Rússneski flotinn athafnasamur í kafi og lofti í nágrenni Íslands

Rússnesk eftirlits- og kafbátaleitarvél á flugi fyrir austan Ísland.

Tvær rússneskar Tu-142 eftirlits- og kafbátaleitarvélar flugu miðvikudaginn 29. apríl yfir Barentshaf, Noregshaf og Norðursjó, það er milli Íslands og Noregs. Í samræmi við áætlun NATO um skjót viðbrögð, Quick Reaction Alert (QRA), sendu Norðmenn tvær F-16 þotur frá Bodø-flugvelli í veg fyrir vélarnar fyrir norðan heimskautsbaug. Þegar sunnar dró …

Lesa meira

Berlín-Brandenburg-flugvöllur verður opnaður 31. október 2020

Unnið að frágangi á nýja flugvellinum.

Nú hefur verið tilkynnt að nýr alþjóðaflugvöllur í Berlín verði loks opnaður 31. október 2020. Ætlunin var að opna Berlín-Brandenburg-flugvöllinn í mars 2011 en þetta hefur tafist í næstum áratug vegn alls kyns vandræða og hneyksla. Yfirvöld hafa nú veitt heimild til að hefja rekstur flugvallarins 14 árum eftir að …

Lesa meira

Prag: Grunur um að Rússar undirbúi launmorð með eitri

Ondrej Kolar, hverfisborgarstjóri í 6. hverfi í Prag, er undir lögregluvernd.

Rússar segja það róg sem birst hefur í tékkneskum fjölmiðli, að rússneskur launmorðingi hafi átt að eitra fyrir embættismönnum í Prag, þeirra á meðal borgarstjóranum. Tékkneska gagnnjósnastofnunin vill ekkert um málið segja. Í tékkneska vikublaðinu Respekt var sagt frá því sunnudaginn 26. apríl að Rússi, grunaður um að vera njósnari, …

Lesa meira

Færeyjar: Símtal beint frá bandaríska sendiherranum vegna COVID-19

Tinganes, stjórnarsetur Færeyinga í Þórshöfn.

Danska fréttasíðan Altinget.dk sneri sér til Jeppe Kofods, utanríkisráðherra Dana, og spurði hvort hann hefði eitthvað við það að athuga að Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn hefði undanfarna mánuði haft beint samband við nokkra færeyska ráherra án þess að láta utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn vita um samskiptin. „Allir sendiherrar í …

Lesa meira

Sædrónar: Ný vídd í vörnum ríkja Atlantshafsbandalagsins

34348

Líkt og þeir sem fylgjast með fréttum á Vardberg.is vita þá hefur öryggisumhverfið á Norður – Atlantshafi tekið stakkaskiptum á undanförnum árum.  Hafsvæðið er gríðarlega mikilvægt fyrir Atlantshafs­bandalagið (NATO) enda tengir það aðildarríki bandalagsins í Norður – Ameríku við þau sem eru í Evrópu.  Því þarf ekki að koma á óvart …

Lesa meira

Rússar sakaðir um tölvuárás á Tékka – reiði vegna brotinnar styttu sovésks marskálks

Styttan af Ivan Konev bíður brottflutnings.

Fyrr í þessum mánuði sögðu tékkneskir embættismenn að upplýsingatækni-kerfi (UT-kerfi) á alþjóðaflugvellinum við Prag, nokkrum sjúkrahúsum og heilbrigðisráðuneytinu hefðu orðið fyrir árás. Olli þetta mikilli reiði stjórnvalda í Prag – og einnig í Washington. Tékkneska innanríkisráðuneytið sagði 22. apríl að einnig hefði verið ráðist á UT-kerfi sín. Tekist hefði að …

Lesa meira

Yuval Noah Harari: Mesta hættan er ekki í veirunni sjálfri

Yuval Noah Harari.

Í fyrra kom bókin Sapiens – mannkynssaga í stuttu máli eftir prófessor Yuval Noah Harari út á íslensku. Hann hefur ritað fleiri metsölubækur, meðal annars um þróun mannlífs á 21. öldinni. Hér í þessu viðtali sem Anna Carthaus tók fyrir þýsku fréttastofuna Deutsche Welle (DW) lýsir Harari viðhorfi sínu til …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn veitir Grænlendingum efnahagsaðstoð

Carla Sands sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn,

Bandaríkjastjórn tilkynnti fimmtudaginn 23. apríl að hún ætlaði að veita Grænlendingum 12,1 milljón dollara (1,7 ma.isk) efnahagsaðstoð í því skyni að styrkja gagnkvæm tengsl Bandaríkjanna og Grænlands. Grænlenska stjórnin, Nalakkersuisut, segir í fréttatilkynningu að hún taki við efnahagsaðstoðinni, segir KNR, grænlenska útvarpið. Styrkurinn verður ekki sendur beint til ráðstöfunar hjá …

Lesa meira

Norðmenn stórauka land- og netvarnir með nýjum áætlunum

Frank Bakke-Jensen varnarmálaráðherra og Erna Solberg forsætisráðherra kynna nýju varnaráætlunina.

Norska ríkisstjórnin kynnti föstudaginn 17. apríl nýja langtímaáætlun fyrir norska herinn. Í ræðu sem Erna Solberg forsætisráðherra flutti minnti hún á að undir forystu hennar hefði verið mótuð ný langtímastefna með fjögurra ára áætluninni sem kynnt var árið 2016. Á árunum 2017 til 2020 hefðu útgjöld til varnarmála verið aukin …

Lesa meira

Kim Jong-un sagður heilsulaus – systir hans til valda?

Systkinin Kim Jong-un og Kim Yo-jong.

Bandaríkjastjórn hefur undir höndum trúnaðarupplýsingar sem sagðar eru gefa til kynna að ofurleiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un sé „í mikill hættu eftir uppskurð“ segir í frétt CNN. Sjónvarpsfréttastöðin vitnar í „bandarískan embættismann með beinan aðgang“ að upplýsingum. Í Asia Times þriðjudaginn 21. apríl segir að ekki hafi fengist nein opinber staðfesting …

Lesa meira