fbpx
Home / Fréttir / Undirbúa flutning 20.000 bandarískra landhermanna til æfinga í Evrópu

Undirbúa flutning 20.000 bandarískra landhermanna til æfinga í Evrópu

Bandarískir skriðdrekar af Abrams-gerð við æfingar í Eystrasaltslöndunum.
Bandarískir skriðdrekar af Abrams-gerð við æfingar í Eystrasaltslöndunum.

Landherstjórn Bandaríkjanna undirbýr nú mesta flutning á liðsafla til Evrópu ín 25 ár. Ætlunin er að 37.000 hermenn taki þátt í mikilli æfingu á árinu 2020 þar sem látið verður reyna á flutningsgetu landherstjórna NATO.

Æfingin ber heitið DEFENDER-Europe 20. Flytja á um 20.000 landhermenn tilbúna til átaka frá Bandaríkjunum til Evrópu. Síðan verður mannaflanum og tækjunum dreift til ýmissa æfingasvæða.

Undir forystu Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna tekur herafli frá ýmsum NATO-ríkjum þátt í æfingunni vorið 2020.

Charles Flynn, hershöfðingi, varaherráðsforingi Bandaríkjanna, segir að heræfingin gefi bandaríska landhernum einstakt tækifæri til sanna getu sína til að flytja herafla hvert sem er í heiminum í samvinnu við bandamenn sína og samstarfsaðila.

Skoða einnig

Xi Jinping vill „indæla“ ímynd Kína gagnvart öðrum

Xi Jinping, forseti Kína, vill að Kínverjar „stækki vinahóp sinn“ með því að hressa upp …