fbpx
Home / Fréttir / Varðbergsfundur 9. mars um samtíð og framtíð í Evrópu óvissunnar

Varðbergsfundur 9. mars um samtíð og framtíð í Evrópu óvissunnar

Urmas Paet
Urmas Paet

 

Urmas Paet, þingmaður á ESB-þinginu, fyrrverandi utanríkisráðherra Eistlands, ræðir um samtíð og framtíð í Evrópu óvissunnar á hádegisfundi Varðbergs í Safnahúsini fimmtudaginn 9. mars kl. 12.00 til 13.00

Urmas Paet hefur setið á ESB-þinginu síðan í nóvember 2014. Hann helgar sig utanríkis- og öryggismálum og situr í utanríkismálanefnd þingsins. Innan nefndarinnar hefur hann forystu um gerð álits um Varnarmálasamband Evrópu og norðurslóðastefnu ESB. Hann hafði setið lengur en nokkur annar sem utanríkisráðherra Eistlands, í tæp tíu ár, áður en hann settist á ESB-þingið.

Hann hefur glögga sýn á þróun öryggismála í Evrópu og sérstaklega stöðuna fyrir botni Eystrasalts þar sem spenna hefur magnast undanfarin misseri fyrir ágengni Rússa.

Fundurinn er opinn öllum og að loknum fyrirlestrinum gefst tækifæri til að leggja spurningar fyrir Urmas Paet.

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …