fbpx
Home / Fréttir / Viðbragðsher NATO stækkar, sex nýjar herstjórnir og greiðari boðleiðir

Viðbragðsher NATO stækkar, sex nýjar herstjórnir og greiðari boðleiðir

Fundur varnarmálaráðherra NATO 24. júní 2015.
Fundur varnarmálaráðherra NATO 24. júní 2015.

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna tóku miðvikudaginn 24. júní lykilákvarðanir um að efla sameiginlegar varnir bandalagsins meðal annars með því að efla styrk og getu viðbragðshers NATO. „Við höfum stigið enn eitt skrefið til að laga NATO á breyttu og meira krefjandi ástandi öryggismála,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að fundinum loknum „okkur miðar greinilega vel í rétta átt.“

Ráðherrarnir ákváðu að leggja viðbragðsher NATO (NATO Response Force (NRF)) til flugvélar, herskip og sérsveitarmenn. Í viðbragðshernum verða allt að 40.000 menn – upphaflega var reiknað með 13.000 mönnum. Þáákváðu ráðherrarnir að gerðar skyldu ráðstafanir til að hraða töku pólitískra og hernaðarlegra ákvarðana, þar á meðal að yfirmaður Evrópuherstjórnarinnar (SACEUR) hefði heimild til að búa hermenn undir átök um leið og pólitísk ákvörðun hefur verið tekin.

Lokaákvörðun var tekin á fundinum um sex litlar bækistöðvar fyrir herstjórnir í Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu. „Í hverri þeirra verða um 40 manns sem gegna lykilhlutverki við að skipuleggja, æfa og undirbúa móttöku liðsauka, verði hann sendur,“ sagði Stoltenberg. Þá ákváðu ráðherrarnir að komið skyldi á fót sameiginlegri birgða- og flutningastjórn til að auðvelda liðsflutninga þegar þeirra gerðist þörf.

„Við leggjum áherslu á að meta nákvæmlega áhrif þess sem Rússar gera þar á meðal varðandi kjarnorkuvopn,“ sagði framkvæmdastjórinn. Þá sagði hann að NATO liti til þess sem gera þyrfti vegna blendings-hótana (hybrid threats) og í því efni væri meðal annars hugað að náinni samvinnu við Evrópusambandið. „Við sækjumst ekki eftir árekstrum og við viljum ekki nýtt vígbúnaðarkapphlaup. Við viljum tryggja öryggi landa okkar, það er okkar starf,“ sagði Stoltenberg.

Hann fagnaði tilkynningu Ash Carters, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að bandarísk þungavopn yrðu send til Eystrasaltslandanna. Hún sannaði enn viljan til sameiginlegra varna og tengslin yfir Atlantshaf.

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …