Trump boðar komu sína á ríkisoddvitafund NATO í lok maí

Fundur í höfuðstöðvum NATO

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað þátttöku sína í ríkisoddvitafundi NATO í Brussel 25. maí.  Verður þetta fyrsta utanlandsferð Trumps eftir að hann tók við embætti forseta 20. janúar. „Forsetinn fagnar því að fá tækifæri til að hitta forystumenn annarra NATO-ríkja í því skyni að staðfesta öfluga hollustu okkar við NATO …

Lesa meira

Noregur: Sendiherra Rússa hótar hörðum viðbrögðum tengist Norðmenn eldflaugavarnarkerfi Evrópu

Teimuraz Ramishvili, sendiherra Rússlands í Noregi.

Norsk stjórnvöld ættu að átta sig á að taki þau ákvörðun um að gerast virkir þátttakendur í eldflaugavarnarkerfi NATO í Evrópu láta nágrannar þeirra í Rússlandi það ekki óátalið sagði Teimuraz Ramishvili, sendiherra Rússlands í Noregi, við norska ríkissjónvarpið NRK laugardaginn 18. mars. „Komi til þessa verðum við að taka hertæknilegar ákvarðanir sem miða að því …

Lesa meira

Þýskir ráðherrar andmæla fullyrðingu Trumps um NATO-„skuldir“ Þjóðverja

Angela Merkel og Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu 17. mars 2017.

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýsklands, hefur hafnað fullyrðingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að Þjóðverjar skuldi NATO „miklar fjárfúlgur“. Varnarmálaráðherrann sagði í yfirlýsingu sunnudaginn 19. mars að innan NATO væru „engar skuldir færðar í reikninga“. Hún velti einnig fyrir sér aðferðum við útreikninga á útgjöldum til varnarmála. Í því efni …

Lesa meira

Pútín býr sig undir fund með Guðna Th. í Arkhangelsk

map_arkhangelsk

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hittir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í tengslum við Arctic Forum, árlega ráðstefnu sem Rússar skipuleggja um norðurslóðamál í Arkhangelsk 29. til 30. mars 2017. Dmitríj Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði þetta í samtali við rússnesku fréttastofuna RIA Novosti fimmtudaginn 16. mars. Hann sagði að Pútín mundi …

Lesa meira

Breskir hermenn koma til viðveru í Eistlandi

Breskum þungavopnum ekið um borð í ferju í Þýskalandi. Þau verða flutt til Eistlands.

Bretar sendu fyrstu 120 landhermenn sína til Eistlands föstudaginn 17. mars. Fyrsta verkefni þeirra verður að koma á fót breskri herstöð í landinu og búa í haginn fyrir næsta hluta 800 manna liðsafla sem kemur frá Bretlandi í apríl. Þetta er liður í átaki undir merkjum NATO til að efla …

Lesa meira

Rússum ber að svara á norðurslóðum með fleiri bandarískum kafbátum en ekki ísbrjótum

Bandarískur árásar-kafbátur.

Magnus Nordenman, vara-forstjóri Brent Scowcroft Center on International Security forstöðumaður Transatlantic Security Initiative á vegum Atlantic Council í Washington, segir í nýlegri grein á vefsíðunni Defense News, að athygli Bandaríkjamanna eigi ekki að beinast á flota rússneskra ísbrjóta í Norður-Íshafi heldur auknum umsvifum rússneska herflotans, einkum kafbátaflotans. Nordenman vísar til þess að á Bandaríkjaþingi sé þess ítrekað krafist af Bandaríkjastjórn að hún kaupi fleiri ísbrjóta fyrir bandarísku strandgæsluna. Þessi …

Lesa meira

Norðmenn sluppu með olíuvinnslu-skrekkinn á ESB-þinginu

ESB-þingið að störfum.

Norðmenn hafa látið verulega að sér kveða gagnvart ESB-þingmönnum undanfarna daga vegna atkvæðagreiðslu sem fór fram á ESB-þinginu í Strassborg fimmtudaginn 16. mars um norðurslóðastefnu ESB. Að henni lokinni önduðu Norðmenn léttar því að tvö ákvæði um bann við olíuborunum í norðurhöfum voru felld. ESB-þingið samþykkti hins vegar að halda inni ákvæði …

Lesa meira

Björgunarþyrlu saknað við vesturströnd Írlands

Björgunarþyrla írsku strandgæslunnar af Sikorsky S-92 gerð.

Björgunarþyrlu á vegum írsku strandgæslunnar hefur verið leitað síðan þriðjudaginn 14. mars. Konu úr áhöfn hennar var bjargað úr hafinu undan vesturströnd Írlands en þriggja karla er saknað. Þyrlan af gerðinni Sikorsky S-92 hafði nýlega tekið eldsneyti við vita hjá Blacksod í Mayo-héraði á Írlandi þegar samband við hana slitnaði. Michael D Higgins, forseti Írlands, hefur sagt …

Lesa meira

Norðmenn og Bandaríkjamenn undirbúa olíuvinnslu á heimskautasvæðum – ESB-þingið á öndverðum meiði

Olíuvinnsla á norðurslóðum.

Norska ríkisstjórnin tilkynnti mánudaginn 13. mars að markmið hennar sé að veita heimild til olíuleitar á 93 svæðum í Barentshafi þegar hún gefur 24. leyfi sitt síðar á árinu. Norsk yfirvöld hafa aldrei áður veitt svo víðtæka heimild til olíuvinnslu á norðurslóðum. Tilkynning og upplýsingar um þetta hafa nú verið sendar til …

Lesa meira

Kínaforseti vill hraðari nútímavæðingu hersins

Kínverskar skotflaugar á Torgi hins himneska friðar í Peking.

Her Kína á að verða sneggri, með meiri slagkraft og nútímalegri. Þetta er krafa sem Xi Jinping, forseti Kína, setti fram í ræðu yfir fulltrúum á þingi Kína. Áður hafði þingið samþykkt hæstu útgjöld til hermála í sögu landsins. Flokkleiðtoginn og forsetinn Xi Jinping hvatti til þess að nútímavæðingu kínverska …

Lesa meira