NATO: Landstöð eldflaugavarnarkerfis opnuð í Rúmeníu

Frá gagneldflaugastöðinni í Rúmeníu.

Bandarískt gagneldflaugastöð, Aegis Ashore, var formlega opnuð við bæinn Deveselu í suðurhluta Rúmeníu fimmtudaginn 12. maí. Þessi hluti kerfisins fellur inn í stærra gagneldflaugakerfi NATO sem styðst við stöðvar bæði á landi og um borð í skipum. Tilgangur kerfisins er að verja NATO-ríkin gegn hugsanlegri árás með langdrægum eldflaugum. Rússar …

Lesa meira

Ítalska lögreglan afhjúpar hryðjuverkahóp og smyglara á fólki

Canary Warf í London meðal hugsanlegra skotmarka hryðjuverkamanna.

  Hópur hryðjuverkamanna í tengslum við Ríki íslams (RÍ) hefur nýtt sér leiðir farandfólks inn í Evrópu til að undirbúa hryðjuverkaárásir í Bretlandi segir í The Daily Telegraph (DT) miðvikudaginn 11. maí. Blaðið vitnar í heimildir innan lögreglunnar og segir að Theresa May innanríkisráðherra hafi gefið fyrirmæli um að herða …

Lesa meira

NATO-framkvæmdastjórar flytja Bretum ESB-varnaðarorð

Boris Johnson flytur ræðu gegn ESB-aðild

Fimm fyrrverandi framkvæmdastjórar NATO, Lord Carrington; Javier Solana; Lord Robertson;  Jaap de Hoop Scheffer og Anders Fogh Rasmussen, birta þriðjudaginn 10. maí opið bréf í breska blaðinu The Daily Telegraph þar sem þeir lýsa ESB sem „lykil-samstarfsaðila“ NATO við að „sporna gegn óstöðugleika“ á meginlandi Evrópu og víðar. Bréfið er …

Lesa meira

Breskir íhaldsmenn deila um ESB og öryggismál

David Cameron flytur ræðu sína um öryggismál í British Museum.

Öryggis- og varnarmál settu svip sinn á umræður um aðild Breta að ESB og þjóðaratkvæðagreiðsluna um hana mánudaginn 9. maí. David Cameron forsætisráðherra, talsmaður aðildar að ESB, flutti ræðu í British Museum að morgni mánudagsins og sagði það mundu kalla hættu yfir Breta að segja skilið við sambandið. Í ræðunni …

Lesa meira

Litháar ekki við hersýningu Rússa

Hersýning á sigurdaginn í Moskvu

Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, segir að engir fulltrúar stjórnvalda í Litháen verði við hátíðarhöld í Moskvu mánudaginn 9. maí þegar minnst verður sigurs yfir Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. Ráðherrann segir að ekki komi til greina að senda fulltrúa til slíkra hersýninga á tímum þegar Rússar ógni Úkraínu með hervaldi. Ákvörðun …

Lesa meira

Hælisleitendum fækkar í Danmörku – Norðmenn reisa tjaldbúðir

Flóttamenn í Danmörku.

  Fjöldi hælisleitenda í Danmörku hefur ekki verið minni í fimm ár en hann var í apríl og mars í ár. Danska útlendingastofnunin segir að 349 hafi sótt um hæli í apríl 2016 en þeir hafi verið 564 í apríl 2015. Hið sama á við sé farið lengra aftur og …

Lesa meira

Rússar boða þrjár nýjar herdeildir gegn NATO

Rússneskir hermenn

  Rússnesk stjórnvöld ætla að koma á fót þremur nýjum herdeildum til að svara ákvörðunum innan NATO um að efla herafla á austur-landamærum sínum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, skýrði frá þessu miðvikudaginn 4. maí. „Varnarmálaráðuneytið hefur gripið til ráðstafana til að svara útþenslu NATO rétt við landamæri lands okkar,“ sagði …

Lesa meira

Scaparrotti tekur við sem yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO

Curtis Scaparrotti

Bandaríski hershöfðinginn Curtis Scaparrotti hefur tekið við sem yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO. Eitt helsta verkefni hans verður að efla bandarískan liðsafla í Evrópu. „Við stöndum frammi fyrir endurvöktu Rússlandi og árásargirni þess sem ögrar alþjóðareglum,“ sagði Scaparrotti á hátíðlegri athöfn miðvikudaginn 4. maí í Mons í Belgíu þar sem hann var …

Lesa meira

Danmörk: Ný úttekt á áherslum í utanríkis- og varnarmálum

Peter Taksøe-Jensen

Á sama tíma og Danir segja skilið við friðsamlega tíma og við tekur ógnvænlegri tímar verja þeir minni fjármunum til hervarna, utanríkisþjónustunnar og þróunaraðstoðar en áður. Þar með minnka áhrif Dana. Þetta er kjarninn í 90 blaðsíðna skýrslu sem Peter Taksøe-Jensen sendiherra kynnti dönsku ríkisstjórninni mánudaginn 2. maí. Honum hafði …

Lesa meira

NATO: 4.000 hermenn með fasta viðveru í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi

Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Innan NATO er unnið að því að senda fjögur herfylki – um 4.000 hermenn – til fastrar viðveru í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum þremur. Með þessu á að svara vaxandi hernaðarumsvifum Rússa í nágrenni ríkjanna. Til þessa hafa 150 bandarískir hermenn farið á milli Eystrasaltslandanna þriggja. Þetta kemur fram í The …

Lesa meira