Rússar ögra Tyrkjum með því að brjóta lofthelgi þeirra

Sprengja sett á orrustuþotu.

Brot Rússa á lofthelgi Tyrkja um síðustu helgi „virðast ekki slysni“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi þriðjudaginn 6. október. Hann sagði einnig að Rússar hefðu ekki gefið „neina raunverulega skýringu“ á athæfi sínu sem „stóð lengi“. Rússar sögðu að laugardaginn hefðu þeir forðað sér undan veðri og dvalist …

Lesa meira

NATO opnar nýja miðstöð í Póllandi – mestu NATO-heræfingar í rúman áratug

Merki hinna miklu heræfinga NATO

NATO stefnir að því að opna fyrir árslok nýja sérfræði- og þjálfunarmiðstöð í Póllandi fyrir þá sem greina starfsemi hryðjuverkamanna og berjast gegn þeim. Frá 40 til 70 manns munu starfa í stöðinni sem kallast á ensku NATO Counter Intelligence Center of Excellence og verður í borginni Kraká í suðurhluta …

Lesa meira

Rússar mótmæla áformum Pólverja og Búlgara

MiG 29 orrustuþota

  RSK Mig framleiðandi MiG orrustuþotnanna hefur sent mótmælabréf til varnarmálanefndar búlgarska þingsins eftir að Nikolay Nenchev, varnarmálaráðherra Búlgaríu, og Tomasz Siemoniak, varnarmálaráðherra Póllands, rituðu undir viljayfirlýsingu um að flugvirkjar á vegum pólska ríkisins mundu gera upp sex MiG 29 þotur í eigu Búlgara. RSK MiG segir að Pólverjar hafi …

Lesa meira

Pólland andspænis áreitni Rússa

Lech

Varðberg boðar til hádegisfundar fimmtudaginn 8. október klukkan 12.00 til 13.00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Ræðumaður er Lech Mastalerz, forstöðumaður sendiráðs Póllands í Reykjavík.  Frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga í mars 2014 og hófu virkan stuðning við aðskilnaðarsinna í Úkraínu hefur spenna myndast milli þeirra og nágrannaþjóðanna. Þar eru Pólverjar …

Lesa meira

Eftirlitsmenn ÖSE finna skotpalla fyrir öflugar flaugar í A-Úkraínu

TOS-1 Buratino fjöl-skotflaugapallur

Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að þeir hafi fundið nýja gerð rússneskra skotflauga í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar ráða. Starfsmenn ÖSE, Öryggissamvinnustofnunar Evrópu, sáu hinn hættulega TOS-1 Buratino fjöl-skotflaugapall í Luhansk. Frá þessu var sagt föstudaginn 2. október á sama tíma og leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands ræddu leiðir til friðar í …

Lesa meira

Jens Stoltenberg: Samþykkjum aldrei að Úkraína verði söluvara

Stolt

  Í franska blaðinu Le Monde birtist fimmtudaginn 1. október viðtal sem Nathalie Guibert tók við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, eftir að fréttir bárust af því miðvikudaginn 30. september að rússneskar herþotur hefðu hafið loftárásir á skotmörk í Sýrlandi. Viðtalið birtist hér í lauslegri þýðingu. Rússar hafa hafið árásir í …

Lesa meira

Pútín sakaður blekkingar í Sýrlandi

Philip M. Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO.

Petro Porosjenkó Úkraínuforseti og Philip Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO, hafa sakað Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að reyna að beita alþjóðasamfélagið blekkingum með málflutningi sínum um Sýrland. Úkraínuforseti sagði á allshejarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York þriðjudaginn 29. september að tillaga Rússa um að gera bandalag við Vesturlönd gegn Ríki íslams …

Lesa meira

Þýskaland: Engar nýjar bandarískar kjarnorkusprengjur

Rüdiger-Freiherr-von-Fritsch, sendiherra Þýskalands í Rússlandi,

    Bandaríkjamenn fjarlægja og endurnýja gamla hluti í kjarnorkuvopnum í Büchel-flugstöðinni í suðvestur Þýskalandi en flytja ekki ný vopn þangað. Þetta sagði þýski sendiherrann í Moskvu á fundi með blaðamönnum mánudaginn 28. september. „Hér er ekki um neitt nýtt að ræða og ekki um neina fjölgun frá því sem …

Lesa meira

Rússneski sendiherrann viðurkennir rangfærslu – ætlaði ekki að móðga Pólverja

Sergeij Andreev, sendiherra Rússa, ræðir við blaðamenn eftir að hafa verið kallaður á teppið í pólska utanríkisráðuneytinu.

  Sergeij Andreev, sendiherra Rússland í Póllandi, hefur dregið til baka ummæli sín frá föstudeginum 25. september þar sem hann gaf til kynna að Pólverjar bæru sjálfir hluta ábyrgðar vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Sagði hann við einka-sjónvarpsstöðina TVN24 að Pólverjar hefðu hvað eftir annað staðið gegn myndun bandalags gegn nazistastjórninni í …

Lesa meira

Pólland: Rússneski sendherrann hafnar sögulegum staðreyndum með ásökunum um stríðið

Rússar myrtu þúsundir pólskra herforingja í Katyn-skógi.

  Ummæli rússneska sendiherrans í Póllandi um að Pólverjar geti kennt sjálfum sér um að síðari heimsstyrjöldin hófst hefur vakið undrun og reiði víðar en í Póllandi. Þannig sendi David Harris, framkvæmdastjóri AJC-samtakanna sem taka málstað gyðinga frá sér yfirlýsingu sunnudaginn 27. september. Birtist hún hér í lauslegri þýðingu: „Sergeij …

Lesa meira