Forstjóri Europol varar við meiri tölvuárásum

Rob Wainwright, forstjóri Europol.

Forstjóri Europol, Evrópulögreglunnar, varar við því að áhrif tölvuárásarinnar sem lamaði tölvukerfi víða um heim föstudaginn 12. maí verði enn magnaðri þegar fólk snýr til vinnu mánudaginn 15. maí. Frá föstudeginum hafa rúmlega 200.000 í 150 löndum orðið fyrir barðinu á ránsforritinu sem kallast Wanna Decryptor eða WannaCry. Rob Wainwright, …

Lesa meira

Emmanuel Macron tekur við embætti Frakklandsforseta

Frá innsetningunni í Elysée-höll. Laurent Fabius setur Emmanuel Macron í embætti.

Emmanuel Macron tók við embætti Frakklandsforseta að morgni sunndags 14. maí við hátíðlega athöfn í Elysée-höl. Eftir að François Hollande hafði kvatt Macron fyrir framan höllina var athöfn í hátíðarsal hallarinnar þar sem Laurent Fabius, fyrrv. utanríkisráðherra, forseti stjórnlagaráðsins lýsti Emmanuel Macron forseta Frakklands frá og með þeirri stundu. Forsetinn …

Lesa meira

Bandarískt netöryggisfyrirtæki telur líkur á að Rússar hafi tengsl við tölvuþrjótanna gegn Macron

Þannig sagði CNN frá tölvuárásinni á Macron.

Bandarískt netöryggisfyrirtæki hefur birt nýjar upplýsingar sem það telur sýna að hópur í tengslum við Kremlverja hafi staðið að nýlegum tölvuárásum á Emmanuel Macron sem tekur við embætti forseta Frakklands af Francois Hollande. Bandaríska fyrirtækið Flashpoint sagði föstudaginn 12. maí að 38 tölvubréf sem lekið var úr pósthólfi Macrons föstudaginn …

Lesa meira

Ránsforrit notað til tölvuárása í um 70 löndum

19430461_303

Gerð var víðtæk árás með ránsforriti á tölvur í um 70 Evrópu- og Asíulöndum föstudaginn 12. maí. Beitt var spilliforriti sem breytir gögnum á þann veg að þau loka aðgangi notandans að tölvunni. Ekki er unnt að opna tölvukerfin að nýju án þess að greiða tölvuþrjótunum „lausnargjald“. Öryggissérfræðingar segja að tölvuþrjótarnir …

Lesa meira

Trump segir að Comey sé „montrass“ – Lavrov í Washington í skugga brottrekstrar FBI-forstjórans

Rússneska Tass-fréttastofan sendi ein myndir af fundi Donalds Trumps með Seigeij Lavrov og rússneka sendiherranum í Hvíta húsinu.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, fyrirvaralaust þriðjudaginn 9. maí. Gagnrýnendur forsetans segja að hann hafi gripið til þessa óvenjulega ráðs vegna áhuga Comeys á að rannsaka grunsemdir um tengsl Rússa við áhrifamenn í kosningabaráttu Trumps við Hillary Clinton í fyrra. Forsetinn hafi talið meiru …

Lesa meira

Mesta flughersæfing í Evrópu að hefjast á norðurslóðum

Bandarísk B-52 sprengjuvél með sprengjum og skotfærum. Fullhlaðin vegur vélin 220 tonn. Vænghafið er 56,4 m. Mynd: U.S. Air Force photo/Tech. Sgt. Robert Horstman.

Í næstu viku hefst mesta flughersæfing í Evrópu í ár. Hún fer fram yfir Norður-Noregi, Norður-Svíþjóð og Finnlandi. Um 1.000 manns og rúmlega 100 herflugvélar taka þátt í æfingunni Arctic Challenge Exercise dagana 22. maí til 2. júní. Auk orrustuvéla, flutningavéla, eldsneytisvéla, véla til rafeindahernaðar, flutninga- og björgunarþyrlna verða einnig …

Lesa meira

Atvinnu-talsmaður tilnefndur ESB-sendiherra á Íslandi

Michael Mann

Fyrir fáeinum dögum voru kynntar tilnefningar á nýjum sendiherrum Evrópusambandsins um heim allan. Af því tilefni sagði á vefsíðunni Politico sem sérhæfir sig í ESB-fréttum miðvikudaginn 9. maí: „Bresk stöðuhækkun: Ef til vill vekur það mesta undrun (hjá þeim sem líta á fánann en ekki hæfileikana) að meðal þeirra sem …

Lesa meira

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna áréttar stuðning við Eystrasaltsríkin

Jim Mattis varnarmálaráðherra tekur  í hönd þýsks hermanns í Vilníus.

Bandaríkjaher ætlar að auka eftirlit sitt með herflutningum Rússa skammt frá Eystrasaltsríkjunum þegar Rússar efna þar til æfinga næsta sumar segja embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins við The Washington Post (WP) miðvikudaginn 10. maí. Áform Bandaríkjamanna er að fjölga skipum sínum á Eystrasalti og taka að sér loftrýmisgæslu á vegum NATO á …

Lesa meira