Ríkisstjórnir ýmissa landa hafa gripið til sérstakra ráðstafana til að verja heilbrigðisstofnanir gegn tölvuárásum nú á tímum heimsfaraldursins. Hörmulegar afleiðingar slíkra árása birtust meðal annars fyrir nokkru þegar kona andaðist eftir að henni var meinað að njóta lækninga á þýsku sjúkrahúsi sem glímdi við net-gíslatökumenn. Um þessa hættu er fjallað …
Lesa meiraNorðmenn, Svíar og Finnar auka hernaðarsamstarf á norðurslóðum
Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Finnlands rituðu miðvikudaginn 23. september undir samkomulag um að auka hernaðarlegt samstarf sitt á norðurslóðum. Sama dag mótmæltu Svíar því við rússneska stjórnarerindreka í Stokkhólmi að 14. september hefðu tvær korvettur rússneska herflotans farið inn í sænska landhelgi skammt frá Gautaborg. Varnarmálaráðherrarnir sátu utan dyra í …
Lesa meiraESB-ríki taki á móti hælisleitendum eða hraði brottflutningi þeirra sem er hafnað
Fimm árum eftir að farand- og flóttafólk skapaði mikinn vanda innan Evrópusambandsins kynnti framkvæmdastjórn ESB nýja útlendingastefnu miðvikudaginn 23. september sem gerir ráð fyrir að ESB-ríkin hafi þann kost að taka við kvóta hælisleitenda eða taka að sér að flýta brottflutningi þeirra sem ekki fá hæli. Í New Pact on …
Lesa meiraKýpverjar stöða ESB-samstöðu gegn Lukasjenko
Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, segir að trúverðugleiki ESB sé í húfi eftir að utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna náðu ekki samkomulagi um refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum Hvíta-Rússlands mánudaginn 21. september. Utanríkisráðherra Kýpur rauf nauðsynlega samstöðu ríkjanna. Ráðamenn ESB í Brussel neita að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi 9. ágúst 2020. Yfirkjörstjórn lýsti Alexander …
Lesa meiraIlla fengið fé flæðir milli stærstu banka heims
Árum saman hafa sumir stærstu bankar heims látið gífurlegt magn af illa fengnu fé flæða sín á milli segir í skýrslu alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna sem var birt sunnudaginn 20. september. „Hagnaður af blóðugum fíkniefnaátökum, af auðæfum sem rekja má til fjársvika í þróunarlöndum, af sparnaði einstaklinga sem stolið hefur verið með …
Lesa meiraRússneskur sendiherra gagnrýnir Dani vegna flotaæfingar
Vladimir V. Barbin, sendiherra Rússa í Danmörku, áður norðurslóða-sendiherra Rússa, segir að Danir hafi ekki aðeins ögrað Rússum með því að senda hervél til þátttöku í fjögurra landa æfingu NATO-ríkja í Barentshafi fyrir 12 dögum. Danir hafi auk þess tekið þátt í æfingunni á fölskum forsendum. „Æfingar af þessu tagi …
Lesa meiraAtlantshafsherstjórn NATO tekur formlega til starfa í Norfolk
Ný Atlantshafsherstjórn NATO tók formlega til starfa í Norfolk í Virginiuríki í Bandaríkjunum fimmtudaginn 17. september. Hlutverk hennar er að tryggja öryggi og varnir siglingaleiða yfir Norður-Atlantshafs, í GIUK-hliðinu og norður í Íshaf. Fyrri Atlantshafsherstjórn NATO í Norfolk var lokað árið 2003. Nú heitir hún á ensku Joint Force Command …
Lesa meiraUm bókina: Trump gegn Bandaríkjunum
Í byrjun mánaðarins kom út bókin Donald Trump v. the United States eftir Michael S. Schmidt sem er blaðamaður hjá The New York Times. Undirtitill bókarinnar dregur saman efni hennar: Inside the Struggle to Stop a President. Fram kemur í bókinni að margir í Washington hafi áhyggjur af framferði Trumps. …
Lesa meiraPútin fjármagnar Luksasjenko til að berja okkur segja mótmælendur
Vladimir Pútin Rússlandsforseti samþykkti mánudaginn 14. september að lána Alexander Lukasjenko, einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, 1,5 milljarð dollara þegar þeir hittust í rússnesku Svartahafsborginni Sotsjí. Andstæðingar Lukasjenkos segja að með þessu sé hann að fá greitt fyrir „að berja okkur“. Í sjónvarpssamtali vegna fundarins sagði Pútin að Hvít-Rússar ættu að greiða …
Lesa meiraSvíar og Frakkar staðfesta eiturárásina á Navalníj í Síberíu
Sjálfstæðar athuganir í rannsóknarstofum í Frakklandi og Svíþjóð staðfesta að rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalníj varð fyrir árás með rússneska taugaeitrinu novichok. Þessar niðurstöður falla að því sem þýskir sérfræðingar sögðu áður. Navalníj hefur verið til lækninga í Charité-sjúkrahúsinu í Berlín frá 22. ágúst. Þegar Steffen Seibert, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, ræddi …
Lesa meira