Þýskaland: AfD spáð velgengni í þingkosningunum – Merkel hefur sterka stöðu

Alice Weidel og Alexander Gauland helstu  talsmenn AfD.

Kosið verður til þýska sambandsþingsins sunnudaginn 24. september. Allt bendir til þess að Angela Merkel kanslari sitji áfram í embætti sínu fjórða kjörtímabilið í röð. Hún varð kanslari árið 2005. Spenna hefur myndast kosningarbaráttunni í lokaviku hennar vegna sóknar flokksins Alternativ für Deutschland (AfD) í krafti stefnu sinnar í útlendingamálum. …

Lesa meira

Rússar virkja herstöðvar sínar við Norður-Íshaf

Stýriflaug skotið frá Kotelníj.

Rússneski herinn hefur ekki farið leynt með nýjan og nútímalegan vopnabúnað sinn við norðurlandamæri Rússlands og þar á meðal á Norður-Íshafi segir í grein eftir Atle Staalsen á vefsíðunni Barents Observer miðvikudaginn 20. september. Skotið hefur verið stýriflaugum frá afskekktri rússneskri herstöð í Kotelníj á sama tíma og Rússar efna …

Lesa meira

Frakkland: Ákveðið að vopna lögreglu á ferðamannastaðnum Mont Saint-Michel

Mont Saint-Michel

Mont Saint-Michel er einn vinsælasti ferðamannastaður Frakklands. Ákveðið hefur verið að frá og með desember í ár verði vopnuð lögregla þar á verði vegna ótta við hryðjuverk. Staðurinn er undan strönd Normandie og þar hafa hvorki verið vopnaðir lögreglumenn né hermenn á verði eins og í París eða öðrum stórborgum …

Lesa meira

Trump fer mikinn í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Donald Trump í ræðustól allsherjarþings SÞ.

Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti jómfrúarræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þriðjudaginn 19. september og kallaði Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu „rakettu-kall“ í sjálfseyðingarleiðangri. Hann varaði við því að héldu ráðamenn í N-Kóreu áfram á sömu braut kynni það að leiða til gjöreyðingar lands þeirra. „Purkunarlaus sókn Norður-Kóreumanna eftir kjarnorkuvopnum  og langdrægum …

Lesa meira

Andlát: Rússneski ofurstinn sem sagðist hafa komið í veg fyrir kjarnorkustríð

Stanislav Petrov

  Þegar hann var ofursti í rússneska hernum kom Stanislav Petrov hugsanlega í veg fyrir árás á Vesturlönd sem hefði getað leitt til kjarnorkustríðs. Nú er hann allur. The Daily Telegraph segir hann hafa andast 19. maí 2017, 77 ára að aldri. Fyrst fréttist opinberlega af andláti hans þegar Karl …

Lesa meira

Katalónía: Spenna vegna atkvæðagreiðslu um sjálfstæði magnast

Baráttufundur Katalóníumanna.

Borgar- og bæjarstjórar í Katalóníu hafa heitið því að aðstoða við atkvæðagreiðslu Katalóníumanna um sjálfstæði héraðsins frá Spáni sunnudaginn 1. október þótt þeir kunni að verða fangelsaðir að fyrirmælum ríkisstjórnar Spánar. Á áttunda hundrað borgar- og bæjarstjórar í Katalóníu komu saman í Barcelóna laugardaginn 16. september til að lýsa andstöðu …

Lesa meira

Fráfarandi utanríkisráðherra Noregs verður forseti WEF

Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs, og Erna Solberg forsætisráðherra.

Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti föstudaginn 15. september að hann hefði verið skipaður forseti World Economic Forum (WEF), stofnunarinnar sem skipuleggur árlegar ráðstefnur um heimsbúskapinn í Davos í Sviss með þátttöku forystumanna í stjórnmálum og viðskiptum. Utanríkisráðherrann tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Osló með Ernu Solberg, flokkssystur sinni og forsætisráðherra. …

Lesa meira

Finnland: Hundruð manna undir eftirliti vegna gruns um tengsli við hryðjuverkahópa

Paula Risikko, innanríkisráðherra Finna.

  Finnsk yfirvöld fylgjast með meira en 1.000 einstaklingum um þessar mundir, þar á meðal hundruðum sem eru grunaðir um að hafa tengsl við hryðjuverkahópa sagði Paula Risikko innanríkisáðherra við finnska ríkisútvarpið YLE laugardaginn 16. september. Innanríkisráðherrann segir að komið hafi verið í veg fyrir margar árásir í Finnlandi undanfarin …

Lesa meira

Rússar sýna vald sitt fyrir botni Eystrasalts

Rússneskir hermenn æfa landgöngu.

Stór heræfing Rússa og Hvít-Rússa hófst fimmtudaginn 14. september fyrir botni Eystrasalts. Um æfinguna er fjallað í leiðara Jyllands Posten föstudaginn 15. september og birtist hann hér í lauslegri þýðingu: Rússar efna nú að nýju til umfangsmikillar heræfingar, Zapad, sem er rússneska orðið fyrir vestur. Nánar sagt er hér um …

Lesa meira

Risaheræfing Rússa og Hvít-Rússa hafin við austur landamæri NATO

Zapad 2017 æfingasvæðið.

Ein mesta heræfing Rússa frá lokum kalda stríðsins hófst skammt frá austur landamærum NATO-ríkjanna fimmtudaginn 14. september. Hvít-Rússar taka einnig þátt í æfingunni. Hún ber heitið Zapad 2017 (Vestur 2017). Heræfingar með þessu heiti hafa verið stundaðar síðan árið 1973. Að þessu sinni stendur æfingin til miðvikudags 20. september. Hún …

Lesa meira