Home / Fréttir / Tölvuárás á franskt risaskipafélag

Tölvuárás á franskt risaskipafélag

shutterstock_746716324-800x450

Í tilkynningu franska risa-skipafélagsins CMA CGM mánudaginn 28. september sagði að það hefði orðið fyrir gíslatöku-tölvuárás.

Félagið segir að gripið hafi verið gagnaðgerða strax og innbrotsins í tölvukerfi fyrirtækisins varð vart. Tekist hefði að hefta útbreiðslu veirunnar.

Sérfræðingar fyrirtækisins og aðkeyptir hófu gagnsókn gegn tölvuþrjótunum.

Loyd‘s List sagði að árásin hefði verið gerð með Ragnar Locker-veirunni.

„Ragnar Locker krafðist þess að franska skipafélagið hefði samband  innan tveggja daga á netspjalli og borgaði fyrir sérstakan af-dulkóðunar-lykil. Engin tala vegna lausnargjalds hefur enn verið nefnd,“ sagði Loyd‘s á Twitter.

Nokkur stærstu skipafélög heims hafa áður orðið fyrir tölvuárásum.

MSC Mediterranean Shipping Company skýrði í apríl frá því að tölvukerfið í höfuðstöðvum þess  í Genf í Sviss væri óvirkt vegna árásar.

Danska skipafélagið Maersk sætti á árinu 2017 árás með NotPetya-veiru sem lamaði heims-tölvukerfi félagsins og truflaði það síðan vikum saman. Félagið sagði að kostnaður vegna árásarinnar hefði verið um 300 milljónir dollara.

 

 

Skoða einnig

d732904406a9a685872c35e27d5632d064ed0a3ccbce4aa05eee423b81f0c0d2

Óvissa um framtíð klukkubreytinga innan ESB

Lokaákvörðunin er hins vegar innan einstakra ESB-ríkja. Þar verða yfirvöld að ákveða hvort áfram gildi …