Finnar árétta mikilvægi varnarsamstarfs við Svía – ný sænsk skýrsla um öryggismál breyti engu

Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finna.

  Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finna, segir að ný sænsk skýrsla um öryggismál Svía kalli ekki á neina endurskoðun á varnarsamstarfi Finna og Svía. Sagt hefur verið frá skýrslunni hér á síðunni en hún var birt opinberlega föstudaginn 9. september. Í frétt finnska ríkisútvarpsins, YLE, segir að í skýrslunni komi fram að …

Lesa meira

Norðmenn herða landamæravörslu gagnvart Rússlandi

Unnið við gerð landamæragirðingar í Noregi.

  Unnið er hörðum höndum að því að reisa 200 m langa 3,5 m háa girðingu á landamærunum milli Noregs og Rússlands norður við Barentshaf. Ætlunin er að framkvæmdum verði lokið áður en tekur að snjóa. Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs, ákvað að gripið yrði til þessa ráðs til að ná …

Lesa meira

Frakkar og Þjóðverjar árétta mikilvægi ESB-hers í nýrri skýrslu

Liðsmenn Eurocorps í Strassborg.

  Frakkar og Þjóðverjar hafa lagt fram sameiginlega tillögu um „virkari og gagnlegri“ varnarmálastefnu ESB, sagði franska varnarmálaráðuneytið við AFP-fréttastofuna föstudaginn 9. september. Um er að ræða skjal sem kynnt er af Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakka, og Ursulu von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Franska ráðuneytið segir að í því …

Lesa meira

Bandaríkjamenn og Rússar leggja grunn að friðarsamningi í Sýrlandi

John Kerry og Sergei Lavrov.

  Bandaríkjamenn og Rússar hafa náð samkomulagi um víðtækt vopnahlé sem ætlað er að binda enda á fimm ára stríð í Sýrlandi. Með samkomulaginu er lagður grunnur að pólitískri lausn á átökum sem hafa orðið meira en 200.000 manns að aldurtila. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, …

Lesa meira

Skemmtiferðaskip en ekki vöruflutningar í Norður-Íshafi

Crystal Serenity

  Fyrir nokkrum dögum sigldi skemmtiferðarskipið Crystal Serenity með rúmlega eitt þúsund farþega norðvesturleiðina, það er í Norður-Íshafi fyrir norðan Kanada, frá Asíu til Evrópu. Ferðin verður Adam Minter hjá Bloomberg-fréttastofunni tilefni fimmtudaginn 8. september til að skrifa hugleiðingu um hvort þessi ferð skipsins, sem á að endurtaka að ári, …

Lesa meira

Rússneska orrustuþotur ögra bandarískum kafbátaleitarvélum yfir Svartahafi

Nefið á Poseidon P-8 vél.

Rússneskri orrustuþotu af gerðinni Sukhoi Su-27 var flogið í aðeins þriggja metra fjarlægð frá bandarískri Poseidon P-8 kafbátaleitarvél bandaríska flotans skammt frá rússnesku landamærunum á Svartahafi miðvikudaginn 7. september. Bandaríkjamenn telja atvikið hafa skapað hættuástand. Bandarísk stjórnvöld fordæmdu miðvikudaginn 7. september sem „hættulegt“ flug rússneskrar orrustu fyrir framan bandaríska eftirlitsflugvél …

Lesa meira

Svíar öruggari innan NATO – segir í nýrri skýrslu

Þýakur hermaður á heræfingu í Litháen.

  Verði stríð á Eystrasalti kunna Rússar að ráðast fyrst á Svíþjóð. Svíar geta þó ekki varist án aðstoðar annarra. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent verður sænsku ríkisstjórninni í föstudaginn 9. september og sýnir að það hefur fleiri kosti fyrir Svía að ganga í NATO segir í grein …

Lesa meira

Hauststarf Varðbergs: Fundur og þrjár ráðstefnur – 10 ár frá brottför varnarliðsins

apple-icon-120x120

  Tíu ár frá brottför varnarliðsins Í tilefni af því að í september 2016 eru 10 ár liðin frá brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi boðar Varðberg til fundar og þriggja ráðstefna um öryggis- og varnarmál haustið 2016.   Fundur: NATO OG MIKILVÆGI GIUK-HLIÐSINS föstudaginn 23. september kl. 12.00 til 13.00 …

Lesa meira

Lögð áhersla á að hraða gerð áætlana um ESB-her

Frederica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri NATO.

Innan Evrópusambandsins hefur verið hraðað vinnu við að koma á fót  ESB-herafla sem sumir óttast að kunni á síðari stigum að koma í stað hernaðarsamstarfs aðildaríkjanna á vettvangi NATO. Á vefsíðunni Telegraph.co.uk. segir að háttsettir embættismenn innan ESB hvetji stjórnendur aðildarríkjanna til að nýta sér sem best „pólitíska svigrúmið“ sem …

Lesa meira

Kjarnorkuver í eign Rússa og frelsi Finna í utanríkis- og öryggismálum

ROSATOM

Rússar hafa sagt afdráttarlaust að markmið þeirra sé að þrengja svigrúm Finna í öryggismálum og hindra að þeir geti að fullu lagað sig að þátttöku í samstarfsstofnunum Vesturlanda. Á þennan hátt lýsir Yrsa Grüne, sérfræðingur Hufvudstadsbladet í Finnlandi, niðurstöðu nýlegrar skýrslu um framgöngu Rússa í nágrenni Finnlands (sjá vardberg.is 1. september 2016). …

Lesa meira