fbpx
Home / Fréttir / Um 1.000 bandarískir landgönguliðar æfa í N-Noregi

Um 1.000 bandarískir landgönguliðar æfa í N-Noregi

Bnadarískir landgönguliðar á æfingu í Norður-Noregi.
Bnadarískir landgönguliðar á æfingu í Norður-Noregi.

Rúmlega 1.000 bandarískir landgönguliðar eru komnir til Setermoen í Norður-Noregi til norðurslóðaþjálfunar. Evrópu- og Afríku-yfirstjórn bandarískra landgönguliðssveita skýrði frá þessu föstudaginn 8. janúar.

Landgönguliðarnir koma frá Camp Lejeune í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Þaðan eru reglulega sendar sveitir til æfinga í Norður-Noregi með norskum hermönnum auk hermanna frá öðrum NATO-löndum.

Bandaríska landgönguliðið ræður yfir miklum vopnabirgðum og tækjabúnaði í manngerðum hellum í norskum fjöllum. Fyrir þremur árum sömdu bandarísk og norsk stjórnvöld um að reglulega yrðu sendir bandarískir landgönguliðar til sex mánaða dvalar í Noregi í hvert sinn. Yrðu því ávallt nokkur hundruð bandarískra landgönguliða í landinu.

Frá þessu fyrirkomulagi var horfið í október 2020 og þess í stað yrði stuðlað að meiri sveigjanleika með reglulegum æfingum á borð við þá sem nú er hafin.

 

 

Skoða einnig

Julian Assange sviptur ríkisborgararétti í Ekvador

Stjórnvöld í Ekvador hafa svipt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, ríkisborgararétti. Yfirvöldin segja marga ágalla hafa …