Ítalía: Salvini í vanda vegna ásakana um Rússagull

Matteo Salvini

Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og formaður Bandalagsins (Lega), hefur snúist hart til varnar vegna ásakana um að flokkur hans hafi reynt að fá leynilegar tekjur af olíusölu Rússa. Birtar hafa verið upptökur af samtölum samstarfsmanna Salvinis við Rússa um þetta mál í Moskvu í fyrra. Frétta-vefsíðan Buzzfeed birti á dögunum …

Lesa meira

Nýjum kjarnorkukafbáti Frakka hleypt af stokkunum

Emmanuel Macron við athöfnina í Cherbourg.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti var föstudaginn 12. júlí í hafnarborginni Cherbourg í norðvestur hluta Frakklands og hleypti af stokkunum kjarnorkuknúna kafbátnum Suffren. Kafbáturinn er fyrstur í röð sex kafbáta af Barracuda-gerð sem verða þungamiðja í vörnum franska flotans. Franska skipasmíðastöðin Naval Group smíðar kafbátana sex. Þeir eru hluti af 9 milljarða …

Lesa meira

Rússneskar loftvarnaflaugar fluttar til Tyrklands

S-400 skotpallur settur um borð í rússneska flutningavél.

Fyrstu hlutar rússnesks eldflaugakerfis til loftvarna bárust til Tyrklands föstudaginn 12. júlí. Um er að ræða svonefnt S-400 loftvarnakerfi sem nota má til að finna flugvélar og önnur skotmörk. Bandaríkjastjórn leggst eindregið gegn þessum vopnakaupum Tyrkja og þau hafa skapað spennu innan NATO þar sem Bandaríkjamenn og Tyrkir eru meðal …

Lesa meira

Mið-hægrimenn með hreinan meirihluta á gríska þinginu

Kyriakos Mitsotakis flokksleiðtogi næsti forsætisráðherra Grikklaqnds, fagnar sigri.

  Grískir kjósendur veittu mið-hægriflokknum Nýtt lýðræði öflugan stuðning í þingkosningum sunnudaginn 6. júlí og verður Kyriakos Mitsotakis flokksleiðtogi næsti forsætisráðherra landsins. Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra vinstra bandalagsins Syriza, viðurkenndi ósigur sinn strax eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. Ríkisstjórnarskiptin verða mánudaginn 7. júlí. Eftir að 80% atkvæða höfðu verið …

Lesa meira

Fjórtán rússneskir kafbátaliðar jarðsungnir

Grafreiturinn í St. Pétursborg.

  Herlögregla lokaði sögufrægum Serafimovskoj-kirkjugarðinum í St. Pétursborg í Rússlandi laugardaginn 6. júlí þegar 14 rússneskir kafbátaliðar voru bornir þar til grafar. Þeir létust í eldsvoða um borð kjarnorkukafbáti skammt frá landamærum Noregs við Kóla-skaga. Vladimir Pútin Rússlandsforseti hefur ekkert sagt um sjóslysið. Fjölmiðlamenn fengu ekki að vera við útförina. …

Lesa meira

Endurbætur á kínverska heraflanum

foreign201706231528000584202303203

Höfundur Kristinn Valdimarssson Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld eytt háum fjárhæðum í að endurskipuleggja herafla landsins.  Leiðtogi Kína, Xi Jinping, á sér þann draum að árið 2035 verði heraflinn í fremstu röð í heiminum og geti þá unnið Bandaríkjaher í átökum. Að sögn breska vikuritsins The Economist hafa endurbætur …

Lesa meira

Mótmælendur lögðu þinghúsið í Hong Kong undir sig

Mótmælendur í þinghúsinu í Hong Kong.

Mótmælendur lögðu þinghúsið í Hong Kong undir sig síðdegis mánudaginn 1. júlí og dvöldust innan dyra í þrjár klukkustundir áður en þeir hurfu á braut. Eftir miðnætti á staðartíma (kl. 16.00 að íslenskum tíma) lögðu hundruð lögreglumanna bygginguna undir sig eftir að hafa sagt mótmælendunum að hverfa á brott. Tugir …

Lesa meira

Nord Stream 2 úr danskri lögsögu

283687

Stjórnendur verkefnisins Nord Stream 2 hafa dregið til baka umsókn til danskra stjórnvalda um leyfi til að leggja leiðslu undir þessu nafni sem flytja á gas frá Rússlandi til Þýskalands um danskt yfirráðasvæði á hafsbotni Eystrasalts fyrir sunnan Borgundarhólm. Umsóknin hefur verið til meðferðar í meira en tvö ár. Matthias …

Lesa meira

Pútin ræðst á frjálslynd grunngildi

Vladimir Pútin

Vladimir Pútin Rússlandsforseti fer hörðum orðum um stjórnmálaleg grunngildi sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar í viðtali við The Financial Times sem birtist föstudaginn 28. júní. Forsetinn segir að grunngildi eins og þau sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafi gengið sér …

Lesa meira

Leyniþjónustur búast til netátaka

cyber terrorism concept computer bomb in electronic environment, 3d illustration

Í Noregi hefur í ákveðnum tilvikum reynst nauðsynlegt að grípa til öflugra net- og tölvuvarna. Nú hefur Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs, sagt blaðinu VG að leyniþjónusta hersins ráði yfir búnaði til að gera tölvu- og netárásir á aðrar þjóðir. Blaðið spurði varnarmálaráðherrann hvort norsk stjórnvöld hefðu tök á að grípa …

Lesa meira