginn 7. maí með 65,7% atkvæða. Hann er yngstur manna (39 ára) til að verða þjóðhöfðingi Frakka síðan Napóleon Bonaparte varð keisari Frakklands árið 1804, 35 ára gamall. Fyrir tæpu ári stofnaði Macron stjórnmálahreyfinguna En marche – Áfram! – og sagði skilið við sósíalista …

Lesa meira

Frakkland: Gagnaleka ætlað að skaða Emmanuel Macron á lokametrunum

Emmanuel Macron

Seinni umferð frönsku forsetakosninganna er sunnudaginn 7. maí. Því er spáð að mið-vinstrimaðurinn Emmanuel Macron sigri Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Macron nýtur stuðnings þeirra sem vilja að Frakkar fylgi áfram svipaðri stefnu í alþjóða- og innanríkisálum og þeir hafa gert undanfarna áratugi. Le Pen vill brjóta upp utanríkisstefnuna og …

Lesa meira

Dómsmálaráðherra áréttar mikilvægi greiningar á farþegalistum

837112

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi Varðbergs fimmtudaginn 4. maí að Ísland hefði sérstöðu meðal ríkja varðandi landamæravörslu vegna þess hve hátt hlutfall þeirra sem koma til landsins færu um Keflavíkurflugvöll og flugstöðina þar. Þetta minnkaði þó ekki nauðsyn þess að halda slíku eftirliti hvarvetna í landinu enda færi …

Lesa meira