Japan: Abe vinnur stórsigur – setur varnarmál á oddinn

Shinzo Abe forsætisráðherra Japans

Miklar hræringar eru í japönskum stjórnmálum þessa dagana.  Í september síðastliðnum leystist stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Lýðræðisflokkurinn (Democratic Party), upp eftir að borgarstjóri Tokýó stofnaði nýjan flokk, Vonarflokkinn (Party of Hope).  Margir úr Lýðræðisflokknum fóru yfir í hann en aðrir stofnuðu Lýðræðislega stjórnarskrárflokkinn (Constitutional Democratic Party of Japan) sem síðar tók …

Lesa meira

Kalífatið er fallið í Írak og Sýrlandi – liðsmenn Daesh á vergangi

Frá Raqqa

  Fyrir þremur árum og þremur mánuðum lýsti svonefndur emir Daesh (Ríkis íslams), Abu Bakr al-Baghdadi, yfir því í al-Nuri moskunni í Mosul í Írak að kalífat hryðjuverkasamtakanna væri komið til sögunnar og árið væri 1435 samkvæmt íslömsku tímatali. Nú er þetta ríki úr sögunni. Nú hefur sameiginlegur herafli kúrda, …

Lesa meira

Einræðisherrann Robert Mugabe verður vináttusendiherra WHO

Robert Mugabe

Nýr yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Tedros Adhanom Ghebreyesus fyrrverandi heilbrigðisráðherra Eþíópíu, hefur skipað Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, sem vináttusendiherra samtakanna og falið honum það verkefni að berjast gegn langvinnum sjúkdómum (non communicable diseases). Tilkynnti forstjóri WHO þetta á fundi í Uruguay og fór lofsamlegum orðum um almenna heilsugæslu undir stjórn …

Lesa meira

Ótti um að NATO geti ekki varið austur væng sinn gegn Rússum

Rússneskir hermenn koma fyrir meðaldrægri eldflaug sem getur borið kjarnaodda gegn borgum í Evrópu.

Í trúnaðarskýrslu sem unnin var á vegum NATO er dregið í efa að bandalagið geti varið aðildarríki sín gegn árás Rússa. Í NATO-löndum í austurhluta Evrópu ríkir ótti við að Rússar ráðist inn í löndin. Vitnað er í skýrsluna í nýjasta hefti þýska vikuritsins Der Spiegel sem kom út laugardaginn …

Lesa meira

Nýr utanríkisráðherra í Noregi: Ine Eriksen Søreide

Erna Solberg forsætisráðherra (t.v.) og Ine Eriksen Søreide, nýr utanríkisráðherra Noregs.

  Nýr utanríkisráðherra hefur verið skipaður í Noregi. Varnarmálaráðherra Ine Eriksen Søreide (41árs) verður utanríkisráðherra eftir að Børge Brende, fráfarandi utanríkisráðherra, hverfur til starfa hjá World Economic Forum (WEF) í Sviss. Frank Bakke-Jensen verður varnarmálaráðherra og Marit Berger Røsland Evrópumálaráðherra. Nú eru þrjár konur í helstu ráðherraembættum Noregs, hægrikonurnar Erna …

Lesa meira

ESB býr sig undir viðnám gegn íslömskum vígamönnum

40574_20170620_sooc

Hryðjuverkasamtökin Daesh (Ríki íslams) tapa nú fótfestu í Sýrlandi og Írak. Julian King, öryggismálastjóri ESB, segir að félagar í samtökunum leggi þó ekki niður vopn og kunni að láta að sér kveða annars staðar. King kynnti miðvikudaginn 18. október á blaðamannafundi í Brussel áætlun um að veita 120 milljónum evra …

Lesa meira

Rússar sagðir hafa æft skyndiárás á Svalbarða um miðjan september

Valdimír Pútín fylgist með Zapad 2017 heræfingunni.

Á vefsíðunni Aldrimer.no segir miðvikudaginn 18. október að Norðmenn og NATO hafi átt sér einskis ills von þegar Rússar æfðu skyndiárás á Svalbarða sem hluta af heræfingunni miklu Zapad 2017 um miðjan september. Vefsíðan sérhæfir sig í fréttum um öryggis- og varnarmálum og segir höfundur greinarinnar, Kjetil Stormark, að hann …

Lesa meira

Norður-Kóreustjórn segir kjarnorkustríð geta hafist á hverri stundu

Kim Jong-un, harðstjóri N-Kóreu.

Starfandi sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), Kim in Ryong, hefur varað við því á vettvangi SÞ að til kjarnorkustríðs kunni að koma. Sendiherrann sagði mánudaginn 16. október í afvopnunarnefnd SÞ að ástandið í Norður-Kóreu væri „komið á mjög hættulegt stig og kjarnorkustríð gæti hafist á hverri stundu“. Hann sagði …

Lesa meira

Norski herinn elfdur í Finnmörku – skammt frá rússnesku landamærunum

soldiers_sniper_rifle_450769

Norski varnarmálaráðherrann kynnti föstudaginn 13. október nýtt skipulag á norska hernum og heimavarnarliðinu. Þar er lögð sérstök áhersla á varnir Norður-Noregs. Komið verður á fót sérstöku hreyfanlegu herfylki í Porsangermoen í Finnmörku, nyrsta fylki Noregs. Þar er um að ræða 400 hermenn og þungavopn. Rússland er fyrir austan Finnmörku. Varnarmálaráðherrann, …

Lesa meira

Austurríki: Mið-hægrimaðurinn Sebastian Kurz (31 árs) næsti kanslari

Sebastian Kurz fagnar kosningasigri.

Formaður austurríska Þjóðarflokksins (ÖVP) Sebastian Kurz (31 árs) er líklegastur til að verða næsti kanslari Austurríkis eftir að mið-hægriflokkur hans fékk flest atkvæði í þingkosningunum sunnudaginn 15. október. Talið er að Kurz myndi stjórn með Frelsisflokknum (FPÖ) sem er til hægri við ÖVP. Þjóðarflokkurinn hlaut 31,5% atkvæða 62 þingmenn ef …

Lesa meira